Morgunblaðið - 08.11.1994, Page 18

Morgunblaðið - 08.11.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ lelendingum fjölgar um einn ... í viðbót. A þeim tíma í morgun þegar aðeins hinir árrisulustu höfðu opnað augun, sást til ferða nokkuð Jgfc sérkennilegs / | náunga. I lb£T *—/ Ekki vildi hann ) - að svo stöddu - segja frá sjálfum sér og hlutverki sínu ■n á Islandi í framtíðinni en ... Á morgun ætla ég að kynna mig , betur. zp verð a b!e. 7 iMogganum. Jm ■/ 4 'JF Æk i1 ] ' ’• M 11 1 f. |l I - I I ||f/|| / A/U á -|> I/ ( Hittumst ’i heil! / _ A FRÉTTIR: EVRÓPA Finnska þingið frestar ESB- atkvæðagreiðslu Helsinki. Reuter. RIITTA Uosukainen, forseti finnska þingsins, lagði í gær til að þriðju og síðustu umræðu um aðild Finna að Evrópusambandinu yrði frestað til 14. nóvember eða framyfir þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild í Svíþjóð. Upphaflega stóð til að afgreiða málið í dag eða á morgun en vegna málþófs ESB-andstæðinga, með Paavo Váyrynen fyrrum utanríkis- ráðherra í broddi fylkingar, var ákveðið að fresta síðustu umræð- unni. Uosukainen sagði þá ákvörð- un einungis vera „formsatriði". Nægur stuðningur Óformlegar skoðanakannanir finnskra dagblaða benda til að 150 þingmenn af 200 hafi þegar gert það upp við sig að samþykkja að- ild og er það því vel rúmlega sá aukni meirihluti sem til þarf. Andstæðingar aðildar vonast hins vegar til að Svíar hafni aðild og að þá muni einhveijir finnskir þingmenn skipta um skoðun. Höfðu þeir á sunnudag, er sam- komulag náðist um að fresta um- ræðunni, talað nær sleitulaust all- an sólarhringinn frá því á miðviku- dag í síðustu viku er umræðan hófst. Einn harðasti ESB-andstæðing- FINNSKIR ESB-andstæðing- ar á mótmælafundi. ur Finnlands, Vesa Laukkanen, setti nýtt met sl. laugardag er hann talaði í sex og hálfa klukku- stund. Þúsundir Finna lögðu um helg- ina leið sína í þinghúsið til að verða vitní að þessum atburði. Að jafn- aði voru þó einungis á milli 20 og 30 þingmenn viðstaddir. Finnar samþykktu ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 16. október. Sú niðurstaða er ekki bindandi fyrir þingið. Eystrasalts- ríkin ekki í VES? • ÓSAMKOMULAG er í höfuð- stöðvum ESB í Brussel um hvort gera eigi svokallaða Evrópu- samninga við Eystrasaltsríkin þijú, en það eru fríverzlunar- samningar, sem fela jafnframt í sér markmið um viðkomandi rík- is að ESB í framtíðinni. Slíkir samningar hafa m.a. verið gerðir við Pólland, Tékkland og Ung- verjaland. Andstæðingar samn- ingsgerðarinnar óttast einkum viðbrögð Rússa, að sögn brezka blaðsins The Daily Telegraph. Blaðið segir að líklegt sé að ríkj- unum verði sagt að þau geti gengið í ESB í tímans rás, en ráðlagt að sækja ekki um aðild , að Vestur-Evrópusambandinu, varnarmálaarmi ESB. Finnar, sem einnig eiga landamæri að Rússlandi, munu þó væntanlega ganga í VES þegar af aðild þeirra verður. • JACQUES Chirac, borgarstjóri í París og líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum á næsta ári, telur að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu muni ekki líta dagsins ljós á þessari öld. Hann segist líta svo á að Frakkar eigi að fá að segja álit sitt í þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en þriðja og síðasta stigið í átt til Efnahags- og myntbandalags verður stigið, samkvæmt Maastrícht-sáttmálan- um. • SUMIR Svíar hafa af því áhyggjur að ESB-aðild hafi slæm áhrif á trúarlíf í landinu. í blað- inu Fiimncial T/mes kemur fram að ákafir lútherstrúarmenn ótt- ist kaþólikkana sunnar í álfunni. • JANNIS Paleokrassas, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði í svari við spurningu á Evrópuþinginu að við úreldingu fiskiskipa yrði annað hvort að eyðileggja þau eða tryggja að þau kæmu aldrei aftur inn á evrópska skipaskrá sem fiskiskip. Hann sagði að lög- leg not fyrir gamalt fiskiskip væru t.d. fljótandi safn, eða þá að gefa það til fátæks lands-á borð við Albaníu. • INGVAR Carlsson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, lýsti því yfir í blaðaviðtali um helgina að hann myndi ekki beita sér fyrir því að EES-samningurínn yrði tek- inn upp á ný felldu Svíar aðild. „ESB mun hafa minni áhuga á þeim hóp sem verður eftir [í EES]. Þegar við sömdum um EES var töluverður kaupkraftur á bak við þjóðirnar en sú yrði ekki raunin nú.“ Hann segir útilokað að hægt verði að reyna að auka áhrifin í ESB í gegnum EES með nýjum samningum líkt og ESB- andstæðingar i Svíþjóð hafa haldið fram. • • Orðugt í upphafi FYRSTU kynni sænskra ráðherra af starfi innan ESB hafa einnkennst af byijunarörðugleikum, segir Svenska Dagbladet. Það var Margareta Winberg land- búnaðarráðherra sem reið á vaðið og átti að funda með landbúnaðaráð- herrum ESB. Hún fann ekki rétta fundarstaðinn og mætti allt of seint. Næst var það Lena Hjelm-Wallén utanríkisráðherra. Hún náði varla að klára inngangsorð sín þar sem hún þakkaði fyrir að fá að funda með utanríkisráðherrum sambands- ins áður en henni var bent á af fund- arstjóranum að hún væri á vitlausum fundi. Þetta væri ekki ráðherraráðs- fundur heldur fundur með fulltrúum frá Austur-Evrópu. Ráðherraráðs- fundurinn væri eftir hádegi. Þá gerði Marita Ulvskog félags- málráðherra mikið úr því í sjónvarps- umræðum að hún ætti nú eiginlega þessa stundina að sitja á fundi með evrópskum félagsmálaráðherrum án þess að geta komið einu einasta sjón- armiði á framfæri. Hið rétta var aft- ur á móti að hún átti að vera á fundi með neytendaráðherrum en honum hafði verið aflýst tíu dögum áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.