Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Engin verðbólga á Islandi en um 3% að meðaltali í ríkjum ESB Verðbólga hvergi lægri en á Islandi VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur hækkað um 0,5% síðastliðna tólf mánuði og mælist nú hvergi lægri í OECD-ríkjunum. í desember reyndist vísitalan vera 170,8 stig og hækkaði um 0,1% frá því í nóv- ember. Vísitala vöru og þjónustu mældist þá 174,8 stig og lækkaði um 0,1% frá því í nóvember en undanfama tólf mánuði hefur vísi- talan hækkað um 0,1%. Grænmeti og ávextir lækkuðu um 6,2% sem olli 0,15% vísitölu- lækkun. Verð á bensíni hækkaði um 2,6% sem hafði í för með sér 0,10% hækkun vísitölunnar. Þá hækkaði viðhald húsnæðis um 1,7% sem olli 0,08% vísitöluhækkun. Hækkun á íslenskum bókum um 16% olli 0,04% hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar lækk- að um 0,1% sem jafngildir 0,5% verðhjöðnun á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöm og þjónustu svarar til 1,6% verðhjöðnunar á ári. Verðbólgan í ríkjum Evrópusam- bandsins var 3,0% að meðaltali á tímabilinu október 1993 til október 1994, 1,6% í Frakklandi, 2,0% í Danmörku, 2,1% í Lúxemborg og 2,1% í Belgíu. Verðbólgan á íslandi mældist engin á sama tímabili og var hvergi lægri í OECD-ríkjum. Verðbólga í nokkrum ríkjum Hækkun neysiuverðsvísitölu frá október 1993 til október 1994 Grikkland Portúgal Spánn Austurríki Meðaltal ESB-landa V-Þýskaland Holland Bandaríkin Sviþjóð Bretland Belgía Lúxemborg Danmörk Finnland Noregur Frakkland Japan 14,5% 14,4% 3,1% 13,0% | 2,8% 12,6% 12,4% j 2,4% I 2,1% j 2,1% |2,0% 11,8% |1,7% 11,6% ESB-lönd \m m Sviss §| 0,2% Kanada 10,0% ísland Heimild: Hagstofa Isiands og Eurostat news I Japan, Italíu, Danmörku og Frakklandi er um bráðabirgðatölur að ræða. I Kanada er um septembergildi og í Irlandi er um ágústgildi að ræða. Greiðslukort VISA fjöl- greiðslurtil 6 mánaða VISA hefur ákveðið að bjóða korthöf- um sínum að skipta greiðslum til allt að 6 mánaða eða lengur í stað 3 áður. Þá verður boðið upp á rað- greiðslur vegna stærri viðskipta til 24 mánaða í stað 18 áður. VISA hefur nú um 3 ára skeið boðið upp á skiptingu greiðslna, eða svokallaðar íjölgreiðslur, fyrir kort- hafa sem óska eftir að jafna greiðslu- byrði sína. Að undanfömu hefur ver- ið óskað greiðsluskiptingar fyrir um 8% úttekta, eða sem svarar 200 millj- ónum króna á mánuði. Korthafi þarf að óska eftir greiðsluskiptingu tímanlega fyrir eindaga og semja um hana við viðskiptabanka sinn. Raðgreiðslum VISA fylgir nú sér- stök innkaupatrygging, sem er nýj- ung, að sögn fyrirtækisins. Þá er ábyrgðartími búnaðar og tækja framlengdur um 1 ár miðað við það sem framleiðandi veitir. Velta í rað- greiðsluviðskiptum VISA nemur um 250 milljónum á mánuði, en heildar- afborgunarviðskipti VISA, að með- töldum svokölluðum boðgreiðslum, nema 600 milljónum á mánuði. Skipt hefur verið um sljóm Gunnarstinds SKIPT hefur verið um alla stjórn Gunnarstinds hf., sem er stærsti at- vinnuveitandinn á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Tveir af fímm stjómar- mönnum, þar á meðal formaður stjórnarinnar, Einar Kristinn Jónsson úr Reykjavík, eru tilnefndir af Þróun- arsjóði sjávarútvegsins. Þegar ósk um hluthafafund í Gunnarstindi barst frá Útvegsfélagi samvinnumanna ákvað Þróunarsjóð- ur að nýta sér atkvæðamátt sinn, að sögn Hinriks Greipssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Hann sagði að það væri nú stefna sjóðsins að nýta sér afl atkvæða sinna til að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja, líkt og gert hefði verið í Odda á Patreks- fírði og nú í Gunnarstindi. Þróunarsjóður er stærsti einstaki hluthafínn í Gunnarstindi, með 32,1% hlut, sem hann tók við af Hlutafjár- sjóði Byggðastofnunar. Aðrir stærstu hluthafamir eru Stöðvar- hreppur og Útvegsfélag samvinnu- manna. Hinrik sagði að Þróunarsjóður sjálfur hefði engar áætlanir um að bæta rekstur Gunnarstinds, en hefði tilnefnt sína menn í stjórn fyrirtækis- ins til að reyna að leita leiða til úr- bóta. Tap en betri afkoma Rekstur Gunnarstinds hefur geng- ið betur á þessu ári en í fyrra. Lítils- háttar tap er af rekstri fyrirtækisins að loknum fyrstu 8 mánuðum þessa árs, eða um 400.000 kr. en búast má við að það verði eitthvað meira í árslok, að sögn Hinriks. Tap var af rekstri Gunnarstinds upp á 135 milljónir króna árið 1993 og bókfært eigið fé var neikvætt í árslok um 182 milljónir. Hjá fyrir- tækinu vinna um 180 manns, en það varð til við sameiningu Hraðfrysti- húss Stöðvarhrepps hf. og Hrað- frystihúss Breiðdælinga hf. árið 1991. Gunnarstindur rekur frystihús á báðum stöðunum, auk þess að gera, út tvo togara með 3.300 þorsk- -ígildum. Núverandi stjóm Gunnarstinds skipa, auk Einars Kristins: Jón Þórð- arson, forstöðumaður sjávarútvegs- deildar Akureyrar, Árni Benedikts- son, Reykjavík, Albert Geirsson, sveitarstjóri á Stöðvarfírði og Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri á Breið- dalsvík. Aukin skarpskyggni Engin gleraugu Nýr snyrtispegill sem léttir lífið Laugavegi 80, sími 611330 Endurvinnsla áls stóraukin íEvrópu Brilssel. Reuter. ÁFORM em uppi um stóraukna end- urvmnslu áls í Evrópu í samræmi við lagasetningu ESB að sögn Alexand- ers Wirtz, framkvæmdastjóra fyrir- tækis í Frankfurt sem endurvinnur áldósir. Talsvert svigrúm er til aukningar, þar sem endurvinnsluhlutfallið í Evr- ópu er 33-35%, talsvert lægra en í Bandaríkjunum. Wirtz vill ekkert láta hafa eftir sér um áhrif hækkaðs álverðs á þessu ári, en áreiðanlegar heimildir herma að framleiðendur og notendur eigi í samningum um hvemig bera skuli kostnað af um 80% verðhækkun. Coke hyggst nota stáldósir Coca-Cola hefur skýrt frá því að fyrirtækið hyggist nota ódýrara stál í stað áls í dósir sínar í nokkmm Evrópulöndum. Tilkynningin hefur komið af stað vangaveltum um hvort önnur sváladrykkjafyrirtæki muni fafa að dæmi Coke. Álsamband Evrópu í Brussel, EAA, kveðst ekkert vita um slíka breytingu. Nýr staður, stærri verslun, betra úrval Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist OPIÐ UM HELGAR Laugavegi 118d, gengið inn frá Rauðarárstíg, sími 10400 Tryggvi Ólafsson Siguröur Haukur Lúövígsson Sossa, Margrét Soffía IJjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.