Morgunblaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B
231. TBL. 82.ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
íraksstjórn segist ætla að
draga herlið sitt til baka
Kúveit, Sameinuðu þjóðunum, Washington. Reuter.
. Reuter
BANDARÍSKA flugmóðurskipið George Washington fór um
Súezskurð í gær á leið til Kúveits. Þessi Egypti var þó ekkert
uppnæmur yfir bryndrekanum þar sem hann sat og dorgaði.
STJÓRNVÖLD í írak sögðust í gær
hafa ákveðið að draga herlið sitt til
baka frá Basra, nálægt landamær-
unum að Kúveit, vegna „óska nokk-
urra vinaþjóða" en eftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna kváðust þó
ekki sjá, að neitt fararsnið væri á
íraska herliðinu.
Bandaríkjamenn segja að írakar
hafi verið að safna saman allt að
80.000 manna herliði í suðurhluta
landsins, nálægt landamærunum _að
Kúveit. Upplýsingamálaráðherra Ir-
aks, Hamed Youssef Hummadi, vís-
aði þessu á bug og sagði fréttir um
liðsflutninga Iraka „tilbúning af
hálfu Bandaríkjastjómar“. Utanrík-
isráðherrann, Mohammed Saeed ai-
Sahaf, sagði hins vegar að nokkrar
hersveitir hefðu verið á svæðinu
vegna heræfínga og þeim hefði verið
skipað að fara frá landamærunum.
Bandarískt herlið til Kúveits
Fyrstu bandarísku hermennirnir
komu til Kúveits í gær og herskip
með um 2.000 hermenn komu að
strönd landsins. Bandaríkjastjórn
hefur ákveðið að senda 36.000 her-
menn og 200 herflugvélar á svæðið
til að koma í veg fyrir að írakar
hernemi landið eins og árið 1990.
í gær rann út frestur sem írakar
gáfu öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna til að taka ákvörðun um afnám
viðskiptabannsins. Ekkert var þó
fjallað um málið innan öryggisráðs-
ins og flest bendir til, að það taki
viðskiptabannið ekki til umfjöllunar
fyrr en um miðjan næsta mánuð.
írakar gengu út frá því að ráðið fengi
í gær skýrslu frá Rolf Ekeus, odd-
vita sérstakrar nefndar sem fylgist
með því að gjöreyðingarvopn íraka
verði eyðilögð. Af því varð ekki og
búist er við að ráðið fái skýrsluna í
dag og ræði hana á fimmtudag.
Efasemdir um bannið
Hans Sterken, formaður utanrík-
ismálanefndar þýska þingsins, lét í
ljós efasemdir um að hörð afstaða
Bandaríkjanna og Bretlands gegn
afnámi viðskiptabannsins væri rétt-
mæt. Hann sagði að margir teldu
að viðskiptahagsmunir fremur en
pólitískar ástæður lægju að baki
þessari hörðu afstöðu. Kvað hann
litla hættu á nýju stríði fyrir botni
Persaflóa og taldi að írakar væru
aðeins að sýna klærnar til að knýja
fram afnám viðskiptabannsins.
Norges Fiskarlag
Sjómenn í
N-Noregi
töpuðu
Ósló. Morgunblaðið.
SJÓMENN í Norður-Noregi
töpuðu slaginum við togaraeig-
endur um skiptingu þorskkvót-
ans á fundi Norges Fiskarlags,
helstu hagsmunasamtaka í
norskum sjávarútvegi. Ekki er
ljóst hvaða afleiðingar deilan
mun hafa fyrir samtökin en þó
er ekki talið líklegt að til beins
klofnings komi.
Togararnir hafa verið með
35% af þorskkvótanum en fé-
lög sjómanna á Finnmörku,
Troms og Norðlandi kröfðust
þess, að hlutur þeirra yrði
iækkaður í 30%. Niðurstaðan
var hins vegar 33%. Raunar
er það sjávarútvegsráðuneyt-
ið, sem ákveður kvótaskipting-
una endanlega, en það hefur
alltaf farið að tillögum Norges
Fiskarlags.
Togara- og bátaútgerðin í
Noregi hafa lengi deilt um
kvótaskiptinguna en 1989 var
ákveðið, að bátarnir fengju
meira í sinn hiut en togararnir
þegar illa áraði en þegar betur
gengi ykist hlutur togaranna.
Austurríki
Búist við
afsögn
Vranitzkys
Vín. Reuter.
BÚIST er við að Franz Vranitzky,
kanslari Austurríkis, segi af sér í
dag en veiti starfsstjórn forsæti,
þar til ný stjórn hefur verið mynd-
uð. Stjórnarflokkarnir tveir,
Jafnaðarmannaflokkur Vranitzk-
ys og Þjóðarflokkurinn, töpuðu
miklu fylgi í þingkosningum á
sunnudag en halda þó þingmeiri-
hluta sínum.
Sigurvegari kosninganna er
Frelsisflokkurinn, flokkur yst til
hægri, sem Jörg Haider veitir for-
stöðu. Jók hann fylgi sitt úr 16,6%
í 22,6%.
Flest bendir til að stjórnarmynd-
unarviðræðurnar leiði til samstarfs
sömu flokka og nú eru við stjórn-
völinn og að Vranitzky verði áfram
kanslari. Stjórnmálaskýrendur í
Austurríki létu þó í ljós efasemdir
í gær um langlífi stjórnar, sem
þannig yrði skipuð.
Uppstokkun fagnað
Fögnuðu sumir leiðarahöfundar
þeirri uppstokkun, sem átt hefði
sér stað í austurrískum stjórnmál-
um, og sögðu hana hvorki slæma
fyrir Austurríki né lýðræðið. Úr-
slitin þýddu í raun að hið „þægi-
lega fyrirkomulag“, sem hefði ein-
kennt stjórnmálalífið frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar, og
byggðist á völdum tveggja flokka,
væri liðið undir lok.
■ Frelsisflokkur Haiders/20
Mikill fögnuður þeg-
ar Cedras sagði af sér
Port-au-Prince. Reuter.
Herforingjarnir á Haítí láta af völdum og ætla úr landi
RAOUL Cedras, hershöfðingi á Haítí, sagði af sér
í gær í samræmi við samning herforingjastjómarinn-
ar við Bandaríkjamenn sem kveður á um endurkomu
hins útlæga' forseta, Jean-Bertrands Aristides, til
landsins í lok vikunnar. Er Cedras hélt ásamt eigin-
konu sinni á brott frá forsetahöllinni eftir að hafa
tilkynnt afsögnina, flykktist almenningur að bíl hans,
sparkaði í hann og barði og kvaðst mundu hitta
herforingjann fyrir á himnum. Herforingjastjórnin
steypti Aristide af stóli árið 1991 og síðan lét Ced-
ras utanaðkomandi þrýsting um að fara frá sem
vind um eyru þjóta þar til hann sagði af sér nú.
Cedras tilkynnti afsögn sína á
hersýningu og fagnaði mannfjöld-
inn, sem var samankominn, henni
með söng og dansi. Urðu banda-
rískir hermenn að veija hershöfð-
ingjann. „Eg hef ákveðið að yfir-
gefa land okkar svo að nærvera
mín muni ekki verða notuð til að
skapa skelfingu,“ sagði Cedras.
„Ég mun þjást þegar þið þjáist
og gleðjast þegar þið gleðjist.“
Eftirmaðurinn hrópaður niður
Reuter
MIKILL fögnuður braust út þegar Cedras tilkynnti, að hann léti
af völdum og ætlaði að fara úr landi. Var því tekið með söng
og dansi og bandarísk yfirvöld sögðu, að nú væri lokið dapurlegu
skeiði í sögu Haítí. Ekki var ljóst til hvaða lands Cedras færi.
Cedras afsalaði sér völdum til
Jean-Claude Duperval undirhers-
höfðingja, sem mun fara með
stjórn hersins þar til Aristide út-
nefnir hershöfðingja. Bar Duperv-
al lof á veru Bandaríkjahers á
Haítí en mannfjöldinn hrópaði
hann niður.
Bandarísk yfirvöld fögnuðu í
gær afsögn Cedras og sögðu hana
marka endalok dapurlegs skeiðs í
sögu Haítí. Sagði talsmaður sendi-
ráðsins, Stanley Schrager, að
Spánn, Argentína og Panama
hefðu látið að því liggja að þau
væru reiðubúin að taka við Cedras.
Sviss
Þriðja
mannsins
leitað
Genf. Daily Telegraph, Reuter.
SVISSNESKA lögreglan leitar
að 68 ára gömlum úrasala,
Camille Pilet, sem talinn er
tengjast dularfullum morðum á
48 félögum sértrúarsafnaðarins
Reglu sólmusterisins. Er hann
sagður vera „fjármálastjóri“
safnaðarins.
Pilet sást síðast í fylgd með
forsprökkum safnaðarins fimm
dögum fyrir morðin. Funduðu
þeir á hótelherbergi í Genf og
gerði Pilet upp reikninginn með
krítarkorti. Fjölmiðlar hafa leitt
getum að því, að þá hafi verið
lagt á ráðin um aftökurnar.
■ Morðin sögð skipulögð/20