Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR MARGRET BENEDIKTSDÓTTIR + Margrét Bene- diktsdóttir fæddist á Sauðár- króki hinn 12. jan- úar 1903. Hún and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjón- in Björg Helga- dóttir, húsmóðir, f. 14. maí 1875, d. 26. maí 1929 og Benedikt Jóhanns- son, verslun- armaður á Sauðár- króki, f. 10. júní 1871, d. 29. apríl 1940. Margrét átti fjögur systkin, þar af eina hálfsystur, samfeðra, sem var elst þeirra, en þau eru nú öll látin nema yngsta systirin. Þau voru: Anna, f. 25. febrúar 1898, 30. mars 1985; Stein- grímur, f. 20. maí 1901, d. 23. nóvem- ber 1971; Karólína, tvíburasystir Mar- grétar, f. 12. jan- úar 1903, d. 1. október 1977; Guð- rún, f. 22. maí 1907, sem nú dvel- ur á Hrafnistu í Reykjavík. Mar- grét giftist Rand- veri Hallssyni, sjó- manni, 26. janúar 1929, f. á Horna- firði 1. október 1898, d. 10. nóvember 1944. Þau eignuðust eina dóttur, Björgu H. Randversdóttur, f. 30. mars 1929. Hún er gift Þorláki Þórðarsyni. Útför Margrétar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. FileMaker námskeið 94027 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fjórði útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Alþýðublaðinu þriðjudaginn 11. október. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C&l húsnæðisstofnun ríkisins LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍJVtl 69 69 00 t Ástkœr eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VALBORG STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þórshöfn, Austurbrún 4, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 7. október. Einar Lárusson, Sæmundur Einarsson, Ragna Valtýsdóttir, Lára Einarsdóttir, Einar Nikulásson, Anna Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Egill Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Einar Valur Einarsson, Þórunn Stefánsdóttir, Elísa Einarsdóttir, Sigurður Gestsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SVEINBJÖRG OTTÓSDÓTTIR frá Svalvogum, Dýrafirði, Stóragerði 12, andaðist í Landspítaianum 9. október. Fyrir hönd aðstandenda, Hreiðar Arnar Jónsson í DAG kveðjum við ástkæra ömmu okkar, Margréti Benediktsdóttur. Allt fram á síðasta dag hélt hún sinni skýru hugsun og reisn þrátt fyrir háan aldur. Þrátt fyrir heilsu brest hin síðari ár naut hún þess best að sitja við hannyrðir, útsaum, pijón og hekl og er ekki að sjá á hinum ýmsu munum sem eftir hana liggja að þessir heilsubrestir hafi verið fyrir hendi. Smekkvísi og vandvirkni hennar sjást best á fag- urlega unninni handavinnu. Síðustu æviár sín eða frá árinu 1984 hefur hún dvalið á Hrafnistu í Hafnarfírði, þar sem hún undi hag sínum mjög vel og var þakklát fyr- ir alla þá aðhlynningu og umhyggju sem hún naut þar. Amma varð ekkja aðeins 41 árs að aldri, en afi Randver fórst með Goðafossi árið 1944. Hún vann eft- ir það m.a. við fatagæslu, lengst af í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Síðustu starfsár sín var hún við fatagæslu í Alþingishúsinu, eða til ársins 1982. Elskugeð svo þitt ég þekki, þjáðum viltu sýna lið. Láttu mig, drottinn, einan ekki í ánauð minni, og þess ég bið, nafnið mitt, þó nauðir hnekki, náð þín blessuð kannist við. Hafðu, Jesú, mig í minni, mæðu og dauðans hrelling stytt. Börn mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hritt. Láttu standa á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. (H.P.) Við systkinin þökkum ömmu fyr- ir samfylgdina. Randver, Sigríður og Margrét Þóra. Blómastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. HEIMIR EIRIKSSON OG HALLDÓR ÁSMUNDSSON + Heimir Eiríksson fæddist á Húsavík 13. janúar 1973. Hann lést af slysförum 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 21. mai. FYRIR rúmum fjórum mánuðum er við fylgdum bróður okkar og frænda, Heimi Eiríkssyni, til hinstu hvíldar, gat okkur ekki grunað að við ættum nú, svo skömmu síðar, eftir að ganga aftur svo þung spr. í þetta sinn er það stjúpbróðir Heimis, Halldór Ásmundsson, sem fær okkar hinstu kveðju. I grein þessari langar okkur að minnast þeirra beggja. Heimir var strax frá fyrstu tíð mikið náttúrubam í eðli sínu. Áhuginn beindist.fljótlega að fugl- um og öllu því sem þeim viðkom. Ekki var hann hár í loftinu er hann var farinn að þekkja alla fugla landsins og var hann síðar fenginn í fuglatalningar og merkingar. Heimir var rólegur og hlédrægur, en hafði þó sterkt skopskyn. Vina- hópur Heimis var ekki stór en hann var trúr og tryggur sínum vinum. Halldór var 14 ára er hann kom brosandi inn í líf okkar, er faðir hans tók saman við móður okkar og frænku. Ekki leið á löngu áður en við fórum öll að líta á hapn sem einn af fjölskyldunni.Ekki varð hjá því komist að kynnast Dóra vel, hann með sína léttu lund og hlý- legu framkomu. Sést það best á því hversu stóran og tryggan vina- hóp Dóri eignaðist strax er hann fluttist hingað norður, en ávallt hélt hann þó tryggð við æskuvini sína í Reykjavík. Halldór var greið- vikinn, ætíð boðinn og búinn til að hjálpa öðram og mátti aldrei neitt aumt sjá. Halldór og Heimir vora mjög ólíkir, en urðu þrátt fyrir það mjög góðir vinir. Heimir var rólyndur og hlédrægur, en Halldóri tókst með sínu opna og hlýlega viðmóti að brjótast inn fyrir skelina. Báðir sinntu þeir Ásrúnu litlu systur sinni vel, og vora þeir báðir ofarlega á vinsældalistanum hjá henni. Oft glumdu hlátrasköllin og glaðværðin um allt hús og út á götu er þeir félagar voru eitthvað að bardúsa saman. Síðasti dagur saman einkenndist svo sann- Halldór Ásmundsson var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1974. Hann lést af slysförum 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsa- víkurkirkju 8. október. arlega af þessari glaðværð, þegar þeir félagar horfðu saman á fót- bolta og Simpson-fjölskylduna, og skemmtu sér konunglega. Það var því þungt áfall fyrir Dóra, sem og okkur hin, þegar Heimir lést af slysförum í vor. Hinsta kveðja Halldórs við kistu- lagningu Heimis er okkur í fersku minni: „Við sjáumst, félagi.“ Síðar ræddum við um það, að þegar við legðum í okkar hinstu för, gömul og grett, fengjum við góðar móttökur hjá Heimi, fyrir handan. Engan gat þó grunað, og síst af öllu þig, elsku Dóri, að þið vin- imir mynduð hittast svo fljótt. En nú erað þið saman á nýjan leik og vitum við að ykkar móttökur verða góðar er við leggjum í okkar hinstu för. „Við sjáumst, félagar." Mér finnst ég varla heili né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver, ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjá þig, ég rýni út um rifumar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Elsku Ási og mamma, vegir guðs eru órannsakanlegir. Enn á ný hefur mikil sorg verið lögð á herðar ykkar, sem og okkar allra. Það er von okkar og trú að með tímanum getum við öll horft á móti sólu og látið góðar minningar ylja okkur um hjartarætur á dimm- um og köldum vetrarkvöldum. Við sendum Halldóri og Sig- rúnu, Ingó, Lindu, írisi Dögg, Ásr- únu, svo og öllum öðrum sem eiga nú um sárt að binda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Eiríksdóttir, Hörður Eiríksson, Heiðrún Jónsdóttir, Diana Jónsdóttir. HITABÚNAÐL U ÞILOFNAR 300-1200 W - m. snúru og kló. Hentugir hvar sem er. Stílhreint útlit - Endingargóðir - Jöfn hitun - Gott verð. DYRAOPABLÁSARAR 1111II111111111111111111 O -------UJ.1I 11.11 II I I I I I I.LIII FRICO - 2 til 9 kW - Hlýjar móttökur í útidyrunum. GEISLAHITARAR FRICO - 500 til 1500 W - 72 til 176 cm langir HITABLÁSARAR FRICO - 2 til 15 kW - Öflugur jafn blástur - Hljóðlátir. HITAKÚTAR FAGOR - 30 til 200 lítra - Aflvalrofi og hitastillir Hraðvirkir og öruggir - Þú getur treyst Fagor ANNAR HITABÚNAÐUR Hitöld - Kambofnar og margt fleira. jT JOHAN RÖNNING HF “n SUNDABORG 15 104 REYKJAVÍK SÍMI: 91-684000 FAX: 91-688221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.