Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ þ/}Ð VO&O E&l | 774 HNNOTABLem Grettir pAí>sm és ekio GERt FYR1R. LISTAVBRK ) ÞÖRFA SIWN I \TÍMA,SKIfTF/i/ HNOPA MUOEA moe>A SWTTU KVRie Tommi og Jenni Ljóska Jæja þá, ég las bókina fyrir þig, hvað geri ég nú? Nú skrifar þú ritgerðina. Ég vona að þú kunnir að meta allt þetta. Ég skal senda þér jólakort. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 FRÁ umræddum maraþondansi. Unglingar styrkja alnæmissjúka Maraþondans í Kolaportinu Frá Jóhanni Guðmundssyni: FRÉTT SEM var í Morgunblaðinu 1. des. vakti athygli mína og vakti upp minningar frá þeim tíma, þegar ég var unglingur og sendisveinn hjá Geir í Ási, en verslunin var á Lauga- vegi 160. Mér kom í hug þegar fjárhópar voru reknir á fæti austan úr sveitum, og að lokum niður Laugaveginn til slátrunar hjá Sláturfélaginu við Skúlagötu. Það var gaman að sjá falleg lömb og kindur oft fleiri hundr- uð streyma eins og fljót áfram, sam- an blandaðist hundgá, jarm, hróp og köll rekstrarmanná, en gleðin var blönduð samúð með þessum fjárhóp sem gekk á vegi dauðans og lá í valnum innan skamms. Þessi minning kom í hug mér þeg- ar ég las frétt í Morgunblaðinu. Sagt er frá að hópur 6-700 unglinga hafi farið í hópgöngu frá Hallgrímskirkju niður í Kolaport. (Áhorfandi sagði mér að þetta hefðu verið fallegir, ærslafullir, kátir krakkar og unglingar, sem létu vel til sín heyra, þeir streymdu áfram, eins og fljót niður Laugaveg að Kolaporti, innsk. JG.) Maraþondans hófst kl. 18 og stóð til kl. 6 næsta morgun. Krakkarnir tóku sér gjarnan eitthvað annað fyr- ir hendur í hléum, t.d. var leikinn körfubolti, setið við að pijóna smokk, málaðar myndir og fleira. Ut komust ungmennin hins vegar ekki því allar dyr voru lokaðar fram á morgun. í sjónvarpi komu myndir frá Kolaportinu af stækkuðum myndum kynfæra og nöktu fólki í faðmlögum. Unglingarnir voru flestir á aldr- inum 13-15 ára og tilgangurinn var sá að styrkja alnæmissjúka. Benóný Ægisson, framkvæmda- stjóri átaks íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur og Alnæmissam- takanna, segir að safnað hafi verið áheitum fyrir alnæmissamtökin und- anfarnar vikur. Samkvæmt frásögn Benónýs hafa krakkarnir fengið fræðslu um sjúk- dóminn og þeir tekið fræðslunni vel. „Þeir eru á þeim aldri að þeim þykir allt sem tengist ást og kynlífi nýtt og forvitnilegt og eru því mjög móttækilegir til að meðtaka fræðslu um alnæmi. Fræðslan er auðvitað mjög nauð- synleg á þessum tímum, sem við lif- um,“ segir Benóný. Hann sagði að krökkunum hefði fundist spennandi að fá að vaka heila nótt og stemmningin í Kolaportinu hefði verið mjög góð. Hvað hefði okkur þótt ef frétt hefði borist utan úr heimi um að 6-700 krakkar 13-15 ára hefðu verið lokuð inni heila nótt til þess að dansa og m.a. pijóna smokk? Kunningi minn sagði þegar þetta barst í tal: „Af hveiju dönsuðu með- limir Alnæmissamtakanna ekki sjálf- ir þessa nótt?“ Voru aðstæður fullnægjandi? Ég hef ekkert á móti Alnæmis- samtökunum, en í þessu tilviki þegar þau verða til þess að leiða böm og unglinga íslensku þjóðarinnar inn í þær kringumstæður, sem hér hafa verið raktar, þá er nóg komið, og ég spyr: „Eru yfirvöld borgarinnar sátt við það sem hér hefur verið gert á vegum íþrótta- og tómstund- aráðs? Var hreinlætisaðstaða, loft- ræsting, brunavamir og læknishjálp í samræmi við þennan fjölda bama? Hvað era foreldrar barnanna að hugsa? Telja þeir að böm þeirra hafi þessa nótt meðtekið inn í unga sál sína þá fræðslu, sem þau þörfnuðust? Hvað finnst uppeldisráðgjöfum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, skólastjórum og kennurum? Skoðun mína læt ég í ljós vegna frétta af þessum atburðum, sem les- andi Morgunblaðsins og fréttaáhorf- andi sjónvarpsins. Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði, en lífsreynslan mín segir mér að uppskera þessar nætur muni snú- ast upp í andhverfu sína. I 119. Davíðs sálmi segir í 9 v.: „Með hveiju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.“ JÓHANN GUÐMUNDSSON, Látraströnd 8, Seltjarnarnesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.