Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 43 GUÐMUNDUR ÞOR- ARINN BJÖRNSSON + Guðniundur Þórarinn Björnsson var fæddur á Grjótnesi á Melrakkasléttu 2. apríl 1903. Hann Iést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 3. nóvember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Snartastaðarkirkju 12. nóvember. GUÐMUNDUR Þórarinn Björnsson var á 92. aldursári, þegar hann lést. Björn Stefán, faðir hans, var bóndi á Gijótnesi, fæddur þar. Hann gekk í Möðruvallaskóla, var sonur Guð- mundar Jónssonar frá Lóni í Keldu- hverfi (Hallbjarnarstaðaætt) og Jó- hönnu Björnsdóttur á Gijótnesi, Jónssonar í Leirhöfn, Vigfússonar í Garði í Kelduhverfi (ætt Hrólf- unga). Móðir Jóhönnu var Vilborg Gunnarsdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi, Gunnars sonar (Skíða Gunnars). Aðalbjörg var dóttir Páls Guðmundssonar bónda á Krákár- bakka í Mývatnssveit og yíðar í S-Þing en síðast bóndi í Ásbyrgi N-Þing (Brúngerðisætt) og Guðrún- ar Soffíu Jónasdóttur en hún var ættuð úr Laxárdal S-Þing. Guð- mundur Þ. kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Systkini Gúð- mundar Þ. voru fjögur, þessi í ald- ursröð: Jóhanna, f. 1901, d. 1994, giftist Hólmsteini Helgasyni og áttu þau sjö börn, þeirra heimili var á Raufarhöfn; Gunnar Páll, f. 1905 bóndi á Gijótnesi, nú búsettur á Raufarhöfn, kvæntist Huldu Valdísi Þorsteinsdóttur, hún lést 1974, þau voru barnlaus; Baldur, f. 1907, d. 1981, bóndi á Gijótnesi, ókvæntur og barnlaus; Borgþór, f. 1910, framkvstj. í Reykjavík, kvæntur Ingu Erlendsdóttur frá Hnausum i Þingi, þau eru nú búsett í Kópa- vogi, þau eiga fjögur börn. Guðmundur hafði dottið og lær- brotnað fyrir nokkrum vikum Var gert að meiðslum hans á Akureyri og lá hann þar nokkurn tíma en var síðan fluttur til Húsavíkur, þar sem honum var ætlað að dvelja á meðan hann safnaði kröftum að nýju. Guðmundur Þ., en sá bókstafur fylgdi jafnan með í nafni hans, til auðkennis, þegar hann var nefndur, hafði jafnan verið heilsuhraustur, en þegar svo lengi hefur verið lifað er dauðinn líkn frá þrautum og þreyttum er hvíldin góð eftir langan og annasaman lífsins vinnudag. Guðmundur Þ. var borinn í þenn- an heim á meðan verklag og þjóð- líf var enn að miklu leyti með sama móti og verið hafði á íslandi um aldir. Hann lifði síðan ásamt sam- tíðarmönnum sínum þá mestu þjóð- lífsbyltingu og tækniframfarir sem orðið hafa. Ungu mennirnir á Gijótnesi fylgdust vel með og tileinkuðu sér fljótt tæknina eftir því sem hún varð tiltæk. Þeir bræður, ásamt frændum sínum á hinu búinu á Gijótnesi, eignuðust t.d. eina af fyrstu bifreiðunum, sem komu í héraðið og það jafnvel áður en ak- færir vegir voru komnir um allt héraðið. Mótorar voru settir í báta Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. á Gijótnesi snemma á öldinni og farið var að rækta jörðina með vélknúnum tækjum. Byggt var stórt og fallegt steinsteypt íbúðarhús, sem teiknað var af Guðmundi Þ. og átti hann flest handtök við þá byggingu, en fleiri komu þar að verki, enda samhjálp mikil á Gijót- nesheimilunum. I þetta hús flutti fjölskyldan 1928 úr gamla bænum. Á þeim árum, sem Guðmundur Þ. var að alast upp og allt til fullorð- ins ára var jafnan mannmargt á Gijótnesi, allt að 30-40 manns á tveimur heimilum. Á hinu heimilinu á Gijótnesi réðu húsum föðursystir hans Vilborg Guðmundsdóttir og maður hennar Björn Sigurðsson, trésmíðameistari frá Ærlækjarseli í Öxarfirði. Þau áttu 11 börn. Það þótti eftirsótt að komast á vist með Gijótnesbændum og var þar margt vinnufólk um lengri eða skemmri tíma, einnig skólabörn. Gijótnes- heimilin voru þekkt að myndarskap, snyrtimennsku og verklagni og hús- ráðendur vel menntir til munns og handa. Á Gijótnesi var um nokkurt skeið haldinn skóli og fengnir til kennar- ar að uppfræða æskuna, sem var þar og á næstu bæjum að vaxa upp. Var stórt herbergi í syðra húsinu jafnan kallað skólastofa, en þar fór kennslan fram. Var stofa þessi á efri hæð, yfir og jafn stór smíðastofu Björns Sigurðssonar. Þar mun unga fólkið, a.m.k. dreng- irnir, hafa fengið dijúga verk- menntun. Við þessar aðstæður ólst Guð- mundur Þ. upp. Hann nam trésmíði hjá Birni Sigurðssyni og síðan hús- gagnasmíði um nokkurt skeið í Reykjavík. Árið 1936 tóku þeir bræður, Guðmundur, Gunnar og Baldur við búi foreldra sinna. Guð- mundur átti alla tíð hlut að búinu með bræðrum sínum en starfsvett- vangur hans var þó lengst af við smíðar og húsbyggingar víðs vegar um héraðið. Stærstu verkefnin, sem hann stóð fyrir, voru flestar bygg- ingar Kaupfélags Norður-Þingey- inga á Kópaskeri, en einnig var gjarnan leitað til Guðmundar um byggingu ýmissa íbúðarhúsa sem og annars konar húsa í héraðinu og jafnvel víðar. Að sumum verk- efnum vann hann í félagi við Sig- urð Kristjánsson í Leirhöfn og um nokkurt skeið ráku þeir Óskar son- ur Sigurðar og Guðmundur tré- smíðaverkstæði á Sæbergi, iðnaðar- býli í landi Leirhafnar, en þar stóð fyrir fiskverkunarhús, sem breytt var í trésmíðaverkstæði. Ekki reyndist nægur grundvöllur til reksturs slíks verkstæðis eingöngu, þannig að Guðmundur hvarf í vax- andi mæli að húsbyggingum að nýju, víðs vegar um héraðið. Um helgar kom hann oftast heim í Gijótnes og dvaldi þar einnig á milli verkefna og gafst þá oft tæki- færi til að byggja upp og bæta húsakost á jörðinni. Árið 1965 ákváðu bræðurnir á Gijótnesi að bregða búi. Fluttu þeir til' Raufarhafnar og reistu sér þar íbúðarhús, þar sem Hulda, kona Gunnars, bjó þeim notalegt heimili, á meðan henni entist líf og heilsa. Síðan hafa þeir búið þar saman bræðurnir, fyrst þrír, en eftir lát Baldurs þeir Gunnar og Guðmund- ur. Guðmundur Þ. var grannur mað- ur, hávaxinn, beinn í baki fram á elliár og bar sig vel á velli. Hann var dagfarsprúður maður, sem skipti ekki skapi. Hann var hvar- vetna vel liðinn jafnt af þeim, sem fólu honum verk, sem þeim er lutu verkstjórn hans. Hann var hlýr og glaðlegur í viðmóti en þó alvörugef- inn og athugull. Hann var afskipta- lítill af annarra hag. Ég ber nöfn tveggja móður- bræðra minna. Millinöfn okkar Guð- mundar voru samstofna. Við kölluð- um hvorn annan nafna, á meðan ég var yngri. Slíku fylgir nánara samband frænda. Stundum var, í stríðni, reynt að koma mér í vanda með því að fá mig til að gera upp á milli þessarra tveggja nafna minna. Ég kom mér ætíð staðfast- lega undan slíku. Við systkinin minnumst frænda okkar með hlýju og þökk fyrir at- hyglina, sem hann sýndi okkur ung- um, og hjálpsemi við okkur og for- eldra okkar, sem ætíð var til reiðu, þegar þörf var á og henni varð við komið. Mikill systkinakærleikur var með móður okkar og Guðmundi. Um hann vitna þeir fallegu innan- stokksmunir, sem Guðmundur smíðaði og gaf systur sinni á fyrstu hjúskaparárum hennar. Að leiðarlokum er okkur því þökk í huga fyrir að hafa átt hann að frænda. Éari hann í friði. Við biðjum Guð að blessa minningu Guðmund- ar Þ. Björnssonar. Gunnar Þór Hólmsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI RAFN ALBERTSSON, Eskifirði, er lést í Landspítalanum 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vin- samlega láti Landssamtök hjartasjúkl- inga njóta þess. María Hjálmarsdóttir, Hjálmar Ingvason, Elínborg Þorvaldsdóttir, Sigurveig M. Ingvadóttir, Björgvin Ingvason, Brynjar Rafn Ingvason, Friðgeir Sumarliðason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Þórunn Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VÍGLUNDUR JÓNSSON fyrrverandi útgerðarmaður og heiðursborgari Ólafsvikurkaupstaðar, Lindarholti 7, Olafsvík, sem lést miðvikudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Þeim, sem villja minnast hins látna, er vinsamlega bent á St. Fransiskuspítalann í Stykkishólmi. Úlfar Víglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Víglundsdóttir, Pétur S. Jóhannsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín og móðir okkar, JÓNINA B. ÞÓRHALLSDÓTTIR, Háafelli, verður jarðsungin frá Gilsbakkakirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Þorvaldur Hjálmarsson, Edda Þorvaldsdóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MÁLMFREÐS JÓNASAR ÁRNASONAR frá Eskifirði, Maríubakka 12, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. María Danielsdóttir, Daníel Jónasson, Ásdis Jakobsdóttir, Árni Jónasson, Anna Britta Vilhjálmsdóttir, ÖrnJónasson, Helga Jóhannesdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS KRISTJÁNSSONAR, Kúrlandi 5, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lögreglustjóraembættisins og Lögreglu- kórsins. Unnur Sveinsdóttir, Kristján Ágúst Baldursson, Stefanía Þorvaldsdóttir, Sveinn Baldursson, Sesselja Signý Sveinsdóttir, Einar Valur Baldursson og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall INGIBJARGAR K. KRISTINSDÓTTUR, húsfreyju á Skarði, Skarðsströnd. Jón G. Jónsson, Boga Kristinsdóttir, Kristinn Jónsson, Þórunn Hilmarsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, ur, tengdadóttur, systur, mágkonu, stjúpmóður, og ömmu, HÓLMFRÍÐARÓLAFSDÓTTUR kennara, Norðurgötu 47, Akureyri. móður, dótt- tengdamóður Jakob Jónsson, Guðrún Halldórsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Ása Jakobsdóttir, Jakob Smári Pálmason, Oddný Ragna Pátmadóttir, Jón Jakobsson, Magnea Sigurðardóttir, Kristján Finnbogason, Pálmi Ragnarsson, Magnea Jóna Pálmadóttir, Sigríður Ingibjörg Pálmadóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, STEINGRÍMS BENEDIKTS BJARNASONAR fisksala, Sogavegi 158, Reykjavík. Kristin Kristjánsdóttir, Bára Steingrímsdóttir, Bárður Árni Steingrímsson, Kristján Steingrímsson, Laufey Steingrímsdóttir, Erlingur Steingrímsson, Steinþór Steingrímsson, Sigrún Höskuldsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hannes Einarsson, Hulda Arnsteinsdóttir, Kristín Salome Steingrímsdóttir, Jóhann P. Jónsson, Þórhallur Steingrímsson, Gunnar Örn Steingrímsson, Lilja Steingrímsdóttir, Ólína K. Ermert, Ásta Bjarnadóttir, Jóhann Kristjánsson, Jón Hjörtur Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Þorgerður K. Halldórsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Terry L. Ermert, Jóna Bjarnadóttir, Evlalía Sigurgeirsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.