Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
6. TBL. 83. ÁRG.
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hugsanastýrð-
ir hjólastólar?
LAMAÐ fólk kann að geta stjórnað
hjólastólum sínum með hugarorkunni
þegar fram líða stundir, að sögn breska
dagblaðsins The Daily Telegraph. Ný
tækni gerir vísindamönnum kleift að
„lesa hugsanir" með því að mæla breyt-
ingar á segul- og rafvirkni í heiianum,
eða á blóðstreymi. Þýska prófessornum
Neils Birbaumer hefur tekist að þjálfa
sjúklinga í því að stjórna rafvirkninni i
heilanum sem er mjög veik. Birbaumer
komst að þvi að sjúklingarnir, sem tóku
þátt í tilraun hans, gátu örvað þá hluta
heilans sem stjórna hreyfingum likams-
hliðanna með því að ímynda sér að þeir
væru að hreyfa annan fótinn eða aðra
höndina. Hann telur að örtölvuverk geti
lesið þessi boð frá heila lamaðra til að
sljórna hjólastólum þeirra.
,,Ofurfyrirsætur“
hrella konurnar
SVOKALLAÐAR „ofurfyrirsætur", svo
sem Kate Moss og Ciaudia Schiffer,
gera veiyulegar konur niðurdregnar og
jafnvel veikar, samkvæmt könnun sem
birt hefur verið í sálfræðitímaritinu
Journal of Social and Clinical Psycho-
logy. Hartnær sjö af hveijum tíu konum,
sem tóku þátt í könnuninni, reyndust
þjást af svokölluðum „Barbie-heilkenn-
um“, urðu niðurdregnar, taugaspennt-
ar, fylltust sektarkennd og skömmuðust
sín þegar þær horfðu á myndir af full-
komnum líkömum fyrirsætanna.
Morgunblaðið/Haukur Snorrason
I klakaborg
NÁTTÚRAN bauð sannarlega upp á ósvikin listaverk grýlu- leið, á nýársdag. Þar voru á göngu ferðalangar á vegum
kerta í Stakkholtsgjánni, austan Steinsholts á Þórsmerkur- Útivistar og Ferðafélagsins sem gistu í Þórsmörk um áramótin.
Rússar gera linnulausar
sprengjuárásir á Grosní
RÚSSNESKAR stórskotaliðssveitir héldu í
gær uppi hörðum árásum á miðborg Grosní,
höfuðstaðar Tsjetsjníju, en hersveitirnar
héldu kyrru fyrir tæpum tveimur kílómetr-
um frá forsetahöllinni. Samtökin Læknar
án landamæra skýrðu frá því að rússnesk-
ar herþotur hefðu varpað sprengjum á
fæðingar- og barnalækningadeild sjúkra-
húss í bænum Chali í Tsjetsjníju fyrr í vik-
unni. 30 manns hefðu látið lífið í árásinni
og 150 særst.
Sprengjuhríðin í miðborg Grosní var svo
mikil í gærmorgun að 15 sprengjur lentu
þar á mínútu. Eldur kom upp í efstu hæð-
um forsetahallarinnar og þykkur reyk-
mökkur var yfir byggingunni. Særðir rúss-
neskir hermenn og stríðsfangar eru þar í
haldi.
Hermenn stjórnarinnar í Tsjetsjníju
sögðu að ekki hefðu verið gerðar loftárásir
í gær. Hermenn og óbreyttir borgarar
reyndu að varast leyniskyttur á brú nálægt
forsetahöllinni.
Sprengjuárásunum virtist ætlað að btjóta
Skýrt frá mannskæðri
loftárás á sjúkrahús í
Tsjetsjníju
niður andstöðu Tsjetsjena í borginni og
hægja á liðsflutningum til þeirra. Fregnir
hermdu að mikill fjöldi rússneskra fallhlífa-
hermanna væri á leiðinni til Grosní og tal-
ið var að stórsókn væri í uppsiglingu.
Borgurum verði þyrmt
Læknar án landamæra hvöttu rússneska
herinn til að gera ekki árásir á sjúkrahús
og óbreytta borgara eftir að læknar á veg-
um samtakanna höfðu skýrt frá loft-
árásinni á sjúkrahúsið í Chali, sem er 20
km sunnan við Grosní. Rafmagnslaust er
á sjúkrahúsinu eftir árásina, engin kynding
og starfsmennirnir þurfa að sækja vatn í
nálæga á.
Rússneska stjórnin virðist hvergi ætla
að hvika frá tilraunum sínum til að brjóta
uppreisnarherinn í Tsjetsjníju á bak aftur
þrátt fyrir mikla andstöðu innan hersins
og vaxandi gagnrýni stjórnmálamanna
heima fyrir og erlendis.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur
ákveðið að fresta hefðbundinni nýársræðu
sinni á þinginu, sem ráðgerð var 11. jan-
úar, til næstu mánaðamóta og er það talið
til marks um vaxandi einangrun forsetans.
Hann hætti einnig við að nota jóladag
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í gær til
að leggja hornsteininn að nýrri kirkju í
Moskvu.
Jeltsín hafnaði á föstudag beiðni Sergejs
Kovaljovs, mannréttindafulltrúa þingsins,
um að lýsa yfir vopnahléi fyrir jólin, sem
haldin eru í Rússlandi 7. janúar. „Það er
of snemmt,“ hafði Kovaljov eftir Jeltsín á
fundi þeirra í Kreml þar sem forsetinn
neitaði að svara gagnrýni á stefnu sína í
málefnum Tsjetsjníju.
Jnterfax-fréttastofan sagði að a.m.k. 256
rússneskir hermenn hefðu fallið í bardögun-
um í Tsjetsjníju.
ÉG MUN BERJAST
TIL ÞRAUTAR
HUGVIT Á
HEIMSVÍSU
18
VIÐSKIPTIÁ SUNNUDEGI
22
KORTINI
KJALLARANUM