Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 23 Draumalandið - íslensk sönglög TÓNLIST Illjómdiskar ÍSLENSK SÖNGLÖG Draumalandið, íslensk sönglög. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir (sópran). Hrefna Unnur Eggertsdóttir og Jórunn Viðar (píanó). Utgefandi: Kristín Sædal Sig- tryggsdóttir. KRISTÍN Sædal Sigtryggsdóttir nam söng hjá Guðrúnu Á. Símonar og í Söngskólanum í Reykjavík. Hún sótti framhaldsnámskeið, m.a. hjá Helene Karusso, og fór að loknu kennaraprófí til Englands í fram- haldsnám hjá Valerie Heath Davis. Hún hefur komið víða fram, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Ég verð að játa að ég þekki ekki til Kristínar Sædal — en hvað um það, hún er góð söngkona og ég er þakklátur fyrir að hún syngur eingöngu íslensk lög á þessum ágæta hljómdiski. Það er búið að fjalla svo mikið (bæði í orðum og tónum, og á RÚV sérstakar þakkir skilið) um íslensku sönglögin að það er að bera í bakka- fullan lækinn að fara að fjölyrða um þau í stuttri umsögn. Þau eru auðvitað misgóð, ekki öll jafn ánægjuleg. Ég segi bara eins og einn ágætur leikari úti á landi, þeg- ar honum bárust tíðindin um að Skugga-Sveinn hefði stokkið í foss- inn með Ketil skræk á bakinu: „ — og hvað með það?“ ... Satt að segja þykja mér gömlu „einföldu" lögin (minna túlkandi...) að jafnaði betri, en auðvitað er þetta smekks- atriði. Jórunnar Viðar á hér sex lög (við texta góðskálda) og annast þar jafnframt undirleik. Sum hafa ekki fyrr birst á hljómdiski, en höfunda- einkennin eru skýr, stundum dálítið „parlando", fylgjandi texta vel og samviskusamlega. í þeim er þó þjóðlegur tónn (að ég ekki segi „prestlegur") sem er góður - og stundum fallegur. Undirleikur Hrefnu Unnar Egg- ertsdóttur er einnig með ágætum. Upptakan, sem fór fram í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði, er vönduð og sama má segja um útgáfuna. I bæklingi eru textar á íslensku og ensku, í þýðingu Rutar Magnússon og Bernards Schudder. Oddur Björnsson FRÁ jólatónleikum Tónlistarskólans í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason Jólatónleikar Tónlistarskólans í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið TÓNLISTARSKÓLINN og kór Stykkishólmskirkju héldu jóla- tónleika í kirkjunni 19. desem- ber sl. Dagskráin var mjög fjöl- breytt og skemmtileg. Þarna komu fram einleikarar á píanó, þverflautu, gítar, harmoniku og blásturshljóð- færi. Einnig er starfandi lúðra- sveit, bjöllukór og jasssveit við tónlistarskólann, sem léku á tónleikunum. Þá er hægt að stunda söngnám við skólann og komu fram mæðgin og sungu tvísöng. Kór Stykkishólms- kirkju söng nokkur jólalög und- ir stjörn Lönu Betts. Tónleikarnir voru vel sóttir og eru menn ánægðir með hið gróskumikla starf, sem fer fram innan veggja skólans og eins hve margir stundaþar nám. Dordingull BÓKMENNTIR Barnabók DORDINGULL eftir Svein Einarsson. Ormstunga, 1994-111 síður. 1.390 kr. SAGAN um Dordingul er flétta tveggja frásagna eða öllu heldur saga um veikan strák og vin hans Dordingul, sem kémur til hans og skemmtir honum með meira og minna skrýtnum sögum. Við kynnumst Tryggva í fyrsta kafla þegar hann er kominn heim af sjúkrahúsinu og heim til ömmu og mömmu. Hann er einn og vin- irnir hafa yfirgefið hann. Hann á í ýmsum persónulegum vandræð- um og líður illa. Við fylgum Tryggva síðan inn á sjúkrahúsið þar sem hann á að liggja í gifsi í sex mánuði. Hann fær sjaldan heimsóknir því amma og mamma eru báðar að vinna. í einverunni kemur til hans skrýtinn karl, Dordingull, sem er í rauðri treyju og bláum brókum, brúnum pijónasokkum og á sauð- skinnsskóm. Þar að auki er hann með græna skotthúfu svo þetta er hinn litskrúðugasti karl. Þeir taka tal saman og í Ijós kemur að Dordingull er sagnakarl og vill láta titla sig sem slíkan. Sög- urnar sem Dordingull segir eru furðulegar, eiginlega hvorki fugl né fiskur. Þær eru gjarnan botn- lausar og yfirleitt ekki í þeim stíl sem Tryggva langar til að heyra. Þær eru heldur ekki ljósar dæmisögur sem hægt væri að læra af og ekki eru þær neitt sérstaklega fyndnar. Dordingull og sög- urnar virðast fyrst og fremst þjóna þeim til- gangi að vera félags- skapur fyrir dreng- inn. Drengurinn er ekki einmana á með- an skrýtni karlinn er hjá honum en að sjálf- sögðu sér hann eng- inn nema Tryggvi. Pjölskyldu Tryggva kynnumst við lítillega í gegnum endurminningar. Amma er ein af þessum gömlu íslending- um sem talar í málsháttum, hlý og hjartagóð. Mamma Tryggva er lítið unnin og við sjáum hana aðeins óljóst í gegnum frásagnir af öðru. Eftirminnileg er ferð sem fjölskyldan fór til Þingvalla í drossíu sem pabbi tekur á leigu. Það er augljóst að hann er sjó- maður og þar sem sögusviðið er heimsstyijöldin síðari er líka hægt að draga þá ályktun að starf hans sé hættulegt og efni fjölskyldunn- ar ekki mikil. Sjóslys sjáum við í gegnum draum Tryggva og einnig í frásögn vina hans sem bera út sorgarfréttina. Vinir Tryggva, þeir Raggi og Sveinn, eru þarna líka baksviðs. Þeir hafa verið góðir vinir, reynt að stofna blað og íþróttafélag, sem staðið hefur í stór- ræðum og slagsmál- um við nágrannana. En skyndilega er allt breytt og vinirnir horfnir án þess að við vitum hvers vegna. Sú hugmynd að láta veikan dreng finna gleði og félagsskap í veru á borð við Dordingul er bráðskemmtileg og efni í frum- lega barnabók. Samt er eins og eitthvað vanti til þess að gera þessa sögu verulega lifandi og heillandi. Saga Tryggva sjálfs er of óskýr. Af hveiju er Tryggvi á Sveinn Einarsson Brauökörfur frá kr. 3.400 Sítrónupressa Flautuketill kr. 7.300 kf. 3.980 ú[va| Húsgögn “ % Blaðagrindur ALESSI Mörkinni 3, sími 5880640 Glerskálar (við Suðurlandsbraut) sjúkrahúsi? Af hveiju hættu vin- irnir að koma? Hver er þessi Gunnar sem allt í einu er orðinn örlagavaldur í lífi Tryggva? Börn vilja gjarnan fá svör við þeim spurningum sem knýja á sögu- hetjurnar. Tæplega er hægt að ætlast til að börn á aldrinum 7-11 ára hafi möguleika á að geta í eyðurnar. Við skiljum við Tryggva í sögu- lok — eða sögubyijun — sem lít- inn dreng sem á í persónulegum vandræðum og hefur engan til að halla sér að nema sagnakarlinn Dordingul sem hann má ekki segja neinum frá. Vandi hans er óleystur og frá þeim sjónarhóli er sagan dapurleg bók þó Dord- ingull bregði á leik með skrýtileg- um uppátækjum sínum. Nokkrar svart-hvítar myndir eru í bókinni eftir Magnús Val Pálsson. Best tekst honum upp með Dordingul sem verður skemmtilegt sam- bland af gömlum karli og álfi en myndirnar af fjölskyldulífinu og strákunum eru fremur stífar og líflausar. C0r recision movements nákvæmni - -----Ly------ RAYMOND WEIL GENEVE Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.