Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 25 AÐSENDAR GREIIMAR i » ) ► > i > ► > > I I I i i I I Lyfjakostnaður ríldsins hækkar um einn milljarð SIGHYATUR Björg- vinsson hefur haldið því fram að afrek hans í heil- brigðismálum hafi skilað ríkinu milljörðum króna í betri stöðu en ella hefði verið. Höfundur þessara orða hefur dregið þesar yfirlýsingar í efa af einni ástæðu: Þeirri að í raun hefur ekki verið tekið á vandanum sjálfum heidur hefur ráðherrann látið nægja bægslagang og yf- irlýsingar sem ekki hafa gengið eftir. Niðurstaðan hefur svo orðið sú að allt hefur stefnt í sama farið á nýjan leik. Að vísu er það ekki al- veg rétt því kostnaður sjúklinganna hefur margfaldast, þannig að heildar- kostnaðurinn af lyfjanotkun hefur stóraukist í tíð Sighvats. Skoðum þess vegna lyfjakostnað- inn. Þar átti að spara hundruð mill- jóna króna fyrir ríkið. Þess vegna væri nauðsynlegt að margfalda greiðslur sjúkling- anna. Það síðarnefnda hefur verið gert. Kostnaður sjúkling- anna hefur margfald- ast. En kostnaður rík- isins hefru ekki lækk- að um eina krónu frá því að ráðherrann tók við. Og það dugir ekki að kenna Guðmundi Árna Stefánssyni um það hvemig fór því í raun gerði hann ekk- ert í sinni ráðherrratíð sem hróflar við lyfja- kostnaðinum. í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1995 er viðurkennt að lyfjakostnaðurinn hefur farið úr böndunum. Þar segir í greinargerð á bls. 326: „Nokkur útgjaldavöxtur er í lyfjakostnaði og lækniskostnaði og er útlit fyrir að útgjöldin vaxi um 10 til 15% milli áranna 1993 til 1994.“ Tölurnar tala líka sínu máli: 1991 voru útgjöld Tryggingastofn- Svavar Gestsson uriar ríkisins vegna lyfjakostnaðar 2.621 milljónir króna framreiknað til verðlags 1994 og er talan samkvæmt ríkisreikningi. 1992 voru útgjöld Tryggingastofn- unar ríkisins á sama hátt 2.907 millj- ónir króna og hækkuðu því á milli ára um nærri 300 milljónir króna. 1993 voru lyfjaútgjöldin hins vegar lægri eða 2.650 milljónir króna, svip- uð og 1991 í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ég hélt því fram á sínum tíma að sjúklingar hefðu borgað þennan mismun en hér væri ekki um var- anlega lækkun að ræða fyrir ríkisjóð. 1994 sannaði reynslan orð mín því miður. Þá stefndi lyijakostn- aðurinn í 2.948 milljónir króna. Og í fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir því að lyfjakostnaðurinn verði um 2.948 milljónir króna. Þetta segir sem sagt að bægslagangurinn í lyfja- málunum hefur ekki sparað eina ein- ustu krónu. En þetta segir meira. Sjúklingarnir borga nú tvisvar sinn- um hærri hlutdeild í lyfjakostnaðinum alls en þeir gerðu árið 1990. Það þýðir með öðnim orðum að heildar- kostnaður þjóðfélagsins fyrir lyf hef- ur farið hækkandi allan þann tíma sem Sighvatur hefur ráðið þessum málaflokki. Það er háttur heilbrigðis- ráðherrans að leggja saman öll árin sem hann hefur verið ráðherra og segja: Sjá, hvað ég hef sparað mikið fyrir skattgreiðendur. Á sama hátt verður þetta gert hér: 1992 kostnaði hann um 300 milljónum meira í lyfj- um fyrir ríkið en Guðmundur Bjarna- son. 1994 var hann líka dýrari en Lyfjakostnaður stefnir upp á við Breytingar lyfjakostnaðar frá 1991 til fjárlagafrumvarps 1995 MYNDIN sýnir að lyfjakostnaðurinn stefnir í ár í tæpa þrjá milljarða. Allar tölur eru á föstu verðlagi, það er verðlagi ársins 1994. Sjúklingar borga nú tvisvar sinnum hærrí hlutdeild í lyfjakostnaði en 1990, segir Svavar Gestsson, sem staðhæf- ir, að heildarkostnaður lyfja hafí hækkað allan ráðherraferil Sighvatar Björgvinssonar. Guðmundur Bjarnason og á næst ári stefnir enn í að hann verði mikið dýr- ari en Guðmundur Bjarnason. Sam- tals hefur Sighvatur því kostnað ríkið hátt í einn milljarð í aukaútgjöldum í lyfjakostnaði. Og þess skal getið að allar mínar tölur eru reiknaðar og unnar í þeirri góðu stofnun Ríkisend- urskoðun. „Sic transit gloria mundi.“ En er þá ekki unnt að spara í lyfj- um. Jú, það er hægt. En tii þess þarf skipulegt samstarf við heilbrigði- stéttimar. Það var ekki gert. Þess vegna mistókst hin mikla herferð. Höfundur er þingmuður fyrir AlþýðubandaJagið í Reykjavíkurkjördæmi og fyrrv. heilbrigðisráðherra. ‘VíAÁ.®-’ íslenskir ostar eru lirein orkulind ið sækia kraft í á öllum tímum da tyrkja peir tennur og kein. Njóttu fjölkreytninnar — prófaáu [lá ÍSLENSKIR II f OSTAR, ríl ' V- ,.:;A ý %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.