Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 60
m HEWLETT PACKARD HPÁ (SLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671Ó00 Frá mugulcika til veruleika MORG'JNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Deilt um rétt Aðalverktaka til framkvæmda erlendis ÁKVEÐNIR hluthafar í Sameinuð- um verktökum hf., en það félag á 32% hlut í íslenskum aðalverktök- um sf., eru mjög óánægðir með störf stjómar Sameinaðra verk- taka og telja að hún hafi ekki stað- ið sig í því að gæta hagsmuna allra hluthafa við þær breytingar sem nú eru að verða á verktakastarf- semi á Keflavíkurflugvelli. Hlut- hafarnir telja að stofnun á fjölda hlutafélaga með þátttöku íslenskra aðalverktaka sf. hafi verið án heimildar í samþykktum Samein- aðra verktaka hf. og félagssamn- ingi íslenskra aðalverktaka sf. Árni Grétar Finnsson, stjórnarfor- maður íslenskra aðalverktaka, vís- ar ofangreindri gagnrýni hluthaf- anna á bug og segir hana ekki standast. Hafa hluthafarnir ritað öllum eigendum Sameinaðra verktaka bréf, sem eru 251 talsins, þar sem þeir skýra afstöðu sína og boða til fundar með hluthöfum næstkom- andi máhudag. Fullt umboð Árni Grétar Finnsson, hæsta- réttarlögmaður, tók við af Ragnari Halldórssyni sem stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, ÍAV, fyrir rúmum mánuði. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að stjórn ÍAV hefði, að hans mati, í engu brotið gegn samþykktum Sameinaðra verktaka og félags- samningi íslenskra aðalverktaka. „Stjórn íslenskra aðalverktaka hefur á fundum sínum samþykkt allar ákvarðanir sem teknar hafa verið og allir stjórnarmenn sem þar sitja hafa talið sig vera með fullt umboð viðkomandi stjóma eða stjórnvalda, þar með taldir fulltrú- ar Sameinaðra verktaka í stjórn íslenskra aðalverktaka," sagði Árni Grétar. Bréf óánægðra hluthafa er undirritað af Þórði M. Þórðarsyni, Sif Ingólfsdóttur og Ingibergi Þor- kelssyni. Teljá þessir hluthafar að veruleg hætta sé á því að eign þeirra í ÍAV íýrni mikið, „hvort sem haldið verður óbreyttri starf- semi eða lagt verði fé í fjölda nýrra hlutafélaga og verkefna, eins og nú virðist vera stefna stjórna beggja félaganna, Sameinaðra verktaka hf. og íslenskra aðalverk- taka sf.“, eins og segir orðrétt í bréfínu. Ljóst er af efni bréfs þremenn- inganna, að gagnrýni þeirra beinist einkum að þátttöku íslenskra aðal- verktaka í verkefnum og hlutafé- lögum erlendis. „Við teljum ... að ekki sé sýnt að verkefni þau og félög sem stofnað hefur verið til skili félaginu hagnaði. Við teljum, að vilji stjórnarmenn fara út í ný áhættuverkefni um allan heim ættu þeir að gera það fyrir sína eigin peninga, en ekki okkar,“ segir í bréfinu. Þorbjörn kaupir gömlu Guðbjörgu ÞORBJÖRN hf. í Grindavík hefur samið við skipasmíðastöðina í Flekkefjord um kaup á gömlu Guð- björginni. Upp í kaupin gengur Gnúpur GK og verður um 2.000 tonna kvóti hans færður yfir á Guð- björgina. Eiríkur Tómasson hjá Þor- birni vildi ekki gefa upp kaupverðið. Eiríkur sagði að málið væri ekki að fullu frágengið en þó væri búið að ganga frá fjármögnun kaupanna. Gnúpur GK er um 436 tonn en Guð- björgin er rúm 500 tonn. Eiríkur sagði mjög líklegt að Guðbjörgin fengi nafnið Gnúpur og yrði 25 manna áhöfn á skipinu. „Þetta verður okkur mjög hag- kvæmt,“ sagði Eiríkur en bætti því við að útgerðarmynstrið yrði óbreytt. Frystibúnaður í Guðbjörgina Þorbjörn gerir auk þess út frysti- togarann Hrafn Sveinbjarnarson. Eiríkur sagði að Guðbjörgin yrði mest gerð út á karfa-, grálúðu-, ufsa- og rækjuveiðar. Einnig ætlar fyrir- tækið að gera skipin út á úthafsveið- ar. Gnúpur var að veiðum í Smug- unni og sagði Eiríkur að tækifærin til úthafsveiða ykjust enn með kaup- unum á Guðbjörginni. „Við erum ekki með áætlanir með Smuguveiðar en nýtum okkur þær verði einhver veiði þar og við höfum einnig mikinn hug á því að nýta okkur úthafskarfann," sagði Eiríkur. Settur verður frystibúnaður í Guð- björgina og sagði Eiríkur að skipt yrði við innlend'a aðila. Morgunblaðið/Árni Sæberg FORYSTUMENN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands íslands komu saman til fundar í húsakynnum VSÍ í gærmorgun. Létt var yfir mönnum á fyrsta viðræðufundinum í þeirri lotu sem framundan er vegna komandi kjarasamninga. Fyrsta lota kjara viðræðna hafin Um helmingur starfsfólks heimahjukrunar í Reykjavík er í verkfalli Um 30% skjólstæðinga fá alls enga þjónustu HEIMAHJÚKRUN Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík hefur neyðst til að fella niður alla þjónustu hjá 129 skjólstæðingum. Þetta eru um 30% af þeim sem heimahjúkrunin sinnir í hverri viku. Þjónusta hjá öðrum hef- ur verið skert verulega. Margrét Þorvarðardóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri á Heilsuverndarstöðinni, segir ástandið enn þolanlegt, en óttast að mjög alvarlegt ástand skapist ef verkfall sjúkraliða leysist ekki fljótlega. Landlæknir hefur boðað fund í dag með stjórnendum sjúkrahúsa vegna kvartana frá aðstandendum sjúklinga. FYRSTU viðræðufundir verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda vegna komandi kjarasamninga voru haldnir í gær. Forysta VSÍ mun funda með öllum viðsemjend- um fyrir mánaðamót til að meta hvaða áherslur séu sameiginlegar og reyna að ná fram samstöðu um meginmarkmið, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra VSÍ. í gærmorgun klukkan 11 gengu fulltrúar Verzlunarmannafélags Reykjavikur á fund VSÍ og síðdeg- is kynnti Samiðn fulltrúum vinnu- veitenda kröfugerð sína. Verðbólga verði undir 2% Þórarinn sagði að VSÍ legði áherslu á að verðbólga verði innan við 2% á næsta samningstímabili, áfram verði fylgt stefnu sem tryggi hagvöxt og fjölgun starfa, raungengi hækki ekki og úrslita- atriði sé að launakostnaður hækki ekki meir en í samkeppnislöndum. Forystumenn VR lögðu fram óskir um sérsamninga fyrir hveija starfsgrein. Unnið hefur verið að launakönnun meðal félagsmanna VR og verður kröfugerð mótuð þegar niðurstöður liggja fyrir. Kjör lægst launuðu verði bætt Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði einnig lagða áhersla á að tekið verði mið af þeim launum sem greidd séu í samkeppnislönd- um íslendinga og séu miklu hærri en tíðkist hér. Ekki megi raska stöðugleika en bata sem náðst hafi skuli einkum nota til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, gerir ráð fyrir að í næstu viku geti viðræður hafist um samræmdan kjarasainning fyrir sambandið. Gerð sé krafa til verulega aukins kaupmáttar á næstu árum, taxtar verði færðir að greiddu kaupi og láglaunahóp- ar fái raunverulega launahækkun. Heimahjúkrunin hefur fengið undanþágu fyrir sjúkraliða á kvöld- og næturvöktum. Engir sjúkraliðar vinna hins vegar á dagvöktum. Á dagvöktum vinna venjulega 16-18 starfsmenn, en eins og staðan er í dag eru einungis 7-8 starfsmenn á vakt. Margrét sagði að álag á annað starfsfólk heimahjúkrunar hefði aukist mikið vegna verkfallsins. „Við höfum skert þjónustuna hjá öllum. Um 30% af okkar skjólstæð- ingum hafa misst alla þjónustu sem þeir höfðu. Þar er um að ræða skjól- stæðinga sem við teljum að geti bjargað sér eða geti fengið aðstoð frá ættingjum. Við höfum þurft að fækka vitjunum til sumra. Margir fá ekki böðun og eins höfum við orðið að gefa fólki miklu styttri tíma en áður,“ sagði Margrét. Spurning um hagræðingu Margrét sagði að skjólstæðingar heimahjúkrunar hefðu sýnt skilning á stöðu mála. Flestir sættu sig við að fá ekki baðið sitt í þetta skiptið. „Ég hef trú á að óánægju fari að gæta í næstu viku ef verkfallið dregst á langinn." Engir eru teknir af biðlista eftir heimahjúkrun í verkfaliinu. Líklegt er að hann lengist ef dregst að finna lausn á kjaradeilunni. Landlæknir hefur boðað fund í dag með forstöðumönnu sjúkrahús- anna vegna kvartana sem borist hafa frá aðstandendum sjúklinga vegna verkfalls sjúkraliða. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis verður einnig rætt við talsmenn sjúkraliða. „Þetta er spurning um hagræðingu og að neyðarþjónustu sé sinnt, en landlæknisembættinu ber að hafa eftirlit með því að það sé gert,“ sagði Ólafur. ■ 30 árangurslausir fundir/8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.