Morgunblaðið - 17.11.1994, Side 35

Morgunblaðið - 17.11.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 35 AÐSENDAR GREINAR Ferðapistill frá Florida ORLANDO var spönsk sagði ein- hver. Falleg borg með andstæður og kemur til manns eins og alvöru kven- maður með útbreiddan faðminn. Þeir sem lesið hafa sögur eftir Faulkner eða aðrar sögur sem gerast í Suður- ríkjunum (Dixie) skynja borgina eins og að lifa upp blæinn í verkum Dixie-rithöfunda. Og svo er það tón- listin — le Dixieland, sem var ákveð- ið að njóta í réttu umhverfi og á réttri stundu, sem var gert kvöldið áður en þetta er skrifað: 1 Downtown Jazz & Blues við Orange Avenue ekki langt frá matsölustaðnum White Wolf (Hvíta úlfinum) bezta ristorante í Dixie, segja sumir). Og það var æðislegt eins og ís- lenzk ungmenni segja í dag. Eftir að hafa keypt tvær snjóhvítar Man- hattan-skyrtur, sem áttu að passa við Maf- íudon-fötin eins og flís að rass — mafiaso It- aliano-fötin, sem sú suðræna hafði saum- að á mann fyrir síð- ustu sýningu eða numero 77 og stóraf- mælið nr. 69 — ja hvað hafði sæta litla stúlkan við kassann sagt eftir að greitt var: „Have a great day, Sir!“ Og þessi indæla kveðja kveður oft í eyrum hér í Orlando með Suður- ríkjasöngli — Dixie ryðma: „Have a great day.“ Og maður hefur átt „a great day“ allan tímann hér úti í Bandaríkjunum og iðulega fylgir sól- skinsbros í kaupbæti hér í sólskins- fylkinu Florida, sem fer inn í sálina og gefur kærleikskennd. Hér er gott Florida er óravegu frá vælinu á íslandi, segir Steingi’ímur St. Th. Sigurðsson, í þessum reisupistli sínum frá Bandaríkjunum. að vera — himnaríkissæla! Og áreið- anlega aldrei leiðinlegt einsog sum- staðar annars staðar. Átta dagar og átta nætur í Orlando Komið var til Orlando frá Fróni mánudaginn 24. október og á sjö dögum hefur umhverfis verið notið eins og spennandi máltíðar með til- heyrandi eins og í andlegri (og líkam- legri) orgiu. Ventura er vemdað hverfi. Þar eiga nokkrir landar góð hús, indæl húsakynni, t.a.m. Magnea Berg- mann, myndarleg heimsvön mann- eskja, alsystir Ragnars Franssonar aflakapteins og hálfsystir hennar Tótu listakonu, eiginkonu Hallgríms Jónssonar frá Laxamýri S-Þing., fyrrum lögguforingja í Reykjavík — einn sárafárra ef ekki sá eini ís- lenzkra lögreglumanna með lokapróf (þungt) frá amerískri pólísakademiu (hann tók prófið með láði — það þótti einstakt afrek). Húsið hennar Magneu stendur við Lakefern Avenue i Shadybranch — hús með mikla sál og góðan nissa — hvar greinarhöfundur hefur búið undanfarið og unað sér eins og blómi í eggi. Magnea er eini íslendingurinn sem býr í Shadybranch (Skugga- grein). Þar á svæðinu er Puertprík- ani (geðugur), Palestínumaður, ítali, Þýzkari, Skoti, Pólverji, Svíi — þarna búa semsagt flestar þjóðir heims í sátt og samlyndi í rólegasta hverfi í heimi — það er eins og guð almáttug- ur sé öryggislögregla á staðnum. Maður er eins og heima hjá sér inn- an um þetta fólk. Þetta er fólk sem þorir, sem þorir að vera elskulegt. Höfundur villtist nýlega á leið úr sundi í Ventura-klúbbnum og ætlaði aldrei að geta fundið slotið hennar Magneu vinkonu. Það endaði með því að leitað var til náungans frá Puerto Rico (hann kom til Júess fyr- ir ellefu árum með rekstrarfræðipróf upp á vasann og honum hefur vegn- að vel af því að hann er vinnusamur og jákvæður — það var gaman að tala við hann). Hann var beðinn að hringja í öryggisvörðinn, sem kom að bragði og bjargaði málinu. Heitir Jones og er frá Texas, samansettur úr sjö þjóðemum (í honum Singap- ore-kokkteill af mismunandi genum). Hann reyndist skemmtilegur og minnti á gamlan karakter úr Reykja- vikurlöggunni, sem nú er orðinn upp- gjafa, Kristin Óskarsson frá Barða- ströndinni, alvörumann í einu og öllu og indæliskarl — ja svo hressilegur eins og Kristinn var Mr. Jones frá Texas — og að sjálfsögðu kaþólikki vegna írska blóðsins. Stundum kem- ur sér vel að vera og hafa verið í líkamsþjálfun sem gerist æ harðari og árangursríkari því að sá er þetta ritar hafði labbað þindarlaust hring eftir hring um Shadybranch (Skuggagreinina) án þess að finna eða koma auga á húsið. Á meðan skall á þrumuveður með eldingum. En hér ríkir enginn ótti — ótti á heima annars staðar en í Ventura. E.t.v. er Ventura samstofna við ensku sögnina to venture, sem merk- ir að áræða — hver veit. Magnea tandlady er skörulegasta kona sem sá er þetta ritar hefur kynnst. Hún er hreinskilin og afgerandi og með lífsmagnan úr Breiðafírðinum (í þokkabót af Skarðsætt, beinn afkom- andi Ólafar ríku sem hefndi bónda síns avec style) portrett var gjört af henni og Siggu Real Estate Professi- onal — fasteignasala í Winter Park — hún hefur verið búsett í Júess í 19 ár — er verðugur fulltrúi Fróns í þessu sjóðheita Suðurríkjafylki (The Sunny State). Hún stundar fast- eignasölu með flinkheitum. Hún er gædd nærveru, sem virðist hafa áhrif á andrúmsloftið í íslenzku kólon- íunni. Auk þess er hún sjálfstæð kona, keyrir á kadiljakk — James Bond-bíl — og átti fyrir mann hátt- settan liðsforingja í sérsveit U.S. Army. Þær stöllur eru samnefnari fyrir gamal-íslenzka sómakennd — dignity — og voru þær því heldur betur verðugar fyrir portrett, sem að sjálfsögðu hefur verið fram- kvæmt. Óravegur frá íslenzku væli Hér í Florida, óravegu frá vælinu á íslandi; sundrungunni, neikvæðn- inni, hundingjahætti, öfundarhug og virðingarleysi gagnvart guði og mönnum. írskur trúboði á vegum Maríureglunnar, glæsileg stúlka frá Dublin, gafst upp á því að stunda hjálparstarfsemi á Islandi. Hvers vegna? “The Icelanders neither respect God nor man,“ sagði sú irska. Hér í Florida er enginn dagur eins og hver dagur er ævintýri með til- hlökkun og hamingjukennd og lífið eins og góð efnafræði og lífið er líf. Það er nóg að hlusta á textann í sumum Dixieland-lögunum til að geta sannað slíkt. Höfundur er listm&Iari. þjósmynd/Stgr KVÖLDKYRRÐ við Ventura í Orlando. ■ HÁRGREIÐSL U- og rakarastofan Nancy, Hlíðarbraut 6, Hafnarfirði, hefur verið opnuð á ný. Jonna M. Poulsen sem lærði hjá Báru Kemp á Hár- og snyrt- ingu og Sigríður G. Sig- tryggsdóttir sem lærði hjá Kristrúnu á Hártískunni hafa yfirtekið reksturinn. Opið verður alla daga nema sunnu- daga og tvö kvöld í viku. Boðið verður upp á 15% kynn- ingarafslátt út nóvember- mánuð. FONIX RAFTÆKJAKYNNiNG Vegna síaukins vöruvals höfum við stækkað og breytt verslun okkar í Hátúninu. Af þessu tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að koma og skoða raftækjaúrvalið. Það er heitt á EMIDE-kaffikönnunni, ískalt EGILS-gos í GRAM-glerhurðarskápnum og djúpfrystir KJÖRÍS-pinnar í GRAM-frystikistunni. Það er greiðfært í Fönix-húsið í Hátúninu og næg bílastæði við búðarvegginn. Við bjóðum aðeins vönduð raftæki frá virtum framleiðendum, sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Og þjónustan í Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Auðvitað erum við með tilboð í gangi, svo þú getir gert virkilega góð kaup. Við veitum drjúgan afslátt á flestum vörum okkar, allt að 20% á stórum raftækjum og enn meiri, jafnvel allt að 40% á smærri tækjum, eins og sjá má hér að neðan: m ASKO ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR OG UPPÞVOTTAVÉLAR ASKO þvottavélarnar, tauþurrkararnir og uppþvottavélarnar eru sænsk hágæðavara. Takmark ASKO er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott". Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu og Ameríku. Nú bjóðum við ASKO vélarnar á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél m/1000 sn. vindingu á kr. 65.540,- Stgr. KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR OG FRYSTIKISTUR Nú kynnum við nýjar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, ný innrétting og ný rafeindastýrð hita- stilling. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis, 8 gerðir frystiskápa og 9 gerðir af frystikistum. Að sjálfsögðu eru öll GRAM tæki freonfrí. NILFISK FÖNIX KYNNIR NY)U NILFISK GM-RYKSUGURNAR 3ja ára ábyrgfi ÖMENGUÐ GÆÐI 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda HEPA-síu, sem er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna. Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 17.990,- ÓTRÚLEGT VERÐ FALLEGAR - VANDAÐAR INNBYGGINGAROFNAR OG HELLUBORÐ (RAF OG GAS) Frábær tæki á enn betra verði. Fjölmargar gerðir og litir af ofnum, með eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gas- eða gas+raf helluborð. Það er þess virði að kanna úrvalið og verðið hjá okkur. ‘CiTURBO ELDHÚSVIFTUR 15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler- hjálmi, hálf-háfformaðar og til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.980,- LITLU TÆKIN Á LÁGA VERÐINU | kfolina euRm Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar- ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur, kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug- ur, safapressur, samlokugrill, straujárn, vöfflujárn, örbylgjuofnar - og margt fleira. Já, Fönix er sannkallaður raftækjamarkaður um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magn- afsláttur. EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 18 mánaða án útborgunar - og MUNALAN með 25% útborgun og 3.000,- á mánuði. Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskáp- inn, þvottavélina eða önnur tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið - glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á betra verði en nokkurn tíma fyrr. Við munum taka vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. OPIÐ mánud.-föstud. 9-18 laugard. 10-14 fyrsta flokks frá-t /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.