Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 47 FRÉTTIR Nýtt Kjarvalskort LITBRÁ hefur gefið út nýtt kort með mynd af málverki eftir Jó- hannes Kjarval. Málverkið er 112X210 cm að stærð og heitir Skagaströnd. Það var málað 1957. Myndin er í eigu frú Gunnlaugar Eggertsdóttur, ekkju Jóhanns Friðrikssonar sem kenndur var við fyrirtæki sitt, Kápuna. Þetta er fimmtánda kortið sem Litbrá gefur út eftir Kjarval og verður það til sölu í flestum bóka- og gjafavöruverslunum. Jólamerki Framtíðarinn- ar á Akureyri KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Ak- ureyri hefur gefið út hið árlega jóla- merki sitt. A merkinu er mynd af stofnanda og fýrsta formanni fé- lagsins, frú Þorbjörgu Stefánsdótt- ur. Félagið varð 100 ára 13. janúar 1994 og er merkið því helgað af- mælisárinu. Það er unnið í POB. Jólamerkið er til tekjuöflunar fyrir félagið, en tekjum veija Fram- tíðarkonur til líknarmála, sérstak- Málþing um stöðu floga- veikra LANDSSAMTÖK áhugafólks um flogaveiki (LAUF) efna til mál- þings um félagslega stöðu fólks með flogaveiki laugardaginn 19. nóvember nk. Málþingið verður haldið á Hótel Lind við Rauðarár- stíg og hefst kl. 14. A dagskrá er að Ingibjörg Stef- ánsdóttir, fulltrúi í upplýsinga- deitd Tryggingarstofnunar ríkis- ins, flytur fyrirlestur um Réttar- stöðu flogaveikra einstaklinga, Auður Matthíasdóttir, félagsráð- gjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, fjallar um Félags- lega aðstoð á vegum Reykjavíkur- borgar, Eyrún Gísladóttir, kennslufulltrúi Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur, flytur fyrirlest- ur um Sérúrræði skólakerfisins, Einar Magnússon, skrifstofustjóri Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis, ræðir um Greiðslu al- mannatrygginga vegna óskráðra flogaveikilyfja og að lokum flytur Margrét Margeirsdóttir, deildar- stjóri Félagsmálaráðuneytisins, fyrirlestur um Kynningu á lögum um málefni fatlaðra. fWflffel Jólamerki Framtiðarinnar á Akureyri. lega til styrktar öldruðum. Merkið er til sölu á Pósthúsinu og í Möppu- dýrinu á Akureyri, í Frímerkjahús- inu og Frímerkjastöðinni í Réykja- vík, auk þess sjá félagskonur um sölu á Akureyri. Geoffrey Hansen Dáleiðir íslenska konu símleiðis frá Texas Jólakort Umsjónarfélags einhverfra GEFIN hafa verið út jólakort Um- að reyna að hafa ávallt mynd eftir sjónarfélags einhverfra þetta árið einhverfa, því þar leynist margur eins og undanfarin ár og er ágóðan- ■ listamaðurinn, segir í fréttatilkynn- um varið til styrktar skjólstæðing- ingu. unum, einhverfu fólki. Myndin á kortinu er eftir ein- hverfan ungling, en markmiðið er Sölu á kortum annast m.a. Stef- anía, sími 28208, Guðrún, sími 43848, og Auður Ósk, sími 668711. í NÆSTU viku er væntanlegur til landsins heimsþekktur töfra- maður og dávaldur, Geoffrey Han- sen. Hann heldur þijár sýningar á Hótel íslandi. í dag klukkan 16,15 ætlar Han- sen að dáleiða unga íslenska konu fyrir framán Hagkaup á 2. hæð í Kringlunni. Það óvenjulega er að dávaldurinn er staddur í Texas og mun hann dáleiða konuna í gegn- um síma. Öllum er heimill aðgang- ur. Atburðinum verður lýst beint á Rás 2. Fundur um Geitlands- dóminn HRÖNN Helgadóttir, lengst til vinstri, ásamt starfsfólki. Hárgreiðslu- og snyrtistofan Hrönn flytur ÁRGREIÐSLUSTOFAN Hrönn er ítt úr Austurveri að Suðurlands- aut 4. Þjónustan hefur verið aukin og >fur Ólöf Sigurðardóttir snyrti- æðingur hafið starf á stofunni. Eigandi er Hrönn Helgadóttir hár- greiðslumeistari. Veitt er ráðgjöf um umhirðu húðar og hárs með Áveda- vörum sem eru unnar úr lífrænt ræktuðum blómum og jurtum. Þjón- ustan er bæði fyrir karla og konur. NÝLEGA var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í svokölluðu Geitlands- máli þar sem rjúpnaveiðimenn, sem sakfelldir höfðu verið í héraðsdómi fyrir tilraun til ólöglegra tjúpna- veiða í Geitlandi, voru sýknaðir. Skotveiðifélag Íslands (SKOT- VÍS) gengst fyrir fundi í dag um dóminn þar sem rædd verður þýðing hans fyrir skotveiðimenn og aðra unnendur útivistar. Ólafur Sigur- geirsson hdl., veijandi í málinu, mun skýra dóminn fyrir fundarmönnum og þýðingu hans fyrir skotveiði- menn og Haukur Brynjólfsson, for- maður landréttarnefndar SKOT- VÍS, reifar málið frá sjónarmiði skotveiðimanna. Að því loknu verða almennar umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 102 í Lögbergi, húsi Háskóla ís lands, og hefst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Spilliefnabrennsla Sementsverksmiðjunnar Mótmæli ber- ast frá SH og Har- aldi Böðvarssyni Telja brennslu í grenndinni skaða ímyndina SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna og Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi hafa mótmælt því að Sementsverksmiðjan fái starfsleyfi til brennslu spilliefna, en umsókn verksmiðjunnar hefur verið til með- ferðar hjá Hollustuvemd og bæjar- yfirvöldum á Akranesi. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra em mótmælin gerð á þeirri forsendu að brennsla spilliefna í nágrenni við fiskvinnslu Haraldar Böðvarssonar hf. skaði ímynd fyrirtækisins út á við. Spilliefnin sem sótt hefur verið um að brenna í ofni Sementsverk- smiðjunnar eru fyrst og fremst úrgangsolíur frá olíufélögunum og síðan í mun minna mæli rokgjörn efni, t.d. leysiefni og annar úr- gangur frá málningarverksmiðj- um. Að sögn Gísla hefur umsókn Sementsverksmiðjunnar verið kynnt eins og hægt er á Akra- nesi, en hann segir bæjaryfirvöld- um mikið kappsmál að allt í þessu efni sé sem skýrast og allir geri sér grein fyrir um hvað sé að ræða. Meðal annars hafí hópur manna verið sendur til að kynna sér sam- bærilega starfsemi erlendis. Bæjaryfirvöld frestuðu umfjöllun Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Akraness hefur fjallað um umsókn Sementsverksmiðjunnar og taldi nefndin að að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum varðandi mælingar og flutning efnanna gerði hún ekki athugasemdir. Að sögn Gísla ætl- aði bæjarstjórn og bæjarráð að fjalla um málið, en því var frestað, m.a. vegna bréfa sem bárust frá HB og SH, og ákveðið að taka málið aftur til skoðunar í umhverf- is- og heilbrigðisnefnd. „Frestur til að skila athuga- semdum var lengdur til 23. nóvem- ber, og í framhaldi af því er gert ráð fýrir fundi um málið þar sem Hollustuvernd mun gera grein fyr- ir þeim athugasemdum sem borist hafa. Bæjarstjórn hefur eingöngu umsagnarheimild um málið, en það er Hollustuvernd sem veitir starfs- leyfið,“ sagði Gísli. Sjúkraliðaverkfallið Hjúkrunarsljórar hvetja til samninga HJÚKRUNARFORSTJÓRAR og hjúkrunarframkvæmdastjórar sjúkrahúsanna sendu í gær frá sér áskorun til deiluaðila í kjaradeilu sjúkraliða að leita allra leiða til að ná samningum. Brýnt sé að samn- ingsaðilar geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli. Verkamannafélagið Dagsbrún sendi í gær frá sér stuðningsyfir- lýsingu við sjúkraliða. Þess er kraf- ist að ríkið gangi þegar til samn- inga við sjúkraliða. Fjölmörg önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir stuðningi við kröfur sjúkraliða. Meðal þeirra er Meina- tæknafélag íslands, Hið íslenska kennarafélag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sókn, BHMR, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar og Félag íslenskra sjúkra- þjálfara. Félag áhugafólks og aðstand- enda alzheimersjúklinga sendi frá sér ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af verkfalli sjúkraliða vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem það hafi. Stjóm félagsins lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu sjúkraliða og skorar á deiluaðila að semja sem allra fyrst. AHA ávaxtasýrur frá S0THYSI Einkaumboð á Islandi Dugguvogi 2, sími 686334. petta nyja sem amr eru ao tala um. AHA ávaxtasýrumar frá Sothys. Kraftaverkið sem hentar öllum, og þú vaknar sem ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.