Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 29

Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 29 AÐSENDAR GREIIMAR Sjúkraliðaverk- fallið - hin hliðin Spurningarnar sem fjöl- miðlarnir gleymdu að spyija Ingibjörg Erna Þórhallsdóttir Einarsdóttir SJÚKRALIÐAR hafa nú verið í verkfalli í rúman mánuð. Sjúkralíð- ar, sem láglaunastétt, hafa fengið gagnrýnislausa hluttekningu fjöl- miðla og almennings vegna baráttu sinnar fyrir bættum kjörum. Lítil umræða hefur farið fram um um- deildar aðferðir þeirra í kjarabaráttu og framkvæmd verkfallsins, sem er þannig að alvarlegar spurningar um verkfallsrétt heilbrigðisstétta hljóta að vakna. Það var ekki fyrr en eftir að sjúkraliðar voru búnir að fá á sig Félagsdóm að þeir mættu á deildir samkvæmt undanþágulistum. Var allt í lagi að virða lögbirtar undan- þágur og leikreglur í verkfalli að vettugi og mæta ekki til vinnu sam- kvæmt undanþágulistum á sjúkra- húsum? Á bráðadeildum sjúkrahúsa kom reyndar í ljós að störf sjúkra- liða eru þess eðlis að fjarvera þeirra skapaði frekar tímabundin óþægindi en neyðarástand. Á öldrunarstofnunum hefur verk- fall sjúkraliða hins vegar skapað neyðarástand, sem 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna eiga að koma í veg fyrir að geti komi upp. Er í lagi að fram- kvæma verkfall á svo vafasaman hátt gagnvart heimilisföstum öldruðum einstaklingum á hjúkrun- arheimilum, að neita um undanþág- ur þannig að ekki sé hægt að veita nauðsylegustu umönnun? Ábyrgðarleysi sjúkraliða gagn- vart skjólstæðingum sjúkrastofnana er alvarlegt umhugsunarefni fyrir hjúkrunarfræðinga sem bera ábyrgð á allri hjúkrun í landinu og hafa eftir bestu getu axlað verulega auk- ið vinnuálag til að tryggja sjúkling- um nauðsjmlega hjúkrunarþjónustu. Hvers vegna er forysta sjúkraliða hvað eftir annað að draga kjara- samninga hjúkrunarfræðinga inn í kjaradeilu sinna fé- lagsmanna við ríkið? Er ekki eðlilegt að sjúkraliðar beri kjör sín saman við kjör annarra aðstoðar- stéttá á heilbrigðis- stofnunum sem hafa svipaða skólagöngu að baki, t.d. Sóknarkonur sem eru með sambæri- legri menntun og starfssvið eða aðstoð- armenn í sjúkraþjálf- un sem reyndar hafa oftast a.m.k. stúdents- próf’ Er þetta launapólitíkin fyrir konur þessa lands? Tiltöluleg sátt hefur verið um að menntun skuli metin til launa. Hún er ein af fáum viðmiðunum sem auðvelt er að mæla. Launþegahreyf- ingin hefur undanfarin ár staðfest þetta rækilega. Hjá mörgum stéttar- félögum eru ákvæði um launaflokka- hækkanir samfara námskeiðssókn sem varir í nokkra daga eða vikur. Þó má helst skilja af málflutningi þeirra, sem hefur verið mál að tjá sig um verkfall sjúkraliða, verka- lýðsforingja, vinnuveitenda, þing- manna og leiðarahöfunda, að hjúkr- unarfræðingum beri ekki laun í sam- ræmi við menntun og ábyrgð. Öllum þykir sem hjúkrunarfræðingar hafi gert of góða samninga i vor, þeir beri of mikið úr býtum miðað við það sem þeir ættu að hafa. Þegar kemur að háskólamenntaðri kvenna- stétt gildir jafnlaunastefna, sem ekki eru gerðar kröfur um að gildi gagn- vart öðrum. Hvemig má það vera að launa- munur milli tveggja kvennastétta, annarrar þar sem er krafist fjögurra ára háskólanáms eða átta ára menntunar eftir grunnskólapróf og Sjúkraliðar hafa fengið, sem láglaunastétt, gagnrýnislausa hlut- tekningu. Ingibjörg Þórhallsdóttir og Erna Einarsdóttir segja litla umræðu hafa farið fram um fram- kvæmd verkfallsins. hinnar, sem er aðstoðarstétt, þar sem krafist er tæplega þriggja ára menntunar eftir grunnskólapróf, má aðeins vera 15-20%? Við munum ekki eftir að fjölmiðlar eða aðrir sem hafa fjallað um kröfugerð sjúkraliða hafi sett spumingu við þessa þumal- puttareglu forystu sjúkraliða. Sam- kvæmt henni eiga hjúkrunarfræð- ingar að fá um það bil 3%, ekki einu sinni launaflokk, fyrir hvert ár sem þeir hafa varið til menntunar um- fram þá menntun sem sjúkraliðar hafa. Hugleiðingar um stöðu sjúkraliða í kjarasamningum Fjóla Arndórsdóttir Sigríður Þórarinsdóttir Á þessum tíma var viðhorf viðsemjenda allt annað og gildismat þeirra til félaganna hreint ekki það sama. Ekki þótti mikilvægt þá að gera einfaldan samning við félagið þar sem enginn lækkaði í launum, né heldur tek- in til greina sú krafa sjúkraliða að hækka þá lægra launuðu til jafns við þá sem betri kjara nutu. Tilboðið var að samræma til lækkunar. Að því gat félagið skiljanlega ekki gengið og því þurfti að gera mismunandi samninga Á undanförnum vikum hefur margt verið rætt og ritað um kjör heilbrigðisstétta og hefur samningur sem ríki og borg gerðu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí síðastliðnum oft verið nefndur til. Við viljum byija á því að óska hjúkr- unarfræðingum til hamingju með þann samning, sem þær verðskuld- uðu sannarlega. Það er ánægjulegt þegar kvennastétt nær fram bættum kjörum í þessu þjóðfélagi þar sem launum kvenna hefur markvisst ver- ið haldið niðri. Þann 16. desember síðastiiðinn skrifaði Vigdís Jónsdóttir hagfræð- ingur grein í Morgunblaðið, þar sem hún lýsir þessum samningi og hafa skrif hennar orðið okkur umhugsun- arefni. Samningsgerðin var nokkuð flókin þar sem verið var að sameina tvö félög, þar sem félagsmenn voru með mismunandi menntun og mismun- andi kjör, en lögð var áhersla á að hafa samninginn einfaldan og auð- skilinn og að allir héldu sínum rétt- indum og enginn lækkaði í launum. Einmitt þessi skynsamlegu, auð- skildu og sjálfsögðu vinnubrögð urðu okkur tilefni til að setja þessi orð á blað. Að þessu leyti stóðum við sjúkraliðar í svipuðum sporum fyrir tveimur árum, þegar fyrsti kjara- samningur Sjúkraliðafélags íslands var gerður. Einnig þá var settur sam- an hópur með mismunandi kjör. Krafa sjúkraliðafélagsins var sú, að félags- Ein megínkrafa Sjúkra- liðafélags Islands frá upphafí, segja þær Fjóla Amdórsdóttir og Sig- ríður Þórarinsdóttir, hefur veríð að jafna launamim innan þess. menn um land allt væru á sömu kjör- um, allir héldu réttindum sínum og enginn lækkaði í launum. víða um land og fóru þeir samningar eftir þeim kjörum sem sjúkraliðar höfðu haft fyrir á hveijum stað. Vegna þessara samninga er veru- legur launamunur á félögunt í Sjúkr- ajiðafélagi íslands, en ein af meg- inkröfum félagsins frá upphafi hefur verið að jafna þennan mun. Ef við- horf viðsemjenda okkar væri hið sama og við gerð kjarasamningsins við hjúkrunarfræðinga, þá hefði ekki komið til þess hörmulega ástands sem nú ríkir og bitnar óhjákvæmilega á þeim er er síst skyldi, öldruðum og sjúkum. Þá væru sjúkraliðar ekki í verkfalli í dag. Höfundar eru sjúkraliðar. Við höfum hvergi séð sambæri- lega kröfu og samanburð milli ann- arra starfshópa með svo ólíka menntun og ábyrgð. Við minnumst þess t.d. ekki að hafa séð kröfur um að launamunur viðskiptafræðinga og þeirra sem útskrifast af tveggja ára verslunarbraut Verslunarskóla íslands skuli mestur vera 15%. Á að jafna út allan launamun meðal kvenna, eitt kyn ein laun? Ef umræðan um kjör hjúkrunar- fræðinga undanfarnar vikur endur- speglar þá launastefnu sem konur þessa lands eiga að búa við í framtíð- inni er hætta á ferðum. Hvaða hvati verður til aukinnar menntunar kvenna ef launalegur ávinningur á ekki að skila þeim neinu til baka? Næsta vor eru kosningar, hvaða flokkar hafa svona launastefnu í farteskinu og þora að segja það fyr- ir kosningar? Samkvæmt útreikningum hag- fræðinga BHMR og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á æviráðstöfun- artekjum hjúkrunarfræðinga ann- arsvegar og sjúkraliða hinsvegar, eru æviráðstöfunartekjur sjúkraliða hærri. í báðum tilvikum er miðað við núgildandi kjarasamninga. Ekki verður annað séð en að gagnvart konum í þessum tveimur stéttum hafi jafnlaunamarkmiðum jafnaðarmanna í öllum flokkum og stéttarfélögum verið náð. Sjúkralið- ar hafa nú þegar hærri æviráðstöf- unartekjur en hjúkrunarfræðingar. í lokin Nú má ekki skilja þessi skrif svc að höfundur sé andvígur kjarabótum fyrir sjúkraliða, heldur er verið áð gera athugasemdir við ábyrgðar- lausa framkvæmd verkfalls sjúkra- liða og hvernig forysta þeirra og aðrir, hafa stöðugt verið að búa til samanburðarhóp úr hjúkrunarfræð- ingum, án þess að til þess liggi gild- ar ástæður. Allir geta verið sammála um að sjúkraliðum og öðrum launþegum beri nægileg laun til framfærslu af fullu starfi. Þessi stefna, að gera alla að styrk- og bótaþegum ríkisins í stað þess að greiða mannsæmandi laun, er að eyðileggja sjálfsvirðingu vinnandi fólks í landinu og vanvirðir eðlilegar hugmyndir um samhjálp fyrir þá sem minna mega sín. Sú jafnlaunastefna fyrir konur sem boðuð hefur verið af verkalýðs- forystu, bæði innan ASÍ og BSRB og ýmsum þingmönnun í yfirstand- andi verkfalli sjúkraliða er fjandsam- leg æðri menntun kvenna og er mikilvægt að fólk geri sér grein fyr- ir afleiðingum slíkrar stefnu. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar. Hjúkruníli'fr. Sjúkral. Mismunur. % Taxtalaun 48.199.788 38.115.888 10.083.900 26,5 Staðgr. skatta 8.113.631 2.183.236 5.930.395 271,6 Endurgr. námslán 2.270.743 2.270.743 100,0 Nettólaun 37.815.414 35.932.652. 1.882.762 5,2 Núvirði m. 1,7% 24.457.272 24.643.979 -186.707 -0,8 Forsendur: Starfsœvi sjúkraliða 18-65 ára lfl. 111. Starfsævi hjúkrunarfræðings 24-65 ára, lfl. 207 Opið írá kl. 9-23 Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. Jólasettin komin frá © Stakir sófar í leðri frá fcr. 129.000 Hornsófar í leðri frá kr. 160.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.