Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ imm Vinningstölur miövikudaginn: 21.12.1994 VINNINQAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6afe 2 20.955.000 CT| 5 a f 6 taD+bónus 0 1.585.932 R1 5 af 6 1 238.500 EJ 4af6 191 1.980 n| 3 af 6 Efl+bónus 668 240 Aöaltölur: BÓNUSTÖLUR 10 . ® 20 Heildarupphæð þessa viku 44.272.932 aísi, 2.362.932 UPPUVSINQAR, SIMSVARI 91-68 15 11 LUKKULiNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT «EO FYRIRVARA UU PREHTVILLUR f Vinningur: fór til Noregs og Finnlands Vélsleöafatnaöur frá ARCTIC CAT er hlýlegur, vandaðun, þægilegur og glæsilegun. Allt það nýjasta. -: T . . íMSMíÉk GALLAR BOMSUR HANSKAR HJÁLMAR o Ármúla 13, H)8 Reyltfavík S: 681200 - bein lína 31236 I DAG HÖGNIHREKKVÍSI ,, HL m<S/L£GT! -. - H&rrcie/HH HÖGN/ eh. dOÚAEHJfi. í KJ/ÐPOM f SKÁK Umsjón Margcir Fctursson ÞESSI staða kom upp á Ólympíumótinu í mikil- vægri viðureign Englands og Hollands í tólftu umferð. .Julian Hodgson (2.580) hafði hvítt og átti leik en Loek Van Wely (2.560) var með svart. Hollendingurinn lék síðast 24. - KG8-f7. 25. Bc7! - Dxc7, 26. Dxe6+ — Ke8, 27. Dg6+! - Hf7, 28. Re6 (Svaitur er nú lentur í svikamyllu) 28. - Db6, 29. Rxg7+ - Kf8, 30. Re6+ - Ke8, 31. Dg8+ — Hf8 og Van Wely gafst upp án þess að bíða eftir svari Hodgsons sem yrði auðvitað 32. Hd8+. Þessari viðureign lauk með sigri Englands 3 ‘/2—‘/2. Skák Timmans og Shorts á fyrsta borði var sú eina sem varð jafntefli. Þar með urðu verðlaunadraumar Hollend- inga að engu. LEIÐRÉTT íslenski hlutabréfa- sjóðurinn jók söluna um 145% í frétt viðskiptablaðs í gær um aukna sölu hlutabréfa kom fram að söluaukning á hlutabréfum í íslenska hlutabréfasjóðnum hefði orðið 60% í desember. Hið rétta er að aukningin er 145% milli ára. Rangfeðruð í grein um þörf fólks fyrir aðstoð um jólin, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, urðu þau leiðu mistök að Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur, var rangfeðruð. Hlutaðeigend- ur eru beðnir velvirðingar á þessari misritun. Rangt nafn undir mynd Nafn Svanhildar Konráðs- dóttur misritaðist undir mynd af henni sem birtist með grein hennar í blaðinu í gær. Er hún beðin velvirð- ingar á mistökunum. Rangt nafn I viðtali við Hallbjörgu Bjamadóttur var rangt far- ið með nafn Emils Thor- oddsens, sem var undirleik- ari hennar í útvarpsþætti. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Tapað/fundið VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Dýraland í Mjódd LÍTIL stúlka hringdi og vildi segja frá því hvað gæludýraverslunin Dýraland í Mjóddinni væri góð búð. Hún segist oft hafa keypt fugla þar og þeir séu aldrei veikir eða horaðir. Brún dúkka tapaðist í sumar LÍTIL brún dúkka tapað- ist á leið frá Reykjavík tii Blönduóss í júlí sl. Hún er með viðgerðan taubúk, plasthendur og -fætur. Dúkkunnar er sárt saknað og er finnandi vinsamlega beð- inn um að hringja í síma 38662 eða 623636, Auð- ur og Sveinn, fundar- laun. Úlpa tapaðist MOSAGRÆN köflótt karlmannsullarúlpa var tekin í misgripum á Fóg- etanum 16. desember sl. Sá sem er með úlpuna er vinsamlega beðinn um að hafa samband í síma 74835. Farsi 01ð94 Fwcut Ctdoont/DMflxjM by Unhwsal Prau SynScata UJ/US&uASS/ccút-TMO-T //JÝeyr&Uf'attu t/L sóLcxrkresn ?" Víkverji skrifar... VÍKVERJI brá sér í vikunni á Pizzahúsið við Grensásveg. Á næsta borði sátu 8 drengir á að giska 11-13 ára. Þarna var greinilega verið að halda upp á afmæli ein- hvers þeirra. Drengirnir voru vel klæddir og prúðir. Þegar drengirnir voru búnir að borða pizzurnar drógu þeir allir sem einn upp sígarettur og byrjuðu að reykja! Víkveiji varð sem steini lost- inn að sjá þessa sjón, hélt að svona nokkuð sæi hann bara í útlendum kvikmyndum. Það er greinilegt að hefja þarf stórsókn gegn reykingum barna og unglinga. XXX A ILOKAUMRÆÐu um fjárlög á Alþingi má heyra vel ígrundaðar skoðanir þungavigtarmanna þjóðar- innar um ríkisbúskapinn og íjár- málastefnuna. Eða svo skyldi maður halda. Þegar Víkverji kveikti á sjón- varpinu sínu rétt fyrir miðnætti þeg- ar fjárlagaumræðunni var að ijúka bjóst hann við að heyra þungan nið þjóðarsögunnar í beinni útsendingu. En þingmenn voru þá að tala í löng- um bunum um framlag upp á eina milljón króna vegna rannsókna á örverum í Hveragerði og gátu vart vatni haldið vegna hlátraskalla yfir málinu. Víkveiji er áhugamaður um vís- indi og veit að rannsóknir á íslensk- um hveraörverum hafa stutt bylting- arkenndar tilgátur um að líf þrífist miklu dýpra í iðrum jarðar en áður var talið, þar sem örverur þrífist á jarðhita en ekki súrefni og sólar- ljósi. Honum fannst því amöbu- brandarar andstæðinga milljónkalls- ins óþarfir, en ekki fórst stuðnings- mönnum fjárveitingarinnar málið betur úr hendi. Einn þeirra fór í ræðustól og fuilyrti með grafalvar- legum svip að upphaf málsins mætti rekja til Suðurlandsskjálftanna 1896, en þá hefðu örverur þessar fyrst komið upp á yfirborðið með hveravatninu! xxx GRÍNLAUST, er ekki viðfangs- efni Alþingis íslendinga að setja rannsóknum fjárveitingaramma, í stað þess að karpa um smáatriði sem þingmenn hafa kannski ekki amöbu- vit á? Vonandi skrifast þessi umræða á svefngalsa þingmanna eftir langa og stranga fjárlagalotu, að minnsta kosti vonar Víkveiji að hún sé ekki einkennandi fyrir Alþingi íslendinga. xxx INKONA Víkveija kom að máli við skrifara og kvartaði yfir því að allt of margir þeirra sem bera út alls kyns blöð og bréf í þessum jólamánuði vönduðu sig ekki nóg við starf sitt. Sagði hún algengt að þetta fólk setti póstinn aðeins í bréfalúg- una, en ýtti honum ekki alveg í gegn. Fyrir vikið gustaði inn í íbúðina og nokkra morgna hefði hún vaknað í gegnkaldri íbúðinni. Vildi hún koma þeim óskum til blaðburðarfólks og bréfbera að það kæmi póstinum alla leið. xxx VÍKVERJI hafði hug á að bæta við sig svo sem einu tungumáli, til dæmis frönsku, og fór á stúfana að kanna hvað væri í boði af mála- námskeiðum. Víkveija til hrellingar reyndust það mest vera kvöldnám- skeið, sem í boði eru, og þau á hann erfitt með að nýta sér vegna óreglu- legs vinnutíma, sem oft teygist fram á kvöldið. Ætli hvergi sé boðið upp á morgunnámskeið, til dæmis frá klukkan hálfátta til níu, sem henta fólki með langan vinnudag?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.