Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ PROFKJOR 28. og 29. október • • Markús Orn í 4. sæti Stuöningsfólk! Verið velkomin á skrifstofuna Suðurlandsbraut 20. Opið : 16.30-21.30. Laugard. og sunnud.: 13.30- 18.00. Símar: 882299 8c 883399 AÐSENDAR GREINAR In memoriam PRESSAN er látin. Hún nærðist á óförum annarra og voru til- raunir til mannorðs- sviptingar henni afar hugleiknar og virtist einu gilda hvort stuðst var við sögusagnir eða staðreyndir. Á stuttri lífsleið varð henni tíð- rætt um hið neikvæða og lét hún sig í raun fátt annað varða. Það kom því fáum á óvart að hún skyldi látast úr næringarskorti. Pressan varð fáum harmdauði. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sorpu, því þar hvílir hún innan um forvera sína. Eg votta lesendum blaðsins og föstum áskrif- endum, sem nú eru án síns lifi- brauðs og næringar, innilegustu samúð mína. Sölumennska eða fagmennska? Skömmu fyrir síðasta svanasöng Pressunnar virðist sölusjónarmið Karl J. Steingrímsson hafa ráðið ferðinni á kostnað fagmennsku. Forsíður blaðsins skömmu fyrir andlátið bera þess glöggt vitni að alvarlegur sjúk- dómur hafi heijað á blaðið innanfrá. Það skyldi þó aldrei vera að blaðamenn Press- unnar hafi látið eigin gremju ráða skrifum sínum, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að fá laun sín ekki greidd og látið það bitna á umhverfi sínu, einstaklingum og fyr- irtækjum, m.a. með Windows grunimámskeið :mmM Töhm-og verkfræöiþjónustan uskóli Halldórs Krístjanssonar 94025 Tölvuskóli Halldórs Kristja Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 hálfkveðnum vísum á forsíðu og sleggjudómum. Siðgæði blaðamanna Að mínu mati ber blaðamönnum að gæta hlutleysis og þess að skrif þeirra endurspegli ekki augnabliks hugarástand. Blað sem byggir nær eingöngu á æsifréttamennsku verð- ur aldrei langlíft, eins og sagan segir okkur. Enginn kemst langt á því að stjórnast af öfund og sá ill- gresi í garð annarra. Það er afar slæmt til þess að vita að sumir blaðamenn slíti barnsskónum hjá blaði, sem gengst upp í því hlut- verki að sverta mannorð manna, án þess að þeir hinir sömu geti borið hönd fyrir höfuð sér. JsL W W t Æ W BYKO m * Morgunpósturinn - Nýtt blað? Það er eindregin von mín að Páll Magnússon og Gunnar Smári Egilsson, nýráðnir ritstjórar Morg- unpóstsins, beri gæfu til að stýra blaði sínu sem lengst frá þeirri nið- urrifs blaðamennsku sem öðrum fermur einkenndi skrif Pressunnar og forvera hennar. Grjóti kastað úr glerhúsi Hverjir sjá sér hag í slíkri blaða- mennsku? Hvaða sjónarmið liggja þar að baki? Nú er ljóst að sorp(u) blöð hafa lagt upp laupana hvert á fætur öðru, skuldum vafin og með ótal mannorðsmorð á samviskunni. Það er einkennilegt til þess að vita að forvígismenn Pressunnar hafa slegið upp á forsíðu æsifréttum af kennitöluskiptum fyrirtækja og einstaklinga en eru nú uppvísir að því sama (fyrst Blað hf., síðan Pressan hf.). Sömu mennirnir virð- ast geta risið upp með hveiju nýju blaði af þessum toga, svo sem Frið- rik Friðriksson og hans fylgisvein- ar. Það þarf hugsanlega ekki annað en að búa til nýja kennitölu og all- ar skuldir eru að baki. Því næst þarf að hafa snör handtök við að slá upp hálfkveðnum vísum á for- síðu, því það þarf jú að kosta herleg- heitin, þar til skútunni verður hugs- anlega aftur siglt í strand. Það skyldi þó aldrei vera að þess- ir sömu menn óttist að spjótunum verði beint að þeim, að þeir vilji ráða yfir hengingarólinni, svo að þeir lendi ekki í henni sjálfir. Hafa þessir menn kannski eitthvað að fela? Beðini um gjaldþrotaskipti Hinn 28. júlí sl. var iögð fram beiðni hjá Héraðsdómi Reykjaness um gjaldþrot á Blaði hf. vegna kröfu frá Má Péturssyni. Már er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness og mun málið ekki enn hafa verið tekið fyrir, þar sem dóm- arar hjá dóminum telja sig vanhæfa til að taka málið fyrir sökum tengsla við gerðarbeiðanda. Ólöf Péturs- dóttir dómstjóri þarf því að óska eftir því við dómsmálaráðherra að Ekki veit ég kennitölu Pressunnar „hinumeg- in“, segir Karl J. Stein- grímsson. Þar nægir líklega ekki að skipta um kennitölur, til að koma sér út úr klandri, enda hygg ég, án þess að hafa fyrir því óyggj- andi sannanir, að þar þurfi menn að standa skil á gjörðum sínum. hann skipi setudómara í málinu, til að hægt verði að taka það fyrir. Hvers vegna hefur þetta ekki verið framkvæmt? Birningur eða Barningur? Hlutafélög sem vitað er að tengj- ast Friðriki eru: Blað hf., Bimingur hf., Pressan hf., Tímaritadreifing hf. (áður Ófeigur hf.), Heimreiðin hf., Heimsmynd hf. og Viðreisn hf. Öll félögin eru með einn mann í stjórn og einn til vara. Friðrik er stjórnarmaður í öllum félögunum, en ekki virðist vera neinn varamað- ur nema í Birningi hf., Friðrik Krist- jánsson, faðir Friðriks. Birningur hf., Heimreiðin hf. og Pressan hf. eru stofnuð af Friðriki og föður hans. Næsta hlutfélag verður kannski Barningur hf. Að standa skil á gjörðum sínum Ekki veit ég kennitölu Pressunn- ar „hinumegin". Þar nægir líklega ekki að skipta um kennitölur, til að koma sér út úr klandri, enda hygg ég, án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir, að þar þurfi menn að standa skil á gjörðum sín- um. Höfundur er verslunareigandi og framkvæmdastjóri. Frystikisturnar frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við. Skiptiborö 41000, 641919 Verslun, Breiddinni, Kópavogi: Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 Almenn afgreiösla 689400, 689403 Grænt símanúmer BYKO Grænt númer 996410 FicaidL í KRINGLUNNI Söluaðilar: Ljósgjafinn, Akureyri - Núpur, Isafirði - K.H.B., Egilsstöðum - Skipavik, Stykkishólmi. FLUGFRAKT HAUSTFUNDUR ÚTFLUTNINGSRÁÐS FÍS Útflutningsráð Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar í dag 11. október kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Fjallað verður um fraktflutninga í flugi. Erindi á fundinum flytja: Sigurður Björnsson, Menju hf. Þórarinn Kjartansson, Cargolux. Pétur J. Eiríksson, Flugleiðum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 888910. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.-. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.