Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 14

Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Lyfjaverslun ríkisins Bréf ríkisins verða seld í janúar SEINNI helmingur hlutabréfa rík- issjóðs í Lyfjaverslun ríkisins hf. verður seldur í almennri sölu í lok janúar nk. Helmingur hlutabréfa ríkisins í Lyfjaverslunni var seldur í al- mennri sölu 17. nóvember. í fjár- lögum fyrir 1995 er fjármálaráð- herra veitt heimild til að selja seinni helming bréfanna. Að tillögu Framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu hefur verið ákveðið að selja bréfin í almennri sölu í lok janúar nk. Bréfin verða seld með svipuðu fyrirkomulagi og kjörum og í nóvember sl. í frétt frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að ekki verður tekið við pöntunum vegna kaupa á hlutabréfunum, en allar nánari upplýsingar um fyrirhugaða sölu verða kynntar fyrir fyrsta söludag um miðjan janúar nk. VIÐSKIPTI 0 Höftum í viðskiptum með erlend verðbréf aflétt um áramót ^ Spákaupmennska gagn- vart krónunni möguleg FJARHÆÐARTAKMARKANIR sem gilt hafa um skammtímahreyf- ingar fjármagns milli íslands og annarra landa falla niður nú um áramótin. Þar með hefur síðustu höftunum á gjaldeyrisviðskiptum ís- lendinga verið aflétt og þeir geta nú fjárfest eins og þá lystir erlendis bæði í verðbréfum, fasteignum og atvinnurekstri eða lagt peninga inn á erlenda bankareikninga. Hömlum af íjárfestingum í erlend- um langtímaverðbréfum var að fullu aflétt um síðustu áramót og fyrsta skrefið þá stigið í að afnema tak- markanir á skammtímahreyfingum. íslendingar hafa nýtt sér þetta frelsi í töluverðum mæli á árinu og keyptu erlend verðbréf fyrir um 7,1 millj- arða nettó fyrstu tíu mánuði ársins. Þar af nema kaup á skuldabréfum ríkissjóðs sem gefin hafa verið út erlendis alls um 3,7 milljörðum. Eftir áramótin opnast hins vegar frekari möguleikar til ijárfestinga í erlendum verðbréfum m.a. í ríkis- víxlum annarra landa. Þá gefur þetta frelsi í íjármagnsviðskiptum möguleika á stunda spákaup- mennsku í stórum stíl gegn gengi íslensku krónunnar sem hefur ekki verið hægt fram að þessu. Mikilvægt að vaxtastigið fylgi vöxtum erlendis Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Seðlabanka ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fjárhæðartakmarkanir á skammtímahreyfingum fjármagns hefðu gilt um lífeyrissjóði, trygg- ingafélög, banka, verðbréfasjóði, fyrirtæki og einstaklinga. Hins veg- ar hefðu bankar og sparisjóðir verið undanþegnir takmörkunum á skammtímahreyfmgum. Hann sagði það mat Seðlabankans að ekki væri von á stórkostlegum breytirigum eft- ir áramótin. Erfitt væri þó að full- yrða um hver áhrifin yrðu. „Fjárfest- ar hafa ekki viljað binda fé sitt mik- ið í erlendum verðbréfum með föst- um vöxtum seinni hluta ársins m.a. af því að þeir hafa átt von á vaxta- hækkunum. Þessar væntingar hafa gengið eftir því vextir hafa verið að hækka og enn frekari hækkanir liggja í loftinu t.d. í Bandaríkjunum. Ef þessar væntingar breytast í þá veru að ijárfestar telji að vextir muni ekki hækka meira má búast við að þeir nýti sér þessa möguleika í auknum mæli. Varðandi skamm- tímabréfin eru lífeyrissjóðir ekki lík- legir til að fjárfesta mikið í þeim. Þá hefur verið útstreymi úr verð- bréfasjóðum og þeir fremur þurft að selja bréf.“ Seðlabankinn hefur ekki sérstak- ar áhyggjur að því að fé streymi úr landi eftir áramótin, að sögn Yngva. „Hins vegar er afar mikilvægt að vaxtastigið á skammtímabréfum sé í samræmi við vaxtastigið erlendis," segir Yngvi. „Ávöxtun á ríkisvíxlum hefur verið að þokast upp frá því haust bæði á eftirmarkaði og í útboð- um. í síðasta útboði hækkaði ávöxt- un ríkisvíxla um nítján punkta [0,19%] og kaupávöxtunarkrafa Seðlabankans í þriggja mánaða rík- isvíxla er komin í 5,95% á Verðbréfa- þingi. Þannig hefur bilið minnkað á milli vaxta hérlendis og erlendra vaxta. Það er ekkert ólíklegt að framhald verði á því á næstu vikum og ef breytingar verða erlendis á vöxtum verðum við að fylgja þeim.“ i i « « l: % f CBEEEISIS Ný húsaleigulög 1. janúar 1995 taka gildi ný húsaleigulög. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga veita almennar upplýsingar um efni og framkvæmd hinna nýju húsaleigulaga. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga veita aðilum leigusamnings leiðbeiningar varðandi ágreiningsefni, sé þess óskað, og munu leitast við að sætta slíkan ágreining. Upplýsingabæklingur um nýju lögin liggur nú frammi hjá húsnæðisnefndum og félagsmálastofnunum sveitarfélaga, verkalýðsfélögum, Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu, Búsetafélögum og Húsnæðisstofnun ríkisins. CgG húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVIK • SIMI: 569 6900 (kl. 8-16) • BREFASIMI: 568 9422 GRÆNT NÚMER (utan 91-svæðisins): 800 69 69 Securitas og Vari gagnrýna ummæli eiganda Þjófavarnar UMMÆLI Magnúsar Steinþórsson- ar, hóteleiganda í Bretlandi og eins stofnanda Þjófavarnar hf., í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær, hafa vakið hörð viðbrögð forsvars- manna annarra öryggisfyrirtækja. Þjófavöm hf. sérhæfir sig í inn- flutningi á öryggiskerfum og þjón- ustu þar að lútandi. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús að Þjófavörn legði áherslu á sérstakan símhringibúnað sem hægt væri að tengja við flest öryggiskerfi og er búnaðurinn kynntur sem nýstárlegur Umræddur öryggisbúnaður hring- ir sjálfkrafa í þtjú fyrirfram ákveðin símanúmer ef öryggiskerfið færi í gang og getur kerfið flutt þijú mis- munandi boð til viðtakanda. fyrirtækjanna en öðrum einkaaðilum þar sem slíkt þætti öruggara. Reynslan segir annað Ekkert nýtt við búnaðinn „Það er ekkert nýtt við þennan búnað, þetta er 15-20 ára gömul tækni o g hefur verið til sölu hjá flest- um aðilum sem fást við innbrota- varnir," sagði Hannes Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Securitas. „Hjá Vara vorum við með sýningu í haust í tilefni 25 ára afmælis fyrir- tækisins og þar sýndum við m.a. svona búnað sem við byijuðum að selja hér á landi fyrir tuttugu árum,“ sagði Viðar Agústsson, fram- kvæmdastjóri Vara. Hannes sagði að mikill meirihluti viðskiptavina öryggisfyrirtækjanna veldi frekar kerfi með hririgibúnaði sem tengdur væri stjórnstöðvum Aðspurður um viðbrögð við þeirri fullyrðingu Magnúsar að vaktþjón- usta öryggisfyrirtækja sé haldlítil þar sem þjófar séu nær undantekn- ingalaust á bak og burt þegar vakt- menn mæta á staðinn, sagði Hannes að reynslan segði annað. „Það hefur Ld. ekki verið brotist inn í Gull og silfur frá því að þeir fengu sér kerfi frá Securitas." „Öryggiskerfi sem eru tengd stjórnstöðvum öryggisfyrirtækja fæla þjófa frá því þeir vita hvað slíkt merkir. Á þann hátt ná kerfin til- gangi sínum, þ.e. að koma í veg fyrir innbrot. Það gerist þó oft að vaktmenn koma að innbrotsþjófum á innbrotsstað og góma þá,“ sagði Hannes. Viðar tók í sama streng og Hann- es. „Það er ekki hlutverk öryggisfyr- irtækja að handsama þjófa heldur koma í veg fyrir skemmdir. Þegar kerfið nemur að einhver óviðkom- andi er kominn inn fer af stað bjalla sem er einmitt gerð til þess að fæla þjófinn. í flestum tilfellum bregður mönnum það mikið að þeir hlaupa upp án þess að valda frekari skemmdum. Þeir forhertari fara inn en þá eru miklar líkur á við náum þeim og það gerist yfirleitt ef þeir eru að athafna sig eftir að kerfíð er farið í gang.“ Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og vel- unnurum sínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir hjálpina á liðnum árum. Blóðbankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.