Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 3
FRÉTTIR
Stöð 2
420 milljóna
króna lán til
lyklaskipta
ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur
tekið 420 milljóna króna lán til þess
að f'jármagna myndlyklaskipti hjá
Stöð 2, að sögn Jafets Ólafssonar,
útvarpsstjóra félagsins. Skrifað var
undir lántökuna í gær.
Þeir aðilar sem lána eru Spari-
sjóðabankinn hf., sem er sameign
sparisjóðanna, Sjóvá-Almennar, Vá-
tryggingafélag íslands og Lýsing hf.
Jafet segir að þessi fyrirtæki fjar-
magni kaupin á 50.000 myndlyklun-
um til landsins.
Fyrirtækið er langt komið með að
skipta út gömlu myndlyklunum og
segir Jafet að alls sé búið að skipta
út 30.000 myndlyklum. Einungis eigi
eftir að ljúka myndlyklaskiptum í
hluta Reykjavíkur og í Kópavogi og
verði það gert eftir áramót.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar lögð fram
Rekstrarkostnaður
lækkaður um 187 millj.
í FJÁRHAGSÁÆTLUN meirihluta
Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir því
að skuldasöfnun bæjarins verði
stöðvuð án þess að dregið verði úr
þjónustu við bæjarbúa. Að sögn
Magnúsar Jóns Árnasonar bæjar-
stjóra verður það gert með því að
minnka rekstrarkostnað um 187
milljónir, auka tekjur og draga úr
nýframkvæmdum. Aðgerðirnar
eiga að leiða til þess að liðlega 71%
af tekjum bæjarfélagsins verði eftir
til framkvæmda í stað um 90% tvö
síðustu ár.
Fjárhagsáætlunin var lögð fram
á bæjarstjórnarfundi í vikunni og
lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags til að hún yrði
afgreidd á fundi 3. janúar en minni-
hluti Alþýðuflokks óskaði eftir
frestun til 10. janúar. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvor dag-
urinn verður fyrir valinu.
Fitublettir skornir af
í fjárhagsáætluninni er gert ráð
fyrir því að 285 milljónum verði
varið til þess að greiða afborganir
langtímalána en tekin verði ný lang-
tímalán að fjárhæð 200 milljónir
og skuldir þannig greiddar niður
um 85 milljónir kr.
V axtakostnaður
áætlaður 270
millj. á næsta ári
Ákveðið hefur verið að hækka
útsvar og lóðarleigu og mun það
auka tekjur bæjarins um 66 milljón-
ir. Þá er ætlunin að lækka rekstrar-
útgjöld um 187 milljónir kr. án
þess að draga úr þjónustu við bæj-
arbúa. Kostnaðurinn verður minnk-
aður með því að skera af ýmsa fitu-
bletti, að sögn Magnúsar. Búið sé
að fara vel yfir reksturinn og klípa
af allt sem talið var mögulegt.
Hann nefnir lækkun risnukostnaðar
og auglýsingakostnaðar. Þá sé ráð-
gert að draga úr úthlutun styrkja
og breyta fyrirkomulagi þeirra.
Ákveðið verður í fjárhagsáætlun
hvað mikið fari í þennan lið í heild
og síðan verður bæjarráði falið að ,
úthluta þeim tvisvar til þrisvar á
ári. Þá segir Magnús Jón að áform-
að sé að draga úr yfirvinnu bæjar-
starfsmanna.
Á síðasta ári fóru 91,5% af tekj-
um bæjarins í rekstur og í ár er
áætlað að þetta hlutfall verði 88,7%.
Magnús segir að talið sé æskilegt
að 70-75% af tekjum bæjarfélaga
séu eftir til framkvæmda og aðgerð-
ir núverandi meirihluta eigi að leiða
til þess að 71,4% verði eftir. Munar
þar mest um lækkun kostnaðar en
skattahækkunin bætir hlutfallið
auk þess um 3%, að sögn bæjar-
stjórans.
Vaxtakostnaður samsvarar
kostnaði við 3 leikskóla
„Við verðum að draga mikið úr
nýframkvæmdum enda skuldum við
allar þær miklu framkvæmdir sem
ráðist var í á síðasta kjörtímabili,“
segir Magnús. Bendir hann á að
vaxtakostnaður í fjárhagsáætlun
næsta árs sé áætlaður 270 milljón-
ir kr. sem samsvari kostnaði við
þijá leikskóla. Auk venjubundinna
framlaga í nýbyggingu gatna og
fegrunarframkvæmdir verður lokið
við byggingu Hvaleyrarskóla sem
áætlað er að kosti 52 milljónir, 40
milljónir verða lagðar í aðalræsi og
20 milljónir í tónlistarskóla sem er
einn fimmti hluti áætlaðs kostnaðar
við að ljúka við skólann. „Við vildum
gjarnan klára þá framkvæmd en
höfum því miður ekki efni á því
núna,“ segir bæjarstjóri.
Jólatungl
í vestrinu
yfir Eyjum
NÚ ÞEGAR dagur er hvað
stystur sést tunglið á himni
nær allan sólarhringinn. Þrátt
fyrir rysjótt veður undanfarið
hafa inn á milli komið dagar
þar sem tungl og stjörnur hafa
náð að skina og auka jóla-
stemmninguna með birtu sinni.
Mikið af jólaljósum eru í
gluggum húsa og á fyrirtækj-
um í Eyjum og þegar stjörnu-
bjartur himinn og skinandi
tungl bætast við ljósadýrðina
verður jólastemmningin mikil.
Sigurgeir brá á leik með
myndavélina einn morgun í
vikunni þegar tunglið sýndi sig
í vestrinu yfir Vestmanna-
eyjabæ og tók þessa skemmti-
legu mynd af jólatunglinu í
Eyjum.
Spáð snjókomu eða
éyangangi
Hætt er að Vestmannaeyingar
sjái ekki svona fallegt jóla-
tungl í dag eða á morgun.
Veðurstofan spáir allhvössu
veðri sunnan- og vestanlands
og snjókomu eða éljagangi í
sömu landshlutum.
Þór Magnússon þjóðminjavörður
Ekki hægt að ganga
að beinum Egils vísum
ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður
segir búið að grafa í kirkjugarðin-
um á Mosfelli í nærri þúsund ár
og þótt gera megi ráð fyrir að
hann hafí alla tíð verið á sama stað
sé ógerningur að segja fyrir um
hvar bein Egils Skalla-Grímssonar
séu. í Morgunblaðinu í gær sagði
frá áhuga norrænufræðingsins
Jesse Byocks á því að grafa upp
bein hans til að leggja mat á hvort
hann hafi þjáðst af sjúkdómi, sem
nefndur er eftir „Paget“ og lýsir
sér þannig að ofvöxtur hleypur i
bein.
„Þótt einhvern langaði til yrði
ógemingur að ganga að beinunum
vísum,“ segir Þór Magnússon. „Það
eru engar aðferðir til sem finna
svonalagað, auk þess veit maður
ekki hvort beinin eru til í dag. Þau
fúna auðvitað og varðveisluskilyrði
eru mjög misjöfn,“ segir hann.
Þjóðminjavörður segir jafnframt
aðspurður að jarðsjá, sem gerðar
hafa verið tilraunir með hérlendis
á undanfömum árum, dugi ekki til
að fínna einstaka beinagrindur.
„Hún finnur aðállega rústir í jörðu,
veggi og veggjahleðslur. En ekki
þannig að hægt sé að teikna eftir
því, þetta gefur meira óljósar bend-
ingar."
Leyfi hjá fornleifanefnd og
kirkjuyfirvöldum
Leyfi þarf hjá fornleifanefnd til
þess að grafa eftir beinunum og
segir Þór óraunhæft að ætla að
grafa upp heilan kirkjugarð. „Enda
þyrfti leyfi margra til þess, til dæm-
is kirkjuyfirvalda og aðstandenda
þeirra sem í gröfunum hvíla, ef
hrófla ætti við nýjum gröfum." Ný
kirkja er á Mosfelli sem Þór segir
hafa verið byggða fyrir um 30 árum.
„Ég held að garðurinn hafi verið
notaður alla tíð,“ segir hann loks
en fyrri kirkja á staðnum var lögð
niður á síðustu öld að Þórs sögn.
Iðunn og Holts Apótek
flytja á næsta ári
TVÖ apótek hyggjast flytja sig um
set á næsta ári: Iðunnarapótek flyt-
ur frá Laugavegi 40a í Domus
Medica og Holts Apótek flytur frá
Langholtsvegi 84 í Glæsibæ.
Kjartan Gunnarsson, apótekari
hjá Iðunni, Sagði að stefnt væri að
því að flytja apótekið ekki seinna
en 1. mars. Ástæðan fyrir flutning-
unum væri að húsnæðið í Domus
Medica væri miklu betra, 240 fer-
metrar á einni hæð, en nú er apó-
tekið til húsa á tveimur hæðum og
í kjallara. „Við getum rekið þarna
fyrsta flokks apótek í nútímastíl
og innréttingarnar verða allar þær
fullkomnustu sem til eru á Norður-
löndum," sagði Kjartan. Innrétt-
ingar eru á leiðinni, en þær eru
keyptar á íslandi, Danmörku og
Ítalíu.
Kjartan hefur verið apótekari í
19 ár í Iðunni og lærði áður í hinu
apótekinu við götuna, Lauga-
vegapóteki. „Ég er búinn að eyða
mestu af ævinni við Laugaveginn
og hef alltaf hlýjar taugar til hans,
en þetta nýja húsnæði verður til
mikilla bóta.“
Flutt á næsta ári
Ingólfur Lilliendahl apótekari
sagði að hann hefði fengið staðfest-
ingu á flutningsheimild frá heil-
brigðisráðuneytinu í gær og Holts
Apótek myndi væntanlega flytja
undir haust 1995. Hann sagði tvær
ástæður einkum liggja að baki
flutningnum. í fyrsta lagi hefði
þróunin verið að hagræði væri talið
að því að hafa apótek nálægt
heilsugæslustöðvum og læknamið-
stöðvum, hins vegar hefði fram-
leiðsla á lyfjum að stærstum hluta
flust úr apótekum í verksmiðjur.
Apótekin þyrftu því minna rúm en
áður, en Holts Apótek flytur úr 584
fermetrum í minna húsnæði í
Glæsibæ.
Holts Apótek var reist árið 1950
og Ingólfur hefur verið verið apó-
tekari þar í 14 ár.
RUY hætt-
ir að bjóða
afslátt
RÍKISÚTVARPIÐ hefur hætt
við að tengja afslátt af auglýs-
ingum í textavarpi við auglýs-
ingar í öðrum miðlum Ríkisút-
varpsins. Stofnunin tók þessa
ákvörðun í kjölfar tilmæla frá
Samkeppnisstofnun.
Baldvin Jónsson, eigandi
Aðalstöðvarinnar, kærði afslátt
RÚV tii Samkeppnisstofnunar.
Guðmundur Sigurðsson, hjá
Samkeppnisstofnun, sagði að
stofnunin hefði ekki lokið um-
fjöllun sinni um málefni Ríkis-
útvarpsins. Áfram yrðu til
skoðunar önnur atriði erindis
Baldvins Jónssonar. Þá væri
stofnunin að skoða kæru frá
Framleiðendafélaginu og frá
hópi sem berst gegn því að all-
ir séu skyldaðir til að borga
afnotagjöld RÚV. Guðmundur
sagðist vænta þess að niður-
staða í þessi mál fengist
snemma á næsta ári.
Ríkisspítalar
Fjórir yfir-
læknar láta
af störfum
FJÓRIR yfirlæknar láta af
störfum á Ríkisspítölunum um
áramót, í samræmi við þá reglu
að starfsmenn hætti næstu ára-
mót eftir að þeir fylla 70 árin.
Yfirlæknarnir fjórir eru þeir
Jón Þorsteinsson, yfirlæknir
gigtarskorar lyflækningadeild-
ar Landspítalans, Ólafur Jens-
son, yfirlæknir Blóðbankans,
Páll Gíslason, yfirlæknir og
sviðsstjóri handlækningasviðs
Landspítalans, og Víkingur
Arnórsson, yfirlæknir á Barna-
spítala Hringsins.
Samkvæmt upplýsingum
skrifstofu Ríkisspítalanna hef-
ur ekki verið tekin ákvörðun
um eftirmann Jóns Þorsteins-
sonar, en Sveinn Guðmundsson
tekur við af Ólafi í Blóðbankan-
um, Halldór Jóhannsson af
Páli Gíslasyni á handlækninga-
sviði Landspítala og Ásgeir
Haraldsson af Víkingi Arnórs-
syni á Barnaspítala Hringsins.
Styrkir til
úreldingar
lækka um 5%
STYRKUR Þróunarsjóðs sjáv-
arútvegsins vegna úreldingar
fiskiskipa lækkar um áramót
um 5%, úr 45% af húftrygging-
arverðmæti skips í 40%, sam-
kvæmt reglugerð sjávarútvegs-
ráðherra. Hámarksstyrkur á
næsta ári skal þó aldrei nema
hærri fjárhæð en liðlega 93
milljónum kr.
Jafnframt er þróunarsjóðs-
gjald það sem eigendum fiski-
skipa er skylt að greiða til
sjóðsins hækkað í samræmi við
vísitölubreytingar úr 750 kr. á
brúttótonn í 775 kr. og há-
marksgjald vegna hvers skips
fer úr 285 í 294 þúsund kr.
í frétt frá utanríkisráðuneyt-
inu kemur fram að umsóknir
um úreldingarstyrk sem berast
sjóðnum á þessu ári verða af-
greiddir samkvæmt núgildandi
reglum.