Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 25 AÐSENDAR GREIIMAR i » ) ► > i > ► > > I I I i i I I Lyfjakostnaður ríldsins hækkar um einn milljarð SIGHYATUR Björg- vinsson hefur haldið því fram að afrek hans í heil- brigðismálum hafi skilað ríkinu milljörðum króna í betri stöðu en ella hefði verið. Höfundur þessara orða hefur dregið þesar yfirlýsingar í efa af einni ástæðu: Þeirri að í raun hefur ekki verið tekið á vandanum sjálfum heidur hefur ráðherrann látið nægja bægslagang og yf- irlýsingar sem ekki hafa gengið eftir. Niðurstaðan hefur svo orðið sú að allt hefur stefnt í sama farið á nýjan leik. Að vísu er það ekki al- veg rétt því kostnaður sjúklinganna hefur margfaldast, þannig að heildar- kostnaðurinn af lyfjanotkun hefur stóraukist í tíð Sighvats. Skoðum þess vegna lyfjakostnað- inn. Þar átti að spara hundruð mill- jóna króna fyrir ríkið. Þess vegna væri nauðsynlegt að margfalda greiðslur sjúkling- anna. Það síðarnefnda hefur verið gert. Kostnaður sjúkling- anna hefur margfald- ast. En kostnaður rík- isins hefru ekki lækk- að um eina krónu frá því að ráðherrann tók við. Og það dugir ekki að kenna Guðmundi Árna Stefánssyni um það hvemig fór því í raun gerði hann ekk- ert í sinni ráðherrratíð sem hróflar við lyfja- kostnaðinum. í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1995 er viðurkennt að lyfjakostnaðurinn hefur farið úr böndunum. Þar segir í greinargerð á bls. 326: „Nokkur útgjaldavöxtur er í lyfjakostnaði og lækniskostnaði og er útlit fyrir að útgjöldin vaxi um 10 til 15% milli áranna 1993 til 1994.“ Tölurnar tala líka sínu máli: 1991 voru útgjöld Tryggingastofn- Svavar Gestsson uriar ríkisins vegna lyfjakostnaðar 2.621 milljónir króna framreiknað til verðlags 1994 og er talan samkvæmt ríkisreikningi. 1992 voru útgjöld Tryggingastofn- unar ríkisins á sama hátt 2.907 millj- ónir króna og hækkuðu því á milli ára um nærri 300 milljónir króna. 1993 voru lyfjaútgjöldin hins vegar lægri eða 2.650 milljónir króna, svip- uð og 1991 í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ég hélt því fram á sínum tíma að sjúklingar hefðu borgað þennan mismun en hér væri ekki um var- anlega lækkun að ræða fyrir ríkisjóð. 1994 sannaði reynslan orð mín því miður. Þá stefndi lyijakostn- aðurinn í 2.948 milljónir króna. Og í fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir því að lyfjakostnaðurinn verði um 2.948 milljónir króna. Þetta segir sem sagt að bægslagangurinn í lyfja- málunum hefur ekki sparað eina ein- ustu krónu. En þetta segir meira. Sjúklingarnir borga nú tvisvar sinn- um hærri hlutdeild í lyfjakostnaðinum alls en þeir gerðu árið 1990. Það þýðir með öðnim orðum að heildar- kostnaður þjóðfélagsins fyrir lyf hef- ur farið hækkandi allan þann tíma sem Sighvatur hefur ráðið þessum málaflokki. Það er háttur heilbrigðis- ráðherrans að leggja saman öll árin sem hann hefur verið ráðherra og segja: Sjá, hvað ég hef sparað mikið fyrir skattgreiðendur. Á sama hátt verður þetta gert hér: 1992 kostnaði hann um 300 milljónum meira í lyfj- um fyrir ríkið en Guðmundur Bjarna- son. 1994 var hann líka dýrari en Lyfjakostnaður stefnir upp á við Breytingar lyfjakostnaðar frá 1991 til fjárlagafrumvarps 1995 MYNDIN sýnir að lyfjakostnaðurinn stefnir í ár í tæpa þrjá milljarða. Allar tölur eru á föstu verðlagi, það er verðlagi ársins 1994. Sjúklingar borga nú tvisvar sinnum hærrí hlutdeild í lyfjakostnaði en 1990, segir Svavar Gestsson, sem staðhæf- ir, að heildarkostnaður lyfja hafí hækkað allan ráðherraferil Sighvatar Björgvinssonar. Guðmundur Bjarnason og á næst ári stefnir enn í að hann verði mikið dýr- ari en Guðmundur Bjarnason. Sam- tals hefur Sighvatur því kostnað ríkið hátt í einn milljarð í aukaútgjöldum í lyfjakostnaði. Og þess skal getið að allar mínar tölur eru reiknaðar og unnar í þeirri góðu stofnun Ríkisend- urskoðun. „Sic transit gloria mundi.“ En er þá ekki unnt að spara í lyfj- um. Jú, það er hægt. En tii þess þarf skipulegt samstarf við heilbrigði- stéttimar. Það var ekki gert. Þess vegna mistókst hin mikla herferð. Höfundur er þingmuður fyrir AlþýðubandaJagið í Reykjavíkurkjördæmi og fyrrv. heilbrigðisráðherra. ‘VíAÁ.®-’ íslenskir ostar eru lirein orkulind ið sækia kraft í á öllum tímum da tyrkja peir tennur og kein. Njóttu fjölkreytninnar — prófaáu [lá ÍSLENSKIR II f OSTAR, ríl ' V- ,.:;A ý %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.