Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 47 Lokaátak baráttudaga gegn ofbeldi á konum LOKADAGUR alþjóðlegra baráttu- daga kvenna gegn ofbeldi á konum er laugardaginn 10. desember. Dagskráin verður með þeim hætti að efnt verður til málþings um of- beldi á konum sem mannréttinda- brot. Málþingið verður haldið í Odda stofu 101 og hefst kl. 14. Frummæl- endur verða Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, Stefanía Traustadóttir og Helga Leifsdóttir. Alþingiskonumar Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sól- veig Pétursdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir munu sitja fyrir svörum málþingsgesta um stefnu flokka sinna varðandi ofbeldi gegn konum. Fundarstjóri verður Kristín Þor- steinsdóttir. Aðgangur að málþing- inu er ókeypis. -----» ♦ ♦---- Handverksfólk með markað á Selfossi REYN SLU VERKEFNIÐ Hand- verk, sem starfar á vegum forsætis- ráðuneytisins, heldur jólamarkað í Tryggvaskála á Selfossi laugardag- inn 10. desember kl. 11-17. Þingborg, Græna smiðjan, Sól- heimar og Vinnustofan á Selfossi taka þátt auk um tuttugu einstakl- inga. Þingborgarkonur munu þæfa utan á sjálfan jólaköttinn meðan á markaðnum stendur því reiknað er með að kötturinn verði slyppifengur ef menn fá sér einhveija spjör, seg- ir í fréttatilkynningu. -----♦ ♦ ♦ Jól og áramót á Hótel Örk JÓLAHALDIÐ á Hótel Örk verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á Þorláksmessu er skata á borð- um og verður Sigurður Guðmunds- son með fjölbreytta dagskrá í máli og tónlist alla dagana. Á aðfangadag er farið til messu í Hveragerðiskirkju og síðan sest að 5 rétta kvöldverði_ með hrein- dýrasteik í aðalrétt. Á jóladag er boðið upp á dagskrá síðdegis og úrval jólarétta á hlaðborði um kvöldið. Jólaball barnanna er á 2. í jólum og jólaball fullorðinna um kvöldið. Þá leikur hljómsveitin Krass fyrir dansi fram eftir kvöldi. Um áramótin verður nýársfagn- aður 1. janúar með veislukvöldverði og veglegum skemmtiatriðum. -----♦ ♦ ♦---- Styrktarsýning á Forrest Gump í TILEFNI af alþjóðlegum degi fatl- aðra 3. desember sl. hefur Háskóla- bíó boðið Átaki, félagi þroskaheftra, sérstaka styrktarsýningu á kvik- myndinni Forrest Gump í Háskólabíói laugardaginn 10. desember kl. 17. Með styrktarsýningu er átt við að ágóði af þessari sýningu myndarinnar rennur til styrktar Átaki. -----♦ ♦ ♦---- Aukasýning á Trítiltoppi AUKASÝNING á barnaleikritinu „Trítiltoppi" í Möguleikhúsinu við Hlemm verður á morgun, laugardag, vegna mikillar aðsóknar eins og seg- ir í kynningu. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz. Leikarar eru Alda Arnar- dóttir, Bjarni Ingvarsson og Stefán Sturla Siguijónsson. Aukasýningin hefst kl. 15.00. FRÉTTIR Silfurskemman opnuð í Borgarkringlunni SILFURSKEMMAN hefur opnað nýja verslun í Borgarkringlunni. Silfurskemman býður upp á margs konar nytjahluti og gjafavörur frá Mexíkó og Síle. Áhugamenn um matargerðarlist fínna þama handunna leirmuni sem Mexíkóar og indíánar hafa notað frá fomu fari við matargerð, m.a. hand- máluð bökunarform, skálar, könnur og borðbúnað úr eldföstum brennd- um leir. Auk þessa era á boðstólum teppi, speglar og listmunir sem byggja á hefðum og handbragði íbúa fjallahéraða í Mexíkó. í hinni nýju verslun í Borgar- kringlunni er m.a. að fínna skart- gripi unna úr náttúrusteinum frá Síle, einnig framreiðsluföt og skál- ar sem Sílebúar steypa úr sér- stakri málmblöndu. Állar vörur í Silfurskemmunni í Borgarkringl- unni eru sérvaldar af eigendum og fluttar milliliðalaust til landsins. Silfurskemman hefur um nokk- urt skeið starfrækt aðra verslun á Miðbraut 31 á Seltjarnamesi, en þar era einkum á boðstólum mexí- kóskir silfurskartgripir. SIGRÍÐUR María Sólnes eigandi Silfurskemmunnar. ÞAÐ er aðeins einn Jeep. Staöalbúnaður m.a.: 130 ha. 2.5I vél, fjarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúöur, speglar og loftnet, stillanleg þakgrind, vökva- og veltistýri, álfelgur o.fl. NOKKRIR CHEROKEE 2.5 OG 4.0 '94 NÚ MEÐ UPPHÆKKUN OG AUKAHLUTUM AÐ VERÐMÆTI 100.000 KR. KR. 2.495.000 ósvikinn amerískur harðjaxl, hlaðinn búnaði- og nú að auki með 2" upphækkun, 30" Cooper jeppadekkjum og Blaupunkt hljómtaekjum. Engin spurning. Þetta eru bestu jeppakaupin. v Jeep Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.