Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 21 Þriðjung- ur myrtra voru börn YFIR þriðjungur þeirra 800.000 manna sem voru myrtir í hjaðningavígunum í Rúanda fyrr á árinu voru börn, að sögn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna, sem rannsakað hafa morðin. Þá eiga 80-90% þeirra barna sem lifðu hryllinginn af, við sál- ræna erfiðleika að stríða. Arafat verð- andi SUHA, eig- inkona Yass- ers Arafats, sagði frá því í útvarpsvið- tali l gær að hún ætti von á barni. Kvaðst frú Arafat, sem er 29 ára, vera komin rúman mánuð á leið. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna en þau giftu sig árið 1989. Collor fyrir rétt FERNANDO Collor, fyrrum forseti Brasilíu, kom í gær fyrir rétt í heimalandi sínu en hann er sakaður um spillingu. Því hefur hins vegar verið spáð að hann verði úrskurðað- ur saklaus vegna skorts á sönnunargögnum þrátt fyrir að málið hafi verið rannsakað síðustu tvö ár. • • Ofgastjórn í Slóvakíu VLADIMIR Meciar, sem út- nefndur hefur verið næsti for- sætisráðherra Slóvakíu, hyggst mynda samsteypu- stjórn flokka sem eru yst á hægri- og vinstri væng sló- vakískra stjórnmála. Ekki hefur tekist að mynda stjórn í landinu eftir kosningarnar fyrir tveimur mánuðum. Bretar o g Sinn Fein ræðast við BRETAR munu í dag hefja fyrstu viðræður sínar við Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA). I við- ræðunum á að leggja grunn að samningaviðræðum sem miða að því að ljúka 25 ára stríði kaþólikka og mótmæl- enda á Norður-írlandi. Óþekktur maður dæmdur DÓMSTÓLL í Þýskalandi dæmdi í gær Asíubúa í átta ára fangelsi án þess að vita nafn eða þjóðerni hans. Mað- urinn hlaut dóm fyrir nauðg- un, rán og skjalafals en hann hefur neitað að gefa vitnis- burð. Hann var með s-kóreskt vegabréf sem dómstóllinn úr- skurðaði falsað. Er talið að maðurinn sé Kínveiji eins og vitorðsmaður hans. faðir Suha ERLEIMT Morðin á næturklúbbi í Stokkhólmi Höfuðpaurarnir sýndu eng- an mótþróa við handtöku Tengdust harðsvíruðum hópi illþýð- is sem stundaði skipulega glæpi TVEIR menn sem eftirlýstir höfðu verið og grunaðir um aðild að fjölda- morðinu við næturklúbb í Stokkhólmi sl. sunnudag voru handteknir í fyrra- kvöld er þeir reyndu að komast út úr borginni á stolinni bifreið. Guillermo Tommy Marquez Jara Zethraeus Mennirnir tveir eru 23 ára Chile- maður, Guillermo Marquez Jara, og 25 ára Svíi, Tommy Zethraeus. Þeir eru taldir vera höfuðpaurarnir í skotárásinni á næturklúbbinn við Stureplan. Skotið var af sjálfvirkum riffli inn í anddyrri klúbbsins við tokun klukk- an fimm að morgni sunnudagsins. Biðu fjórir klúbbgestir bana og 20 slösuðust. Sænska lögreglan fékk vísbend- ingar um að Marquez Jara og Zet- hraeus feldust í kofa út á Drottning- arhólma. Aðeins ein leið er út af hólmanum inn í borgina og voru þeir gripnir við vegtálma á Nockeby- brúnni sem tengir hólmann við fastalandið. Hinir meintu morðingjar voru óvopnaðir og sýndu ekki mótþróa er Opel Kadett bifreið þeirra var stöðvuð á brúnni klukkan 22:02 að staðartíma í fyrrakvöld. Stigu þeir út úr henni og réttu hendur upp fyrir höfuð. Var þeim skipað að leggjast á götuna. Samstundis dreif tugi þungvopnaðra lögreglumanna sem köstuðu sér yfir þá og settu í jám. Þreyttir Að sögn talsmanns lögreglunnar voru hinir eftirlýstu þreyttir og illa til reika er þeir voru gripnir. Var þeim ekið rakleitt á lögreglustöðina í Stokkhólmi þar sem yfirheyrslur áttu að hefjast í gær. Bifreið sakborninganna var hlað- in matvælum, verkfærum og við- legubúnaði. Taldi lögreglan það til marks um að þeir ætluðu að kom- ast burt frá Stokkhólmi og jafnvel komast úr landi. Tveggja manna, sem taldir eru hafa verið viðriðnir skotárásina, er enn leitað. Talsmaður sænsku lögreglunnar sá sér- staka ástæðu til þess að þakka stigamönn- um í undirheimum Stokkhólms fyrir að hafa aðstoðað hana við að klófesta Marquez Jara og Zet- hraeus. Sagði lögregl- an að morðið hefði vakið viðbjóð hjá stigamönnum. Við leitina að hin- um meintu morðingj-. um hefur sænsku lög- reglunni tekist að upplýsa fjölda grófra glæpaverka. Hefur hún m.a. lagt hald á talsvert magn vopna. Meðal kom í ljós, að Marqu- ez Jara og Zethraeus voru engir smáglæpamenn heldur tengdust harðsvíruðum hópi illþýðis sem stundaði skipulega glæpastarfsemi. (Byggt á Reuter, Dagbladet og VG) WINDSOR-KASTALI komst síðast í fréttirnar í nóvember 1992 en þá kviknaði í hinum sögufrægu híbýlum konungsfjölskyldunnar. Verður Windsor annað Dallas? London. Reuter. ELÍSABETII. Englandsdrottn- ing hefur gefið leyfi til olíuleitar í garðinum við Windsor-kastala en þeir, sem að henni standa, segjast vissir um, að mikil olía sé þar í jörðu. Hugsanlegar olíu- tekjur munu þó ekki renna til drottningar og fjölskyldu henn- ar, heldur beint í ríkiskassann. Það er kanadískt olíuleitarfyr- irtæki, Canuk Exploration Ltd., sem ætlar að bora í kastalagarð- inum en framkvæmdastjóri þess, Desmond Oswald, hefur lofað að breyta honum ekki í borturna- skóg eins og víða mátti sjá í Bandaríkjunum á þriðja áratug aldarinnar. Bæjarbúar í Windsor hafa þó áhyggjur af þessu og bæjarstjórinn þeirra, Dennis Outwin, segir, að finnist umtals- verð olía muni ekkert koma í veg fyrir, að þessi fagri og fornfrægi staður breytist í annað Dallas. 100 milljón föt? Oswald er jarðfræðingur að mennt, með 40 ára reynslu að baki, og hann spáir því, afrjarð- lögin í Windsor geymi allt að 100 miHjónir olíufata. I Bretlandi er nú aðeins ein olíulind unnin á Iandi, í Wytch Farm í Dorset, og gaf hún af sér 90.000 föt á deg í september. Eru birgðirnar þar áætlaðar 350 milljónir fata. Olíu- vinnsla Breta i Norðursjó er hins vegar 2.489.000 föt á dag. Díana og Karl undir sama þaki um jólin London. Reuter. DIANA prinsessa af Wales mun eyða tveimur nóttum undir sama þaki og eiginmaður hennar, Karl prins og Elísabet drottning, um jól- in, að sögn breska blaðsins Daily Mirror. Segir blaðið þetta gert til að prinsessan þurfi ekki að yfirgefa syni sína, Harry og Vilhjálm, á jóla- dagsmorgun. Konungsfjölskyldan mun dveljast á Sandringham-setrinu í Norfolk. Um síðustu jól kom Díana með syn- ina til setursins en hélt tárvot á brott að lokinni guðsþjónustu á jóla- dag og snæddi jólamálsverðinn ein í Kensington-höll í London. Karl og Díana munu búa hvort í sinni íbúðinni á Sandringham. Sendiherra Indónesíu á íslandi Vitum hvað fólki er fyrir bestu „ÍSLENDINGAR vita afskaplega lítið um Indónesíu. Því hef ég komist að í þau tvö skipti sem ég hef kom- ið hingað áður,“ segir Catherine A. Latu- papua, sendiherra Indónesíu á íslandi og í Noregi. Hún var stödd hér á landi í vik- unni til að vera við- stödd kynningu á menningu þjóðar sinnar, sem hún segir bestu leiðina til að auka þekkingu íslend- inga á landinu. Að sögn Latupapua er um sáralítil ef nokkur viðskipti land- anna að ræða. Á ári hveiju fari hins vegar um 200 íslenskir ferðá- menn til Indónesíu og þar séu nú tveir íslenskir skiptinemar. Lýðveldisafmæli Indónesía samanstendur af um 17.000 eyjum en íbúar eru 190 milljónir. Flestir eru islamstrúar en Latupapua segir ríkið hins veg- ar ekki islamskt. Önnur trúar- brögð; kristni, hindúatrú og búdda- trú njóti fullrar virðing- ar. Staðbundin mál og málýskur eru um 150 talsins. Á næsta ári halda Indónesar upp á 50 ára lýðveldisafmæli sitt en landið var nýlenda Hollend- inga í þijár aldir. Latupapua segir Indónesa eiga við mörg vandamál að stríða, þó að margt hafi breyst til hins betra á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Eitt þeirra sé ólæsi, sem er um 12%. „Þá er fátækt enn nokkur, þó að ástandið hafi batnað mjög. Þjóð- artekjur eru nú um 670 dalir á mann á ári. Okkur er mjög í mun að bæta kjör fólksins og leggjum áherslu á að iðnvæð- ast hægt og bítandi. Stöðuleiki skiptir geysilegu máli. Kommúnistar hafa í tvígang reynt að ná völdum og heittrúaðir múslimar einu sinni. Við slíkar aðstæður skipta skyldurnar við samfélagið meira máli en einstaklingsréttur- inn og til að koma á stöðugleika hafa t.d. verkföll verið bönnuð. Við vitum hvað fólkinu er fyrir bestu. Verk- fall gæti hæglega leitt til óeirða og það viljum við ekki,“ segir Latupapua. Ástand ekki slæmt Indónesía var fyrir skömmu gestgjafi á ríkjaráðstefnu Kyrra- hafsríkja. Þá er landið í forsæti Samtaka hlutlausra ríkja. Segir Latupapua þetta dæmi um að ástand mála i Indónesíu geti ekki verið svo slæmt. Indónesar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir mannréttindabrot á íbúum Austur-Tímor en Latupapua vísar því á bug að illa sé farið með fólk þaðan. Helmingur eyjarinnar hafi heyrt undir Indónes- íu en hinn hlutinn, Aust- ur-Tímor úndir Port- úgala. Nýlenduherrarnir hafa hald- ið fyrirvaralaust á brott árið 1974 og eftir þann tíma hafi verið mikið um átök milli andstæðra stjórn- málafylkinga. Ólæsi og fátækt hafi verið mikil og ættarhöfðingjar á eyjunni hafi beðið indónesísk stjórnvöld um að innlima landið. Það hafi verið gert en þá hafi mótmælahrina gengið yfir. Indó- nesar vilji nú aðeins leysa málið friðsamlega, undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna. Catherine A. Latupapua. Stöðugleiki skiptir geysi- legu máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.