Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • KRAPPUR lífsdans er skráð af rithöfundinum og útvarpsmannin- um Jónasi Jónassyni. I henni lýsir PéturH. Ólafsson æviferli sínum sem oft hefur verið æði stormasam- ur og ævintýralegur. Pétur stund- aði sjómennsku í áratugi, sigldi á erlendum flutningaskipum í skipa- lestum á stríðsárunum, háði baráttu fyrir bættum kjörum sjómanna og hefur nú á síðari árum barist fýrir bættri aðstöðu aldraðra. í kynningu útgefanda segir að Jónas Jónasson hafí verið einkar listfengur og iaginn við að fá fólk til þess að lýsa lífi sínu í fyllstu einlægni, jafnt gleði sem sorgum. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin Krappur lífsdans er 216 blað- síður, kostar 2.980 kr. • ÚT er komin bók þar sem er að fínna fjölda uppskrifta að ólíkum pastaréttum. Þetta er fyrsta ís- lénska uppskriftabókin með pasta- réttum. Allt hráefni í réttina er miðað við íslenskar aðstæður. Stór- ar litmyndir eru af hverjum rétti í bókinni. Ritstjórar Pastarétta eru Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðins- son en þau sjá um val uppskrifta ogmatreiðslu fyrirNýja eftirlætis- rétti, matreiðsluklúbb Vöku-Helga- fells. Ljósmyndir af réttunum tók .Guðmundur Ingólfsson íímynd. Bókin Pastaréttir kostar 1.680 kr. skólavOroustIg 15 - SlMI 5511505 Auður Hafsteinsdóttir leikur kvöldljóð TÓNLIST Hljómdiskar NOCTURNE Auður Hafsteinsdóttir fiðla/víólín, Steinunn Birna Ragnarsdóttir pianó. Japis 9417-2. KANNSKI eru þetta nú ekki allt- saman „kvöldijóð" (nocturne) - en eiga þó vel við í skammdeginu, jafn- vel á haustin „með nýkveikt tungl í vindhvítum vötnum". Allt eru þetta meira eða minna þekktar lagaperlur eftir menn eins og Kreisler, Schum- ann, Tchaikovsky, Corelli, Bach og Hándel, svo einhvetjir séu nefndir, í flutningi framúrskarandi hljóð- færaleikara, Auðar Hafsteinsdóttur og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Auður leikur hér að sjálfsögðu á NOCTURNE ■m 'tN.N wmmm .SrriNliNN f.iRNA R,VjNAKMX> - UR fíðluna sína, en einnig á lágfíðlu. Um fiðluleik hennar yfirleitt þarf ekki að hafa mörg orð, hann er í senn fallegur og agaður og persónu- lega er ég mjög hrifinn af tóninum, sem á kannski sérlega vel við í gam- alli músík (Corelli, Vivaldi, Bach...), en höfðar þar fyrir utan mjög tii mín í sínum tæra og „svalandi" - næstum „hráa“ tjáningarkrafti. Engin málamiðlun, takk, enda hefur Auður hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fiðluleik sinn og komið víða fram á alþjóðlegum vettvangi sem einleikari og í kammermúsík, og er án efa einn af okkar fremstu túlk- andi listamönnum í tónlist í dag. Steinunn Birna er einnig í hópi fremstu píanóleikara okkar og hefur komið fram á tónleikum víða erlend- is og hlotið verðskuldaða viðurkenn- ingu. Litlu við þetta að bæta. Við höfum hér á einum hljómdiski 20 falleg og sígild lög í mjög góðum flutningi. Hjóðritun (Vigfús Ingvarsson) er fyrsta flokks. „ , Oddur Bjornsson Yegleg tónlistargjöf TÓNLIST Hljómdiskar J.S. Bach Gunnar Kvaran selló, Haukur Guð- laugsson orgel. Japis 9420-2. VARLA er hægt að hugsa sér fallegri gjöf tíl styrktar samtökum um krabbameinssjúk börn en þenn- an yndislega hljómdisk. Ekki nóg með að tónlistin sjálf er sýnishorn af Bach einsog hann gerist dýrðlegastur í „blíðu og stríðu", aðgengileg og stór (og ekki fleiri orð um það!), heldur er sjálfur flutningurinn með þeirri djúpu inn- lifun og reisn, sem slíkri tónlist hæfir. Það vissu nú allir að Gunnar Kvaran er einhver besti sellisti sem við höfum eignast - og á hann þó í harðri samkeppni. Sem túlkandi Bachs er hann í allra fremstu röð. Þar kemur til örugg stílkennd, mik- ill tónn og fagur - svo ekki sé minnst á fyrrnefnda innlifun og þá innbyggðu reisn sem öll tónlist Bachs býr yfír. Mætti ég líka minn- ast á sjálft trúartraustið, auðmjúkt og huggunarríkt og hafið yfir efa- semdir. Túlkun Gunnars á tveimur fyrstu sellósvítunum er að mínu mati ein- staklega „kórrétt", ekki síst hvað viðkemur hraðavali, „fraseringum" og áherslum. Og hef ég þó í huga menn einsog Casals, Foumier, Tort- elier, Starker og Bengston. En það er reyndar ekki nóg. Enginn getur leikið slíka tónlist nema hann hafi þann persónuleika - það andlega „format" - sem tónskáld á borð við Bach og Beethoven (sem eru víst fá - ef nokkur) krefjast. Haukur Guðlaugsson leikur með Gunnari í nokkmm vel þekktum (og eftir því fallegum) verkum eftir Bach, svo sem í Aríu úr hljómsveit- arsvítu nr. 3, Kom, dauðans blær og Slá þú á hjartans hörpustrengi o.fl., útsett fýrir orgel og selló. Haukur er auðvitað rétti maður á réttum stað í verkum sem þessum - og í „andlegri" tónlist yfirleitt, ekki síst ef hún er eftir Bach. Hve- nær fær maður Sálmforleikina með honum? 0g hvenær fær maður allar Bach-svítumar með Gunnari Kvar- an á hljómdiska (2)? Ég bíð. Hljóðritun (fór fram í Fella- og Hólakirkju) er mjög góð - enda varla við öðm að búast þegar Vig- fús Ingvarsson og Hreinn Valdi- marsson eiga í hlut. Þeir sem vilja styrkja samtök um krabbameinssjúk böm og aðrir unn- endur fagurrar tónlistar fá hér tækifæri að eignast hljómdisk sem er perla, bæði hvað varðar tónlist og flutning. Oddur Björnsson 'estlendingar dr. Lúðvíks Kristjánssonar koma þessi árin út öðru sinni. Nú er annað bindið komið út, en það ber heitið „ Jón Sigurðsson og Vestlendingar". Um eíni þess sagði dr. Bjöm Þorsteinsson sagnfræðiprófessor: „ Ritið Vestlendingar verður til þess að stækka Jón Sigurðsson enn að mun. - Á Vesturlandi hefst íslensk sjálfstæðisbarátta og þar átti Jón Sigurðsson ömggast fylgi og um þá sveit fjallar Lúðvík Kristjánsson. Rit hans er stórmerkt framlag til rannsókna á mikilvægu atriði þjóðarsögunnar. Með riti smu hefiir Lúðvík fært sjálfstæðisbaráttu 19. aldar nær okkur nútímamönnum. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF. - Slík rit þarf að semja úr öðmm hémðum landsins, fyrirmyndin er fengin, svo hægara er að feta slóðina." Guðbrand- ur Ægir - sýnirá Mokka ÞRIÐJUDAGINN 6. desember opnaði Guðbrandur Ægir sína fyrstu einkasýningu á Mokka við Skólavörðustíg. Sýningin fjallar á einfaldan hátt um jólahald íslendinga fyrr og nú og ber yfírskriftina Hátíð ljóss og skugga, segir í kynningu. Sýningin stendur út jólamán- uðinn. Guðbrandur Ægir stundaði fyrst myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykja- vík. Hann útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands sl. vor eftir fjögurra ára nám þar. Guðbrandur Ægir er fæddur á Sauðárkróki 1963. Síðustu sýn- ingar í Kaffi- leikhúsinu fyrir jól SÍÐASTA sýning á Sápu eftir Auði Haralds verður 17. des- ember og á Eitthvað ósagt eftir Tenessee Williams 10. og 16._ desember. í fréttatilkynningu segir: „Góð aðsókn hefur verið að þessum sýningum og í heild hafa komið hátt á annað þús- und manns í Kaffiléikhúsið frá því það var opnað 7. október sl. Hlaðvarpinn er þekktur fyr- ir sérstaka jólastemmningu og þó svo starfsemin hafi breyst er jólastemmningin í þessum rúmlega aldargömlu húsum enn mikil.“ I Kaffileikhúsinu er nú boð- ið upp á ýmiskonar jólagóð- gæti, glögg og piparkökur og jólasælgæti. Tónleikar í Alafossverk- smiðjunni LAUFEY Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Richard Talkovsky sellóleikari halda tónleika í gömlu Álafossverksmiðjunni í Mosfellsbæ, í vinnustofu Tolla, laugardaginn 10. desember kl. Í6. Á efnisskránni eru verk eft- ir Giordani, H. Villa Lobos og Ravel og verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, sem þarna er flutt í fýrsta sinn hérlendis. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikar eru haldnir á þessum stað. Miðar eru seldir við inn- ganginn. Halldór sýnir í Galleríi Birgis HALLDÓR Ásgeirsson mynd- listarmaður opnar sýningu í Galleríi Birgis Andréssonar laugardaginn 10. desember kl. 16. Sýningu sína kallar Hall- dór „Hraun - Um - Rennur“ og í kynningu segir: „Um er að ræða samspil hrauns sem brætt er á staðnum og gler- flaskna er innihalda litróf vatnslita." Sýningin er opin alla fimmtudaga milli kl. 14 og 18 og stendur út janúar. Þess má geta í Ieiðinni að nú stendur yfir sýningin „Hraungögn" með verkum Halldórs í hús- gagnadeild Pennans við Hall- armúla í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.