Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 34
 AF LJOSAKRl ÍSLANDSFÁKAR JÖKLASÝN FJALLADANS 34 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Ekki ástæða til að ganga í ESB - síðari grein MENN halda alltaf að nafli al- heimsins sé nákvæmlega þar sem þeir búa. Þetta hefir ekkert breyst frá dögum Krists, þegar spurt var, hvort nokkuð gott gæti komið frá Nasaret. Við sem úti á landsbyggð- inni búum verðum vör við þetta sjón- armið. Það er talið að allt sem frá okkur kemur sé vit- leysa. Sem betur fer er þó úrskurðarvaldið inn- lent og reyna má að hafa áhrif á það. En það var á sínum tíma í Kaupmannahöfn og nú vilja menn flytja það til Brussel. Líklega verður þá farið að kenna „belg- ísku“ í skólum landsins í stað dönsku eða ensku. Þaðan rignir a.m.k. reglugerðum og reytingum á reglugerð- um, sem virðast eiga að koma í veg fyrir samkeppni. Við sem _ , vinnum og hrærumst í Jón Isberg námunda við atvinnulíf- ið finnum fyrir þessu. Nefna má t.d. sífelldar breytingar á reglum um sláturhús, sem í fljótu bragði virðast gerðar til þess að koma í veg fyrir samkeppni. Takmark sam- bandsins er sagt vera markaðsbú- skapur, en hann er undir mjög mik- illi ríkisforsjá. Þá er sú ein röksemd fyrir inn- Okkur vantar ekki for- ystumenn með minni- máttarkennd, að mati Jóns ísberg, heldur heiðarlega, framsækna menn, sem trúa á landið og treysta þjóðinni. göngu í ESB, að við myndum ein- angrast hér úti á hjara veraldar. íslendingum og íslenskri menningu hefir ætíð vegnað best þegar við höfum átt líflegt samband við um- heiminn og þá auðvitað Evrópu. Öðrum var ekki til að dreifa allt fram á þessa öld. En nú er öldin önnur og við getum haft og höfum haft viðskipti og menningarleg sam- skipti við fjölmörg lönd, svo það er aðeins vanafesta og minnimátt- arkennd að halda að Evrópa sé al- heimurinn. Þess verður sennilega skammt að bíða að við getum t.d. náð öllum sjónvarpssendingum beint á viðtækin okkar alveg eins og við getum nú náð útsendingum útvarps frá fjarlægum löndum. Við eigum frábæra vísindamenn, sem gefið hafa umheiminum margt og myndu gera betur hér heima, ef við sköpuð- um þeim til þess aðstöðu. Við eigum listamenn á heimsvísu og þarf ekki annað en nefna Kristján og Björk að ógleymdri skákinni og íþróttun- um. Þar erum við óánægð, ef okkar menn eru ekki með þeim bestu, sem auðvitað er algjörlega óraunhæf krafa. Menning og menntun þjóða er oft metin eftir því, hvemig búið er að þeim sem minnimáttar eru í þjóð- félaginu, börnum, sjúklingum og gömlu fólki. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir aðbúnað þessa fólks. Það sýnir árangur fatl- aðs og þroskahefts íþróttafólks á alþjóðavettvangi. Svo við þurfum ekki að vera með neina minnimátt- arkennd, en ekki heldur að sýna neitt oflæti og telja okkur trú um að við séum einhver ofurmenni. En við höfum verið fullfærir um að stjóma okkar málum og .tekist sæmilega, þótt venja sé að úthúða stjómmálamönnum okkar meðan þeir eru hérna megin grafar, en gera þá suma hveija að hálfgerðum guðum, þegar þeir hafa hitt skapara sinn. Við erum smáríki í Evrópu, með þeim minnstu og þetta vita Evr- ópubúar. í ESB myndum við einna helst halla okkur að Þjóðverjum vegna sameiginlegs uppruna að nokkru og dálæti margra þeirra á norrænni menningararfleifð. Bandaríkjamenn líta einnig á okkur sem smáríki, en þeir líta einnig á hin Norðurlöndin sem smáríki og í þeirra augum er t.d. ekki munur á Svíþjóð með sínar milljónir og okkur langt fyrir innan milljón. Við höfum átt góð samskipti við þjóð- irnar fyrir vestan okkur og sótt mikið til þeirra. Það munum við halda áfram að gera sem full- valda þjóð, en guð má vita hversu lengi við mættum það, ef við nánast þyrftum að sækja um leyfi til Brussel í hvert sinn. Við höfum í vaxandi mæli tekið þátt í að byggja upp þriðja heim- inn, þ.e. í mörgum til- fellum þjóðir, sem Evrópumenn arð- rændu öldum saman og nú raunar enn að nokkru. Þessar þjóðir van- treysta þessum gömlu herraþjóðum og leita til okkar ef við getum hjálp- að þeim. Bæði vegna þess að við höfum ekkert óhreint í pokahominu og svo einnig vegna þess að við erum ekki svo burðugir að' geta beitt nokkru valdi, þó við vildum, eins og þær eru svo vanar að þola af hendi Evrópubúa. Þess vegna einangrumst við ekki í heiminum, heldur getur það orðið okkur álits- auki að þora að standa utan við ESB og gefið okkur ýmis tækifæri í „van- þróuðu löndunum", sem svo eru kölluð af hógværð Evrópubúans. A þessu ári vantar áratug upp á að öld sé liðin frá því að stjóm lands- ins flutti inn í landið frá Kaup- mannahöfn. Sennilega er það stærsta skrefið, sem stigið hefur verið til uppbyggingar hér á landi og til sjálfstæðis þjóðarinnar. Þá var tekist hart á um málið. Stór hópur vildi að ráðherra landsins yrði bú- settur ytra. En þeir urðu undir. Einnig er í ár hálfrar aldar afmæli fullveldis landsins. Þá voru einnig til menn, sem ekki vildu fullan skiln- að við Dani. Menntaðir og góðir menn, sem ekki höfðu meiri trú á þjóðinni en það, að þeir vildu fara að öllu „með gát“. Einhvern veginn hefi ég það á tilfinningunni að meiri- hluti þjóðarinnar telji að rétt hafí verið að gera eins og gert var. Gamall draumur hafði ræst, draumur, sem okkur dreymir enn, að mega vera óháðir í okkar harð- býla en fagra landi, óháð skipunum að utan og að við enga aðra en sjálfa okkur sé að sakast, ef illa gengur. Og nú á þessu afmælisári full- veldis og sjálfsforræðis berjast nokkrur menn fyrir því, að við afsöl- um okkur hluta fullveldisins og göngum inn í ríkjasamband Evrópu. Ríkjasamband sem til var stofnað af illri nauðsyn vegna sundurþykkis íbúanna og sífelldra styijalda og sem vonandi færir ríkjum álfunnar langþráðan frið. En þangað eigum við ekkert erindi og ég öfunda ekki þá menn, sem leggja nafn sitt við þá baráttu, að leggja nýtt helsi á þjóðina. Það er skiljanlegt með harðsvíraða viðskiptajöfra, sem lúta og tilbiðja gullkálfinn, en þeir stjórn- málamenn, sem tala um þetta af alvöru, ættu að fara í pólitíska end- urhæfmgu. ' , Við eigum gott óg gjöfult land, en það kostar erfiði og vinnu að nýta auðlyndir þess. Og við erum svo heppin að eiga margt eftir ógert í landinu, sem vinnufúsar hendur framtíðarinnar munu vinna að og byggja upp. Tækifærin blasa all- staðar við. Okkur vantar ekki for- ystumenn með minnimáttarkennd þeirra, sem helst virðast vilja kom- ast til Brussel, því þar er svo vel borgað, þótt svo meirihluti þjóðar- innar sitji við þröngan kost heima í „verstöðinni", heldur heiðarlega framsækna menn, sem trúa á land- ■ ið og treysta þjóðinni til þess að nýta það og eiga gott samstarf við alla þá, sem með okkur vilja vinna hvar svo sem þeir búa á jarðar- kringlunni. Höfundur erfyrrv. sýslumaður Húnvetninga. Einföld lausn Eftirminnile^ • > * ■ • •• /» jolagjof GTAFA 1 nótt (2 dagar) alla daga vikunnar 5.900 fyrir tvo. Innifalið: morgunverður af hlaðborði í boði eru flmismunandi lyklarj sem gilda til ársloka 1995 f ifl S/ELU 1 nótt (2 „ y alla daga vikunnar kr. 11.000,-fyrirtvo. 2 nætur (3 dagar) fostud. til sunnud. kr. 21.800,-lyrirtvo. kr. 17.800,- fyrir tvo. kr. 21.800,- lyrir tvo. kr. 29-800,- fyrir tvo. Innifalið í þessum fjórum lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður Gestir hafa að sjákfsögðu aðgang að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa, hestaleiga, bflaleiga, stangveiði og margt fleira. Lyklarnir eru til sölu á Hótel Örk í síma 98-34700. OPNUM í BORGARKRINGLUNNI í DAG Þeir eru sendir hvert á land sem er. Visa - Euro raðgreiðslur. Sendum í póstkröfu. HÓTEL ÖKK HVERAGERÐI - SÍMI98-34700 - FAX 98-34775 wsm NÝJAR VÍDDIR í DAGATÖLUM OG JÓLAKORTUM NÝJARÍ fvÍDDIR / | Hönnun og úlgáfa Al-íslensk! 6 íslenskir hönnuðir, 7 íslenskir Ijósmyndarar, 4 íslenskir textahöfundar, 5 erlendir þýðendur oggegnheil íslensk prentun! SÖLUSTAÐIR: Reyk/avík: • íslenskur heiinilisiðnaður. Hafnarstrœti • Penninn, Hallarmúla • Eymundsson, um alla borg • Rammagerðin, Hafnarstræli • lslandia, Kringlunni • Bóksala stúdenta, V. Hríngbraut • Mál og menning, Laugavegi og Síðumúla Akureyri: • Bókval, Kaupvangsstrœti • Bókabúðin Edda, Hafnarstrœti • Bókabúð Jónasar, Hafnarstrœti Leifsstöð: • íslenskur markaður • Aðrar helstu bóka- og ritfangaverslanir Dreifing í verslanir: íslensk bókadreifing, sími 568 6862 Sala og þjónusta við fyrirtœki: NÝJAR VÍDDIR Snorrabraut 54, bakhús, sími 561 4300, fax 561 4302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.