Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Simi 16500 STANSLAUSAR SÝNINGAR í STJÖRNUBÍÓI! TVÆR MYNDIR Á VERÐI EINNAR! Stjörnubió býður upp á þægilega nýjung i jólainnkaupunum. Foreldrar, sem gera innkaup á Laugaveginum, geta keypt einn biómiða fyrir barn sitt og sá miði gildir á tvær sýningar frá kl. 16.35. til 19.30. Fólk getur komið og farið að vild. t boði eru myndirnar: Fleiri pottormar og Þrír ninjar snúa aftur. Tvær myndir á verði einnar! Kr. 350. Góð jólagjöf! Sýnd kl. 7.30. Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Kfl TAUtlNG STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á ________ myndir í Stjörnubíói. Vefð kr. 39,90 min._________ Sýnd í A- sal kl. 9 og 11. B. i 12 ára. EINN TVEIR ÞRIR Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar * JOLAMYND STJORNUBIOS „ONLY YOU" FRUMSYND 26. DESEMBER * Glæstar stundir o g Oskarsverðlaun Kvikmyndagagnrýnendur víða um heim eru nú að gera upp árið 1994, sem flestir eru sam- mála um að hafi býsna gott ár í kvikmyndaheiminum. A topp tíu lista margra gagnrýnend- anna má sjá spænsku myndina Belle Epoque — þá sem í vor hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Hún er nú loksins að koma hingað til lands og verður aðaljólamynd Háskólabíós. Árið 1994 hefur m.a. verið ágætt gamanmynda- ár. Ein sönnun þess qr Belle Epoque, sem er uppfull af kald- hæðni og gáska. Leikstjóri myndarinnar er Fernando Trueba, sem er óum- deildur meðal fremstu leikstjóra Spánar og að auki einn afkasta- mesti kvikmyndafrámleiðandi þar í landi síðustu ár. Belle Epoque hefur rakað saman v_erð- launum víða um heim; auk Ósk- arsverðlaunanna bandarísku hlaut hún níu Goya-verðlaun en svo nefnast helstu kvikmynda- verðlaun Spánar og auk þess ýmist tilnefningar eða verðlaun á mörgum helstu kvikmyndahá- tíðum á árinu sem er að líða. Ástig og upplausn Myndin gerist á Spáni árið 1931. Konungssinnar eru í þann veginn að játa sig sigraða í bar- áttu við lýðveldissinna. Fram- undan er stutt frelsisskeið í ' spænsku þjóðlífi en borgarastyij- öldin og Franco-tíminn í kjölfar hennar eru enn handan sjón- deildarhringsins. Það er upp- lausnarástand í landinu. í sam- ræmi við það hefur hinn ungi Fernando gerst liðhlaupi í hern- um en hann kemst ekki langt heldur verður á vegi tveggja lög- reglumanna sem taka hann fastan. í upplausnarástandi ger- ast einkennilegir hlutir. Annar lögreglumannanna vill sleppa stráknum enda stríðið tapað og rifrildi félaganna um þetta magnast uns annar drepur hinn og svo sjálfan sig af skömm. Hafandi endurheimt frelsið á þennan grátbroslega hátt leitar Fernando skjóls í nálægu þorpi hjá málaranum og húmoristan- um Manolo (frábærlega leikinn af Fernando Fernán Gómez), sem tekur ástfóstri við unga lið- hlaupann. En vinátta þeirra á sér takmörk og þegar von er á Qórum dætrum Manolos í heim- sókn frá Madrid biður hann gest sinn að fara, því dæturnar fjór- ar, Luz, Violeta, Clara og Rocío, eru hver annarri fegurri og Man- olo veit á hveiju er von dvelji dætur hans undir sama þaki 0g Fernando. Þetta eru vandræði sem Fernando getur ekki hlaup- ist undan þegar á hólminn er komið og næstu daga kynnist hann dætrunum og ýmist tál- ftfúfcv - ,W- \ dregur eða lætur dragast á tál- ar. Þetta eru glæstustu stundir Fernandos — hans eigin Belle Epoque. Afrakstur hádegisverðar I nýlegu viðtali greindi Fern- ando Trueba frá því hver varð kveikjan að Belle Epoque. Sér- hvern þriðjudag undanfarin fimm ár hefur leikstjórinn hitt félaga sína og kollega, handrits- höfundinn Rafael Azcona og leikstjórann Losé Luis Garcia Sánchez, á veitingahúsi í Madrid og snætt með þeim hádegisverð. „Meðan við borðuðum fórum við óafvitandi að búa til sögu og þegar á þessu hafði gengið í mánuð fórum við að skrifa niður punkta og síðan að ræða þetta eins og handrit senu fyrir senu. Áður en við vissum af vorum við komnir með fullbúið handrit, sem enginn hafði búist við og enginn var að bíða eftir. Við bjuggum til Belle Epique til að njóta vin- áttu okkar og samvista hver við annan, njóta þess að tala saman, skemmta okkur, segja brandara og koma hver öðrum á óvart," segir Trueba en það var einn þremenninganna, Rafael Azc- ona, sem bjó tii úr afrakstri há- degisverðanna fullbúið kvik- myndahandrit. Fernando Trueba játar því að ýmislegt í myndinni sé sótt í líf höfundanna. Þar á meðal er þessi saga af því hvers vegna aðalper- sóna myndarinnar, sem Jorge Sanz leikur, heitir Fernando eins og leikstjórinn sjálfur, og hvers vegna málarinn, vinur Femand- os, heitir Manolo: „Einu sinni þegar ég var 18 eða 19 ára hitti ég á bar mann sem heitir Man- olo. Við urðum vinir og í nokkra mánqði hittumst við á hveiju kvöldi, drukkum okkur fulla og ræddum tímunum saman um bækur, kvikmyndir, myndlist og stjórnmál. Hann var þá 51 eða 52 ára. Vinátta hins unga Fern- andos og hins gamla Manolos í myndinni er í heiðursskyni við vin minn Manolo. Hann er Man- olo í myndinni en ég er samt ekki Femando. Ég var aldrei svona sakiaus og einfaldur eins og hann. Ég átti aldrei í ást- arsambandi við allar dætur Manolos — ég giftist bara einni þeirra. En til þess eru kvikmynd- irnar að betrumbæta sannar sög- ur,“ segir Fernando Trueba. Engin veimiltíta ►ÁÐUR fyrr var Paul Newman afbragðs kappakstursmaður eða þar til í fyrra. Þá tók hann þátt í sex keppnum og fimm sinnum ók hann bU sínum útaf. I ár hef- ur hann aðeins tekið þátt í einni keppni. „Mannleg mistök," segir Newman. „Með aldrinum skynja augun og eyrun hættuna ekki eins snemma og áður. Maður kemst ekki jafn hratt, svo maður reynir að aka hraðar.“ Newman er ekki ungur maður lengur. Hann verður sjötugur á næsta ári. „Bette Davis lýsir því best: Að eldast er ekki fyrir veimiltítur,“ segir hann. Newman er engin veimiltíta og hefur öðlast meiri lífsfyllingu með aldrinum. Hann hefur ró- legra yfirbragð og tekur nú ákvarðanir fyrir sig sjálfur. Hann hefur rutt sér leið á við- skiptabrautinni með mjög góðum árangri. Þá skrifar hann handrit að næstu mynd sinni, leikstýrir henni og fer sjálfur með aðal- hlutverkið. Ekki nóg með það heldur hefur honum tekist svo vel upp að flestir gagnrýnendur spá honum Óskarsverðlaunatil- nefningu. PAUL man tekur ákvarðanir sjálfur. Fimm viðurkenn- ingar í ÁRLEGRI gluggaskreytinga- keppni Laugavegs og Bankastrætis dagana 1.-17. desember fengu fimm verslanir viðurkenningu. Það voru verslunin Cosmo, Laugavegi 44, Fiex, Bankastræti 11, 4-You, Laugavegi'' 51, Gull og silfur, Laugavegi 35, og Jósefína, Lauga- vegi 17. Fulltrúar þessara verslana tóku á móti viðurkenningarskjali frá Gunnari Guðjónssyni, formanni Laugavegssamtakanna, á veitinga- húsinu Pasta Basta mánudaginn 19. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.