Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 35 AÐSENDAR GREINAR Ferðapistill frá Florida ORLANDO var spönsk sagði ein- hver. Falleg borg með andstæður og kemur til manns eins og alvöru kven- maður með útbreiddan faðminn. Þeir sem lesið hafa sögur eftir Faulkner eða aðrar sögur sem gerast í Suður- ríkjunum (Dixie) skynja borgina eins og að lifa upp blæinn í verkum Dixie-rithöfunda. Og svo er það tón- listin — le Dixieland, sem var ákveð- ið að njóta í réttu umhverfi og á réttri stundu, sem var gert kvöldið áður en þetta er skrifað: 1 Downtown Jazz & Blues við Orange Avenue ekki langt frá matsölustaðnum White Wolf (Hvíta úlfinum) bezta ristorante í Dixie, segja sumir). Og það var æðislegt eins og ís- lenzk ungmenni segja í dag. Eftir að hafa keypt tvær snjóhvítar Man- hattan-skyrtur, sem áttu að passa við Maf- íudon-fötin eins og flís að rass — mafiaso It- aliano-fötin, sem sú suðræna hafði saum- að á mann fyrir síð- ustu sýningu eða numero 77 og stóraf- mælið nr. 69 — ja hvað hafði sæta litla stúlkan við kassann sagt eftir að greitt var: „Have a great day, Sir!“ Og þessi indæla kveðja kveður oft í eyrum hér í Orlando með Suður- ríkjasöngli — Dixie ryðma: „Have a great day.“ Og maður hefur átt „a great day“ allan tímann hér úti í Bandaríkjunum og iðulega fylgir sól- skinsbros í kaupbæti hér í sólskins- fylkinu Florida, sem fer inn í sálina og gefur kærleikskennd. Hér er gott Florida er óravegu frá vælinu á íslandi, segir Steingi’ímur St. Th. Sigurðsson, í þessum reisupistli sínum frá Bandaríkjunum. að vera — himnaríkissæla! Og áreið- anlega aldrei leiðinlegt einsog sum- staðar annars staðar. Átta dagar og átta nætur í Orlando Komið var til Orlando frá Fróni mánudaginn 24. október og á sjö dögum hefur umhverfis verið notið eins og spennandi máltíðar með til- heyrandi eins og í andlegri (og líkam- legri) orgiu. Ventura er vemdað hverfi. Þar eiga nokkrir landar góð hús, indæl húsakynni, t.a.m. Magnea Berg- mann, myndarleg heimsvön mann- eskja, alsystir Ragnars Franssonar aflakapteins og hálfsystir hennar Tótu listakonu, eiginkonu Hallgríms Jónssonar frá Laxamýri S-Þing., fyrrum lögguforingja í Reykjavík — einn sárafárra ef ekki sá eini ís- lenzkra lögreglumanna með lokapróf (þungt) frá amerískri pólísakademiu (hann tók prófið með láði — það þótti einstakt afrek). Húsið hennar Magneu stendur við Lakefern Avenue i Shadybranch — hús með mikla sál og góðan nissa — hvar greinarhöfundur hefur búið undanfarið og unað sér eins og blómi í eggi. Magnea er eini íslendingurinn sem býr í Shadybranch (Skugga- grein). Þar á svæðinu er Puertprík- ani (geðugur), Palestínumaður, ítali, Þýzkari, Skoti, Pólverji, Svíi — þarna búa semsagt flestar þjóðir heims í sátt og samlyndi í rólegasta hverfi í heimi — það er eins og guð almáttug- ur sé öryggislögregla á staðnum. Maður er eins og heima hjá sér inn- an um þetta fólk. Þetta er fólk sem þorir, sem þorir að vera elskulegt. Höfundur villtist nýlega á leið úr sundi í Ventura-klúbbnum og ætlaði aldrei að geta fundið slotið hennar Magneu vinkonu. Það endaði með því að leitað var til náungans frá Puerto Rico (hann kom til Júess fyr- ir ellefu árum með rekstrarfræðipróf upp á vasann og honum hefur vegn- að vel af því að hann er vinnusamur og jákvæður — það var gaman að tala við hann). Hann var beðinn að hringja í öryggisvörðinn, sem kom að bragði og bjargaði málinu. Heitir Jones og er frá Texas, samansettur úr sjö þjóðemum (í honum Singap- ore-kokkteill af mismunandi genum). Hann reyndist skemmtilegur og minnti á gamlan karakter úr Reykja- vikurlöggunni, sem nú er orðinn upp- gjafa, Kristin Óskarsson frá Barða- ströndinni, alvörumann í einu og öllu og indæliskarl — ja svo hressilegur eins og Kristinn var Mr. Jones frá Texas — og að sjálfsögðu kaþólikki vegna írska blóðsins. Stundum kem- ur sér vel að vera og hafa verið í líkamsþjálfun sem gerist æ harðari og árangursríkari því að sá er þetta ritar hafði labbað þindarlaust hring eftir hring um Shadybranch (Skuggagreinina) án þess að finna eða koma auga á húsið. Á meðan skall á þrumuveður með eldingum. En hér ríkir enginn ótti — ótti á heima annars staðar en í Ventura. E.t.v. er Ventura samstofna við ensku sögnina to venture, sem merk- ir að áræða — hver veit. Magnea tandlady er skörulegasta kona sem sá er þetta ritar hefur kynnst. Hún er hreinskilin og afgerandi og með lífsmagnan úr Breiðafírðinum (í þokkabót af Skarðsætt, beinn afkom- andi Ólafar ríku sem hefndi bónda síns avec style) portrett var gjört af henni og Siggu Real Estate Professi- onal — fasteignasala í Winter Park — hún hefur verið búsett í Júess í 19 ár — er verðugur fulltrúi Fróns í þessu sjóðheita Suðurríkjafylki (The Sunny State). Hún stundar fast- eignasölu með flinkheitum. Hún er gædd nærveru, sem virðist hafa áhrif á andrúmsloftið í íslenzku kólon- íunni. Auk þess er hún sjálfstæð kona, keyrir á kadiljakk — James Bond-bíl — og átti fyrir mann hátt- settan liðsforingja í sérsveit U.S. Army. Þær stöllur eru samnefnari fyrir gamal-íslenzka sómakennd — dignity — og voru þær því heldur betur verðugar fyrir portrett, sem að sjálfsögðu hefur verið fram- kvæmt. Óravegur frá íslenzku væli Hér í Florida, óravegu frá vælinu á íslandi; sundrungunni, neikvæðn- inni, hundingjahætti, öfundarhug og virðingarleysi gagnvart guði og mönnum. írskur trúboði á vegum Maríureglunnar, glæsileg stúlka frá Dublin, gafst upp á því að stunda hjálparstarfsemi á Islandi. Hvers vegna? “The Icelanders neither respect God nor man,“ sagði sú irska. Hér í Florida er enginn dagur eins og hver dagur er ævintýri með til- hlökkun og hamingjukennd og lífið eins og góð efnafræði og lífið er líf. Það er nóg að hlusta á textann í sumum Dixieland-lögunum til að geta sannað slíkt. Höfundur er listm&Iari. þjósmynd/Stgr KVÖLDKYRRÐ við Ventura í Orlando. ■ HÁRGREIÐSL U- og rakarastofan Nancy, Hlíðarbraut 6, Hafnarfirði, hefur verið opnuð á ný. Jonna M. Poulsen sem lærði hjá Báru Kemp á Hár- og snyrt- ingu og Sigríður G. Sig- tryggsdóttir sem lærði hjá Kristrúnu á Hártískunni hafa yfirtekið reksturinn. Opið verður alla daga nema sunnu- daga og tvö kvöld í viku. Boðið verður upp á 15% kynn- ingarafslátt út nóvember- mánuð. FONIX RAFTÆKJAKYNNiNG Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu. Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið. Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn. Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40% á smærri tækjum, eins og sjá má hér að neðan: m ASKO ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR OG UPPÞVOTTAVÉLAR ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku. Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- Stgr. KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR OG FRYSTIKISTUR Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita- stilling. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM tæki freonfrí. NILFISK FÖNIX KYNNIR NY)U NILFISK GM-RYKSUGURNAR 3ja ára ábyrgfi ÖMENGUÐ GÆÐI 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna. Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,- ÓTRÚLEGT VERÐ FALLEGAR - VANDAÐAR INNBYGGINGAROFNAR OG HELLUBORÐ (RAF OG GAS) Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf helluborð. Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur. ‘CiTURBO ELDHÚSVIFTUR 15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler- hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.980,- LITLU TÆKIN Á LÁGA VERÐINU | kfolina euRm Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar- ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur, kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug- ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og margt fleira. Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magn- afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp- inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið - glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við munum taka vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. OPIÐ mánud.-föstud. 9-18 laugard. 10-14 fyrsta flokks frá-t /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.