Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 35
nýja tegnnd rokks fyrir íslending-
um. Svo spilaði hann nýbylgju í
annarri sveit og óskilgreint gleði-
popp í þeirri þriðju. Alltaf í leit að
nýjum og skemmtilegum leiðum til
að ýúlka listina.
Á sinni stuttu ævi upplifði Fróði
ótal margt. Eins og áður segir var
hann umvafinn listum, en hann
hafði líka notið þeirrar lukku að
geta ferðast til annarra landa og
hafði meira að segja búið erlendis.
Þannig naut hann þess að kynnast
nýjum menningarheimum og fólki
sem var öðruvísi en hann sjálfur.
Fróði kynntist líka ástinni, í
mörgum myndum. Hann var alla
tíð umvafinn ást ljölskyldu sinnar
og hann varð líka ástfanginn. Þann-
ig kynntumst við, þegar hann og
Elísa systir mín fóru að vera sam-
an. Fróði varð strax eins og einn
af fjölskyldunni og þrátt fyrir að
þau slitu samvistum seinna, var
hann alltaf velkominn heima og
vinur okkar allra.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst
þessum einstaka strák og stundir
okkar saman verða mér ógleyman-
legar. Þetta síðastliðið ár urðum við
miklir vinir og æðruleysi hans í
veikindum sínum varð mér hvatning
til þess að taka lífinu á nýjan hátt.
Fróði var hugrakkasti maður sem
ég hef kynnst og ég veit að þessi
stutta vera hans hér á jörð hafði
mikil og sterk áhrif á líf allra sem
honum kynntust. Ég veit að Fróði
mun fýlgja mér um alla tíð, í gegn-
um góðar minningar af öllu því sem
við gerðum og töluðum um saman.
Elsku Edda, Finnur og aðrir að-
standendur, fyrir hönd fjölskyldu
minnar sendi ég ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Fróða Finnssonar.
Hulda G. Geirsdóttir.
Það er skrýtið að verða fyrir
svona miklu áfalli vegna einhvers
sem hægt var að búast við.
Það er sjálfsagt vegna þess að
ekkert vit er í því að Fróði Finnsson
skuli deyja svona ungur. Það er
heldur ekkert vit í þeim þjáningum
sem hann og fjölskylda hans hafa
mátt þola. Eg bý ekki yfir þeirri
gáfu að skilja þennan atburð. En
ég veit að við hin verðum að halda
lífinu áfram.
Við geram það þá með minning-
una um frábæran dreng í hjörtum
okkar. Guð styrki ykkur, Edda og
Finnur, í sorg ykkar. Fróði, við hitt-
umst hinum megin.
ívar Páll.
Veturinn 1989 kynntist ég Eddu,
Finni og Fróða þegar ég settist að
hinum megin við götuna þar sem
þau bjuggu í Torrance í Kaliforníu.
Þarna myndaðist töluverð íslend-
inganýlenda. Allt var þetta náms-
fólk með börn og vildi búa í nálægð
við aðra íslendinga. Mikil vinátta
myndaðist strax á milli okkar Eddu,
við vorum í sama skóla og keyrðum
yfirleitt saman upp til LA. Edda
var á undan mér í náminu og reynd-
ist hin mesta stuðningsstoð og vin-
kona. Eftir að Edda og fjölskylda
fluttu til íslands, höfum við reynt
að fylgjast hvor með lífi annarrar
í gegnum stopul bréf og stuttar
heimsóknir á sumrin þegar ég hef
komið heim. Lífið hefur ekki alltaf
leikið við Eddu, ýmislegt hefur kom-
ið upp á og reynt á hana. Með ótrú-
legum styrk og skynsemi hefur
Edda tekið því sem koma skal. Fróði
sýndi sama styrk í sínum veikind-
um. Síðast sá ég Fróða sumarið
1993, hann var búinn að ganga í
gegnum mikla meðferð og mikið
álag. En þarna stóð hann brosandi
og kátur, sagði mér frá hljómsveit-
inni sinni og að hann mætti ekki
vera að því að vera með okkur þetta
kvöld, hann átti stefnumót við vin-
konu, og hann var nýbúinn að fá
bílpróf. Eg sá undir iljarnar á ung-
um glöðum unglingi, sem fékk bíl-
inn hennar mömmu lánaðan. Hann
kyssti mömmu sína bless og þaut
út. Ég leit á vinkonu mína og sá
votta fyrir örlitlum áhyggjusvip.
Litli drengurinn hennar var orðinn
fullorðinn og var að fara út í lífið.
Lífsgleði Fróða og baráttuvilji var
aðdáunarverður. 011 vonuðumst við
eftir kraftaverki og að Fróði mætti
læknast og lifa áhyggjulausu lífi.
En nú er Fróði búinn að fá hvíld.
Að sjá á eftir ungum efnilegum
dreng er erfitt að sætta sig við. Það
var mikið lagt á þennan dreng og
það er mikið lagt á foreldra þessa
drengs sem nú sjá á eftir eina bam-
inu sínu.
Elsku Edda mín, Finnur og aðrir
aðstandendur, við Ævar Jarl send-
um ykkur okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og bænir um styrk á þess-
um erfiðu stundum.
Guð blessi góðan dreng.
Kolbrún.
Elsku Fróði, nú ert þú farinn.
Áralöng barátta þín við þennan
hryllilega sjúkdóm er á enda runn-
in. Því miður fór það á annan veg
en við vonuðumst til.
Tvö ár era liðin síðan við kynnt-
umst þér, en það er ekki langur
tími til að muna heila lífstíð. Við
munum minnast þín sem hins op-
inskáa, lífsglaða og ávallt skemmti-
lega Fróða.
Þótt ungur hafir verið áttir þú
áralanga reynslu í tónlist og varst
efni í mikinn og merkan tónlistar-
mann. Þú varst sá sem opnaðir fyr-
ir okkur hlið víðsýninnar í tónlist-
inni og eigum við þér það og margt
annað að þakka. Við hlökkum til
að hitta þig á ný, hvenær sem það
verður. Þér munum við aldrei
gleyma.
Páll, Daníel, Birgir
og Eggert.
Sumir kveðja
og síðan ekki
sðguna meir.
- Aðrir með söng,
er aldrei deyr.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Við sem vorum samferða Fróða
þann tíma sem hann var í Mennta-
skólanum í Reykjavík minnumst
hans sem góðs drengs, félaga og
mikils listamanns.
Ég vil fyrir hönd nemenda
Menntaskólans í Reykjavík votta
foreldram hans, ættingjum og vin-
um dýpstu samúð.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir,
inspector scholae.
In memoriam
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hupm vina þinna.
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki -
(Tómas Guðmundsson)
Við munum ætíð muna eftir
Fróða, sem sýndi okkur hvað lífs-
gleðin er mikilvæg.
Við vottum foreldram hans, að-
standendum og vinum okkar dýpstu
samúð, hjörtu ykkar eru full af
minningum um góðan dreng. Guð
styrki ykkur í sorginni.
4. bekkur C, MR 1993-1994.
Hver man ekki eftir sínum fyrsta
degi í menntaskóla? Það var haust-
ið 1991 sem við byijuðum í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Eftirvænt-
ingin var mikil og það var spenn-
andi að kynnast tilvonandi bekkjar-
félögum. Tuttugu og fimm einstakl-
ingar lentu saman í 3. bekk J. All-
ir sitt úr hverri áttinni. Þar á með-
al tvíeykið, Fróði og Bogi. í fyrstu
komu þeir okkur hinum frekar
spánskt fyrir sjónir. Síður hárlubb-
inn, dökki klæðnaðurinn og sú vitn-
eskja að þeir væru meðlimir í dauða-
rokkshljómsveit blekkti marga. En
það leið ekki á löngu áður en þeirra
innri maður kom í ljós. Fróði var
einstaklega glaðlyndur og húmor-
ískur strákur. Skemmtilegar at-
hugasemdir hans við kennara í tím-
um áttu sinn þátt í að létta okkur
lífið í skammdeginu. Þetta og margt
fleira gerði hann að hróki alls fagn-
aðar hvar sem hann kom. Okkur
langar til að þakka Fróða fyrir þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Styrkur hans á virðingu okkar allra.
Við vottum fjölskyldu hans og vin-
um samúð okkar.
Bekkjarfélagar úr 3. bekk J
veturinn 1991-1992.
Fleiri minningargreinar um
Fróða Finnsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Föðurbróðir minn,
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
járnsmiður,
Siglufirði,
lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar að morgni 10. október.
Jóhannes Helgason.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN BJARKAN,
Klapparstig 3,
lést laugardaginn 8. október.
Gunnar Ingimundarson,
Sigrún Gunnarsdóttir, Brynjólfur Þórsson,
Davi'ð Gunnarsson,
Arnór Brynjólfsson.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki
Áralöng reynsla.
S. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
II
I H
L
.................................. :
GEIRLA UG
ÓLAFSDÓTTIR
+ Geirlaug Ólafs-
dóttir var fædd
17. ágúst 1915 í
Reykjavík. Hún lést
í Landspítalanum
1. október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Þóra
P. Jónsdóttir frá
Breiðliolti í Reykja-
vík og Ólafur J.
Jónsson frá Stöðla-
koti. Eiginmaður
Geirlaugar var
Halldór L. Guð-
mundsson frá
Hrauni í Helga-
fellssveit. Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Þórir Ó. Hall-
dórsson, f. 1937, og Ásdís Hall-
dórsdóttir, f. 1938. Útför Geir-
laugar fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag.
í DAG kveð ég þig, amma Lauga.
Þótt þú værir móðursystir mín, þá
fannst mér svo sjálfsagt að kalla
þig ömmu alveg frá því ég var lítil
og heyrði að þú varst kölluð amma.
Ég man eftir heimsóknum til þín
á Langholtsveginn, þar sem þú bjóst
og þú sýndir mér alla fínu steinana
þína, sem þú hafðir safnað og hafð-
ir svo gaman af. Alltaf var tilhlökk-
un hjá mér að opna jólapakkana frá
þér, þeir voru svo öðru-'
vísi, t.d. steinar, frarri-
andi bækur, sleifar,
pottaleppar og fleira,
sem á síðari árum hef-
ur glatt mig meira og
meira.
Bækur voru þitt líf
og yndi og ófáar ferðir
fórum við mamma með
þér á bókamarkaði, þar
sem þú gast gleymt
stund og stað. Ég sé
þig fyrir mér í eldhús-
inu á Berserkseyri,
hrærandi í pottum eða
bakandi kökur og þú
býður mér brauð með heimatilbúnu
kæfunni þinni góðu. Það er gott
að eiga þessar ljúfu minningar um
þig og þær mun ég alltaf geyma í
hjarta mínu.
Ég veit að síðastliðið ár hefur
verið þér oft erfitt, en alltaf var
stutt í brosið þitt, og núna ert þú
örugglega hvíldinni fegin og vona
ég, að þér líði vel í nýjum heimkynn-
um.
Elsku amma Lauga, ég og fjöl-
skylda mín kveðjum þig með þakk-
læti fyrir allar okkar stundir, og
börnin mín, þau Tinna Ýr og Þor-
geir Leó, sakna nú ömmu Laugu í ^
sveitinni. Aðstandendum sendi ég
mínar samúðarkveðjur.
Halldóra Þorgeirsdóttir.
+
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR,
(frá Hafnarfirði),
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum þann
8. október síðastliðinn.
Haraldur Hafliðason,
Sæmundur Haraldsson, Andrea Benediktsdóttir,
Hafliði Haraldsson, Ellen Eiríksdóttir,
Hafsteinn Haraldsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir,
barnabörn,
Erlendur Sæmundsson, Særún Axelsdóttir.
t
Elskuleg eignkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VILBORG
KRISTBJÖRNSDÓTTIR,
Steinagerði 2,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum þann 7. októ-
ber.
Gísli Sigurtryggvason,
Tryggvi Gi'slason,
Kristín S. Gísladóttir, Hannes S. Kristinsson,
Valgeir K. Gíslason, Pálína Sveinsdóttir,
Ævar Gíslason, Edda J. Einarsdóttir,
Eygló Haraldsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð, vinóttu og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
VALGARÐS
KLEMENZSONAR.
Sigríður Guðmunda Stefánsdóttir,
Karl Valgarðsson,
Sæmundur Einar Valgarðsson, Þórunn J. Hermannsdóttir,
Flosi Sigurvin Valgarðsson, Eygló Aðalsteinsdóttir,
Rafn Valgarðsson, Kolbrún Þóra Sverrisdóttir
og barnabörn.