Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 51 I DAG Árnað heilla Ljósmyndarinn Lára og Nína BRUÐKAUP. Gefin voru saman 8. október sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Eyrún Þóra Bachman og Jón Grétar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Veghúsum 31, Reykjavík. BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson VARNARSPILURUM 'er meinilla við að spila út í tvöfalda eyðu. Sem er skilj- anlegt, því' oftast nær kost- ar það slag. En ekki alltaf. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D972 ▼ K82 ♦ Á9 ♦ Á963 Vestur ♦ 6 V DG1053 ♦ G10763 ♦ 82 Austur ♦ G53 ▼ Á94 ♦ K854 ♦ DG5 Vestor Norður 1 lauf Pass 2 spaðar Suður ♦ ÁK1084 V 76 ♦ D2 ♦ K1074 Austor Suður 1 spaði 4 spaðar Útspil: hjartadrottning. Sagnhafi stakk upp hjartakóng, en austur drap á ás og spilaði níunni um hæl. Vestur yfirdrap með tíunni og fann þá eitruðu vöm að skipta yfir í tígui- gosa. Hann hugsaði sem svo að suður væri varla líklegur til að eiga þriðja hjartað úr því hann dúkkaði ekki hjartadrottningu. Nú var komið að suðri að sýna til- þrif. Hann drap á tígulás, trompaði hjarta og tók spaða þrisvar. Spilaði sig síðan út á tíguldrottningu. Austur gerði sér grein fyr- ir því að suður ætti ekki fleiri rauð spil. „Maður spilar ekki út í tvöfalda eyðu,“ hugsaði hann og prófaði laufgosa. En sagnhafi las stöðuna rétt, drap á ásinn og svínaði svo tíunni. Austur gerði sig sekan um að telja ekki upp hönd suð- urs. Hann hafði sýnt 5 spaða, 2 hjörtu og 2 tígla. Þar með átti hann örugglega 4 lauf og græddi því ekkert á trompun og afkasti. Önnur staða kemur upp ef vestur spilar þriðja hjart- anu í byijun. Suður trompar, tekur trompin og spilar laufi þrisvar. Þá er austur kirfi- lega endaspilaður. -------» ♦ 4------- LEIÐRÉTT Þorgeir í Odda er Baldursson í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um prentiðnað er Þorgeir Baldursson, fram- kvæmdastjóri Prentsmiðj- unnar Odda, ranglega sagð- ur Eyjólfsson. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Ljösmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. nóvember sl. í Seljakirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Bylgja Jó- hannsdóttir og Pálmi Að- albjörnsson. Heimili þeirra er í Fellsmúla 12, Reykja- vík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. október sl. hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík Irina Skorobo- gatykh og Lúðvík Sveins- son. Þau eru búsett í Reykjavík. HOGNIHREKKVISI j.VeÐL'AHARtMN SsHPt þéfiSHOWRT tCORT í Á&‘.‘ Pennavinir NÍTJÁN ára finnskur fijálsíþróttapiltur vill skrifast á við 17-20 ár aíþróttastúlkur: Tomi Nissinen, Haarala, 41350 Laukaa as, Finland. FRANSKUR kennari og túlkur, 34 ára gamall, vill skrifast á við konur. Skrifar á ensku auk frönsku: H. Benoit Leveque, 65 Boulevard de la Liberte, F 59400 Cambrai, France. SAUTJÁN ára þýskur piltur með mikinn Is- landsáhuga: Markus Nollert, Schöllbronnerstr. 19, 76199 Karlsruhe, Germany. SEXTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, borðtennis, bréfaskriftum og ljósmyndun: Daniel Yaw Manu, P.O. Box 1463, Koforidua E/R, Ghana. TVÍTUGUR sænskur piltur með áhuga á tölvu- tónlist: Mathias Brattberg, Odengatan 16, 360 70 Áseda, Sweden. SAUTJÁN ára þýsk stúlka með áhuga á hest- um, ljósmyndum og íþróttum: Katja Prosch, Amselweg 1, 63674 Altenstadt, Germany. STJÖRNUSPA cftir Francesllrake FRÁ Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist og útivist: Marian Andoh Kas- son, P.O. Box 922, Oguaa District, Ghana. TÓLF ára norskan pilt langar að safna íslensk- um frímerkjum og vill þess vegna eignast pennavini hérlendis: Goran Ándersen, Helland, N-8270 Drag, Norway. BRESKUR 24 ára nemi í ljósmyndun með áhuga á tónlist, útivist, íþróttum auk þess sem hann reynir áð læra íslensku í tóm- stundum: Scott Howse, 13 Briofhton Terr- ace, Bedminster, Bristol B53 3PS, England. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á sundi, kvikmyndum, tón- list, dansi og körfuknatt- leik: Jacklyn Smith, P.O. Box 223, Oguaa District, Ghana. BANDARÍSKUR 44 ára karlmaður með mikinn íslandsáhuga, menningu okkar og sögu. Vill skrif- ast á við 35-40 ára konur: Michael R. Smith, 9 Shaw Place, Foxborough, MA 02035, V.S.A. BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur áhuga á listum og vísindum og kemur skoð- unum þínum vel til skila. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú áformar að sækja nám- skeið eða skreppa í ferðalag á næstunni. Gleymdu ekki smáatriðunum þegar þú skoðar heildarmyndina. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú vinnur að því að tryggja fjárhagslega stöðu þína fyrir framtíðina og þér býðst tækifæri sem þarfn- ast íhugunar. Tvíburar (21. maí - 20. júnl) 4» Komandi ár lofar góðu að því er varðar sameiginlega hagsmuni ástvina. Nýttu þér meðfædda hæfileika og treystu á eigin getu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H86 Gerðu ekki of mikið úr smávegis vánda sem þér tekst auðveldlega að leysa. Á næstu mánuðum tekst þér að bæta stöðu þína verulega. Ljón (23.júlí - 22. ágúst) Þér gefast mörg tækifæri til að njóta lífsins á næstunni og ástarsamband styrkist. Þér miðar örugglega að settu marki í vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú annað hvort flytur á draumastaðinn á næsta ári, eða endurbætir núverandi heimili. Farðu út að skemmta þér í kvöld. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Aukið sjálfstraust og ánægjuleg ferðalög eru framundan á komandi ári. í kvöld eru heimili og fjöl- skylda i fyrirrúmi. Sporódreki (23. okt.-21.nóvember) Fjárhagur þinn fer batn- andi á komandi ári. Nýtt starf gæti staðið til boða eða gott tækifæri til að auka tekjurnar til muna. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) S&ó Fjölskyldumálin eru í fyr- irrúmi. Margir drauma þinna eiga eftir að rætast á komandi ári og þér miðar vel að settu marki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur einstakt lag á að vera á réttum stað á réttum tíma á komandi ári og óvænt tækifæri standa þér til boða. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Einkamálin hafa forgang hjá þér í dag. En á kom- andi ári opnast þér nýjar leiðir í félagslífinu, og vinir reynast þér vel. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Komandi ár verður þér mikilsvert í vinnunni og þín bíður aukinn frami. I kvöld gefst tækifæri til að blanda geði við góða vini. Stjömusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. SKULA HANSEN í hádeginu kr. 1.695. Á kvöldin kr. 2.395. Skólobní Veitingahús við Austurvöll. Pantanir í síma 62 44 55 Ný og glæsileg verslun á Skólavörbustíg 10 (viö hliöina á bílastæðahúsinu) DIMMALIMM Bankastræti 4, Skólavöröustíg 10 VETRARSKÓR Skór sem halda gangandií vetur Aðeins góðir og vandaðir skór fyrir fólk sem gerir miklar kröfurtil gæða. SENDUM í PÓSTKRÖFU Stærðir: 40 - 46 Hjá Skóstofunni færð þú ekki bara sérhannaða skó, &SKÓST0FAN ÖSSUR k HVERFISGÖTU 105 • SÍMI: 91-62 63 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.