Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 49 Hin nýja yfirrétt- ritun á Is- landi Frá Baldri Ingólfssyni: EINU sinni skrifaði Helgi Hjörvar grein sem hann kallaði „Hm nýja yfirtunga á íslandi". Þar gagnrýndi hann undirlægjuhátt við ensku sem honum þótti, að vonum, oft keyra úr hófí. Mér datt Helgi Hjörvar í hug þegar ég sá fyrirsögn forystugreinar Morgunblaðsins hinn 3. nóvember þar sem nafn rússnesks rithöfundar er stafsett samkvæmt venjum þess- arar sömu yfírtungu: Solzhenítzyn. Satt að segja þurfti ég að taka tvær atrennur áður en ég lagði í að reyna að lesa úr þessu. Auðvitað er ekki vandalaust að umrita kyrillískt letur með latínu- letri, en það ætti að vera sjálfsagð- ur hlutur í blaði sem er ætlað ís- lenskum lesendum að miða slíka umritun við íslensku en ekki við útlent mál sem þar að auki er al- ræmt fyrir fáránlega stafsetningu. Hví ekki að rita Solsénitsín, það geta allir lesið og borið fram? Og þá líka Sakarov, Kasakstan og Sír- ínovskí í stað Sakharov, Zhírínovskíj og Kazakhstan svo aftur sé vikið að nefndri forystugrein. í útlendum blöðum má sjá að hjá þeim er siður að umrita til dæmis rússnesk nöfn þannig að heimamenn í viðkomandi landi geti lesið þau enda er umritun- in miðuð við mál þeirra. Og hvemig eiga íslenskir lesend- ur að lesa úr öllum þessum z-um? Hefur sá stafur ekki verið gerður útlægur úr íslensku stafrófí? BALDUR INGÓLFSSON, Fellsmúla 19,108 Reykjavík. Launamis- rétti af ásettu ráði? Frá Maríu S. Helgadóttur: ÞAÐ var mér mikið ánægjuefni að lesa leiðara Morgunblaðsins á föstu- dag um sjúkraliðadeiluna. Þar kom fram góður skilningur á því að kröf- ur sjúkraliða eru réttlætismál í ljósi þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið við aðrar heilbrigðisstétt- ir að undanförnu. Auðvitað verða ríkisstjórnin og aðrir viðsemjend- ur sjúkraliða að axla ábyrgð af eigin verkum. Það er staðreynd að þegar hafa verið gerðir kja- rasamningar við tiltekna hópa í . heilbrigðiskerfinu og víðar, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa betri launakjör en sjúkraliðar. Nú þegar komið er að sjúkraliðum að semja þá er skyndilega öllu læst og ekkert að hafa. Ég neita að trúa því fyrr en á reynir að hér sé af ásettu ráði verið að reyna að auka launamun- inn. Nóg er kjaramisréttið fyrir. Ríkisstjórnin verður að taka af skarið og gefa samninganefnd sinni fyrirmæli um að semja þegar í stað um kjarasamning við sjúkraliðafé- lagið sem er eigi lakari en þeir samningar sem þegar hefur verið gengið frá við hjúkrunarfræðinga og aðrar þær stéttir í heilbrigðis- kerfinu sem fengið hafa umtalsverð- ar launahækkanir. MARÍA S. HELGADÓTTIR, sjúkraliði, Langholti 6, Keflavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni: UNDANFARIN nokkur ár hefur klassískur harmleikur verið að þró- ast í stjórnmálalífí landsins. Meira þó í ibsenskum anda en forngrísk- um. Honum er nú lokið með sigri Nemesis, gyðju réttlætisins. Upp- hafið má rekja til Hafnarfjarðar nokkur ár aftur i tímann. Hetja leiksins, eins og góðri hetju sæmir, var gædd eiginleikum sem hófu hana á stall ofar meðaljóninum. í framvindu leiksins vann hún stóra sigra. Og, eins og góðri harmleikja- hetju sæmir, fylltist hún drambi og hófst á flug og taldi sig ekki lengur þurfa að fylgja lögum manna. Ekki leið á löngu þar til hún settist í guðasæti, fullviss um óforgengileika sinn og tók að deila út góðverkum sem voru þó ekki í hennar valdi. Signr Nemesis Þetta líkaði Nemesis vita- skuld ekki, því dauðlegum mönnum líðst ekki að tylla sér í guðasæti án samþykk- is þeirra. Nemesis brást ekki skyldu sinni og einsetti sér að leiðrétta misvægið. Hún tók á sig grímu fjöl- miðla, endurskoðenda, stjórnarandstöðu og ann- arra gagnrýnenda og hóf að sverfa að hetjunni. Hetj- an, eins og sönnum hetjum sæmir, snerist harkalega gegn Nemesis og beitti öllum brögðum. Kallaði hana rógbera, haldna illum ásetningi, persónulegri óvild og svo framvegis. Ekkert var athugavert, eða nánast ekkert, við gjörðir hetjunnar, að hennar mati. Lengi vel barðist hetjan hetjulegri baráttu; missti kíló og svefn. En örlögin urðu ekki umflúin. Og, eins og góðri harmleikjahetju sæmir, þegar búið var að skilma hana út í horn og ekkert nema „dauðinn" blasti við, hrukku upp úr henni spakmælin. Að þessu sinni ættuð úr Biblíunni; bók sem hetjan hefði mátt gaumgæfa betur þegar tækifæri var til. Þar með endaði harmleikurinn og Nemesis tjaldið féll. Lán að hann var ekki forngrískur, því þá lægi hetjan í valnum. Hið hálfsiðaða samfélag á íslandi, þar sem Nemesis nær með harmkvælum að ná fram réttlætinu, hefur það umfram hið fomgríska að hampa fyrirgefningunni. Nú mun gyðja fyrirgefningarinnar rísa upp og fyrirgefa hetjunni. Ris gyðjunnar mun þó verða erfítt, því hetjan þrá- aðist of lengi við og vakti með því meiri athygli á feilsporum sínum en skynsamlegt var.. Auk þess viður- kenndi hún aldrei neitt, þrátt fyrir fallið. En stærsta gleðin, sú lang- stærsta, við þennan harmleik er sú að Nemesis hlaut uppreisn æru sem erfitt verður að taka af henni í bráð. SIGURGEIR ORRISIGURGEIRSSON, Njálsgötu 108, Reykjavík. ame Matar og kaffistell fyrir 4 kr. 899,- Umslagaopnari (fyrir batterí) kr. 499,- Körfur kr. 249,- stk. Körfur kr. 149,- stk. Körfur kr. 199,- stk. Smákökuform, eggjaþeytari, plastspaðar 2 stk., salattangir, jólasmákökuform, maíspinnar, þvottaklemmur, segulsett fyrir ísskápa, maíspinnar og bakki, rjómasprauta, plastspaði, bollamál. Verð kr. 99,- stk. HAGKAUP Dósaopnari (fyrir batterí) kr. 499,- .-------------—------ Nýtt kortatfmabil hefst í dag! SKEIFUNNI, AKUREYRI, NJARÐVIK, KRINGLAN MATVARA Tilboðin gilda aðeins í viku,eða á meðan birgðir endast. Grænt númer póstverslunar er 996680. Aspen kerti 10 í pakka. Litir: Bleikt, rautt, vínrautt, hvítt, apríkósu, blátt, dökkblátt, grænt, fjólublátt, lilla. Verð kr. 99,- Herragallaskyrtur Basic Western Stærðir M—L—XL. Verð kr. 789,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.