Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Greidsluáskorun Gjaldheimta Suðurnesja skorar hér með á þá gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjaldaga 15. nóvember 1994 og fyrr, gjaldi samkvæmt gjald- skrá fyrir heilbrigðiseftirlit á Suðurnesjum nr. 306/1992, álögðu með heimild 1 lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum og 1. mgr. 9. gr. heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990, með síðari breytingum, með gjalddaga 1. nóvember 1994 og fyrr og gjaldi samkvæmt gjaldskrá fyrir mengunareftirlit á Suðurnesjum nr. 316/1992, álögðu með heimild í lögum nr. 81/1988, um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og mengunarvarnarreglugerð nr. 389/1990, með gjalddaga 1. nóvember 1994 og fyrr að gera nú þegar full skil. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna ásamt vöxtum, verðbótum, viður- lögum og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birtingu greiðslu- áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að fjárnámsgerð hefur í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð nemur allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Fjárhæð þing- lýsingargjalds er kr. 1.000 og stimpilgjald reiknast sem 1,5% af heildarskuldinni. Um fjárhæð útlagðs kostnaðar fer eftir atvikum. Njarðvík, 15. nóvember 1994. Gjaldheimta Suðumesja. 1000 kr. innlegg á Stjörnubók Æskulínunnar og barniö fær gjafaöskju með Snæfinni sparibai púsluspil, litabók - og meira til! "Snæfinnur snjókari, sniðugur meö krónurnar” FRÉTTIR: EVRÓPA Svíar vonast til að hafa áhrif á ESB Vilja opinskárri stjórnarhætti Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK stjórnvöld vonast til að hafa áhrif á starfshætti Evrópusam- bandsins þegar Svíþjóð verður orðin aðildarríki, þannig að stjórnarhættir verði opinskárri. Svíar munu fá að fylgjast vel með gangi mála á ESB- vettvangi. Þetta segir Jan Nygren, ráðherra samræmingarmála í sænsku stjórninni. „Við munum leitast við að segja Svíum frá öllu, sem gerist í Brussel, svo fremi að reglur ESB leyfi það,“ segir Nygren. „Það væri hættulegt fyrir sambandið ef áfram væri litið á það sem eitthvert leynistjórnkerfí.“ Svíar hafa einna þróuðustu reglur í heimi um opinskáa stjórnarhætti, upplýsingaskyldu stjórnvalda og að- gang almennings að opinberum skjöl- um. Kannanir hafa sýnt að áhyggjur af leynd og skorti á lýðræði í stjórn- kerfi Evrópusambandsins lágu að baki afstöðu margra, sem greiddu atkvæði á móti ESB-aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um síðustu helgi. ESB-nefnd þingsins Sænska þingið mun setja á stofn ESB-nefnd, líkt og danska þjóðþing- ið hefur gert. Þar munu þingmenn koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við ráðherra áður en þeir fara á ráðherraráðsfundi í Brussel og hlusta á þá gefa skýrslu þegar þeir koma til baka. Þetta er einstakt fyr- irkomulag í ESB-ríkjum. Evrópsk leyni- þjónusta? • BREZKA blaðið The Independ- ent segist hafa heimildir fyrir því að á ráðherrafundi VES-ríkja fyrr í vikunni hafi verið ákveðið að selja á stofn vísi að samevr- ópskri leyniþjónustu, þótt ekki verði um „Evrópska CIA“ að ræða. Þetta sé þáttur í að styrkja varnarhlutverk VES. • MALCOLM Rifkind, varnar- málaráðherra Breta, reynir nú að breiða yfir þann ágreining, sem kominn er upp innan Atlantshafs- bandalagsins um vopnasölu til Bosníu. I viðtali við RBCsagði hann að Norður-Ameríka og Evr- ópa ættu að byggja upp „Atlants- hafssamfélag“, sem næði ekki ein- göngu til sameiginlegra öryggis- hagsmuna, heldur byggðist einnig á evrópskum menningararfi, trú á frjálst framtak og lög og reglu. Rifkind sagðist sjá Atlantshafið „frekar sem brú en sem vík milli vina.“ Úrslit nýjustu skoðana- kannana um stuðning við ESB-aðild í Noregi Kosið verður 28. nóvember MMI16. nóv. TV215. nóv. Haltu kjafti, Bildt! BARÁTTAN vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Svíþjóð var hörð og þegar niðurstaðan lág fyrir áttu margir erfitt með að sætta sig við hana. Eftirfarandi orða- skipti áttu sér stað í morg- unþætti sænska ríkisút- varpsins á mánudags- morgni. Þar voru saman- komnir þeir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, Per Gahrton, leiðtogi ESB andstæðinga og stjórnandinn, Staffan Dopping: Dopping: „En verða menn ekki líka að taka tapi, Per Gahrton?“ Per Gahrton: „Taka tapi? Nú sitja já-mennirnir hérna, sem hafa unnið með minnsta mun sem nokkurn tíma hefur orðið þess valdandi að þjóð gangi í ESB og þá eigum við allt í einu að gleyma öllum þessum móðg- unum og yfirlýsingum um að við séum vitskertir, öllum þessum ælum, sem þeir hafa gubbað yfir okkur! Við eigum að gleyma þessum yfir- gangi. í Dagens Nyheter birtist um daginn grein eftir prófessor í stjórn- málafræði þar sem kemur fram að þið hafið misnotað völd ykkar, þið hafið sent út bæklinga til heimilana sem eru lygi frá upphafi til enda. Við fengum staðfestingu þessa stjórnmálafræðings á því! Þið dæld- uð inn já-mönnum í nefndina sem gerði úttekt á kostum og göllum aðildar..." Carl Bildt: „Per, er ekki orðið tímabært að þú farir og leggir þig..“ Gahrton: „Leggi mig!?“ Bildt: „... og takir því rólega!“ Gahrton: „Haltu kjafti Carl Bildt! Carl Bildt Þetta eru alvarlegar umræður...“ Bildt: „Já, ég ætlaði einmitt að fara að segja það.“ Gahrton: ,,... og ég er fulltrúi hálfrar þjóðarinnar..." Bildt: „Það má vel vera.“ Gahrton: „Þið eruð að reyna að koma ykkur und- an þeirri ábyrgð sem þið berið - þetta er ótrúlegt! Bildt: „Per, taktu því nú aðeins rólega.“ Gahrton: „Axlið ykkar ábyrgð!“ Bildt: „Ég skil biturleika þinn í dag.“ Gahrton: „Ég er ekki hið minnsta bitur.“ Bildt: „Hvað ertu þá?“ Gahrton: „Ég fyrirlít ykkur sem ekki... sem nú reynið að flýja loforð ykkar.“ Bildt: „Slappaðu af Per! Þegar við segjum að ..." Gahrton: „Þú, Carl Bildt, yrtu ekki á mig með einhvers konar lítils- virðandi forsætisráðherraröddu! Ég er fulltrúi fleiri sveitarfélaga í þessu landi en þú! Ég er fuiltrúi fleiri verkamanna en þú! Ég er fulltrúi fleira fólks sem mun koma illa út úr þessu!“ Bildt: „Þú er þingmaður Umhverf- isflokksins, ég er þingmaður Hægri- flokksins. Við erum fulltrúar ...“ Gahrton: „En í þessum umræðum hefur bara einum einasta ESB-and- stæðingi verið leyft að taka þátt og það er ég. Því verð ég að tala fyrir alla!“ Dopping: „Það munu fleiri ESB- gagnrýnendur komast að á næsLu tveimur klukkustundum. Ég full- vissa þig um það.“ l » m fl ( € / € C I _ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.