Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 37 HALLDÓR ÁSMUNDSSON +Halldór Ásmundsson var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1974. Hann Iést af slysförum 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkur- kirkju 8. október. KÆRI vinur. Ég ætla að skrifa til þín nokkrar línur. Ég kynntist þér fyrir rúmum fjór- um árum, er þú komst heim með Didda syni mínum, Sjonna og fleir- um. Þú komst inn í stofu til mín til að sgjalla, svo opinn og skemmtileg- ur. Ég vissi þá strax að þarna var góður drengur. Það er svo margt hægt að rijfa upp, þegar þið komuð saman heima hjá okkur Didda strákarnir, áður en þið fóruð út að skemmta ykkur, og ég vildi að þið fengjuð ykkur lýsi, þú varst alltaf fyrstur og ég sé þetta fyrir mér núna, þegar þú sagðir: „Svona strákar, þetta er rétt hjá henni, svo er þetta svo hollt.“ Sumarið 1991 fór fyrirtækið sem við Diddi vinnum hjá í helgarferð í Þórsmörk og Diddi bauð þér með, við vorum hálfnuð austur þegar þið uppgötvuðuð að þið gleymduð tjald- inu í bílnum, fyrir utan fyrirtækið. Ekkert mál, þið sváfuð bara í tjald- inu hjá mér enda stutt í kæliboxið með brauði og áleggi. Ég man í þessari ferð, hvað við töluðum um, þá skynjaði ég, hvers þú saknaðir, en það var bara okkar á milli. Þegar ég var að flytja 1993 mættir þú ásamt Sjonna snemma á laugardagsmorgni að hjálpa. Ykkur fannst það lítið mál, bara að drífa þetta af. Þú vissir að ég var ekki alveg sátt við þessa flutninga þá, en þú þreyttist aldrei á að dásama nýju íbúðina, þú sást alltaf eitthvað nýtt við hana í hvert sinn sem þú komst. Pastað mitt var uppáhaldið ykkar Didda, og fóruð þið létt með kúfaða skál. Fyrir einu og hálfu ári misstuð þið vinimir góðan vin, Bjarka, það var erfítt fyrir rykkur. Þú, Diddi, og ég hittumst eftir jarðarförina. Þið voruð spariklæddir og svo finir, en áttuð bágt með að skilja af hveiju Bjarki? Núna er sama spurningin hjá vin- um þínum. En ég trúi að þín bíði stærra hlutverk. Eftir að þú fluttir norður á Húsavík til pabba þíns og fósturmóður, sá ég þig nú ekki eins oft. En ef þú varst væntanlegur í bæinn fór það ekki á milli mála, Diddi var svo spenntur. „Dóri er að koma í bæinn.“ Eins og þín síðasta ferð, en hún varð lengri. Dóri minn, við vitum, að vel var tekið á móti þér, mamma-þín, fósturbróðir og Bjarki. Móðurfaðmurinn er jú alltaf bestur. Vinir þínir hérna í bænum ætla allir norður til að fylgja þér og verður það þeim erfitt. Ég ætla að láta þessar línur duga og hugsa til þín, vina þinna sem keyra norður til að fylgja þér og senda mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, til föður þíns, fósturmóður, fjölskyldu þinnar og allra ástvina. Guð styrki ykkur í sorginni. Guðbjörg. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Okkur langar með örfáum orðum að minnast vinar okkar Halldórs Ásmundssonar. Við kynntumst allir Dóra, eins og hann var kallaður, á okkar fyrstu árum í Seljaskóla. Þar óx með okkur góður vinskapur sem batt okkur traustum böndum. Enda þótt Dóri hafi flust til Húsavíkur 15 ára gamall hélst samband okkar vin- anna ávallt. Og alltaf þegar Dóri kom til Reykjavíkur var brugðið á leik og mikið að gerast kringum Dóra og eigum við ófáar minningar frá þeim tímum. En nú er hann Dóri horfinn okk- ar, tekinn frá okkur í blóma lífs síns. Elsku Dóri, okkur langar að þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman og við munum minnast þín sem góðs vinar og trausts félaga. Fjölskyldu þinni og öllum vinum þín- um vottum við okkar dýpstu samúð. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Þinir vinir, Atli, Albert, Gunnar, Þorsteinn, Elmar, Magnús og Guðjón. Dóri er dáinn. Dóri sem var fyrir rúmum tveimur mánuðum að halda upp á tvítugsafmælið sitt geislandi af gleði og umkringdur vinum sínum. Hvern hafði grunað að örlögin yrðu þessi? Ungur maður í blóma lífsins; hvers vegna hann? Spurningum okk- ar verður ekki svarað. Við trúum því að Dóri sé nú kominn til betri staðar og hafí þar sérstakt hlutverk sem hann hefur þurft að sinna. Minningin um Dóra mun alltaf lifa í hjörfum okkar. Hann var alltaf hress og hann hafði unun af því að skemmta sér með vinum sínum þeg- ar hann kom hingað til Reykjavíkur. Þar sem Dóri bjó á Húsavík sást ekki til hans eins mikið og við hefð- um viljað, þrátt fyrir það var hann alltaf einn af vinunum hérna. Hann hafði lag á að koma öllum í gott skap og ef manni leið illa var gott að leita til Dóra því hann skildi mann alltaf. Dóri var á leiðinni til að fagna með okkur tvítugsafmæli Hödda vin- ar okkar þegar hann lést. Dóri lét sig aldrei vanta ef eitthvað mikið var að gerst, hann var alltaf mættur með bros á vör og fannst ekkert sjálfsagðara. Búið er að höggva stórt skarð í vinahópinn, sem aldrei verður að fullu bætt, en minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. Við viljum votta ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning Halldórs Ás- mundssonar. Rósa og Þórunn. Nú þegar skammdegið færist yfir og skólarnir byija fara vinirnir hver í sinn landshlutann eftir yndislegar samverustundir sumarsins. Það kasta allir stuttri og ómerkilegri kveðju hver á annan, því enginn gerir sér grein fyrir því hvenær síð- asta kveðjustundin er. Svona kvaddi ég yndislegan vin minn, vin okkar allra, Halldór Ásmundsson, áður en ég hélt suður í skóla, og gat ekki ímyndað mér að ég myndi aldrei hitta hann Dóra aftur, þennan skemmtilega og yndislega félaga. Halldór var rétt rúmlega tvítugur þegar hann lést af slysförum. Hann var ótrúlega sterkbyggður og kom það best í ljós þegar hann missti fósturbróður sinn, Heimi, í maí sl. Sýndi hann þá ótrúlegan styrk og horfði björtum augum fram á veg- inn. Við sem vorum svo lánsöm að hafa þekkt Dóra eigum alltaf eftir að halda minningu hans á lofti, minningu um góðan félaga og þakka fyrir samverustundirnar með hon- um, sem voru þó allt of fáar. Ég sendi fjölskyldu hans, ættingj- um og vinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Eva Ósk. Föstudagsmorguninn 30. sept- ember 1994 bárust okkur þær harmafregnir að hann Dóri hafi lát- ist í hörmulegu bílslysi. Við vitum að við köllum Dóra ekki til okkar aftur, en við vitum að hann er nú í góðum höndum móður sinnar og Heimis fósturbróður síns. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í vinahóp Dóra sem var stór. Þetta skarð verð- ur aldrei fyllt. Dóri geislaði af lífsgleði, hann naut þess að vera til og hlutirnir voru honum svo auðveldir í fram- kvæmd. Dóri hafði einstaklega hlýtt viðmót sem dró fólk að honum hvort sem það var ungt eða gamalt. Hann hafði sínar skoðanir en virti jafn- framt alltaf skoðanir annarra. Dóri hafði ómælda ást á litlu syst- ur sinni, henni Ásrúnu, og var ein- stakt að heyra hann segja frá henni eins og hann gerði svo oft. Við fráfall fósturbróður hans fyrr á árinu, stóð hann sig eins og hetja og veitti fjölskyldu sinni ómetanleg- an stuðning. Dóra verður ekki lýst með fáum orðum, hann var einstak- ur félagi, vinur vina sinna. Við vitum að honum er ætláð stærra hlutverk þar sem hann er nú og því viljum við þakka honum sam- fylgdina sem raunar varð alltof stutt. Já, minningarnar um góðan vin eru margar og þær getur enginn tekið frá okkur, minningarnar munu lifa í hugum okkar. Við kveðjum Dóra með miklum söknuði. Elsku Ási, Sirra, Ásrún, Höddi, Gúlla, íris, Ingólfur og Linda og aðrir aðstandendur og vinir. Guð veiti ykkur styrk í þessari miklu Sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Stjórn Nemendafélags Fram- haldsskólans á Húsavík. Mig langar í fáum orðum að minn- ast hans Halldórs, eða Dóra eins og hann var kallaður. Dóri flutti til Húsavíkur fyrir nokkrum árum ein- mitt um það leyti sem ég flutti til Reykjavíkur. Hann og Siggi bróðir minn urðu fljótt mestu mátar en ég varð ekki þess aðnjótandi að kynn- ast honum nema af afspurn fyrr en nú í september er ég skrapp norður. Við Dóri spjölluðum eina kvöldstund mikið saman um lífið og tilveruna og urðum held ég bæði ríkari á eft- ir. Einnig hittumst við nokkrum sinnum þegar hann og Siggi ásamt félögum þeirra komu upp í Sól- brekku. Oft voru þeir með myndband með sér og var Dóri oft fyrstur manna til að bjóða mér og yngri bróður mínum að horfa á með þeim. Svona var hann hugulsamur. I þau fáu skipti sem ég hitti hann var hann alltaf kátur og glaður og gerði að gamni sínu. Dóri virkaði á mig sem mjög sterkur karakter, enda var hann vinamargur. Hann kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, opinn í fasi og laus við alla yfirborðs- kennd. Úr fari hans lýsti blíðlyndi. Við Dóri höfðum komið okkur saman um að tala betur saman seinna en það verður að bíða betri tíma. Það er huggun harmi gegn að vita til þess að vel verði tekið á móti honum hinum megin bæði af móður hans og Heimi stjúpbróður hans sem lést fyrir tæpum fímm mánuðum. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (F.G.Þ.) Fjölskyldu Dóra, vinum og ætt- ingjum vil ég votta mína dýpstu samúð á erfiðum tímum. Elín K. Bjarnadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR, Heiðarbraut 63, Akranesi, sem iést 8. október, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudag- inn 14. október kl. 14.00. GuðmundurÁ. Ársælsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Guðrún J. Ársælsdóttir, Peder Elbek Pedersen, Edda H. Ársælsdóttir, Angantýr V. Jónasson, Gunnar H. Ársælsson, Maria I. Gunnbjörnsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BRAGI GEIRDAL, Strýtuseli 4, Reykjavik, lést í Landspítalanum þann 7. október síðastliðinn. Jarðarför auglýst síðar. Ragnhildur Þorbjarnardóttir, Guðmundur Rafn Geirdal, Björk Geirdal, Axel Sölvason, Ingólfur Geirdal, Hjördís Geirdal, Erna Geirdal og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, HAUKUR HLÖÐVIR HJÁLMARSSON, Barónsstig 27, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 12. októ- ber kl. 15.00. Jónína Lilja Jóhannsdóttir, Helgi Hauksson, Hugrún Ólafsdóttir, Anna Hauksdóttir, Mark Allen, Áslaug Hauksdóttir, t Eiginmaður minn og faðir okkar, JOUKE BOUIUS, lést föstudaginn 7. oktpber í Huddinge- sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Jarðarförin mun fara fram í Svíþjóð. Minningarathöfn í Reykjavík verður aug- lýst síðar. Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Ari Jouke Bouius, Veigar Gerrit Bouius, Froukje Bouius, Eva Bouius. t Jarðarför EGILS SNORRASONAR, Grandavegi 47, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Svana Tryggvadóttir, Ólafur Tryggvi Egilsson, Arndís Leifsdóttir, Snorri Már Egilsson, Ásdís Þorvaldsdóttir, Guðrún Björg Egilsdóttir, Friðrik Eggertsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELLA MARIE EINARSSON, (MOLLÝ) Laugavegi 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. október kl. 15.00. Sóley Kristinsdóttir, Sonja Kristinsdóttir, Karl Vilhelmsson, Rudolf Kristinsson, Svala Eiðsdóttir, Guðberg Kristinsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 231. tölublað (11.10.1994)
https://timarit.is/issue/126756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

231. tölublað (11.10.1994)

Aðgerðir: