Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Safn frumútgáfa
verka Laxness
Boðið á 234
þúsund
krónur
SAFN frumútgáfa verka Halldórs
Laxness sem nú er í sölu hjá forn-
bókaverslun Herman H.J. Lynge &
Son í Kaupmannahöfn, um 50 bæk-
ur að frátöldum leikritum Skáldsins,
verður selt í heilu lagi á 18.500
danskar krónur eða rúmar 206 þús-
und íslenskar krónur,. samkvæmt
upplýsingum frá versluninni.
Fágætasta frumútgáfa Halldórs,
Nokkrar sögur, sem er sérprent úr
Morgunblaðinu frá árinu 1923, telst
hins vegar ekki til útgáfubóka Hall-
dórs og verður selt sér á 2.500
danskar krónur, eða tæpar 28 þús-
und íslenskar krónur. Fornbókasali
sem Morgunblaðið ræddi við segir
að í sínum huga sé ekki ýkja frétt-
næmt að heildarsafn frumútgáfa
sé til, hann hafi séð að minnsta
kosti 20 slík í gegnum tíðina.
Nokkrar sögur séu vissulega fágæt-
ara rit, einkum í góðu ásigkomu-
lagi, en þó sé honum kunnugt um
ein tíu slík. Verð það sem sett er
á safnið, sé þó viðunandi.
Þrjár fyrirspurnir
Safnið er sagt vera vel með farið
og lét fýrri eigandi binda þær bæk-
ur sem komu út frá 1919 til 1934
í skinn, með upprunalegum kápu-
spjöldum. Ein bók er árituð af höf-
undi. Þijár fyrirspurnir frá íslandi
um safnið höfðu borist bóksalanum
í gær, og segir hann koma vel til
greina að selja það áður en ritskrá
sem hann ætlaði að kynna safnið
í, kemur út. Ritskráin verður gefin
út í byrjun janúar, og er aðallega
fjallað um forn málfræðirit og rit
sagnfræðilegs eðlis frá Norðurlönd-
um, en í henni verður einnig kafli,
helgaður íslenskum bókmenntum
frá þessari öld og seinustu, þar á
meðal bókum Laxness.
Eitt stærsta forlag Þýskalands
sýnir Jeppum á fjöllum áhuga
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GÍSLI Már Gíslason rafmagnsverkfræðingur lét æskudraum-
inn rætast og fór að vinna við bækur. Hann á og rekur útgáf-
una Ormstungu sem sendir frá sér þrjár bækur fyrir þessi jól.
JEPPAR á fjöllum heitir nýút-
komin bók þar sem dreginn er
saman mikill fróðleikur íslenskra
jeppamanna um nær allt sem við-
kemur ferðalögum um óbyggðir,
bílabreytingar, náttúruvemd,
veðurfræði og ótal margt annað.
Bókin hefur vakið mikla athygli
og hefur eitt stærsta forlag
Þýskalands þegar spurst fyrir um
hana með þýðingu og útgáfu í
huga.
Gísli Már Gíslason, eigandi út-
gáfunnar Ormstungu og ritstjóri
bókarinnar, man greinilega hve-
nær hugmyndin að jeppabókinni
kviknaði.
„Ég var norður í Svarfaðardal
og nýbúinn að kaupa mér ósköp
vepjulegan slyddujeppa. Það var
mjög gott veður og mig langaði
til að skoða Herðubreiðarlindir.
Það hafði enginn áhuga á að
koma með mér svo ég skellti mér
bara einn.
Þegar ég kom að Grafarlandaá
mnnu á mig tvær grímur. Mér
fannst áin vatnsmikil og var að
hugleiða hvemig ég færi yfir.
Ég sá þjólför hinum megin við
ána og var að hugsa um að skella
mér beint yfir þegar ég sá skilti
á árbakkanum. Þar var sýnt þver-
snið af ánni og strikalína sem
markaði Ieiðina yfir vaðið. Ég fór
eftir þessum leiðbeiningum og
komst minnar leiðar. Það var á
þessari stundu sem sú spurning
vaknaði í huga mínum hvers
vegna ekkert fræðsluefni væri til
fyrir jeppaeigendur."
Hann rekur annað dæmi um
vanþekkingu sína sem nýs jeppa-
eiganda. „Þegar við vomm nýbú-
in að fá jeppann komum við þjón-
in að skilti á veginum yfir Öxar-
fjarðarheiði sem sagði að hann
væri lokaður. Nú veit ég að það
merkir að umferð um veginn er
bönnuð. Ég sveigði framhjá skilt-
inu og svaraði mótmælum frúar-
innar með því að við værum á
nýjum jeppa og þetta væri allt í
lagi. Ég setti bara í fjórhjóladrif-
ið! Hjólförin voru að mestu á kafl
i krapaelg og ég öslaði áfram
sæll í fjórhjóladrifinu, að ég hélt.
Loks komumst við niður af heið-
inni og það var ekki fyrr en þá
sem mér varð ljóst að framdrifs-
lokurnar vom ekki læstar, svo
fjórhjóladrifið var aldrei virkt!“
20 þúsundjeppar
Það eru 20 þúsund jeppar á
íslandi og fjöldi fólks í kringum
þá. Gísla Má þótti líklcgt að fleir-
um sem fengju sér jeppa væri
líkt farið og honum og hugmynd-
in að bókinni tók að mótast.
A þessum árum starfaði Gísli
Már við tölvur, en hann er raf-
magnsverkfræðingur að mennt.
Breytingar á vinnustað hans
urðu til þess að hann hætti.
Ásamt fleirum stofnaði hann út-
gáfuna Ormstungu 16. septem-
ber 1992.
„Bækur hafa verið ástriða mín
frá því ég var peyi í Vestmanna-
eyjum. Þá var ég ákveðinn í að
eignast bókabúð þegar ég yrði
stór. Málin æxluðust nú þannig
að ég fór í tækninám og bjó
meðal annars og starfaði í Þýska-
landi í tæp tíu ár. Það má því
segja að nú sé ég að láta æsku-
drauminn rætast."
Sérfræðingar skrifa
Gísli fékk hóp sérfræðinga til
að skrifa bókina og var hún tæp
tvö ár í vinnslu. Allir höfundarn-
ir eru vanir jeppaferðamenn auk
þess sem sumir eru hámenntaðir
í tæknilegum efnum. Hér er safn-
að saman þekkingu margra og
hún sett fram á skipulegan hátt.
Yfir 300 myndir, bæði ljósmyndir
og teikningar, prýða bókina.
Gísli segir myndirnar ekki til
skrauts heldur skýringa.
„Ég hef mikið lært á því að
vinna þessa bók. Mér kom á óvart
hvað verkefnið varð yfirgripsm-
ikið. Eins hversu háþróaður bíla-
breytingaiðnaðurinn er orðinn
hér á landi. Menn skrifa af mik-
illi speki um bílabreytingar,
þetta eru hátæknileg atriði.“
Gísli varð bókstaflega að
leggja nótt við dag til að Ijúka
bókinni. „Ég held aldrei aftur
einn utan um svona verkefni,
þetta var yfirgengileg vinna. En
ég vona að bókin verði mönnum
hvatning til að ferðast með skyn-
semi, bæði hvað varðar útbúnað
og umgengni við landið. Þá er
tilganginum náð.“
Horft til framtíðar
Bókaútgáfa hefur reynst ýms-
um áhættusöm, en Gísli Már er
hvergi smeykur. Auk Jeppa á
fjöllum sendir Ormstunga nú frá
sér barnabókina Dordingul eftir
Svein Einarsson og Játningar
landnemadóttur eftir vestur-
íslensku skáldkonuna Lauru Go-
odman Salverson. Þá gaf forlagið
nýlega út tímaritið Jón á Bægisá.
„Þetta er vissulega áhætta, en
jafnframt starf sem veitir manni
mikið frelsi. Maður þarf að gera
áætlanir langt fram í tímann,
helst mörg ár.“
Kjaradeila sjúkraliða og ríkisins er enn í hörðum hnút
Mistókst að ná sam-
komulagi fyrir jól
Sjúkraliðar vilja 20% hækkun,
en ríkið býður 4%
SAMNINGANEFNDIR Sjúkraliðafé-
lagsins og ríkisins gerðu alvarlega
tilraun til að ná samkomulagi í sjúkr-
aliðadeilunni fyrir jól í gær. Samning-
ar tókust ekki þrátt fyrir að samn-
ingsaðilar hefðu nálgast sjónarmið
hvors annars í nokkrum atriðum.
Þorsteinn Geirsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, sagði að bilið
milli samningsaðila væri enn of breitt.
Sjúkraliðafélagið hefur verið með
lausa samninga í bráðum 22 mánuði.
Upphafleg krafa sjúkraliða var um
að laun þeirra hækkuðu um 6%, auk
ýmissa sérákvæða um menntun,
starfsþjálfun, röðun eftir starfsheitum
og samræmingu á launum sjúkraliða
sem starfa á landsbyggðinni. Eftir
að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
og Meinatæknafélag íslands gengu
frá kjarasamningum fyrr á þessu ári
breyttu sjúkraliðar kröfum sínum og
lögðu megináherslu á að fá sömu
hækkanir og hjúkrunarfræðingar og
meinatæknar.
Sama dag og boðað verkfall sjúkr-
aliða átti að koma til framkvæmda
lagði ríkið fram drög að kjarasamn-
ingi. í þeim var að finna viðbrögð við
öllum kröfum sjúkraliða. Tillagan
gerði ráð fyrir launaflokkahækkun
fyrir sjúkraliða með fimm ára starfs-
aldur og var í heild metin sem 3%
launahækkun til sjúkraliða. Sjúkralið-
ar höfnuðu tillögunni strax.
Vegna fullyrðinga samninganefnd-
ár ríkisins um að kröfur sjúkraliða
væru óljósar lögðu sjúkraliðar fram
ítarlegri kröfugerð 26. nóvember. Þar
er gerð krafa um 5.500 króna hækk-
un á alla launaflokka. Það þýðir 9,7%
hækkun á lægsta taxta og hlutfalls-
lega minni hækkun þegar ofar dregur
í launastigann. Kröfur um hliðaratriði
voru ítrekuð. Samtals þýða þessar
kröfur 20% hækkun.
í kjölfarið lagði samninganefnd rík-
isins fram tilboð sem fól í sér 4%
hækkun, en sjúkraliðar höfnuðu því.
Ríkið býður 3% og gerðardóm
Samninganefnd ríkisins lagði 9.
desember fram tillögu um að.deilan
yrði leyst með gerðardómi og að
samningur yrði gerður til áramóta
um 3% launahækkun. Tillagan um
gerðardóm gerði ráð fyrir að dómur-
inn yrði skipaður tveimur mönnum
frá hvorum deiluaðila og oddamanni
skipuðum af ríkissáttasemjara. Miðað
var við að dómurinn skilaði niðurstöð-
um 18. desember 1994. Hlutverk
hans átti að vera að bera saman dag-
vinnulaun heilbrigðisstétta við dag-
vinnulaun sjúkraliða. Leiddi sam-
anburðurinn í ljós mismun átti að
bæta sjúkraliðum hann upp. Viðmið-
unartímabilið átti að vera 1. janúar
1990 til 31. desember 1994.
Þó að sjúkraliðar hafí aldrei hafnað
þessari tillögu með formlegum hætti
á fundi hjá sáttasemjara hafa þeir
sagt með skýrum hætti að þeir geti
ekki fallist á hana. Samninganefnd-
imar hafa undanfarna daga einbeitt
sér að því að ná samkomulagi um
sérkröfur sjúkraliða og um ýmis
tæknileg atriði. í minnisblaði sem
samninganefndin lagði fram í fyrra-
dag segir að nefndin líti svo á að
samkomulag sé um öll tæknileg atriði
og óskar eftir að sjúkraliðar geri skrif-
lega grein fyrir því ef svo er ekki.
Kristín Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélagsins, sagði að ekki
væri búið að ganga frá öllum atriðum
og nefndi í þvf sambandi ákvæði um
sjúkraliða sem starfa á sjálfseigna-
stofnunum.
f gær ræddu samningsaðilar ítar-
lega um ákvæði um námskeið og
framkvæmd þeirra. Þorsteinn sagði
að flestar stéttir væru með ákvæði
um launaflokkahækkanir fyrir aukna
starfsmenntun. Hann sagðist hafa trú
á að samkomulag tækist um þetta
atriði fljótlega. Þá hefur einnig verið
rætt talsvert um innbyrgðis röðun
einstakra starfsheita án þess að end-
anleg niðurstað sé komin í það.
Gerðardómstillögu breytt
í fyrradag lagði samninganefnd
ríkisins fram tillögu um að út úr tillög-
unni um gerðardóm yrði teknar viðm-
iðanir við starfstéttir í heilbrigðisgeir-
anum sem ekki hafa fagmenntun.
Kristín sagði að þessi hugmynd gerði
tillöguna um gerðardóm engu að-
gengilegri fyrir sjúkraliða en upphaf-
leg tillaga. Hún sagði að eins og tillag-
an um gerðardóm væri sett fram
væri þess ekki að vænta að hún færði
sjúkral'ðum launahækkanir umfram
þessi 3% sem ríkið hefði boðið.
Afturvirk hækkun?
í samningaviðræðunum hefur
þeirri hugmynd verið varpað fram að
sjúkraliðar fengju afturvirka hækkun
frá síðustu áramótum, en það mundi
færa sjúkraliðum umtalsvert háa ein-
greiðslu við upphaf samnings. Þor-
steinn sagði að samninganefnd ríkis-
ins hefði ekki fallist á þessa hug-
mynd. Hins vegar gerði upphafleg
tillaga ríkisins ráð fyrir að sjúkraliðar
fengju eingreiðslu og uppbætur líkt
og aðrar stéttir hafa fengið á síðustu
misserum. Sjúkraliðar hafa ekki feng-
ið þessar greiðslur vegna þess að
þeir hafa verið samningslausar á
þessu tímabili.
Sjúkraliðar í
verkfalli um jólin
Fyrstajóla-
verkfallið
ALLT bendir til að sjúkraliðar verði
í verkfalli um jólin og verða þeir,
eftir því sem best er vitað, þar með
fyrsta starfsstétt á íslandi til að halda
jól í verkfalli.
Samningaviðræður um gerð kjara-
samnings hafa nokkrum sinnum
staðið yfir allt fram að jólahátíð.
Árið 1952 fóru Dagsbrún og fleiri
félög í verkfall í desember, en samið
var aðfaranótt 22. desember og voru
laun borguð út á Þorláksmessu. í
fyrra stóðu yfir samningaviðræður
vegna kjaradeilu sjómanna og stjóm-
ar Heijólfs í Vestmannaeyjum.
Samningar tókust á gamlársdag,
degi áður en verkfallið átti að hefjast.
Fleiri í verkfalli
í yfirliti yfir vinnudeilur i heil-
brigðisgeiranum í blaðinu í gær
vantaði í upptalninguna verkföll sem
nokkur félög fóru í á árinu 1987.
Það ár fóru sálfræðingar, sjúkra-
þjálfarar, iðjuþjálfarar, matvæla- og
næringarfræðingar og náttúrufræð-
ingar í verkföll sem stóðu í 21-32
daga. Hluti náttúrufræðinga og
matvælafræðinga starfar á heil-
brigðisstofnunum. Sálfræðingar og
sjúkraþjálfarar fóru einnig í verkfall
með hjúkrunarfræðingum árið 1989.
Verkföllin stóðu"í 43 daga.
Rétt er einnig að taka fram að
BSRB-verkfallið árið 1984 hafði
ekki áhrif á heilbrigðisstofnunum
þó að hluti heilbrigðisstétta væri
formlega séð með verkfallsrétt. Þá
má og geta þess að útganga sjúkra-,
liða árið 1992 var ólögleg aðgerð.