Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
^erfa frá Sómalíu
ikvæmdastjóri friðargæslu SÞ
nni af 14 flugvélum liðsins.
INAR með Kofi Annan, aðstoðar-
íkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
i og yfirmanni allrar friðargæslu
samtakanna.
búin að skilgreina hvað þessi nýja
heimsmynd, „New Order of the
World“, er, sem tekur við eftir kalda
stríðið. Við erum að þreifa okkur
áfram. Þegar við metum árangur
friðargæslu SÞ verðum við að taka
það með í reikninginn. Stjórnmála-
menn eru að glíma við aðstæður, sem
eru okkur öllum nýjar. Þær taka við
af 40 ára ógnaijafnvægi, þegar stór-
veldin héldu heiminum í skefjum. Það
jafnvægi er ekki lengur fyrir hendi.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið við.
Sums staðar hefur vel til tekist.
Nýafstaðnar eru kosningar í Suður-
Afríku og í Mosambique og nú er
loks verið að ganga frá friðarsam-
komulagi í Miðausturlöndum eftir
40-50 ár. Angola gekk ekki, en er
aftur í deiglunni. Öll þróun tekur
langan tíma. Sameinuðu þjóðirnar
stuðla að ákveðnu jafnvægi og stöð-
ugleiki fylgir nærveru þeirra. Engin
patentlausn er til. Við erum að þreifa
okkur áfram og stuðla að ákveðinni
þróun í lýðræðisátt," segir Steinar.
Sem framkvæmdastjóri friðar-
gæsluliðsins í Sómalíu er Steinar
Berg Bjömsson að vinna með háar
tölur og mannafla. Mánaðarlegur
rekstrarkostnaður er kominn úr 80
milljónum niður í 50 milljónir doll-
ara. Starfslið hans er 420 alþjóða-
starfsmenn og 2.800 Sómalir. „Það
er mikið að gera á barnmörgu heim-
ili. Ég var orðinn býsna þvældur og
það er gott að koma heim,“ segir
hann. En hvað tekur við hjá honum
eftir að friðargæsluliðið lokar á eftir
sér í Sómalíu? Hann kveðst vonast
til að fá að ljúka þeim kafla. „Svo
tek ég bara við næsta verkefni sem
mér verður fengið," segir hann.
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 25
SILVIO Berlusconi, sem nú
hefur orðið að víkja úr emb-
ætti forsætisráðherra Ítalíu
eftir rúmlega sjö mánaða
valdaferil, segist vera maður alþýð-
unnar, bendir á að hann hafi sjálfur
og hjálparlaust barist til auðæfa og
metorða. „Þegar fólkið kýs mann er
það eins og vera smurður af Guði.
Það er eitthvað háleitt og guðdóm-
legt við borgarann sem velur sér leið-
toga,“ sagði hann fyrir nokkrum vik-
um. Ráðherrann var ekki í vafa um
að þjóðin væri sér þrátt fyrir allt
hliðholl. Hann hefur aldrei verið mik-
ið fyrir að gefast upp eða viðurkenna
mistök og sakar andstæðingana um
samsæri gegn sér. Stundum bregður
fyrir kveinstöfum, nýlega kvartaði
Berlusconi undan því í blaðaviðtali
hve líf sitt væri orðið hundleiðinlegt
eftir að hann venti kvæði sínu í kross
og gerðist stjórnmálamaður.
Flokkur Berlusconis, Forza Italia,
fékk ásamt umbótabræðrum sínum
í tveim samstarfsflokkum, Norður-
sambandinu og Þjóðarbandalaginu,
meirihluta á Italíuþingi sl. vor en
samsteypustjórn Berlusconis hefur
átt við mikla og sívaxandi erfiðleika
að stríða frá því að hún tók við völd-
um 10. maí.
Berlusconi hét því er hann stofn-
aði Forza Italia að uppræta hrikalega
spillingu og velferðarsukk í stjórn-
málalífi landsins og kjósendur flykkt-
ust um flokkinn í kosningunum. Það
reyndist ekki auðvelt að efna lof-
orðin. Stjómin reyndi að draga úr
geigvænlegum fjárlagahalla með því
að leggja til lækkun eftirlauna-
greiðslna en stéttarfélögin börðust
gegn öllum niðurskurði með oddi og
egg. Almenningur er heldur ekki
reiðubúinn að þiggja bragðvont með-
alið ef marka má skoðanakannanir,
flestir vilja halda í allar sporslur rík-
isvaldsins og réttinn ti! að fara á
eftirlaun á besta aldri.
Berlusconi varð að sætta sig við
að tillögur hans væru útvatnaðar og
ríkisíjármálin eru því enn í ólestri.
Það stoðar lítið þótt bent sé á að
þjóðarframleiðsla hafi vaxið um sjö
prósent á árinu og 100.000 ný störf
bæst við; líran hefur fallið í verði
og stundum hafa dýfurnar verið
miklar í samræmi við óstöðugleikann
í stjómmálunum.
Erfitt frá upphafi
Berlusconi, sem er 58 ára gamall
og einn af auðugustu mönnum Ítalíu,
hóf í reynd afskipti af stjómmálum
í janúar. Stjórnmálaferillinn er því
stuttur en tilþrifamikiil og margir
stjómmálaskýrendur álíta að stjórn
hans hafi reynst furðu lífseig miðað
við allar aðstæður.
Ráðherrann var frá upphafi harka-
lega gagnrýndur fyrir að ganga í eina
sæng með Þjóðarbandalagi Gianfr-
ancos Finis en bandalagið var stofnað
á grunni flokks nýfasista, arftaka
fasistaflokks Benitos Mussolinis. Nýf-
asistar vora ekki taldir húsum hæfir
í ítölskum stjómmálum eftir strið og
áttu aldrei aðild að stjóm, um það
vora jafnt vinstri- sem hægrimenn
sammála.
Mörgum brá í brún í grannlöndum
ítala þegar sigri hrósandi flokksmenn
Finis heilsuðu með fasistakveðju
Mussolinis í Róm eftir kosningasigur-
inn. Vissulega segir Fini að fasisminn
sé ekki lengur á dagskrá, bandalagið
styðji lýðræðið en víða í Evrópusam-
bandinu vora menn áhyggjufullir. Er
leiðtogar sambandsins hittust á Korfu
neitaði grískur ráðherra að
taka í hönd Berlusconis
vegna stjómaraðildar nýf-
asista.
Það fór vel á með þeim ___________
Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta og Berlusconi er fundur sjö
helstu iðnvelda heims var haldinn í
Napólí í júlí, hinn síðarnefndi virtist
vera að treysta sig í sessi sem kraft-
mikill og ferskur leiðtogi er boðaði
nútímalega hægristefnu sem ítalir
þyrftu á að halda. En þá reið nýtt
áfall yfir.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og
einn af auðugustu mönnum landsins, varð í
gær að segja af sér eftir rúmlega sjö mánaða
valdaferil. í grein Krísljáns Jónssonar kem-
ur fram að stjómmálaskýrendur furða sig
sumir á því hve lífseig samsteypustjómin varð
þegar höfð eru í huga vandamálin sem Ber-
lusconi þurfti að kljást við
Reuter
BERLUSCONI á leið á þingfund í gær þar sem hann skýrði frá
því að hann myndi kalla saman ríkisstjórn og halda á fund Scalf-
aro forseta ef niðurstaðan yrði afsögn stjórnarinnar.
Umbótatillög-
ur voru út-
vatnaðar
Umberto Bossi, leiðtogi Norður-
sambandsins.
Embættismenn saksóknara í
Mílanó skýrðu frá því að Paolo Ber-
lusconi, yngri bróðir forsætisráðherr-
ans, hefði verið ákærður vegna gruns
um spillingu í tengslum við
rekstur helsta fyrirtækis
Berlusconis, Fininvest.
Forsætisráðherrann hét
________ því á sínum tíma að hætta
persónulegum afskiptum
af ijármálaveldi sínu strax og hann
tæki við embætti sínu en rökstuddur
grunur er um að hann hafi ekki stað-
ið það heit og hættan á hagsmunaá-
rekstrum er augljóslega mikil. Þessar
ásakanir urðu stöðugt ákafari und-
anfarna mánuði og Berlusconi gekk
illa að sanna sakleysi sitt. Reyndar
Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar-
bandalagsins.
bentu margir á það í kosningabarátt-
unni á að skuldir Fininvest væru
himinháar og sjónvarpsjöfurinn sól-
brenndi og brosmildi gæti lent í erfið-
leikum með að greina full- -------------------
komlega á milli hagsmuna Eldraunin
sinna og þjóðarinnar. gæti veríð að
I kosningabaráttunni hefiast
lýsti Berlusconi sér sem * 1
valkosti gagnvart hefð-
bundnum ráðamönnum úr fiokkum
kristilegra demókrata og sósíalista
sem skipst höfðu á um að halda um
stjórnvölinn í meira en 50 ríkisstjóm-
um landsins frá stríðslokum. Spill-
ingarrannsókn embættis saksóknara
í Mílanó hafði flett ofan af framferði
gömlu flokkanna og Berlusconi virt-
ist því helsta von þeirra hægri- og
miðjukjósenda sem yfirgefið höfðu
spillingarfursta kristilegra demó-
krata en sættu sig ekki við nýfasista
eða Norðursamband Umbertos Boss-
is. Flokkur Bossis, sem tókst að
grafa undan samheija sínum á þingi
í gær, átti uppruna í hreyfingu gegn
skattpíningu á Norður-Ítalíu og
barðist í fyrstu fyrir því að norður-
héruðin segðu sig úr lögum við fá-
tæktarhéruðin í suðri sem sögð vora
lifa á framlögum norðanmanna.
Aðstoð Craxis
Fyrirtækjarekstur Berlusconis
hófst fyrir alvöru á sjöunda áratugn-
um er hann auðgaðist á bygginga-
braski og þarf vart mikla skarp-
skyggni til að ímynda sér að ein-
hvern tíma hafi hann beitt hefð-
bundnum aðferðum til að liðka fyrir
viðskiptum sínum, þ.e. mútum til
embættismanna. Sjálfur kennir hann
undirmönnum um þau lögbrot sem
sannast hafa á fyrirtæki hans.
Andstæðingar Forza Italia krefj-
ast þess m.a. að settar verði skorður
við fjölmiðlaveldi Berlusconis, hinu
næstmesta í álfunni, vilja jafnvel að
það verði selt áður en næst verði
boðað til kosninga. í þessu sambandi
má nefna að Bettino Craxi, fyrrver-
andi forsætisráðherra úr röðum sós-
íalista, er góðvinur Berlusconis og
guðfaðir eins af börnum hans. Craxi
hundsaði í valdatíð sinni úrskurð
dómstóla sem vildu takmarka um-
svif sjónvarpsveldis Berlusconis er
byggist að miklu leyti á einokun á
útsendingarrásum. Fyrir skömmu
hlaut Craxi fangelsisdóm fyrir mútu-
þægni en hann býr í Túnis og segist
vera of heilsulaus til að koma fyrir
rétt.
Undir smásjánni
Liðsmenn saksóknara í Mílanó
hafa beint mjög sjónum sínum að
Fininvest síðustu vikurnar og nokkr-
ir starfsmenn fyrirtækisins hafa ver-
ið handteknir, þ. á m. Paolo Berlusc-
oni, og sakaðir um að greiða skatt-
eftirlitsmönnum mútur. Sjálfur segir
ráðherrann að um ofsóknir sé að
ræða vegna stjómmálaafskipta
sinna. „Ekkert af þessu getur hróflað
við mér“, sagði hann í viðtali við
International Herald Tribune fyrir
nokkru.
Reyndin varð önnur, óveðursskýin
hrönnuðust upp og er þjóðfrægur
frumkvöðull herferðarinnar gegn
spillingu, Antonio Di Pietro rann-
sóknardómari í Mílanó, sagði af sér
nýlega voru margir reiðubúnir að
kenna Berlusconi um, hann hefði
hrakið Di Pietro úr starfi. Stjórnvöld
höfðu skömmu áður skert mjög
starfssvið vinnuhóps dómarans og
látið hefja rannsókn til að ganga úr
skugga um að hópurinn hefði ekki
sjálfur brotið lög í herferð sinni.
Tortryggnir andstæðingar forsætis-
ráðherrans sögðu að Berlusconi væri
að reyna að bjarga eigin skinni með
því_ að grafa undan rannsókninni.
í nóvember skýrðu embættismenn
honum frá því að verið væri að kanna
hvort Berlusconi hefði sjálfur gerst
sekur um refsivert athæfi og í síð-
ustu viku var hann yfirheyrður í sjö
klukkustundir í Mílanó; ekki hefur
enn verið ákveðið hvort hann verður
ákærður.
Eldraun Berlusconis gæti því verið
rétt að byija. Of snemmt er samt
að fullyrða að pólitískur ferill hans
sé á enda þótt kannanir sýni minnk-
---------- andi fylgi og flokkurinn
hafi goldið afhroð í sveitar-
stjómarkosningum nýver-
ið. Sárafáir treysta gömlu
stjórnmálaleiðtogunum og
þeir nýju era margir hveij-
trúverðugir. ítalir gætu í
þingkosningum komist að
ir ekki
næstu
þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir galla
sína og vanefndir á kosningaloforð-
um sé Berlusconi illskásti kosturinn
- en allt veltur á því að ekki takist
að sanna á hann svo alvarleg spilling-
arbrot að hann hljóti dóm.
18RS,
Bræður berjast í Róm
i