Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Far-
vegir
MYNDLIST
EITT verka Árna Rúnars.
Ásmundarsalur
MÁLVERK - ÁRNI RÚNAR
S VERRISSON
Opið alla daga frá 14-18. Til 16.
október. Aðgangnr ókeypis.
STUNDUM koma einkasýningar
manni á óvart, því viðkomandi
listspíra er manni gjörsamlega
ókunn, en þó verður maður var við
vissan neista og einlægni, sem
maður vildi gjarnan sjá í vinnu-
brögðum þekktari listamanna.
Þannig minnist ég ekki að hafa séð
myndverk eftir Áma Rúnar áður,
en annað mál er að sitthvað í hinum
stóru dúkum hans kemur mér kunn-
uglega fyrir sjónir. Þannig mátti
greina áhrif frá ýmsum gengnum
listamönnum, t.d. Kjarval í mynd-
inni er blasir við fyrir ofan tröppu-
ganginn, og litanotkun hans minnir
um sumt á Sverri Haraldsson, en
þó frekar Guðna Hermannsen frá
Vestmannaeyjum. Það er svo ekki
langt í frjálst hugarflugið á mynd-
fletinum, en því er stillt í hóf og
rétt mótar fyrir andlitum í sumum
verkanna. Ámi Rúnar skilgreinir
myndferlið á þann veg í fréttatil-
kynningu: „Málverkin kveikja
hugsanir um tengsl okkar við skap-
arann og stöðu okkar í sköpuninni.
í hverjum manni vakir þrá eftir
friði og sátt, en samt á hann í
baráttu við hin illu öfl.“ Tækni
myndanna er á þann veg, að svo
er sem pensillinn ryðji sér farveg
til allra átta, og úr verði lífrænar
heildir og ferðalög um víðan völl
og gljúpan jarðveg, og þá meira
ósjálfráð og stefnulaus en gerð af
markaðri yfirvegan. Litanotkunin
er merkilega mótuð og gerandinn
heldur sig innan vissra marka, sem
gera myndir hans samstilltar, en
hann reynir síður að víkka út skyn-
sviðið með því að taka áhættur.
Heildin er þannig mjög samstæð,
en tvær litlar myndir skera sig þó
úr, „Ónefnd“ (8) og „Sjálfsmynd“
(10), sem búa yfir meiri tjámætti
en stóru flekarnir. En viðamestu
málverkin eru ótvírætt „Hamráð"
(6) og hin Kjarvalska „Útkoma“
(12). Sýningarskráin er einungis
einblöðungur og á honum eru eng-
ar upplýsingar um listamanninn
og er það í meira lagi slakt. Að
öllu samanlögðu er þetta ekki ris-
mikil en þó virðingarverð fram-
kvæmd.
Bragi Ásgeirsson
Bókastefnan í Frankfurt
Þrjú íslensk
forlög sýna
Frankfurt. Morgunblaðið.
Á BÓKASTEFNUNNI í Frank-
furt, hinni 46. í röðinni, sýna
og kynna þtjú íslensk forlög
bækur sínar. Forlögin eru For-
lagið, Mál og menning og Vaka-
Helgafell.
Forlagið og Mál og menning
sýna saman, en Vaka-Helgafell
sér eins og í fyrra.
Jóhann Páll Valdimarsson.
forstjóri Forlagsins. sagði mik-
inn áhuga gesta og útgefanda á
ljósmyndabókum Sigurgeirs
Sigurjónssonr um ísland. Hall-
dór Guðmundsson, útgáfustjóri
Máls og menningar, kvaðst taka
eftir vaxandi áhuga á íslenskum
skáldverkum og Ólafur Ragn-
arsson, forstjóri Vöku-Helga-
fells. sem teflir fram matreiðslu-
bókum, Halldóri Laxness, Ólafi
Jóhanni Ólafssyni og verðlauna-
bókum eftir ýmsa barnabóka-
höfunda, lét vel af undirtektum
í Frankfurt og víða.
Allir voru útgefendurnir
þeirrar skoðunar að Norðurlönd
í brennidepli á Bókastefnunni í
Frankfurt 1997 gætu orðið lyfti-
stöng þrátt fyrir mikinn kostn-
að, og þótti þeim líklegt að úr
samstarfinu og framkvæmdinni
yrði.
Bókastefnunni í Frankfurt
lýkur mánudaginn 10. október.
Brasilía er í brennidepli nú og
setur af þeim sökum svip á
stefnuna og reyndar alla Frankf-
urtborg. Þijúhundruð þúsund
gestir koma að jafnaði á bóka-
stefnuna, bókatitlar eru 355.000
þúsund og 8.400 útgefendur frá
95 löndum sýna. Bókastefnan
er ekki eingöngu viðamikil sýn-
ing, sú stærsta sinnar tegundar,
heldur vettvangur fyrir umræð-
ur um bókmenntir og önnur
menningarmál og það sem efst
er á baugi í samfélagsmálum.
Fjölmargir rithöfundar gista
stefnuna, lesa úr verkum sínum
og ræða við lesendur.
Mótunarskeið
listamannsins
ATRIÐI úr dönsku myndinni Svörtu hausti í Háskólabiói.
Harmsagan
á herragarðinum
KVIKJVIYNDIK
Dönsk kvikmynda-
hátíö
Háskólabíó
SINFÓNÍ A ÆSKU
MINNAR„MINFYNSKE
BARNDOM"
Leikstjóri: Erik Clausen. Handrit:
Clausen, byggt á sjálfsævisögu Carls
Nielsens, „Min fynske barndom".
Aðalhlutverk: Morten Gimdel, And-
ers Forchammer, Nikolaj Kaas, Stine
Ekblad, Jesper Milsted og Frits
Helmuth. ASA Film production. Eng-
inn texti. 1994.
ÆSKA eins fremsta tónskálds
Dana er viðfangsefni nýjustu
myndar danska leikstjórans og
leikarans Erik Clausens, Sinfóníu
æsku minnar, sem var opnunar-
myndin á danskri kvikmyndahátíð
í Háskólabíói. Clausen vinnur
handritið uppúr æskuminningum
tónskáldsins Carl Nielsens (1865-
1931) og leitast við að sýna hvem-
ig atburðir æsku hans, persónurn-
ar sem hann ólst upp með og til-
finningamar sem hann upplifði
ungur drengur og seinna ungur
maður, mótaði hann sem tónlista-
mann og setti stefnuna á mikils-
háttar tónlistarferil. Clausen hefur
sýnt að hann er húmoristi góður
og setur fram þessa athyglisverðu
en að sama skapi ekki sérlega
átakamiklu sögu á bæði fallegan
og gamansaman hátt í hófstilltri
leikstjóm.
Myndin fylgir ævi Carls á þrem-
ur mótunarskeiðum lífsins og hefst
árið 1871 þegar hann er aðeins sex
ára og spilar á fiðlu heima hjá
sér. Hann er af bláfátæku fólki
og þrælar í múrsteinagerð eins og
aðrir krakkar á hans reki. Faðir
hans er minniháttar tónlistarmað-
ur og strangur vel en það er alltaf
mikil tónlist í kringum strákinn og
Clausen sýnir á lunkinn hátt yfir-
burði hans yfír föður sínum þegar
sá gamli er að bisa
við að semja tónlist
og strákurinn bæt-
ir við tón og tón
inni utan af hlað-
inu. Þessi fyrsti
hluti er besti part-
ur myndarinnar.
Næst fylgjum
við stráknum árið
1879 þegar hann
er kominn í lúðra-
sveit hersins og
hann kynnist ver-
aldarvönum píanó-
leikara í gervi Frits
Helmuth, sem
kemur honum fyrst
á bragðið í tónlist-
arsköpuninni.
Lokakaflinn gerist
svo árið 1883 þeg-
ar Carl kynnist
sorglegri hliðum
ástarinnar og hann afræður að
gerast mikill tónlistarmaður og
sinfónisti.
Þrír strákar fara með hlutverk
Carls í myndinni og ber sá yngsti,
Morten Gundel, af en af fullorðnu
leikurunum hefur Helmuth safa-
ríkasta hlutverkið og skilar því
vel. Leikmyndir og búningar eru
eins og best verður á kosið í endur-
sköpun tímabilsins. Tónlistin er öll
eftir Carl sjálfan en sagan er alltaf
mjög lygn og Clausen á sínum
mjúku og lágstemmdu nótum dreg-
ur hana um of á langinn svo á
endanum reynist framsetningin
ekki nógu kraftmikil til að heilla.
Arnaldur Indriðason
KVIKMYNDIR
Dönsk kvikmynda-
hátíö
Háskólabíó
SVART HAUST, „SORT
HÖST“
Leikstjóri: Anders Refn. Handrit:
Refn og Flemming Quist Moller eft-
ir sögunni „Fædrene æde druer“
eftir Gustav Wied. Aðalhlutverk:
Sofie Grabol, Ole Ernst, Marika
Lagercrantz og Philip Zandén.
Enskur texti. Norsk film production
AS. 1993.
HERRAGARÐURINN er áber-
andi í dönskum bíómyndum enda
virðist hann tilvalinn sem sögusvið
fyrir ofbeldisfull stéttaátök, glatað-
ar ástir fyrirfólksins, svívirtar
vinnukonur, lausaleiksbörn og
skemmt blóð, harðræði og harm-
leiki. Skemmst er að minnast Pella
sigursæla í þessu samhengi. Svart
haust, sem sýnd er á danskri kvik-
myndahátíð í Háskólabíói og er frá
árinu 1993, er ein af þessum mynd-
um sem gerist á stórum herragarði
þar sem eigandinn hefur eitrað og
eyðilagt svo út frá sér með losta-
fullu og græðgislegu líferni sínu
að svartnættið eitt er eftir jafnt
hjá háum sem lágum. Svart haust
er prýðilega gerð mynd og stundum
átakamikil en hún er full löng og
persónurnar of margar til að leik-
stjórinn og handritshöfundurinn,
Anders Refn, nái almennilega utan
um þær allar og þungamiðjan vill
vera á reiki. En þegar best lætur
er hún þó miskunnarlaus saga af
óréttlæti og því hatri sem fylgir í
kjölfarið.
Sögumaður er yngst fjögurra
systra. Móðir þeirra hefur dregið
sig að mestu í hlé því faðirinn held-
ur opinskátt framhjá henni og er
núna með eina í takinu af lægri
stéttunum. Allar hata þær föður
sinn systurnar en það er sú yngsta
sem tekur líferni hans mest nærri
sér og skrifar hugrenningar sínar
í dagbók er hún heldur og stílar á
frænda sinn sem hún elskar í laumi.
Eftir því sem líferni föðurins gerist
verra, hann sólundar peningum í
bílífí og fjárhættuspil og stefnir
herragarðinum í hættu, einangrast
systurnar meira með móður sinni
og hatrið sest að nema af ein-
hverri misskilinni góðmennsku
reynir móðirin sífellt að skilja hann
og fyrirgefa.
Ole Ernst fer með aðalhlutverk
herragarðseigandans og sinnir því
af kostgæfni og hefur enda marga
fyrirmyndina. Ernst, sem líkist
einna helst breska leikaranum Alan
Bates, dregur upp ljóta mynd af
grimmlyndum manni með óbilandi
sjálfseyðingarhvöt. Minna mæðir á
öðrum leikurum sem fylla vel út í
persónur sínar, sérstaklega Sofíe
Grabol, Marika Lagercrantz og
Philip Zandén, sem leika ástsjúku
dótturina, móðurina skilningsríku
og frændann góðhjartaða er svarar
dótturinni ekki í sömu mynt.
Reyndar vantar að kafað sé dýpra
oní það samband og einnig verða
hliðarsögur af ungum vinnumanni
og samband nýs ráðsmanns og
yngstu dótturinnar afar snubbótt-
ar.
Búningar og umhverfi allt virkar
brakandi ekta og Svart haust býður
uppá heilmikið og sorglegt herra-
garðsdrama en það hefði mátt
vinna betur úr sumu og þjappa
öðru betur saman.
Arnaldur Indriðason
ATRIÐI úr Sinfóníu æsku minnar eftir
Erik Clausen.
Nýjar bækur
■ ÚT ER komin Stafsetningar-
orðabók eftir Halldór Halldórsson.
Fjórða útgáfa Stafsetningarorða-
bókar er í raun ný bók, en fyrri
útgáfur Stafsetningarorðabókar
Halldórs Halldórssonar hafa selst
í tugþúsundum eintaka. Miklar
breytingar hafa átt sér stað frá eldri
útgáfu: Orðaforði hefur verið stór-
aukinn,^ fjölda örnefna og manna-
nafna hefur verið
bætt við og mun
meira er um að
beygingar orða
séu greindar í
þessari útgáfu en
hinum eldri.
Einnig eru í bók-
inni útskýringar
á merkingu og
uppruna örnefna
og mannanafna.
Halldór Hall-
dórsson er
landskunnur fyrir umfjöllun sína um
íslenskt mál, bæði í ræðu og riti.
Hann er einn af þekktustu málfræð-
ingum þjóðarinnar og var lengi pró-
fessor í íslenskri málfræði við Há-
skóla íslands.
Bókin er innbundinn og er 364 bis.
Almenna bókafélagið gefur bókina
út og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um
prentun. Bókin kostar 3.990 krónur..
Halldór
Halldórsson
• • #
Ari í Ogri
Sýning á
vatnslita-
myndum
SÝNING á vatnslitamyndum
eftir Þjóðveijann Carl-Heinz
stendur nú yfir á veitinga-
staðnum Ara í Ögri og mun
standa yfír næstu vikurnar.
Carl-Heinz er sjálflærður
myndlistarmaður og hefur
ekki sótt myndlistarskóla, en
hann hóf nám í kvikmynda-
gerð og vann um skeið við
þáttagerð hjá austurríska
sjónvarpinu. Carl-Heinz hefur
sérhæft sig í viðgerðum á forn-
um munum og hefur m.a. unn-
ið þrisvar um nokkurra vikna
skeið að viðgerðum muna í
eigu Lækningaminjasafnsins í
Nesstofu.
L
l
í
(
i,
L
í
L
C:
M
í
1
I
Í
i
jí
(
<
i
<