Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVBMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 FJARMAL LISTAHATIÐAR HF. Bæjarlögmaður og bæjarendurskoðandi um Listahátíð Hafnarfjarðar hf. Fj árhagsáætlunin óraunhæf SKÝRSLA bæjarlögmanns og bæjarendurskoðanda vegna listahátíðar í Hafnarfirði árið 1993, var lögð fram á aukafundi í bæjarráði Hafnar- fjarðar í gær. Skýrslan er unnin vegna samþykktar bæjarstjórnar frá 25. október 1994 og í niðurstöðu hennar kemur meðal annars fram að fjárhagsáætlun hátíðarinnar hafi verið óraunhæf. Þá sé sá fram- gangsmáti óeðlilegur að sjálfstætt félag hafí getað gert samninga sem hafi óbeint þær afleiðingar að greiðslur komi úr bæjarsjóði. Iupphafi er vitnað til sam- þykktar bæjarstjórnar þar sem segir að: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur að fram- lögð skýrsla Endurskoðunar og reikningsskila hf. um Listahátíð í Hafnarfirði 1993 sýni svo ekki verði um villst að íjármálaleg stjórnun, framkvæmd og eftirlit með fjárreiðum hátíðarinnar hafa gjörsamlega farið úr böndunum og mistekist. Skýrslan er samfelldur áfellisdómur yfír allri fjármála- stjórn' hátíðarinnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar samþykkt bæjarráðs frá 8. sept. sl. þar sem segir m.a.: „Bæjarráð telur að á þessu stigi máls gæti enginn sem tók þátt í rekstri Listahátíðar í Hafnarfirðt 1993 fírrt sig ábyrgð.“ Bæjarstjórn telur að samningar við bæjarfélagið hafí verið brotnir. Má þar nefna samning við stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði hf. frá því í mars 1993 og samning við Arnór Benónýsson frá 19. febr. 1993. Ljóst er að umræddir aðilar hafa ekki staðið við gerða samn- inga. Fjölmargt í skýrslunni hlýtur að vekja undrun og reiði bæjar- stjórnar og raunar bæjarbúa allra. Enda er ekki annað sýnna en að hér sé um lögreglumál að ræða. í skýrslu Endurskoðunar og reikningsskila hf. um Listahátíð í Hafnarfirði 1993 kemur fram m.a. í lokaorðum: „Við viljum þó enn á ný undirstrika að vegna allra þeirra ágalla sem taldir hafa verið fram þá getum við ekki gefið neitt álit á réttmæti þessara gjalda. Þess vegna viljum við ítreka að stjórn Listahátíðar og aðrir þeir sem að listahátiðinni stóðu verði fengnir til að yfirfara þessa niðurstöðu." Bæjarstjórn Hafnarijarðar sam- þykkir að fela bæjarlögmanni og bæjarendurskoðanda að afla þeirra gagna og upplýsinga sem skýrslu- höfundar telja að á skorti. Jafn- framt er bæjarlögm^nni falið að undirbúa málið í hendur rannsókn- arlögreglu. Vinnu þessári verði lok- ið fyrir bæjarráðsfund 3. nóv. nk. og í framhaldi af því munu bæjaryf- irvöld taka afstöðu um framhald málsins.“ Við yfirferð og athugun máls þessa hafa undirritaðir stuðst við: a) Skýrslu Endurskoðunar og reikningsskila hf. um Listahátíð í Hafnarfirði 1993. b) Öll tiltæk bókhaldsgögn Lista- hátíðar í Hafnarfirði hf. c) Samning Hafnarfjarðarbæjar og Listahátíðar í Hafnarfirði hf. um listahátíð í Hafnarfírði 1993. Samningurinn er dagsettur í mars 1993. d) Verktakasamning Hafnarfjarð- arbæjar og Arnórs Benónýssonar dags. 19.2.’93. e) Samþykktir fyrir Listahátíð í Hafnarfirði hf. f) Fundargerðarbók Listahátíðar í Hafnarfirði. Þá hafa undirritaðir rætt ítarlega við endurskoðendurna Guðmund Friðrik Sigurðsson og Guðrúnu Torfhildi Gísladóttur, höfunda end- urskoðunarskýrslunnar, Gunnar Gunnarsson stjórnarformann og Örn Óskarsson meðstjórnanda Listahátíðar í Hafnarfírði hf. og Arnór Benónýsson starfsmann fé- lagsins. Framkvæmdastjóri félags- ins og meðstjórnandi, Sverrir Ólafs- son, er í útlöndum. I. Þar sem samþykkt bæjarstjórnar byggir á greindri endurskoðunar- skýrslu komumst við ekki hjá því að gera athugasemdir við villur í skýrslunni. Fyrst er að.nefna að skýrsluhöfundar, sem jafnframt eru endurskoðendur Listahátíðar í Hafnarfirði hf., lögðu til í bréfi dags. 6. sept. sl. að stjórn félagsins afhenti öll gögn tengd umræddri listahátíð bæjaryfirvöldum í Hafn-' arfirði til frekari ákvörðunar um framhaldið, þar sem Listahátíð í Hafnarfirði hf. var ekki að þeirra áliti, falin ábyrgð á peningalegri meðferð hátíðarinnar, skráningu gagna né bókhaldi. Þetta álit þeirra er rangt. Bendum við einfaldlega á heiti félagsins svo og 3ju gr. samþykkta þess, þar sem segir að tilgangur félagsins sé að sjá um og reka listahátíð i Hafnarfirði. Jafnframt segir í 2. tölulið 14. gr. sömu samþykkta að efnahags- og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skuli lagðir fram á stjórnarfundi ásamt athugasemd- um endurskoðenda félagsins til samþykktar. Endurskoðunar- skýrslan bíður því afgreiðslu á Listahátíð í Hafnarfírði hf., þ.e.a.s. ef stjórnarmenn ætla að fara að lögum. Þá vísum við til þess að stjórnar- menn félagsins uncjirrituðu lang- flesta samninga sem gerðir voru, þ.m.t. fjárskuldbindingar, og komu að öðru l^yti fram sem fram- kvæmdaaðilar hátíðarinnar. Þá eru ummæli skýrsluhöfunda um úttektir af hlaupareikningi bæjarsjóðs nr. 1660 í Sparisjóði Hafnarfjarðar röng. Þeir segja þær hafa farið fram' með tvennum hætti. „Annars vegar tók fram- kvæmdastjóri (innsk. undirritaðra: þeir eiga við starfsmann félagsins Arnór Benónýsson, sem þeir kalla fyrir mistök framkvæmdastjóra hér og annars staðar í skýrslunni) greiðslur beint út af reikningi 1660 til kaupa á gjaldeyri og hins vegar sótti hann peningá beint til gjald- kera bæjarsjóðs. í báðum tilvikum virðist sem hann hafi ekki þurft að gera grein fyrir úttektunum. Heldur hafí hann hindrunarlaust getað gengið að þessum úttektum án nokkurra skýringa eða gagna." Hið rétta er að í engum tilvikum gefur gjaldkeri bæjarsjóðs út ávís- anir nema til komi greiðsluheimild yfírmanna. í öllum tilvikum kvíttar móttakandi fyrir greiðslum. Varð- andi gjaldeyrisúttektir þá gengu þær þannig fyrir sig að gjaldkeri óskar símleiðis eftir því við Spari- sjóð Hafnarfjarðar að greidd sé út af tékkareikningi 1660 tiltekin er- lend fjárhæð vegna listahátíðar í Hafnarfirði. í öllum tilvikum er haft samráð við yfirmenn. Starfs- maður Listahátíðar í Hafnarfirði hf. kvittar fyrir öllum þessum greiðslum. Eðlileg vinnubrögð endurskoð- endanna hefðu okkur því þótt að ræða við gjaldkera og yfírmenn bæjarsjóðs og jafnframt starfs- menn Sparisjóðsins og fá staðfest- ingar þeirra á því hvernig að slíkum greiðslum er staðið áður en svona fullyrðingar eru settar fram. Stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði hf. gerði fjárhagsáætlun fyrir þessa listahátíð og var á henni byggt. Áætlanir reyndust verulega van- áætlaðar. Þar er að fínna grunn- ástæðuna fyrir viðbótarframlagi bæjarsjóðs sem til kom. Sem dæmi nefnum við að áætlaður kostnaður af erlendum listamönnum nam um kr. 7,8 millj. en varð í raun um kr. 16 millj. Annar kostnaður var áætl- aður um kr. 9,1 millj. en varð um kr. 17,9 millj. II. Við höfum yfírfarið hluta bók- haldsins og athugað sérstaklega þá þætti sem skýrsluhöfundar gerðu athugasemdir við og mæltu með frekari athugun á. Einnig átt- um við ítarleg viðtöl við þá aðila þessa máls sem við greindum frá í upphafi með það fyrir augum hvort ætlaður fjárdráttur geti verið á ferðinni í máli þessu éða að misfarið hafi verið með fé með öðrum hætti sem ætlað var listahá- tíð í Hafnarfirði 1993. Samningagerð: Bæjarsjóður Hafnarfjarðar gerði verktakasamning við Arnór í febr- úar 1993. Samkvæmt samningnum tók Arnór að sér listræna ráðgjöf og eftirlit með listahátíð í Hafnar- firði fyrir bæjarsjóð. Honum bar einnig að hafa umsjón með fjármál- um og fylgja starfinu eftir þar til tiltekt og uppgjör hefði farið fram. Þá bar honum að starfa með stjórn Listahátíðar að framkvæmd hátíð- arinnar í nánu samstarfi við bæjar- ritara og bæjarstjóra. Með samningi bæjarins við ný- stofnað félag Listahátið í Hafnar- fírði hf. dags. í mars 1993 breytt- ist staða Arnórs. Hann verður nú starfsmaður félagsins og laun hans greidd að hálfu úr rekstri hátíðar- innar en að hálfu af bæjarsjóði. Starfssvið hans var að hafa umsjón með að fjárstreymi hátíðarinnar sé í samræmi við fjárhagsáætlun. Honum bar að útvega fjármagn frá öðrum aðilum en um getur í samn- ingnum og sinna öðrum störfum við framkvæmd hátíðarinnar sam- kvæmt nánara samkomulagi hans og stjórnar listahátíðarinnar. Fjármálastjórnin fór úrskeiðis og öllu skipulagi um meðferð gagna var verulega ábótavant. Arnór stóð því ekki við samningsbundnar skyldur sínar. Sama verður að segja um Listahátíð Hafnarfjarðar hf. og vísum við þá sérstaklega til 2. greinar samningsins. Þá brást eftirlit bæjarins með færslu bókhalds, sem bærinn ætl- aði að viðhafa sbr. 5. grein samn- ings milli bæjarins og Listahátíðar í Hafnarfirði hf. a) Samandregin frásögn end- urskoðendanna: Aðspurðir kváðust skýrsluhöf- undar álíta að ekki væri fyrir hendi grunur um að framkvæmdaaðilar j listahátíðarinnar hafí dregið sér fé eða að ætla megi að þeir hafí fram- ið annað auðgunarbrot. Þeir telja það þó valda óvissu hversu bók- haldsóreiðan sé mikil, en líklega verði þó að telja að þeirra sögn að óútskýrður munur á skýrslunni að fjárhæð kr. 867.672 eigi frekar rætur að rekja til bókhaldsóreið- unnar en fjárdráttar. Þeir álíta vís- bendingar leiða til þeirrar niður- stöðu eins og t.d. afslættir sem veittir hafa verið og fram koma á nokkrum reikningum, því ætla verður að sá er skjóti undan reyni frekar að hafa kostnaðarliði sem hæsta. Þá kváðust skýrsluhöfund- arnir sérstaklega aðspurðir um til- mæli þeirra um frekari upplýsingar á tilteknum þáttum þessa máls ekki vera tilkomin vegna gruns um ætlað refsivert athæfi fram- kvæmdaaðila Iistahátíðarinnar. b) Samandregin frásögn stjórnarmanna: Stjórnarmennirnir Gunnar Gunnarsson og Örn Óskarsson sjá enga ástæðu að ætla að misfarið hafi verið með fé það sem rann til listahátíðarinnar. Aðspurðir kváðu þeir starf Arnórs hafa verið mikið og enga ástæðu hafa að ætla að hann hafi misfarið með fé í hans fjármálastjórnun. Vísa þeir slíkum grunsemdum á bug sem tilefnis- lausum. c) Samandregin frásögn Arnórs: Arnór kvað vikulega fundi hafa verið haldna í stjórn hlutafélagsins og oftar þegar nær dró listavið- burðunum. Allar meiri háttar ákvarðanir kvað hann hafa verið færðar í fundargerðarbók félags- ins, svo sem kjör stjórnarmanna, ráðningu listamanna og allt það annað sem miklu varðaði. Á stjórnarfundum hafí þær ákvarðanir vérið teknar um greiðsl- ur umfram samninga sem endur- skoðendurnir geri sig tortryggileg- an fyrir. Eigi það t.d. við um um- framgreiðslurnar til Ara leikhúss- ins. Þetta hafi ekki verið gert vegna léttlyndis í peningamálum heldur vegna ágreinings af ýmsu tagi og stundum orðið þrautalending vegna erfíðrar stöðu mála og tímaskorts. Um það hvort honum fínnist reikn- ingar fyrir fiugfargjöld óeðlilega háir svarar Arnór því til að stjórnarákvörðun liggi fyrir um að TKO hafí verið falið að semja við ferðaskrifstofu í Bretlandi um þau mál og hafi allir 3 reikningar frá ferðaskrifstofunni verið greiddir. Hann hafi ekki ástæðu að ætla að þeir séu óeðlilega háir. Arnór fór í gegnum bókhald með okkur í leit að þeim mismun sem í endurskoð- unarskýrslunni greinir. Kvaðst hann gera athugasemdir við eftir- farandi: - Fylgiskjal nr. 72 en þar móttekur Sverrir Ólafsson greiðsl- ur kr. 132.659 sem talin er greiðsla á kostnaðarnótum sem Sverrir lagði út fyrir. Arnór telur að í slík- um tilvikum nægi sjálfar kostnað- arnóturnar og þurfí ekki að koma ti! sérstök greiðslukvittun. Jafn- framt mótmælir hann því að þetta atriði hafi verið borið undir sig, sem endurskoðendurnir haldi fram. - Sömu athugasemdir gerir hann við fylgiskjal nr. 150 en þar móttekur Örn Óskarsson kr. 87.275. - Þá vanti reikning frá Gisti- heimilinu Berg, sem hann telur að hafi numið um kr. 120.000. (Við höfum fengið þetta staðfest frá forstöðumanni Gistiheimilisins.) - Loks bendir Arnór á að í rekstrarreikningi skýrsluhöfunda nemi launagreiðslur til fram- kvæmdastjórans kr. 536.449. Arn- ór fullyrðir að það vanti launanótur fyrir um kr. 550.000 enda hafi framkvæmdastjórinn haft síðustu mánuðina fram að listviðburðunum um kr. 175.000 á mánuði. Með ofntöldu telur Arnór að hann hafi fyllilega skýrt umræddan mismun í skýrslunni og vilji af þessu tilefni lýsa yfir furðu sinni á því að hafa verið meinaður aðgang- ur að bókhaldi til þess að skýra sín sjónarmið. Hann segir að stjórn félagsins hafí meinað sér að hafa ávísanahefti í Ijármálaumsvifum sínum fyrir listahátíðina og það hafí eðlilega gert sér erfiðara fyrir í allri vinnu. (Þetta staðfesta stjórn- armenn í viðtölum við okkur.) Loks vill Arnór að það komi fram að greiðslur til tveggja listamanna um kr. 590.000 hafi hann ekki innt af hendi. Þann 5. nóv. sl. hafði Sverrir Ólafsson símasamband við okkur og tjáði okkur að hann hefði greitt úr eigin vasa til kúbverskra lista- manna kr. 550.000, og af þeim sökum lækkað framtaldar tekjur til skatts sem þessari fjárhæð nem- ur. Lokaorð: Okkur finnst vanta ársreikning fyrir félagið Listahátíð Hafn- arfjarðar hf. fyrir liðið starfsár og hefðu því athugasemdir endur- skoðendanna átt að beinast til Listahátíðar í Hafnarfirði hf. Launaframtölum Listahátíðar Hafnaríjarðar hf. er áfátt. Arnór Benónýsson hefur gefið sínar skýringar á þessum óútskýrða mismun sem fram kemur í endur- skoðunarskýrslunni. Hvað Sverri Ólafsson varðar þá eru launakjör hans ákveðin af stjórn LH hf. Að sögn Sverris greiddi hann kúbverskum lista- mönnum úr eigin vasa kr. 550.000, en ekki verður séð að hann geri neina endurkröfu um þéssa fjár- hæð. Ljóst er að ekki var staðið við gerða samningar. Fjárhagsáætlun Listahátíðar Hafnaríjarðar hf. var óraunhæf. Sá framgangsmáti sem var á málum, þ.e.a.s. að sjálfstætt félag (LH hf.) geti gert samninga sem óbeint hafí þær afleiðingar að bæjarsjóður þurfi að greiða er afar óeðlilegur. Skýrari skil verða að vera milli bæjarsjóðs annars vegar og samningsaðila hins vegar. Loks viljum við koma því á framfæri, að gefnu þessu tilefni, að þeim sem fá umtalsverð framlög úr bæjarsjóði verði gert að skila inn ársreikningi, þar sem fram komi með sem nákvæmustum hætti hvernig framlögunum hafi verið varið. Hafnarfirði, 6. nóv. 1994. Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður. Helgi Númason, bæjarendurskoðandi. Magnús Guðmundsson, starfsmaður bæjarendurskoðanda. • Á fundi bæjarráðs var einn- ig lögð fram skýrsla bæjarrit- ara, fjármálastjóra, yfirmanns kostnaðareftirlits og deildar- stjóra innheimtu- og greiðslu- deildar og verður sú skýrsla birt í blaðinu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.