Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 60
Sjúkraliðar fá fjárstuðn- ing úr ýms- um áttum GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, afhenti Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formanni Sjúkraliðafélagsins, 750 þúsund krónur í verkfalls- sjóð í gær. Áður hafði félagið afhent sjúkraliðum eina milljón króna. Sjúkraliðafélagið fékk einnig í gær eina milljón frá Rafiðna- sambandinu og 300 þúsund frá Sambandi íslenskra banka- manna. Þá barst sjúkraliðum í gær yflrlýsing um fjárstuðning frá HÍK, flugfreyjum, flug- >> virkjum, múrurum og Starfs- mannafélagi Akureyrar. „Þörfin eykst dag frá degi þannig að við erum ákaflega þakklátar fyrir þennan stuðn- ing,“ sagði Birna Ólafsdóttir, sem tekur á móti framlögum í verkfallssjóð sjúkraliða á skrif- stofu Sjúkraliðafélagsins. Hún sagði að fjölmargir einstakling- ar hefðu stutt félagið með fjár- framlögum undanfarna daga. Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Guðmundsdóttir þakkar Guðmundi J. Guðmundssyni fyrir stuðninginn frá Dagsbrún. Stærstu brugg- verksmiðj- unni lokað STÆRSTA bruggverksmiðja sem uppvíst hefur orðið um var gerð upptæk af fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík á miðnætti í nótt. Lögreglan lagði hald á 2.400 lítra af gambra og 150 lítra af landa í neytendaumbúðum í iðnaðarhúsnæði í vesturbænum. Bruggverksmiðjan var afar tæknivædd og meðal ann- ars búin tveimur suðutækjum. Ann- að var fyrir 250 lítra, hitt fyrir 300. ---» ♦ ♦-- Islandsmet í síldveiði HÚNARÖST RE er búin að fá 13.500 tonn af síld frá því í septem- ber. Eftir því sem blaðið kemst næst er hér um að ræða metafla af síld. Fyrra met átti Eggert Gíslason og áhöfn hans á Gísla Árna. Það var 12.692 tonn sem fengust frá í maí og fram í desember 1966. ■ SilfrihafsinsbreyttígulI/31 Kennarar í KÍ o g HÍ K ræða leiðir til að fylgja eftir kröfugerð samtakanna Tímaáætlun tilbúin um boðun verkfalls RÆTT hefur verið að hefja undirbúning hugsanlegra verkfallsaðgerða kennara upp úr áramótum innan Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags til að fylgja eftir sameiginlegri kröfugerð sam- takanna. Tímaáætlanir sem gerðar hafa verið miðast við að unnt verði að taka ákvörðun um atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun fyrir miðjan janúar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, segir að ef ákveðið verði mjög fljótlega að fara út í aðgerðir verði við það miðað að þær hefjist fyrir lok febrúar áður en Alþingi lýkur störfum. Hann tekur þó fram að slík ákvörðun hafí ekki verið tekin. Rannsókn um tengsi atvinnulífs og skóla Stúdentspróf fær- ir ekki hærri laun ÞEIR sem eru með stúdentspróf hafa ekki hærri laun á vinnumark- aði en þeir, sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi. Aftur á móti gegna stúdentar gjaman flóknari störfum en hinir sem bendir til þess að atvinnulífið kaupi stúd- entsprófíð engu verði. Að sama skapi skiptir nám af tveggja ára bóknámsbrautum engu máli, hvorki launalega né starfslega séð. Þetta eru meðal annars niður- stöður dr. Gerðar G. Óskarsdóttur, kennslustjóra í kennslufræði við Háskóla íslands, en hún varði í sumar doktorsritgerð um þetta viðfangsefni við Kalifomíuháskóla í Berkeley. Áhugaleysi í atvinnulífi Gerður kemst einnig að þeirri niðurstöðu að lítil sem engin tengsl séu á milli þeirra, sem skipuleggja skólastarf og þeirra aðila í at- vinnulífinu sem hafa með höndum starfsmannaráðningar. Algjört áhugaleysi ríkir hjá aðilum at- vinnulífsins gagnvart hugmyndum um aukna menntun, atvinnulífinu til handa, enda viðkvæðið gjarnan það að frekari menntun sé bæði óþörf og óæskileg. ■ Daglegt líf/2-3C Eiríkur sagði að tónninn í kenn- urum hefði breyst mikið frá því fyrir einu og hálfu ári þegar meiri- hluti félaga í KÍ felldi í atkvæða- greiðslu að boða til verkfalls. Að- spurður sagði hann að rætt hefði verið við félagsmenn um hvernig ætti að fylgja kröfugerð samtak- anna eftir og sagði að verkfall væri eina löglega leiðin sem kenn- arar ættu kost á. Eiríkur sagði að menn hefðu skoðað almanakið eftir áramót til að athuga hvernig hent- aði best að standa að atkvæða- greiðslu um verkfall ef kennarar neyddust til að fara þá leið. Þá þyrfti hún að fara fram mjög fljót- lega upp úr áramótum. „Þing fer heim í lok febrúar og ef til þess kemur að menn færu út í þessar aðgerðir mjög fljótlega, þá myndi það örugglega gerast fyrir þinglok," sagði Eiríkur. 4-6 vikna fyrirvari Annar forystumaður kennara- samtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið að menn væru búnir að setja niður ákveðnar tímaáætl- anir um aðdraganda hugsanlegra verkfallsaðgerða. Reiknað væri með að tæki 4-6 vikur að undirbúa að- gerðir frá því að ákvörðun um at- kvæðagreiðslu yrði tekin þar til verkfall gæti hafist. Dreifa þyrfti kjörgögnum og safna þeim saman og svo þyrfti að boða verkfallið með 15 sólarhringa fyrirvara. Kröfugerð kennara/4 Útlit fyrir 250 milljóna hagnað hjá Járnblendinu gerðu ráð fyrir upp undir 400 milljóna kr. hagnaði i ár. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri segir að verri útkoma en útlit var fyrir í upphafi stafi af verð- lækkun, þróun Bandaríkjadals, dýrari hráefnum og kostnaði við ofn sem bilaði í vor. Nú stefndi í 250 milljóna kr. hagnað á ár- inu. „Þetta er um 10% af veltu og er ekki hægt annað en vera ánægður með það,“ segir Jón. — Happdrættismarkaðurinn ÚTLIT er fyrir að í ár verði 250 milljóna kr. hagnaður af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga. Er það nokkru minni hagnaður en áætlað var og munar þar um 130-150 millj- ónum en útkoman er þó 100 milljónum kr. betri en á síðasta ári er tæplega 150 milljóna króna gróði varð af rekstri verk- smiðjunnar. Áætlanir Jámblendifélagsins Þriggja milljarða kr. velta á ári hveiju ÍSLENDINGAR eyða um þremur milljörðum í happdrætti, lottó, happdrættisvélar, söfnunarkassa, bingó og þess háttar á ári. Af þessum þremur milljörðum fá þeir sem detta í lukkupottinn rúma tvo milljarða til baka aftur í ýmiss konar vinninga. Risamir á markaðnum eru Happ- drætti Háskóla íslands og íslensk getspá. Þau vetta hvort fyrir sig langt yfir milljarði króna á ári. Hlutur líknarfélaga minnkar Með nýjungum eins og sjónvarps- leikjum og skafmiðum hefur hlutur ýmissa félagasamtaka og líknarfé- laga, sem hafa að miklu leyti fjár- magnað starfsemi sína með árlegum eða hálfsárslegum happdrættum, minnkað til muna síðustu ár. ■ Við leggjum miIIjarða/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.