Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 31

Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 31 SIGURÐUR BJARNASON + Sigurður Bjarnason fæddist í Hrútsholti í Eyjahreppi á Snæfellsnesi 9. desember 1930. Hann lést á Landspítalanum 14. desember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Aðvent- kirkjunni 21. desember. Inngangur Þá björgin klofna, borgir hrynja, bifast jörð, himinhvolf skjálfa, kikna viðir, hervirki steypast af stalli, fáræði grípur hugarheima í regindjúpum heltækra hamfara - ráðfár reynist þá maður! Þannig riðluðu og byltu sér þung- ir þankar, er ég spurði kæran vin minn og langtíma samstarfsmann, Sigurð Bjamason, látinn. Reyndar ekki, að slíkt kæmi mér með öllu á óvart eftir langstæð veikindi hans, sem hann bar með hetjudáð og kvartaði aldrei, heldur, er ég sá fyrir mér manninn eins og ég kynnt- ist honum fyrst og leit hann lengst af alla ævi. Þennan mann, jörmun- efldan, heljarmenni að burðum, með hæstu mönnum að vallarsýn, ram- geran, hugumstóran og traustan hið innra sem ytra ... Að sjá hann hniginn - og það langt fyrir aldur fram - var í raun sem fjöll hefðu hrunið og himnar klofnað. Ætlan mín er ekki að rekja ævi- feril hans í smáatriðum, heldur að minnast nokkurra þeirra þátta, sem leiddu okkur saman og tengdu sterkum vináttuböndum. Samstarf og kynni Kynni okkar hófust með því hann kom til kennslustarfa að Hlíðardals- skóla haustið 1951, þar sem ég var kennari fyrir. Þar starfaði hann mörg ár sem kennari og skóla- stjóri. í skólanum, sem var heima- vistarskóli, urðu kynni náin. Þar ólust bömin okkar upp saman allt fram yfir lands- og gagnfræða- prófsaldur, reyndar líkari stórum systkinahóp en óskyldum verum. Urðu skólafjölskyldumar því líkari einni stórri, fremur en mörgum smáum fjölskyldum. Þar gengum við daglega saman til verklegra starfa úti og inni með nemendum okkar, og svo náttúrlega í kennsl- unni. Þar var kennslu- og lærdóms- staðallinn settur við hæstu hugsan- leg mörk og hvorki sparað til tími né fyrirhöfn. Að skila nemandanum sem lengst til lærdóms var köllun okkar og skylda. Þetta var hollt, gjöfult og þroskandi líf, sem gaf auðgandi gagnkvæmt innsæi og skilning. Frá Hlíðadalsskóla var Sigurður kallaður til Reykjavíkur til starfa fyrir Samtök Aðventista á íslandi og var lengi forstöðumaður þeirra samtaka. Á þeim ámm vann hann mikið að þýðingu erlendra bóka, og hafði þýðingar- og prófarkalestrarstarfið raunar á hendi allt til dauðadæg- urs, að heita mátti, en hann lézt þann fjórtánda þessa mánaðar. Þannig eigum við því rúm 40 sam- starfsár að baki við verkleg störf, menntamál, kennimennsku og sönglíf... Já, Sigurður var söng- maður góður, gæddur djúpri, ein- staklega blæfagurri bassarödd. Rödd, sem aldrei sendi hijúfan eða skerandi tón. Það var því mikill fengur fyrir mig að fá hann til liðs f skólakórinn og karlakvartettinn, þar sem hann renndi traustum stoð- um undir ungu raddimar, og síðan áfram í söngmálunum alla tíð. í söngnum tengdumst við náið við túlkun, innlifun og blæbrigði. Við bmgðum því líka fyrir okkur að syngja tvísöng. Maðurinn Dagfarslega var bróðir Sigurður hæglátur, yfírvegaður og orðvar. Samtímis bjó hann þó yfir glöggu glettni- og gamanskyni og var hrókur alls fagnaðar í góðvinahóp, hugkvæmur, snjall og hnittinn. Hann var skarpgreindur og stál- minnugur. Stærðfræðingur var hann góður, en einnig laginn á tungumál. Þar bar íslenzkuna þó hæst, enda átti hún hug hans allan, og framúrskarandi íslenzkumaður var hann. Það verður séð af skrifum hans og þýðingum. Á Hlíðadalsskólatíma okkar unn- um við sterklega að málhreinsun, svo þar heyrðust trauðla nokkur ómæli. Ef allir foreldrar, kennarar, uppalendur og fræðimenn skipuðu móðurmálinu í slíkt öndvegi sem hann gerði, þyrfti ekki að ugga um íslenzka tungu. Þar vorum við sann- arlega samstiga. Sigurður ann ljóðlist, hafði gam- an af að ríma, og gat verið eld- snöggur að botna stökur, en hér er ekki rúm til að gefa dæmi um slíkt. í öllu starfi, verklegu sem hug- lægu, var hann skyldurækinn, mjög skipulagður, ákveðinn og markviss, gaf sig óskiptan og vænti mikils af nemendum sínum. Hann bar aðalsmerki hins sanna kennara. Alltaf óspar á sjálfan sig til að gera hvaðeina sem bezt, til þess að aðrir gætu auðgast sem mest af því, sem hann lagði fram hveiju sinni. Hann var þjóðhagasmiður og lék allt verklegt í hendi. Bróðir Sigurður var trúmaður mikill. Þar áttum við sannarlega samleið, er tengdi okkur órofabönd- um. . Niðurlag En nú er hann genginn, og ég sem í tómi gripinn, því svo fer okk- ur jafnan, þá ástvinum oggóðvinum er frá okkur svipt. Ástkæru, eftirlifandi vinir, Aðal- heiður, Gunnar, Bjarni, Helga, Rak- el Ýr og Rebekka! Við Sólveig og bömin okkar stöndum með ykkur í djúpum sorgarinnar og tregans. En við stígum einnig með ykkur sigurtinda trúarinnar, og litum yfír öll hérvistartímamörk til lands sælla endurfunda, sem Guð hefur heitið í orði sínu og trú okkar byggist á. Þar er styrkur okkar fólginn. Blessuð sé minning okkar elsk- aða Sigurðar. Með djúpri þökk, virðingu og innilegustu samúð. Sólveig, Jón Hjörleifur og börnin okkar. * ÞORGRIMUR BJARNASON + Þorgrímur Bjarnason fæddist í Stykkis- hólmi 12. janúar 1919. Hann lést í Stykkishólmi 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Vilborg Guð- mundsdóttir og Bjarni Stefánsson, en hann ólst upp í Dældarkoti í Helga- fellssveit hjá hjón- unum Elínborgu og Hannesi Hannes- syni, sem þar bjuggu. Útför Þorgríms fór fram frá Helgafellskirkju 17. desember. ÞAÐ VAR 8. desember sl. að fánar blöktu við hálfa stöng í Stykkis- hólmi. Það spurðist brátt að Þor- grímur Bjarnason, Daddi í Koti eins og við kölluðum hann, hefði látist þá um nóttina. Okkur sem höfðum hitt hann glaðan og reifan skömmu áður, brá við, enda þá ekkert farar- snið á honum, en svona er það að dauðinn gerir engin boð á undan sér. Foreldrar hans, Vilborg Guð- mundsdóttir og Bjarni Stefánsson, áttu heima í Stykkishólmi þegar Þorgrímur fæddist og hjá hvorugu um auðugan garð að gresja eins og títt var í þá daga, enda varð ekkert meira úr samleið þeirra. Það varð Vilborgu til happs að hún gat komið drengnum til heiðurshjón- anna Elínborgar og Hannesar Hannesson- ar sem þá bjuggu í Dældarkoti í Helga- fellssveit og hjá þeim var hann æ síðan. El- ínborg var Skagfírð- ingur, en Hannes Hún- vetningur, þau höfðu áður en þau komu að Dældarkoti, búið að Ytrafelli í Dölum og Haga í Staðarsveit, en þaðan komu þau hing- að. Þau höfðu ekki eignast börn og var því Þorgrímur litli kærkominn til þeirra. Nokkru síðar bættust við til þeirra Dældarkots- hjóna systurnar Dagbjört og Hall- dóra Davíðsdætur sem þau ólu upp sem sín eigin böm og hafa sagt mér að betri foreldra hefðu þær ekki getað kosið sér enda sam- komulagið á bænum með afbrigð- um gott og minningarnar ástúðleg- ar sem þær beri í bijósti síðan. Þau Elínborg og Hannes létust með tveggja ára millibili, hún 87 ára en hann 89 ára og hann á eftir. Hannes dró ekkert úr því hve fóst- urbörnin hefðu unnið heimilinu vel og arfleiddi þau að jörðinni og áhöfn. Þær systur fóru til Reykja- víkur þar sem þær eiga heimili, en Þorgrímur tók við jörðinni og bjó þar uns hann flutti hingað á Vík við Stykkishólm og bjó þar ásamt Ingibjörgu Stefánsdóttur til dauða- dags. Þorgrímur var ekki víðförull um ævina og um erlendar slóðir veit ég ekki til að hann hafí arkað, en því betur annaðist hann heimahag- ana og búfé það sem hann átti og um það mætti rita dijúgan þátt. Fósturforeldrarnir og heimilið voru honum allt og svo bækurnar. Þeim má ekki gleyma. Hann átti góðar bækur og upp á bókasafn lagði hann einig leið sína, vissi margt og það sem hann las festist í minni og öðrum gat hann miðlað af sínum fróðleik. Hin daglegu mál voru honum umhugsunarefni og virki- lega gaman að ræða þau við hann. Skoðanir sem hann myndaði sér um lífið og tilveruna voru eftirtekt- arverðar. Ekki voru bifreiðarnar honum til flýtisauka, en traktorinn kom honum vel og bæði í búskapn- um og snúningum var hann látinn duga. Skilasamur var hann og öll óreiða var eitur í hans beinum. Hann fylgdist betur með því sem var að gerast erlendis en þeir sem höfðu farið víða. Ég held að einu samkomurnar sem hann hafi stund- að hafí verið að fara í réttirnar. Það var honum nóg. Þorgrímur var einn af þeim sem heimurinn hoss- aði ekki hátt, en hvað um það, það var svo margt annað sem þyngra var á metaskálum. Þess naut hann og samskipta við góða menn. Mér fannst alltaf stafa birtu og hlýju af honum og dáðist að því hve hann var alltaf ánægður og þakk- látur fyrir það sem guð gaf honum. Og ekki varð ég þess var að hann legði öðrum illt til. Væri það betur að sem flestir væru með slíkt hug- arfar í þjóðlífinu, þegar engum finnst hann hafa nóg. Ég kveð því þennan góða dreng og þakka honum öll brosin og hlýju handtökin gegnum árin. Góður guð blessi og varðveiti góðan samferð- armann. Arni Helgason. t Konan mín, RÓSA JÓHANNA TÓMASDÓTTIR, Hjallabraut 35, Hafnarfirði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skafti B. Heigason. t Bróðir okkar, SIGURJÓN EGILSSON úrsmiður, Nökkvavogi 6, Reykjavík, lést 21. desember. Gunnbjörn Egilsson, Jóhannes Egilsson. t_______________ Elskulegur faðir okkar, STEFÁN TRAUSTI ALEXANDERSSON, Faxabraut 38B, Keflavflc, andaðist í Landspítalanum 21. desember. Ólöf Lilja Stefánsdóttir, Sigþrúður Bærings Stefánsdóttir, Ólafur Bjarni Stefánsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁLFHEIÐUR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Borgarsíðu 15, Akureyri, sem lést 16. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Helgi Sigfússon, Snjólaug Kristin Helgadóttir, Ásgrimur Sigurðsson, Sveinbjörg Kristjana Helgadóttir, Jónas Baldursson, Magnús Jón Helgason, Sigfús Ólafur Helgason, Jóhanna Jósefsdóttir, Helgi Heiðar Helgason, Gyða Henningsdóttir, Karl Símon Helgason, Halldóra Konráðsdóttir, Ásdfs Elva Helgadóttir og barnabörn. + •Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR HARALDUR KARLSSON bókbindari, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 21. desember. Hjördís Bjarnadóttir, Bjarni Harðarson, Kolbrún Þórðardóttir, Þórbjörg Harðardóttir, Pétur M. Hanna, Hjördís Rögn Baldursdóttir, Þórður Ægir Bjarnason, Margrét P. Hanna, Hörður Bjarnason, Tinna Bjarnadóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við útför bróður okkar og mágs, GUNNARS EIRÍKSSONAR frá Dvergasteini, Vestmannaeyjum. Sigurfinna Eiríksdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Óskar Steindórsson, Þórarinn Eiriksson, Benom'a Jónsdóttir, Óskar Sigfinnsson, Guðný Þórðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.