Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir jólin Mikið úrval af i síðum kjólum 15% stgr.afsl. A BffiH Kt rUKN TO .. .með geisladrifi oghátölurum! I Við bjoðum einnig fjölbreytt urval CD-ROM- geisladiska allt frá barnaleikjum til orðabóka og allt þar á milli. Svo geturðu einnig spilað venjulega hljómgeisladiska með drifinu. Sýning 12. til 17. desember. LITTLE MOnSTER ATSCHOOL THETOftfófSE Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 LISTIR »• TOLUSETTAR BERNSKU- MINNINGAR Þórarinn Eldjárn svipuðu reki og maður sjálfur eiga sameiginlegt." Hann segir að margar minningamar sem hann færi í bókina séu frá sjötta áratugnum og stijálist svo smátt og smátt og upprifjunin nái til ársins 1960, þegar hann er tæplega tvitugur. Mörg minningarbrotin eru sótt í heim bóka, tímarita og útvarps. Þá minnist höfundur mannanafna, tísku- vara og vörumerkja, eins og: „Ég man apaskinnsjakka“,_„Ég man lýsól- lykt“, „Ég man íslendingaþætti Tímans" og „Ég man Lárus Salómonsson." Vissulega eru þessar endurminningar mis at- hyglisverðar, sumar rifja eitthvað upp fyrir lesandanum, aðrar skemmta honum og svo eru þær sem gefa ekki neitt. Maður staldrar gjaman lengst við per- sónuleg atvik sem hentu höfundinn - og eins og oft gerist við lestur texta eftir Þórarin á maður auðvelt með að brosa: „Ég man hvað það var erfítt að spila með lúðrasveitinni fyrir framan sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hafa ælt alla leiðina með Akra- borginni." Ekki þarf að lesa lengi til að fínna fyndnar minningar eins og: „Ég man í átta ára bekk að einhver sagði við mig: „Ertu ekki bytjaður að greiða þér?“, en kvikindisskapur bamaáranna er þarna líka: „Ég man Camp Knox og fúkkalyktina af krökk- unum þaðan í skólanum." Það má líta á Ég man sem nýtt framlag til bemskuminninganna svo- nefndu, sem sumir kölluðu „stráka- sögur“ í niðrandi tón, og voru áber- andi fyrir nokkrum árum. Það voru sögur sem komu með nýtt líf í ís- lenska skáldsagnagerð, þar sem höf- undamir voru gjaman að skrifa um bemskuheima og æskuupplifanir í goðsagnalegri mynd. Þórarinn fer allt aðra leið með sínar minningar, býr þeim ekki sögulegan búning heldur býður lesandanum þær hráar til lestr- ar: 480 tölusettar minningar á tæpum 90 síðum. En það athyglisverðasta er að margar þessar minningar verða þó að einhverskonar sögum við lestur- inn; verða að einhveiju leyti manns eigin upplifanir og maður sér þær fyrir sér sem svipmyndir. Þórarinn segist fullkomna sam- svörunina við bók Perecs með því að staðnæmast við 480 atriði og útbúa nafna- og atriðaskrá. Hann segist síðan vona að hugmyndin kveiki í lesendum, og að „þeim dugi ekki minna en heilt eigið kver undir það sem kvikna kann“. Ekki veit ég hvort lestur bókarinnar geti hrundið af stað einhverskonar keðjubréfí; að einn lesi og skrái síðan sínar eigin minningar, fái þær öðrum til lestrar og þannig koll af kolli. Vissulega er hugmyndin skemmtileg og öllum hollt að leyfa huganum að grafa eftir rykföllnum minningum, fyllast eftirsjá yfír sum- um og skemmta sér yfír öðrum. Ómögulegt er þó að segja hvort út- koman hjá öðrum yrði jafn fjölbreyti- leg og lifandi og hjá Þórami, því þótt hann fái grunnhugmyndina að láni hefur hann náð að setja saman skemmtilega og persónulega smábók sem er laus við tilgerð. Ég man er fallega frágengin í prenti og bandi en eitthvað við kápu- hönnunina minnir á glósubók eða jafnvel draumráðningabók; kápan hefði mátt vera hlýlegri og persónu- legri. En að hafa nafna- og atriða- skrá í bókarlok er góð hugmynd, því það er skemmtilega tilgangslaust að geta gripið inn í þetta óvenjulega bernskuminningasafn eins og um merkan sagnfræðilegan fróðleik sé að ræða, að fletta til dæmis upp á orðinu „Sunbeam“, sjá að það er núm- er 228 og fínna: „Ég man Sunbeam hrærivélar". Einar Falur Ingólfsson BÓKMENNTIR M i n n i n g a r ÉG MAN eftír Þórarin Eldjám. Forlagið 1994. Prentun Oddi -104 síður. UNDIRTITILL Ég man, nýrrar minningarbókar Þórarins Eldjáms, er 480 glefsur úrgamalli nútíð. Og bók- in er einmitt sett saman úr örstuttum, tölusettum minningum höfundarins sem flestar rúmast í einni setningu og hefjast allar á orðun- um „ég man“. Þessi minningarbrot eru ekki í neinni skipulagðri röð, þau birtast bara fyrir augum lesandans, eitt af öðru. Númer 89 er þannig: „Ég man að bíl- freyjumar í Norðurleið- arútunni hentu ælupok- unum út um gluggann"; 90: „Ég man hvað físk- salinn á Víðimel var aljt- af reiður“; og 91: „Ég man hvað mér gekk alltaf illa að selja merki." Þórarinn þakkar franska rithöfund- inum Georges Perec fyrir bókina Je me souviens, sem út kom 1978, og útskýrir í eftirmála að þaðan komi bæði hugmyndin og titillinn. „Aðferð- in er einföld...: Maður rifjar upp næst- um gleymt smælki, fánýtt og ómerki- legt, sem allir eða a.m.k. margir á fóstudag, laugardag og sunnudag. opið fos. 10-18:30 lau. 10-18 sun. 13-17 Fjöldi annarra tilboða Laugavegi 54 - Sími 25201 Rússneski sirkusinn í bíósal MÍR SÍÐASTA kvikmyndasýning- in fyrir jól í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, verður sýnd nk. sunnudag, 11. desember, kl. 16. Þá verður sýnd kvikmynd- in j,Sirkus“ (Parad alle). I fréttatilkynningu segir: „í myndinni eru sýnd mörg atriði úr sirkussýningum í Rússlandi og koma þar flestir frægustu skemmtikraftar landsins á síðustu árum við sögu. Þulur og leiðsögumaður um sirkusinn er í kvikmynd- inni hinn frægi trúður Nikul- in. Þarna má sjá loftfimleika- menn, sirkusdýrs, sjónhverf- ingamenn, trúðana Karandasj og Popov o.s.frv., auk þess sem atriðum með leikbrúður er skotið inn í myndina. Skýr- ingar eru á rússensku og óþýddar á annað tungumál, en það ætti ekki að koma að sök því að sirkus er fyrst og fremst fyrir augað“. Aðgangur að bíósal MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. „Leitin að jólastjörn- unni“ í Nor- ræna húsinu NORSKA ævintýramyndin „Reisen til julestjemen" verð- ur sýnd í Norræna húsinu á sunnudag 11. desember og hefst sýningin kl. 13 eða klukkutíma fyrr en auglýst er í prentaðri dagskrá. Myndin er gerð eftir leikriti Sverres Brandt og er sögu- þráðurinn á þessa leið: „A jólanótt er Gullintoppa prins- essa lokkuð út í skóg að leita að jólastjörnunni af frænda sínum, sem er grimmur og undirförull greifi. Árin líða og ekkert spyrst til prinsessunar. Drottningin og kóngurinn eru búin að missa alla von um að finna dóttur sína að nýju þar til einn góðan veðurdag kem- ur lausnin." Myndin er ætluð börnum jafnt sem fullorðnum og er hún með norsku tali. Sýningin tekur um eina og hálfa klukkustund. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Málverk í Götugrillinu KRISTBERGUR Pétursson myndlistarmaður opnar sýn- ingu á verkum sínum á veit- ingastaðnum Götugrillinu, Ameríkumaður í París, laugardaginn 10. desember kl. 14. Götugrillið er til húsa í Borgarkringlunni, Kringl- unni 4-6. Kristbergur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum heima og erlendis, síð- ast í Kína. Á þessari sýningu verða til sýnis málverk, unnin á þessu ári. Ný verk Gallerí Ríkey SÝND verða ný verk á laugar- dag og sunnudag frá kl. 13-18 í Gallerí Ríkey, Hverfisgötu 59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.