Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 33 Scandic parketið er auðveldara að leggja en annað parket. A I Scandic hefur meira höggþol en sambærilegt parket. Gæðamerkið Ttygging fyrir betri skemmtun. | Sími 654455. MINIMIIMGAR ÞORÐUR KARASON + Þórður Kárason fæddist í Borg- arlandi í Helgafells- sveit 26. janúar 1917. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarneskirkju 7. september. MIG LANGAR í örfá- um orðum að minnast tveggja heiðurs- manna. Þeir hétu báðir Þórður og voru traustir menn, eins og klettar sem standa upp úr haf- inu. Þórður Kárason afi minn starf- aði sem lögreglumaður og varð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík í 42 ár. Áhugamál hans voru hvers kyns fróðleikur um ættir Islend- inga, kennileiti á íslandi og var hann einkar vel að sér í þeim efn- um. Hann skrifaði og gaf út ýmis smári t og bækur, svo sem Byggð- ir Snæfellsness, Hjarðarfellsætt, Laxárdalsætt og ferðasöguna góðu, Hálfan fórum hnöttinn kring, sem hann tileinkaði eigin- konu sinni. Allt fram á síðasta dag sat hann við skriftir og nú síðast við bókina Lögguljóð sem hann tileinkaði gömlum félögum úr lög- reglunni og kemur hún út um næstu jól. Afa og ömmu, Elínu Guðrúnu Gísladóttur frá Ölkeldu í Staðar- sveit, varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Vilborg, búsett í Reykja- vík, Kári, búsettur á Akureyri, Gísli Þórmar, búsettur í Dan- mörku, og Þór Elmar, búsettur á Akranesi. Mér verður hugsað til baka þeg- ar ég var 11 ára strákhnokki. Afi var leiðsögumaður um ísland og hann og amma buðu mér í viku- ferð upp á hálendi. Þá heyrði ég og sá afa lýsa því sem fyrir augu bar á undraverðan hátt, mótun landsins og staðháttum og skildi ég ekki þá hvernig hann fór að því að muna alla þessa staði og kennileiti. En afi, þessi fortíð- argruflari, fjölmunasafnari og plægingarmaður, eins og hann sjálfur kallaði sig, hafði allt til hinsta dags einstaklega gott minni sem ég öfundaði hann af. í þess- ari ferð kynnti hann mér ýmsar náttúruperlur landsins og er mér minnisstæðast þegar við gengum inn Drekagil, skoðuðum Öskju og syntum saman í Víti. Um tíma sá ég afa og ömmu sjaldnar þar sem ég flutti búferlum norður til Akureyrar, en á ungl- ingsárum mínum sótti ég nám til Reykjavíkur og buðu þau mér að búa hjá sér. Þetta urðu þrjú yndis- leg ár. Amma, þessi hægláta, hjartahlýja kona, afi, svo viljafastur og traustur, og Þórunn, sem nú er látin, þessi kjarkmikla kona, sem lét sér íslenskt málfar svo miklu varða. Þau þijú svo ólík en um leið svo samstæð, báru mikla virðingu hvert fyrir öðru, þau gáfu mér hvert um sig mikla ástúð og umhyggju. Afi studdi 'mig og hvatti áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og fylgdist með því fuliur áhuga er ég lauk námi, stofnaði fyrirtæki og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur sem síðar sameinaðist fyrirtæki foreldra minna en þangað komu afi og amma iðulega og þá oft vegna bókaútgáfu hans. Síðari ár, þegar tækifæri gafst, dvöldu þau í sumarbústað sínum, Elínar- Lundi, í landi Ölkeldu á heimaslóð- um. Þangað heimsóttu þau skyld- menni og vinir á góðum stundum. Ó ást, setn faðmar allt! í þér minn andi þreyttur hvílir sig, þér fús ég offra öllu hér, í undradjúp þitt varpa mér, þín miskunn lífgar mig. tÞýð. Sbj. Sveinsson) í byijun ágúst síðastliðinn lögðu af stað í ferð um landið þeir Þórð- ur Kárason og mágur hans Þórður Gíslason frá Ólkeldu, ásamt eldri félögum úr Lögreglufélaginu í Reykjavík. Nafnamir áttu viðdvöl hér á Akureyri og saman áttum við ásamt fjölskyldu minni nota- lega kvöldstund. Mánuði frá and- láti afa, eða 29. september síðast- liðinn, lést Þórður Gíslason frá Ölkeldu. Ég man eftir honum sem bráðskemmtilegum, heilsteyptum manni og húmorista, en um leið hlýjum manni sem lét sér annt um náungann. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar. Amma mín! Þessir tveir menn er voru þér svo kærir hafa lagt af stað saman í langferð. Ég bið Guð að vaka yfir þér. Ó, gleði, er skín á götu manns í gepum lífsins sorgarský. Hinn skúradimmi skýjafans er skreyttur litum repbogans og sólin sest á ný. (Þýð. Sbj. Sveinsson) Fyrr á þessu ári létust Vilborg Kristjánsdóttir, móðir Þórðar Gíslasonar og Elínar Guðrúnar Gísladóttur, og Margrét Jónsdóttir frá Ölkeldu, kona Þórðar. Blessuð sé minning þeirra allra. Þórður Kárason og fjölskylda. SCANDIC ■ Scandic parket er vönduð gæðaframleiðsla. Scandic er rakaþolið og umhverfisvænt. hlutina i viðara samhengi! kjarni málsins! Scandic parket fæst sérpantað í mörgum litum. HUSASMIÐJAN Súðavogi 3-5 • Skútuvogi 16« Helluhrauni 16 og helstu byggingavöruverslanir á landsbyggðinni Scandic parket er slitsterkt og þolir mikinn umgang. Scandic parket má slípa oftar en einu sinni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.