Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tvísýnt í
Þýska-
landi
KANNANIR í Þýskalandi
benda til þess að afar mjótt
sé á mununum í baráttu stjórn-
ar og stjórnarandstöðu en
þingkosningar verða í landinu
á sunnudag. Tímaritið Focus
birti í gær könnun sem gaf
Kristilegum demókrötum og
stuðningsflokki þeirra í Bæj-
aralandi, Kristilega sósíalsam-
bandinu, ásamt Fijálsum dem-
ókrötum 47,5% en andstæð-
ingunum, þ.e. arftökum
kommúnistaflokksins gamla,
græningjum og jafnaðarmönn-
um samanlagt 48%.
Mainz kaupir
ufsa
EKKERT norskt fískvinnslu-
fyrirtæki hefur keypt jafn mik-
ið af ufsa í sumar og þýska
verksmiðjuskipið Mainz. Skip-
ið hefur verið á vakki í grennd
við Hammerfest í sumar og
keypt af nótabátum, alls um
8.000 tonn. Talsmaður sölu-
sambands sjómanna benti á
að mjög fá innlend fyrirtæki
hefðu áhuga á ufsa og ein-
hvers staðar yrðu sjómenn að
geta losnað við aflann en ufsa-
kvótinn á árinu er 46.000 tonn
við Norður-Noreg.
Berlusconi
hyggst sitja
SILVIO Ber-
lusconi, for-
sætisráð-
herra Ítalíu,
ætlar ekki að
segja af sér
embætti jafn-
vel þótt
Beriusconi kannað verði
formlega hvort hann sé sekur
um spillingu. Hann segist vera
saklaus af öllu slíku og hafa
umboð kjósenda til að stjórna.
Þýfi var ekki
Rembrandt
OLÍUMÁLVERKIÐ „Maður
með skegg" sem stolið var úr
safninu Rembrandthuis í
Amsterdam á sunnudag var
ekki eftir meistarann sjálfan,
Rembrandt van Rijn, að sögn
forstjóra safnsins. Hann segir
sérfræðinga nú vera sann-
færða um að það hafi verið
málað af óþekktum lærisveini
Rembrandts.
Tansaníu-
aðstoð nýttist
illa
EMBÆTTISMENN í Hollandi
segja í nýrri skýrslu að þróun-
araðstoð við Tansaníu árin
1980-1992, sem nam um
4.000 milíjónum dollara, hafi
nýst illa og sama sé að segja
um aðstoð annarra landa við
Afríkurikið. Fullyrt er að
megnið af þeim fyrírtækjum
sem féngið hafi aðstoð séu iila
rekin og mistekist hafi að
skjóta stoðum undir innlendan
verksmiðjuiðnað. Sagt er að
til sveita hafí stjórnvöld ekki
séð um að fólk fengi nóg af
hreinu vatni og í menntakerf-
inu sé vanhæft fólk.
Uppstokkun í austurrískum stjórnmálum eftír þingkosningar
Frelsisflokkur Haiders
ótvíræður sigurveg'ari
Vín. Reuter.
FRELSISFLOKKUR Jörgs Haiders, FPÖ, er ótvíræður sigurvegari aust-
urrísku kosninganna um helgina, líkt og búist hafði verið við. Hlaut flokk-
urinn 22,6% atkvæða, sem er sex prósentustigum meira en í kosningunum
árið 1990. Stjórnarflokkarnir tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn (SPÖ) og
Þjóðarflokkurinn (VPÖ) misstu mikið fylgi en halda þó þingmeirihluta
sínum. Hann minnkar hins vegar úr 138 atkvæðum í 118. Þar með hefur
stjórnin ekki lengur stuðning 2/3 þingmanna og þarf að leita samstarfs
við einhvem stjómarandstöðuflokk í öllum málum er snerta stjómarskrána.
Reuter
LÖGREGLUMENN leita að vísbendingum í brunarústum húss
skammt frá Montreal í Kanada þar sem lík fimm Iiðsmanna
sértrúarsafnaðarins Reglu sólmusterins fundust.
Frelsisflokkurinn er yst til hægri
í austurrískum stjómmálum og hefur
hamrað á því í kosningabaráttunni
að aukna glæpatíðni megi rekja til
hins mikla fjölda innflytjenda í land-
inu. Er talið að þessi málflutningur
hafi gert að verkum að margir hefð-
bundnir kjósendur jafnaðarmanna
úr röðum verkamanna, hafi kosið
flokk Haiders í þetta skipti.
Orðrómur hefur verið uppi um að
ekki sé útilokað að flokkurinn taki
upp samstarf við ÖVP um stjómar-
myndun og vísað
hefur verið til Ítalíu
í því sambandi, þar
sem hefðbundnir
hægriflokkar og
flokkar yst til hægri
hafa tekið upp sam-
starf.
Þegar úrslitin
lágu fyrir sagðist
Haider hins vegar
ekki sækjast eftir
stjómarþátttöku að
sinni en lýsti því
jafnframt yfir að
hann hygðist vinna
að því á þessu kjör-
tímabili að efla flokk
sinn enn frekar,
þannig að hann gæti
tekið við völdum í
Austurríki árið 1998. Hann sagðist
ekki hafa áhuga á samstarfi við ÓVP
og að það nægði honum að sinni að
hafa vald til að veita stjóminni
áminningu við og við.
Leiðarahöfundur Die Presse taldi
þó ástæðu til að benda Haider á að
það væri „löng leið“ frá 23 prósent-
um yfir í kanslarahöllina.
Afhroð stjórnarflokkanna
Flokkarnir SPÖ og VPÖ hafa að
mestu farið með völdin í landinu frá
stríðslokum og em niðurstöður kosn-
inganna mikið áfall fyrir þá. Hefur
hvorugur flokkurinn hlotið minna
fylgi í kosningum frá árinu 1945.
SPÓ hlaut 35,2% atkvæða sem er
7,6% minna en í kosningunum 1990.
ÖVP hlaut 27,7% atkvæða sem er
4,4% minna fylgi en síðast.
Franz Vranitzky, kanslari og leið-
togi SPÖ, og Erhard Busek, leiðtogi
VPÖ, hafa þegar hafið stjómarmynd-
unarviðræður, en því hefur verið lýst
yfir að stjómarsamstarfið verði að
byggjast á nýjum forsendum.
Reuter
Dularfull fjöldamorð á félögum sértrúarsafnaðar
Morðin sögð skipulögð
á leynifundi í Genf
Genf. Daily Telegraph. Reuter.
SVISSNESKA lögreglan freistar
þess að hafa hendur í hári 68 ára
gamals Svisslendings, Camille Pilet,
sem talinn er tengjast dularfullum
morðum á 48 félögum sérstrúar-
safnaðarins „Reglu sólmusterisins"
í síðustu viku. Er Pilet sagður vera
„íjármálastjóri" safnaðarins ogeinn
þriggja höfuðpaura hans, ásamt
Kanadamanninum Joseph di
Mambro og belgíska hómópatanum
Luc Jouret.
Pilet er lýst sem lágvöxnu glæsi-
menni. Hann sást í fylgd með di
Mambro og Jouret fimm dögum
fyrir morðin í Granges-sur-Salvan
og Cheiry í Sviss. Ðvöldust þeir
þrír lengi kvölds ásamt nokkrum
öðrum á hótelherbergi í Genf og
gerði Pilet upp reikninginn með
krítarkorti sínu. Svissneskir fjöl-
miðlar hafa leitt getum að því, að
á þessum fundi hafi verið lagt á
ráðin um aftökumar í búðum safn-
aðarins í Cheiry og Granges-sur-
Salvan. Pilet er 68 ára fyrrum sölu-
stjóri þekktrar svissneskrar. úra-
verksmiðju. Hann sást oft í fylgd
di Mambro og Jouret, að sögn vitna
sem gefíð hafa sig fram. Skömmu
fyrir morðin keypti hann eitt hús-
anna sem kveikt var í við Granges.
Söfnuðurinn tal-
inn skálkaskjól
fyrir alþjóðleg
vopnaviðskipti
Tvö skyldmenni Josephs di Mam-
bros í Kanada töldu sig bera kennsl
á lík hans af mynd sem tekin var
í líkhúsinu í Lausanne og hefur
svissneska lögreglan nú staðfest
það. Talið er að di Mambro, sem
stendur á sjötugu, hafí verið heilinn
á bak við alþjóðlega fjármálastarf-
semi safnaðarins. Samkvæmt
fregnum fjölmiðla í Kanada er talið
að „Regla sólmusterisins" hafi verið
skálkaskjól fyrir peningaþvott og
alþjóðleg vopnaviðskipti. Gefín hef-
ur verið út handtökutilskipun á
hendur Jouret fyrir morð og
íkveikju en hann er taiinn háfa líf
safnaðarmannanna 48 í Sviss í síð-
ustu viku og líf fímm manna í
Kanada á samviskunni.
Nýjar vísbendingar komu fram á
sunnudag sem benda til þess að
flestir safnaðarmanna hafí ekki
dáið sjálfviljugir, heldur verið
skotnir, barðir eða jafnvel brenndir
til bana. Rannsókn á fimm líkum
sem fundust í brunarústum húss í
eigu di Mambros og Jourets í Mor-
in Height, skammt frá Montreal í
Kanada, hefur leitt í ljós að viðkom-
andi hafí verið drepnir mörgum
dögum áður en húsið brann. Hafði
þeim m.a. verið byrlað eitur.
Grunur leikur á að di Mambro
og Jouret hafi komið sér úr landi
og er þeirra leitað m.a. í Frakk-
landi og Ástralíu. Þangað höfðu
þeir ferðast nokkrum sinnum á síð-
ustu árum. Dvaldist di Mambro á
Gullströndinni svonefndri í Queens-
land frá því haustið 1993 og fram
á sl. vor en frá Ástralíu fóru þeir
Jouret með sömu flugvél 10. apríl
sl. til Evrópu. Svissneskt blað hefur
birt „kveðjubréf" frá safnaðar-
manni þar sem segir að 6. janúar
sl. klukkan fjögur að morgni, hafí
„liðsmenn í Sydney horfíð úr þess-
ari jarðvist." Rannsakað er hvað
hæft sé í því.
Þá þótti það flækja rannsóknina
á morðmálunum að vegabréf di
Mambro og eignkonu hans bárust
franska innanríkisráðuneytinu í
pósti fyrir helgi. Var bréfíð stílað
á Charles Pasqua. innanríkisráð-
herra.
JÖRG Haider, formaður Frelsisflokksins, t.h.,
fagnar úrslitum kosninganna ásamt Walter
Meischberger, framkvæmdastjóra flokksins.
Nóbelsverðlaun í
læknisfræði
Veitt fyr-
ir frumu-
rannsóknir
Stokkliólmi. Reuter.
TVEIR bandarískir vísindamenn,
sem bætt hafa miklu við þekkingu
manna á því hvemig frumur manns-
líkamans geta varist eða ýtt undir
sjúkdóma, hljóta Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði í ár. Alfred Gilman og
Martin Rodbell hljóta verðlaunin fyr-
ir uppgötvun sína á g-próteini, nokk-
urs konar lífrænum umferðarljósum,
sem stýrir líkamanum en getur vald-
ið sjúkdómum ef það brotnar niður.
Þá styttist í það að tilkynnt verði
um friðarverðlaunahafa Nóbels í ár,
en það verður gert á föstudag.
Gilman og Rodbell munu deila með
sér sem svarar 65 milljónum ísl. kr.
í desember er verðlaunin verða af-
hent. Verðlaunin í læknisfræði eru
fyrstu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt
er um í ár.
Rodbell er 68 ára og starfar við
Bandarísku umhverfis- og heilbrigð-
isstofnunina í Norður-Karólínu. Á
7. og 8. áratugnum sýndi hann fram
á hvernig boð bærust á milli fruma.
Gilman, 53 ára prófessor í lyfjafræði
við Texas-háskólann, kannaði á
grundvelli rannsókna Rodbells hvaða
áhrif boðtruflanir í frumum hefðu á
líkamann. Rannsóknir Gilmanns á
8. og 9. áratugnum leiddu í ljós g-
prótein í heilbrigðum frumum. Sé það
fært yfír í sýktar eða gallaðar frum-
ur, bætir það starfsemi þeirra.
Arafat, Rabin og Peres
Israelar og Palestínumenn eru
taldir líklegastir til að hreppa friðar-
verðlaun Nóbels í ár, þ.e. Yasser
Arafat, leiðtogi Frelsishreyfíngar
Palestínumanna, Yitzhak Rabin fór-
sætisráðherra og Shimon Peres, ut-
anríkisráðherra Israels. Eiie Wiesel,
friðarverðlaunahafi frá 1986, gat sér
þess til í gær, að Nóbelsstofnunin
ætti í erfiðleikum með að ákveða
hvort Rabin eða Peres ætti að deila
verðlaununum með Arafat.