Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 47
Lokaátak
baráttudaga
gegn ofbeldi
á konum
LOKADAGUR alþjóðlegra baráttu-
daga kvenna gegn ofbeldi á konum
er laugardaginn 10. desember.
Dagskráin verður með þeim hætti
að efnt verður til málþings um of-
beldi á konum sem mannréttinda-
brot.
Málþingið verður haldið í Odda
stofu 101 og hefst kl. 14. Frummæl-
endur verða Sigríður Lillý Baldurs-
dóttir, Stefanía Traustadóttir og
Helga Leifsdóttir. Alþingiskonumar
Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún
Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sól-
veig Pétursdóttir og Ingibjörg
Pálmadóttir munu sitja fyrir svörum
málþingsgesta um stefnu flokka
sinna varðandi ofbeldi gegn konum.
Fundarstjóri verður Kristín Þor-
steinsdóttir. Aðgangur að málþing-
inu er ókeypis.
-----» ♦ ♦----
Handverksfólk
með markað á
Selfossi
REYN SLU VERKEFNIÐ Hand-
verk, sem starfar á vegum forsætis-
ráðuneytisins, heldur jólamarkað í
Tryggvaskála á Selfossi laugardag-
inn 10. desember kl. 11-17.
Þingborg, Græna smiðjan, Sól-
heimar og Vinnustofan á Selfossi
taka þátt auk um tuttugu einstakl-
inga. Þingborgarkonur munu þæfa
utan á sjálfan jólaköttinn meðan á
markaðnum stendur því reiknað er
með að kötturinn verði slyppifengur
ef menn fá sér einhveija spjör, seg-
ir í fréttatilkynningu.
-----♦ ♦ ♦
Jól og áramót á
Hótel Örk
JÓLAHALDIÐ á Hótel Örk verður
með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Á Þorláksmessu er skata á borð-
um og verður Sigurður Guðmunds-
son með fjölbreytta dagskrá í máli
og tónlist alla dagana.
Á aðfangadag er farið til messu
í Hveragerðiskirkju og síðan sest
að 5 rétta kvöldverði_ með hrein-
dýrasteik í aðalrétt. Á jóladag er
boðið upp á dagskrá síðdegis og
úrval jólarétta á hlaðborði um
kvöldið. Jólaball barnanna er á 2.
í jólum og jólaball fullorðinna um
kvöldið. Þá leikur hljómsveitin
Krass fyrir dansi fram eftir kvöldi.
Um áramótin verður nýársfagn-
aður 1. janúar með veislukvöldverði
og veglegum skemmtiatriðum.
-----♦ ♦ ♦----
Styrktarsýning
á Forrest Gump
í TILEFNI af alþjóðlegum degi fatl-
aðra 3. desember sl. hefur Háskóla-
bíó boðið Átaki, félagi þroskaheftra,
sérstaka styrktarsýningu á kvik-
myndinni Forrest Gump í Háskólabíói
laugardaginn 10. desember kl. 17.
Með styrktarsýningu er átt við að
ágóði af þessari sýningu myndarinnar
rennur til styrktar Átaki.
-----♦ ♦ ♦----
Aukasýning
á Trítiltoppi
AUKASÝNING á barnaleikritinu
„Trítiltoppi" í Möguleikhúsinu við
Hlemm verður á morgun, laugardag,
vegna mikillar aðsóknar eins og seg-
ir í kynningu.
Höfundur og leikstjóri er Pétur
Eggerz. Leikarar eru Alda Arnar-
dóttir, Bjarni Ingvarsson og Stefán
Sturla Siguijónsson.
Aukasýningin hefst kl. 15.00.
FRÉTTIR
Silfurskemman opnuð
í Borgarkringlunni
SILFURSKEMMAN hefur opnað
nýja verslun í Borgarkringlunni.
Silfurskemman býður upp á margs
konar nytjahluti og gjafavörur frá
Mexíkó og Síle.
Áhugamenn um matargerðarlist
fínna þama handunna leirmuni sem
Mexíkóar og indíánar hafa notað frá
fomu fari við matargerð, m.a. hand-
máluð bökunarform, skálar, könnur
og borðbúnað úr eldföstum brennd-
um leir. Auk þessa era á boðstólum
teppi, speglar og listmunir sem
byggja á hefðum og handbragði íbúa
fjallahéraða í Mexíkó.
í hinni nýju verslun í Borgar-
kringlunni er m.a. að fínna skart-
gripi unna úr náttúrusteinum frá
Síle, einnig framreiðsluföt og skál-
ar sem Sílebúar steypa úr sér-
stakri málmblöndu. Állar vörur í
Silfurskemmunni í Borgarkringl-
unni eru sérvaldar af eigendum og
fluttar milliliðalaust til landsins.
Silfurskemman hefur um nokk-
urt skeið starfrækt aðra verslun á
Miðbraut 31 á Seltjarnamesi, en
þar era einkum á boðstólum mexí-
kóskir silfurskartgripir.
SIGRÍÐUR María Sólnes eigandi Silfurskemmunnar.
ÞAÐ er aðeins einn Jeep.
Staöalbúnaður m.a.: 130 ha. 2.5I vél, fjarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúöur, speglar og loftnet, stillanleg þakgrind, vökva- og veltistýri, álfelgur o.fl.
NOKKRIR CHEROKEE 2.5 OG 4.0 '94
NÚ MEÐ UPPHÆKKUN
OG AUKAHLUTUM AÐ VERÐMÆTI
100.000 KR.
KR. 2.495.000
ósvikinn amerískur harðjaxl, hlaðinn búnaði-
og nú að auki með 2" upphækkun, 30" Cooper
jeppadekkjum og Blaupunkt hljómtaekjum.
Engin spurning.
Þetta eru bestu jeppakaupin.
v Jeep
Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.