Morgunblaðið - 23.12.1994, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.1994, Page 1
64 SÍÐUR B/C 294. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneski herinn herðir hernaðaraðgerðir sínar í Tsjetsjníu Mannskæðar loftárásir á óbreytta borgara í Grosní Jeltsín boðar friðsamlega lausn á deilunni Moskvu. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 20 óbreyttir borgarar biðu bana í gær í látlausum loftárásum rússneskra herþotna á Grosní, höfuðstað uppreisnarhéraðs- ins Tsjetsjníu. Rússneska hernum var skipað að herða árásir sínar á vígi Tsjetsjena en Borís Jeltsín for- seti kvaðst vera að undirbúa frið- samlega lausn á deilunni. Sprengjur og flugskeyti lentu á fjölbýlishúsum í Grosní og skelfíngu iostnir íbúar flúðu út á göturnar. Fréttaritari Reuters á staðnum sagði að rússneskar herþotur hefðu varpað sprengjum og skotið flugskeytum á borgina. Nokkur flugskeyti hefðu lent á hópi manna í einu íbúðahverf- anna sem voru að hreinsa til eftir fyrri loftárásir. Sjónarvottar sögðu að 15 manns hefðu beðið bana þar. I öðrum hluta borgarinnar, um 500 metrum frá forsetahöllinni, fundust fjögur lík eftir sprengjuárás á íbúðarhús. Bandarískur ljósmynd- ari beið einnig bana í sprengjuárás. Borís Jeltsín sendi neðri deild rússneska þingsins bréf þar sem hann kveðst ætla að ávarpa þjóðina á næstu dögum og skýra frá áform- um um að leysa deiluna, „aðallega með því að beita pólitískum aðferð- um“. Fréttastofan Ítar-Tass sagði að ráðgjafar Jeltsíns og ýmsir sérfræð- ÍBÚAR Grosní hreinsa til í rústum íbúðarhúss í von um að finna þar einhvern á lífi eftir Reuler sprengjuárás rússneskra herþotna í gær. A.m. k. 20 manns biðu bana í árásunum í gær. ingar væru að vinna að tillögum umm friðsamiega lausn deilunnar. Margir fréttaskýrendur í Rúss- landi segja að framganga stjórnar- innar í Tsjetsjníu-málinu endur- spegli stefnuleysi og ringulreið með- al æðstu embættismanna. Rússneska varnarmálaráðuneytið fór ekki varhluta af ringulreiðinni og vísaði á bug fréttum frá frétta- stofunum Ítar-Tass og RIA um að Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra hefði vikið æðstu yfirmönnum hers- veitanna í Tsjetsjníu frá og ákveðið að stjórna hernaðaraðgerðunum sjálfur. Fréttastofurnar hafa góð sambönd innan höfuðstöðva hersins í suðurhluta Rússlands, þar sem aðgerðunum er stjórnað, en ráðu- neytið vísaði fréttum þeirra á bug sem tilbúningi frá „útlendum blaða- mönnum" og sagði þær „til þess ætlaðar að hleypa öilu í bál og brand í Norður-Kákasus“. írska hólfið Spánverj- um leyft að veiða Brussel. Reuter. Sjávarútvegsráðherrar ríkja Evrópusambandsins sam- þykktu í gær málamiðlunar- samkomulag um veiðiréttindi þrátt fyrir andstöðu Breta og ruddu þar með úr vegi síðustu hindruninni fyrir því að Svíar, Finnar og -Austurríkismenn fengju aðild að sambandinu um áramótin. „Þetta var samþykkt, en Bretar sátu hjá,“ sagði emb- ættismaður í Brussel. Spánverjar höfðu hótað að hindra inngöngu ríkjanna þriggja í Evrópusambandið ef það stæði ekki við loforð um að Spánveijar og Portúgalir fengju aðgang að Irska hólfinu umhverfis írland. Samkvæmt samkomulaginu fá 40 spænsk skip að veiða í írska hólfinu þrátt fyrir tilraunir Breta til að koma í veg fyrir það. Spán- vetjar fá þó ekki aðgang að írlandshafi og Bristolflóa. Sjómenn reiðir Breskir sjómenn brugðust ókvæða við samkomulaginu. „Við höfum tapað því stjórnin hefur látið kúga sig,“ sagði formaður sambands skoskra sjómanna og bætti við að spænski flotinn gæti valdið hruni fiskstofna vegna rán- yrkju. Talið er að samþykktin verði vatn á myllu andstæðinga ESB-stefnu Johns Majors meðal íhaldsmanna. Reuter Tombsi á spjöld sögunnar SKÍÐAKAPPINN Alberto Tomba frá Ítalíu sigraði í stórsvigi heimsbikars- ins í Alta Badia á Ítalíu í gær og var það jafnframt þriðji sigur hans á jafn mörgum dögum. Hann varð þar með fyrstur til að vinna heimsbikar- mót í karlaflokki þrjá daga í röð. „Þetta er stærsti dagurinn á ferlinum og hann er að minnsta kosti á við Ólympíusigur, sagði Tomba. Á mynd- inni smellir Tomba kossi á hundinn sinn, Yukon, eftir keppnina í gær. ■ „Líki þessu við sigur á ÓL“ / C1 Berlusconi segir af sér embætti forsætisráðherra Vill að Scalfaro forseti boði til nýrra kosninsra Róm. Reuter. ^ J SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gær, sjö mánuð- um eftir að hann tók við embættinu. Hann kvaðst hafa beðið Oscar Luigi Scalfaro forseta um að boða til nýrra kosninga og bauðst til að veita bráða- birgðastjórn forystu „í þágu þjóðar- innar“ þar til gengið yrði að kjör- borði. Berlusconi kaus að víkja fremur en að verða undir í atkvæðagreiðslu á þinginu um vantraust á stjórnina sem Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, eins af samstarfsflokk- unum, beitti sér fyrir. Forsætisráð- herrann afhenti Scalfaro afsagn- arbeiðni sína á 40 mínútna hádegis- fundi. Talsmaður forsetans sagði að Scalfaro hefði áskilið sér frest til að íhuga afsagnarbeiðnina, sem er venja við slíkar aðstæður og gerir fráfar- andi forsætisráðherra kleift að gegna embættinu til bráðabirgða þar til stjórnarkreppan leysist. Scalfaro hyggst í dag hefja form- legar viðræður um hvort veita eigi emhverjum umboð til að mynda 54. ríkisstjórn ítaliu frá heimsstyrjöld- inni síðari eða ijúfa þing og boða til kosninga. Viðræðurnar hefjast aftur 27. desember eftir jólahlé. Berlusconi sagði að ef ný stjórn yrði mynduð án kosninga væri það „afskræming á lýðræðinu". Annað- hvort yrði núverandi samsteypu- stjórn við völd áfram eða að boða þyrfti til kosninga. „Afsögn mín er ekki uppgjöf. Ég er staðráðinn í að halda velli.“ Norðursambandið klofið Komið hefur upp klofningur innan Norðursambandsins vegna uppreisn- ar Bossis gegn stjórninni. Fréttastof- an AGI sagði að um þriðjungur þing- flokks sambandsins hefði sagt skilið við hann og stofnað hreyfingu á þing- inu sem hafnar því að ganga til stjórnarsamstarfs við Lýðræðisflokk vinstrimanna (PDS), kommúnista- flokkinn fyrrverandi. Hreyfingin er undir forystu Robertos Maronis inn- anríkisráðherra, og vill mynda stjórn með miðjumönnum í Þjóðarflokkn- um, arftaka Kristilega demókrata- flokksins sem var lagður niður vegna spillingarmála. Maroni kvaðst vilja að Norðursam- bandið héldi áfram samstarfinu við flokk Berlusconis, Forza Italia, og Þjóðarbandalagið. „Ekki skiptir máli hvort það verður undir forystu Ber- lusconis eða einhvers annars." Bossi vill mynda stjóm með Þjóð- arflokknum og Lýðræðisflokki vinstrimanna til að koma á umbótum í stjórnkerfinu áður en gengið verði að kjörborði að nýju. Dómstóll í Mílanó kvað upp sjö mánaða fangelsisdóm yfir bróður Berlusconis, Paolo, fyrir ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokka. For- sætisráðherrann sjálfur sætir rann- sókn vegna meintra mútugreiðslna stórfyrirtækis hans, en hann kveðst saklaus af þeim ásökunuin. ■ Framtíð Berlusconis/25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.