Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 19
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 19 VERIÐ Sjómenn óttast afleiðingar vaxandi fiottrollsveiða á karfa Þingmenn gera kröfu um hertar friðunaraðgeröir SJAVARUTVEGSRAÐHERRA segir að til greina komi að tak- marka karfaveiðar enn frekar en nú er, bæði með frekari lokun veiði- svæða og minni aflaheimildum. Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegrsráðherra í utandag- skrárumræðu á Alþingi um ástand karfastofnsins. Hann sagði umræð- una hafa staðfest að það væri ósk og krafa Alþingis að ganga yrði harðar fram en gert er í friðunarað- gerðum vegna karfa. Árni Johnsen þingmaður Sjálf- stæðisflokks hóf umræðuna um karfaveiðar með flottrolli utan dag- skrár á Alþingi í gær og sagði að fiskimenn hefðu mjög miklar áhyggjur af karfastofninum, raunar meiri en fiskifræðingar, og vildu ganga lengra en þeir í verndun. Árni sagðist undanfarið hafa tal- að við marga skipstjórnarmenn og fiskifræðinga um karfaveiðamar og öllum bæri saman um að mikil hætta væri á ferðinni vegna of- veiði. Hafrannsóknarstofnun teldi raunar að djúpkarfínn væri ekki í hættu, aðeins gullkarfinn á gmnn- slóð, en sjómenn fullyrtu að djúp- karfínn stæði ekki betur en gull- karfinn. Óheft veiði brjálæði Árni sagði ljóst að flottroll hefðu margfaldast að afkastagetu. Sjó- menn notuðu stór orð um áganginn í karfann og bæri saman um að óheft flottrollsveiði væri brálæði. Undanfarið hefðu 30-40 flottrolls- skip vaðið yfir karfaslóðina og nán- ast ryksugað miðin, á sama tíma og eðlun ætti sér stað. Þá dræpust karfaseiði í stórum stíl við rækju- veiðar í troll. Hins vegar neyddust útgerðir að kaupa 10 milljóna flot- trollspakka í stórum stíl, því annars misstu þær af strætisvagninum við veiðarnar. Vildi Árni hvetja sjávarútvegs- ráðherra að skipa ráðgjafarhóp 30 skipstjómarmanna um allt land til að koma með tillögur til ráðherra og Alþingis. Slíkt myndi draga úr vaxandi tortryggni í garð veiða við landið og kalla á aukna samvinnu sjómanna, stjórnmálamanna og fískifræðinga. Ýmsar aðgerðir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að samkvæmt lögum væri starfandi ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila, þar á meðal sjó- manna, með Hafrannsóknarstofn- un. Þá sagði Þorsteinn að fiskifræð- ingar hefðu lýst áhyggjum af þróun karfastofnsins. Hafrannsóknar- stbfnun hefði fyrir ári vakið sér- staka athygli á henni og hættu vegna of mikillar sóknar, einkum á þeim tíma sem karfinn er í eðlunar- ástandi, og talið rétt að takmarka þá veiðar í flot- og botnvörpu. í framhaldi af þessu hefðu verið haldnir samráðsfundir um verndun- araðgerðir og niðurstaðan verið að reyna að friða ákveðin svæði fyrir veiðum, bæði með flot- og botn- vörpu, frekar en banna notkun flot- vörpu tímabundið. I framhaldi af þessu var gefín út reglugerð um bann við veiðum í óákveðinn tíma á nokkrum til- teknum svæðum. Síðar var gripið til tímabundinna togveiðibanna á nokkrum karfaveiðisvæðum. Auk þess kveðið á um notkun seiðaskilja við rækjuveiðar á nokkrum svæð- um, en talið er að með því megi losna við allt að 70% af karfaseiðum úr aflanum. Þorsteinn sagði að í haust hefðu veiðar með botn- og flotvörpum verið bannaðar á 6 svæðum, mun stærri en á síðasta ári. Þá lægju fyrir tillögur um frekari friðunar- Nýkoininii vetrarfal laður ivrir domu ilegur finnskur frá LUTHA og herra svæði og að rækjuveiðar á stórum svæðum verði háðar notkun seiða- skilja. Þessar tillögur væru nú til skoðunar. Af þessu mætti sjá að brugðist hefði verið við tilmælum um karfafriðun í samráði við sjó- menn. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að lokun veiðisvæða fyrir botn- og flotvörpu væru áfellisdómur yfir kvótakerfinu því það dygði ekki til að stjórna veiðunum. Með þessum aðgerðum væri verið að hverfa frá skiptingu afla með kvótakerfi en tekin upp sóknarstýring með vissum hætti. Eggert Haukdal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist hafa orðið vitni að því fyrir skömmu að stórir togarar ryksugu upp karfa á grunnslóð við Suðurland. Þá hefðu Árni Johnsen og Þorsteinn Pálsson haft öðru að sinna við að reikna út merkilegri hluti. Framleiðsluaukning SH á skelflettri rækju 35% milli ára Utfiutmngur skel- fisks 20% af heild MIKIL aukning hefur órðið á sölu rækju hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna á þessu ári. Sala á skel- flettri rækju hefur aukizt úr 3.700 tonnum í fyrra í um 7.000 tonn á þessu ári. Framleiðsluaukning á skelflettri rækju fýrstu 10 mánuði ársins um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Á síð- astliðnu ári nam fram- leiðsla þeirra, sem SH selur fyrir, 4.600 tonn- um, en er nú komin í 6.200 tonn og er þess vænzt að hún nái 7.000 tonnum alls á árinu. Útflutningur SH á rækju hefur áttfaldazt undanfarin 5 ár, en 1989 nam hann 968 tonnum. Mikil áherzla hefur verið lögð á sölu á skelflettri rækju hjá SH undanfarin ár. Helztu við- skiptalönd eru Bretland og Dan- mörk, en að auki hefur majkaða verið leitað í öðrum löndum. í frétt frá SH kemur meðal annars fram að samhliða markaðsuppbygging- unni hafí SH aðstoðað framleiðend- ur sína við endurbætur á gæðum og tækni við framleiðsluna til að mæta kröfum markaðarins á hveij- um tíma. Þá hefur sala á humri og hörpudiski aukizt milli ára, en minna hefur selzt af sjófrystri rækju. Halldór Árnason ráðinn til SH Af þessum sökum hefur orðið umtalsverð aukning á umsvifum skelfiskdeildar SH, en hún annast útflutning á rækju, humri og hörpu- diski. Á tímabilinu frá áramótum til októberloka nam velta skelfískdeildarinnar 20% af heildarútflutn- ingsverðmætum Söl- umiðstöðvarinnar. í fréttinni frá SH segir, að til að svara auknum umsvifum, kröfum kaupenda og til að bæta þjónustuna við frma- leiðendur, hafi starf- semi deildarinnar verið endurskipulögð. Hall- dór Ámason, aðstoð- armaður sjávarútvegs- ráðherra, hefur verið ráðinn deildarstjóri skelfiskdeildar frá fyrsta desember næstkomandi. Jafn- framt tekur Jóhann Þorsteinsson við allri tækniþjónustu deildarinnar. Halldór Árnason hefur verið að- stoðarmaður Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, undanfarin ár. Hann er stjómmálafræðingur að mennt frá Háskóla íslands og hefur auk þess lagt stund á útflutn- ings- og markaðsfræði í Danmörku. Áður en Halldór hóf störf í sjávarút- vegsráðuneytinum starfaði hann hjá samtökum atvinnurekenda í sjávarútvegi. Árnason mmuTiuF? GLÆSIBÆ SÍMI 812922 JOIAHLAÐBORÐ Heitir og kaldir réttir ásamt úrvali eftirrétta. - Lifandi tónlist og dansleikur - Meðal rétta ájólahlaðborði Ömmu Lú má nefna kalkún, hangikjöt, Bayones skinka, nýtt- og reykt svínalæri, gœsabringur, reyktur- oggrafinn lax, sjávarréttapátc, úrval síldarrétta, laufabrauð, Jlatkökur, sykurbrúnaðar kartqflur, jafningur, heitar og kaldar sósur, Ris a la Maude m. kirsuberjasósu, Mocca búðingur, 3 tegundir aftertum og margt margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.