Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atlanta segir upp öllu starfsfólki ÖLLUM starfsmönnum Atlanta flugfélagsins í Mosfellsbæ, 82 að tölu, hefur verið sagt upp stöfum. Að sögn Þóru Guðmundsdóttur, annars eig- anda fyrirtækisins, er um neyðarúrræði að ræða vegna hótana Félags íslenskra atvinnuflugmanna og verkalýðshreyfingarinnar um samúðarað- gerðir sem skapi mikla óvissu um rekstur flugfélagsins á næstunni. Uppsagnimar ná til allra starfs- félagið í allsheijar verkfall," sagði manna og gengur eitt yfir alla en Þóra. „Verkfallið hefur staðið í einn beinast ekki gegn ákveðnum hópi, mánuð án þess að nokkuð hafi gerst að sögn Þóru. Þetta væri fyrst og og nú hafi borist fregnir um að fremst varnaraðgerð vegna óvissu gripið verði til aðgerða erlendis sem um framtíð fyrirtækisins, sagði og innanlands á föstudag, en þann hún. dag gengur í gildi verkfall Félags Engin önnur leið f enskra atvinnuflugmanna gegn Forráðamönnum fyrirtækisins Flestir starfsmanna höfðu fengið þætti afar miður að til þessara upp- vitneskju um uppsagnimar í gær, sagna skyldi koma en þeir sjái enga en ekki hafði náðst til allra. Til stóð aðra leið, þar sem búið sé að skapa að gengið yrði frá uppsögnunum í fyrirtækinu óþolandi umhverfí að dag, en samkvæmt lögum var bæj- starfa í. „Enginn veit hvaða þýð- arstjórn Mosfellsbæjar tilkynnt um ingu það hefur að FÍA hefur sett þær í gær. Sameining Borgarspítala og Landakots Starfsmenn haldi áunnum réttindum NEFND skipuð fulltrúum Borgar- spítala, Landakots, fjármálaráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis um sameiningu spítalanna tveggja hef- ur lokið störfum. Tillögur nefndar- innar verða kynntar í borgarráði og ríkisstjóm í næstu viku. Þær fela m.a. í sér að starfsfólk muni halda áunnum réttindum sínum ef af sam- einingu verður og ekki komi til upp- sagna. Að sögn Jóhannesar M. Gunnars- sonar, lækningaforstjóra Borgar- spítala og eins nefndarmanna, er framhaldið í höndum ráðuneytanna tveggja og Reykjavíkurborgar. „Inn í þessari áætlun um stjómskipun nýs Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem kemur í stað Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, er ein sameig- inleg stjórn," sagði hann. „Þá er það algert skilyrði að starfsfólk haldi réttindum sínum. Það er þó ekki framkvæmanlegt nema það haldi lífeyrissréttindum. Þannig verður það og enginn þarf að óttast að hróflað verði við því.“ Reykjavíkurborg verður vinnu- veitandi starfsfólks Landakots en það verður þó áfram í lífeyrissjóði Starfsmannafélags ríkisstofnanna. Þá er ekki gert ráð fyrir uppsögnum. Rúmenskir laumufarþegar um borð í Bakkafossi Morgvnblaðið/Ámi Sæberg FÓLKIÐ hafðist við í lest skipsins á leið frá Árósum í Danmörku og hafði búið um sig í bílum. Á leiðinni til baka fær það hins vegar þægilegri vistarverur. Héldu að þau væru að fara til Kanada TVEIR laumufarþegar, tæplega þrítugur maður og liðlega tví- tug kona, fundust um borð í Bakkafossi, gámaflutningaskipi Eimskipafélags íslands, í fyrra- kvöld þar sem skipið var á leið til landsins. Bakkafoss lagðist að bryggju í Sundahöfn í gærmorgun og fóru starfsmenn útlendinga- eftirlitsins þegar um borð og töluðu við fólkið, sem er frá Rúmeníu. Að sögn Jóhanns Jó- hannssonar hjá útlendingaeftir- litinu talar fólkið litla ensku og með þolinmæði og góðum vilja hefði komið í ljós að fólkið taldi sig vera á leið til Kanada. Bakkafoss er skráður í St. John’s og stendur það á skut skipsins. Talið er að fólkið hafi komið um borð í Árósum í Danmörku en hér fær það ekki að fara í Iand. Laumufarþegum er synjað um landgöngu hvar sem þeir koma. Fólkið er á ábyrgð flutn- ingsaðila og fer með skipinu aftur til Danmerkur þar sem dönsk yfirvöld taka við því. Morgunblaðið/Sverrir Laumufarþegarnir töldu sig vera á leið til Kanada vegna þess að St. John’s stendur undir nafni skipsins. Uttekt Þjóðhagsstofnunar á tekjum fólks milli áranna 1992 og 1993 Kaupmáttur atvinnutekna dróst saman um 3,7% MEÐALATVINNUTEKJUR á seinasta ári voru 1.183 þúsund krónur sem svarar til 98.580 króna til jafnaðar á mánuði en árið 1992 voru meðalat- vinnutekjur 1.181 þúsund krónur sem samsvarar 98.408 þúsund krónum á mánuði til jafnaðar. Atvinnutekjur eru skilgreindar sem launatekjur, nettó ökutækjastyrkur og nettó dagpeningar. Þetta kemur fram í úttekt tjóðhagsstofnunar sem byggð er á skattframtölum 1994 og 1993 er taka til tekna áranna á undan. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, segir að nefna megi kaupmáttarsamdrátt, auknar skuldir og tilhneig- ingu til aukins tekjumunar sem þau atriði yfírlitsins sem mesta athygli veki. Fyrrum ríkislögmaður hyggst senda athugasemd Allt í skýrslunni er satt og rétt GUNNLAUGUR Claessen, hæsta- réttardómari og fyrrverandi ríkis- lögmaður, hefur ákveðið að senda ríkisendurskoðanda athugasemdir vegna ummæla Guðjóns Magnús- sonar skrifstofustjóra heilbrigðis- ráðuneytisins um fundinn með Guð- mundi Árna Stefánssyni heilbrigð- isráðherra þegar málefni Bjöms Önundarssonar voru rædd. Guðjón heldur því fram að hann hafi ekki setið þann fund. „Ég mun senda Ríkisendurskoð- un mínar athugasemdir í tilefni ummæla Guðjóns Magnússonar," sagði Gunnlaugur. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við hann í fjöl- miðlum. Allt sem er í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um þennan fund sem var haldinn, stendur og er satt og rétt. Þessir tveir menn vissu um þessa álitsgerð og innihald hennar frá þeirri stundu sem hún kom inn í ráðuneytið." Gunnlaugur sagðist hafa tjáð sig um málið við ríkisendurskoðanda að hans ósk og hafí þá skýrt frá hvernig framgangan hafí verið. Það sé því eðlilegt að beina athugasemd- unum til ríkisendurskoðanda. Hækkun atvinnutekna á mann frá 1992 til 1993 var 0,2%. Fram- færsluvísitalan hækkaði um 4,1% milli sömu ára og dróst því kaup- máttur atvinnutekna á mann saman um 3,7%. í úttektinni kemur fram að dreifíng atvinnutekna hefur ekki breyst mikið undanfarin ár en þeg- ar litið er yfír nokkurt árabil virðist dreifingin hneigjast í átt til meiri tekjumunar. Álagning skatta og greiðslur barna- og vaxtabóta jafna mjög tekjudreifínguna. Tekju- skattsstofn hjóna sem voru í efsta fimmtungi tekna 1993 var þannig fjórfaldur á við neðsta fímmtung, en margfeldið var 2,7 falt þegar litið var til ráðstöfunartekna. Ekki eru til sambærilegar tölur fyrir fyrri ár um áhrif skatta og skatta- tengdra bóta á tekjudreifínguna, en líklegt er talið að lækkun skatt- leysismarka, einkum árið 1993, og lækkun barnabóta, leiði til minni tekjujöfnunaráhrifa en áður. „Það er mjög athyglisvert hvað gerist í dreifíngu atvinnutekna yfír lengra árabil en þessi tvö ár, og þá á ég við þessa tilhneigingu til meiri tekjumunar sem þama kemur fram með töluvert skýmm hætti. Þegar borin er saman tekjuþróun eftir hópum eftir tíma, er efsti fimmt- ungur hjóna nú með 3,5 faldar tekj- ur neðsta fimmtungsins, en 1986 var þetta margfeldi þrír. Þetta er reyndar ekki séríslenskt fyrirbrigði, því víðast hvar gætir sömu tilhneig- ingar að tekjumunur fari vaxandi og þetta er mjög áberandi í löndum eins og Bretlandi og Bandaríkjun- um, þar sem þróunin hefur verið mun örari en víða annars staðar. Þetta sýnir það í raun að tekjuójöfn- uður fer einfaldlega vaxandi í nú- tíma þjóðfélögum," segir Þórður og nefnir ýmsar ástæður til skýringar, þ.á.m. alþjóðlega þróun, aukna samkeppni og einnig þá breytingu á þjóðfélagsgerð að tekjuháar kon- ur giftist tekjuháum mönnum í auknu mæli og algengara er að fyrirvinnur séu tvær. Skuldir jukust um 6,9% Eignarskattsstofn einstaklinga hækkaði um 1,7% frá árslokum 1992 til sama tíma 1993, sem er rýmun að raunvirði því á sama tímabili hækkaði lánskjaravísitalan um 3,3%. Framtaldar skuldir jukust á sama tíma um 6,9% Framteljend- um sem em með skuldir umfram eignir hefur fjölgað umtalsvert þeg- ar til nokkurs tíma er litið. Árið 1988 voru 11.212 framteljendur með neikvæðan eignarskattstofn en 19.485 árið 1992.1 fyrra taldi þessi hópur 20.509 framteljendur og er fjölgunin 5,25%. Eignarskattstofn lækkar upp úr 65 ára aldri, en meiðaleignarskattstofn hjóna 61-65 ára var um 9,9 milljónir króna, rúm- lega 7 milljónir á hjón á aldrinum 71-75 ára og meðaleign hjóna 76 ára og eldri er um 6,3 millj. kr. Rækju- kvótinn aukinn ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur gefíð út reglugerð um aukningu úthafsrækjukvóta um 13 þús. tonn á þessu fískveiðiári. Hafrannsóknastofnun Iagði til 10 þús. lesta aukningu kvótans, eins og fram kom í blaðinu í gær. - Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda hafði þrýst á um að kvótinn yrði aukinn um 15-20 þús. lestir. Pétur Bjamason framkvæmdastjóri félagsins telur að ætla megi að 13 þús. tonna viðbótarkvóti geti skilað greininni 1,9-2,6 milljörðum kr. í útflutningsverðmætum. Samk'væmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra verður úthafsrækju- kvóti á fiskveiðiárinu 63.000 lestir. ---------»- ♦ ♦-- Grímumaður á Selfossi Rótar í hirslum GRÍMUKLÆDDUR maður hefur stundað þá iðju að undanförnu að fara um híbýli fólks á Selfossi og róta til í skúi'fum og skápum. Meðal þess sem saknað er, er myndavél og smáupphæðir í peningum. Að sögn lögreglu á Selfossi eru það íbúar í austuhluta bæjarins, sem hafa fengið þessar óvæntu heim- sóknir. í einu húsi komu íbúar að manninum, þar sem hann stóð grímuklæddur með vasaljós á miðju stofugólfi. Hafði hann sig á brott um leið og ljós voru kveikt. í einu tilfelli hefur verið losað um stormjárn í glugga til að komast inn. í hinum tilvikunum hafa útidyr verið ólæstar. Vill lögreglan brýna fyrir fólki læsa húsum sínum. { I } s i I J f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.