Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 14

Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 14
14 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Heilagl stríð stæðingar þeirra sífellt gripið til róttækari ráða. Andstæðingar fóstureyðinga í Bandaríkjunum skipta milljónum og flestir vísa því á bug að ofbeldi og morðjeyfist í baráttunni. Hlut- föllin breytast hins vegar hjá þeim hópi, sem stendur að mótmælum um allt land. Þar er um helmingur fylgjandi því að gripið verði til her- skárri aðgerða. Forsvarsmenn þeirra, sem vilja ganga hvað lengst, hittust á fundi í Chicago í maí. „Það kom ekki aðeins fram stuðningur við „rétt- lætanleg mannsmorð, heldur of- beldi, íkveikjur og sprengjur," sagði Joe Scheidler, forystumaður einna af hinum fjölmörgu samtökum, sem berjast gegn fóstureyðingum, í samtali við vikublaðið Time eftir fundinn. Stærri samtökin á fundinum krefjast þess reyndar að félagar skrifi undir skuldbindingu um að beita ekki ofbeldi, en Fred Hobbs, lögreglumaður á Flórída, sagði eftir að hafa rannsakað ofbeldisverk andstæðinga fóstureyðinga í rúmt ár að stundum hefði hann á tilfínn- ingunni að „þessar skuldbindingar séu gerðar til þess eins að komast hjá lögsókn". Þeir, sem telja morð réttlætanleg, beita eftirfarandi rökum: Ef fóstur- eyðingar eru morð, þá eru öll með- ul til að koma í veg fyrir þær sið- ferðislega réttlætanleg, þar á meðal morð. „Ef maður með haglabyssu kæmi þar að, sem verið væri að fremja fjöldamorð á sakiausum bömum, og brygðist ekki við með tafar- lausri valdbeitingu væri hann að fremja alvarlegt brot gegn Guði,“ er haft eftir David Trosch, kaþólsk- um presti, sem sviptur hefur verið kalli sínu vegna háværra yfírlýsinga og egningar til ofbeldis. Oft eiga þeir, sem í orði eru and- stæðingar ofbeldis, erfitt með að fordæma voðaverkin. Don Treshm- an er forseti samtakanna Rescue America: „Við hörmuðum dauða [Brittons læknis] álíka mikið og gyðingur í Póllandi árið 1943 hefði gert við að heyra að Dr. Josef Mengele og lífvörður hans hefðu verið skotnir í Auschwitz þá um morguninn." Sókn til hægri Því hefur verið haldið fram að harðasti kjarni hreyfingar andstæð- inga fóstureyðinga sé jafnt og þétt að færast út á hægri vænginn og baráttumálunum jafnframt að fjölga. Randall Terry, leiðtogi sam- takanna Operation Rescue, er einn þeirra, sem eru að hasla sér völl á hinum kristilega hægrivæng. Samkvæmt vikuritinu The Nat- ion er Terry að reisa æfingabúðir í New York ríki fyrir væntanlega framherja í baráttunni. Meðal kenn- ara verður séra George Grant, sem hefur skorað á fylgismenn sína að íhuga „vopnaða uppreisn í anda landsfeðranna". Tímaritið Frontline Kesearch, sem gefið er út af Planned Parent- hood, sömu samtökum og reka aðra læknastofuna, sem Salvi réðst á, vitnaði nýverið í ræðu Terrys um tilgang æfingabúðanna: Þar verður þjálfaður kjarni fólks, sem er her- skár, sem er grimmur, sem er mis- kunnarlaus." Terry vill hrifsa völdin frá „hin- um frjálslyndu, nautnaseggjunum, barnamorðingjunum og hommun- um“. Hann bauð sig fram til þings árið 1992, en tapaði. Hann hyggur á framboð árið 1996 og er ómyrkur í máli um framtíðina: „Orrustan um sál Bandaríkjanna mun sá sundr- ungu og ringulreið, sem mun láta borgarastyijöldina virðast barna- leik í samanburði." Þeir, sem vilja að fóstureyðingar verði áfram Iöglegar í Bandaríkjun- um, segja að hin ýmsu samtök, sem berjast gegn þeim, beri með orðum sínum ábyrgð á ofbeldinu. „Á meðan við syrgjum hina látnu og biðjum fyrir hinum særðu, fyll- umst við reiði yfír því að þessu ástandi haturs, ótta og hryðjuverka skuli óhindrað leyft að grassera - kvöldMóli KOPAVOGS NÁMSKEIÐ Á VORÖNN TUNGUMÁL ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA — fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA — stafsetning 5 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA — ritun 5 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GRAFÍK 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN I 7 vikna námskeið 21 kennslustund LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN II 4 vikna námskeið 12 kennslustundir LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir SILKIMÁLUN 3 vikna námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI ; 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir 1 VIDEOTAKA á eigin vélar II 2 vikna námskeið 20 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Tölvunámskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir GARÐYRKJA 4 vikna námskeið 14 kennslustundir FJÖLGUN OG UPP- ELDITRÁPLANTNA 1 viku námskeið 6 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 6 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir INNANHÚSS- SKIPULAG 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir GERBAKSTUR 2 vikná námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir PASTARÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir EIGINN ATVINNU- REKSTUR Námskeiðið er haldið f samstarfi við Iðnþróunarfélag Kópavogs 2 vikna námskeið 20 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms.i Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og Starfsmannaf. Kópavogs. Kennsla hefst 25. janúar. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 9.-19, janúar kl. 17-21 í símum: 641507 og 44391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla. og jafnvel kynnt undir - af þeim, sem segjast fordæma ofbeldi," sagði Kim Gandy, varaforseti kvennasamtakanna NOW, í samtali við Boston Globe. Gandy sagði að þau samtök, sem berðust gegn fóst- ureyðingum, hvettu til ofbeldis með því að kalla lækna, sem fram- kvæmdu fóstureyðingar, „drápara“ og „barnamorðingja". Breytt hlutf öll á þingi Öfgafyllsti hópurinn í þessari hatrömmu baráttu um fóstureyð- ingar liggur í útjaðri stjórnmálaum- ræðunnar, þótt hann sé hávær. Fóstureyðingar eru hins vegar mik- ið hitamál og oft láta kjósendur afstöðu sína til frambjóðenda ráðast af stöðu hans í fóstureyðingamálum einni saman. Ekkert bendir til þess að fóstureyðingar verði bannaðar á næstunni, en í kosningunum í nóv- ember unnu andstæðingar þeirra sigur, sem ekki hefur farið hátt. Svo dæmi sé tekið hafa þeir nú nægilegt bolmagn á þingi ’til að tryggja að fóstureyðingar verði undanþegnar ef frumvarp um sjúkratryggingar öllum til handa verður samþykkt. Fóstureyðingar voru ekki sama hitamálið nú og oft áður, en þegar upp var staðið höfðu hvatamenn þess að þær verði bann- aðar unnið stórsigur. 34 af 36 demókrötum, sem töp- uðu þingsæti sínu í fulltrúadeildinni í nóvember, eru fylgjandi því að boðið sé upp á fóstureyðingar. Af þeim lutu 29 í lægra haldi fyrir andstæðingum fóstureyðinga. Eng- inn sitjandi þingmaður, sem er and- vígur fóstureyðingum, tapaði sæti sínu. Því hefur verið haldið fram að repúblikanar styggi kjósendur með afdráttarlausri afstöðu sinni gegn fóstureyðingum. William Weld, rík- isstjóri Massachusetts, fékk til dæmis aðeins að halda ræðu á síð- asta flokksþingi repúblikana þegar vitað var að enginn væri að fylgj- ast með vegna þess að víst þótti að hann myndi mæla fóstureyðing- um bót. Er George Bush tapaði síð- ustu forsetakosningum urðu þær raddir háværar, sem sögðu að repú- blikanar yrðu að vera opnari fyrir öndverðum skoðunum um fóstur- eyðingar. Úrslit kosninganna í nóvember gætu snúið þeirri þróun við og það gæti til dæmis haft áhrif á það hver verður næsti forsetaframbjóð- andi repúblikana, að sögn Bills Mclnturffs, sem vinnur skoðana- kannanir fyrir repúblikana. Mclnt- urff segir að repúblikanar gætu misst fjögurra til sjö hundraðshluta fylgi til sérframboða verði næsti frambjóðandi flokksins fylgjandi fóstureyðingum. Það gæti fært Clinton, sem styður fóstureyðing- ar, sigurinn á silfurfati. John Salvi var líkast til ekki að hugsa á þessum nótum þegar hann tók í gikkinn. Hann er utangarðs- maður, sem vantaði athygli. Þegar hann var handtekinn varðist hann svara um skotárásirnar, en bað því næst um að fá dagblöð í fangaklef- ann til sín. Þegar hann skoðaði blöð frá Boston og New York færðist bros yfir andlit hans. í yfirlýsingu sinni á fimmtudag kvaðst Salvi vilja komast í viðtal hjá sjónvarpsstjörn- unni Barböru Walters eftir að rétt- arhöldunum lýkur. Salvi mun senni- lega ekki þurfa að kvarta undan því að komast ekki í sviðsljósið á næstunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort krefjast eigi dauðarefsingar, þótt þær séu bannaðar í Massachusetts. Það væri Salvi að skapi. „Ef ég verð dæmdur fyrir það, sem ég er sakaður um, vil ég sæta dauðarefs- ingu,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ef sekt mín verður ekki sönnuð, ætla ég að verða kaþólskur prestur þeg- ar ég verð látinn laus. Þetta er ekki játning um sekt, heldur yfirlýs- ing um ofsóknir á hendur kaþólsk- um mönnurn." En hvernig, sem fer fyrir Salvi, hafa menn nú meiri áhyggjur af því hvert framhaldið verður. „Þessi maður er ekkert annað en hryðju- verkamaður,“ sagði Weld, ríkis- stjóri Massachusetts, eftir árás Salvis. „í þessu ríki mun fólki ekki líðast að útkljá siðferðilegar deilur með ofbeldi." Þegar „heilagt stríð“ andstæðinga fóstureyðinga er ann- ars vegar er allsendis óvíst að þeir láti sér segjast. Þetta óhæfuverk hefur hins vegar grynnkað á holl- ustu almennings við málstað þeirra. KRAFTGANGA í ÖSKJUHLÍÐ P E R L A N • Langar þig að auka þol og styrk? • Langar þig að koma þér í góða þjólfun til að geta gengið á fjöll? Við þjálfum úti í fersku lofti í Öskjuhlíðinni og endum hvern kraftgöngutima inni í Perlunni. Þor gerum við æfingar og teygjur sem við gefum góðan tima. Boðið er upp á rólega tíma fyrir þá sem ekki hafa verið með okkur áður. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í s. 989-28688 eða s. 43499. Mannauðsáætlun Evrópusambandsins Almennur kynningarfundur á vegum Rannsóknarráös íslands og Háskólans á Akureyri 10. Janúar, kl. 16.00 í stofu 16 í Háskólanum á Akureyrl viö Þlngvallastræti. Mannauösáætlunin fjallar um þjálfun vísindamanna og er hluti af fjórðu rammaáætlun ESB á sviöi rannsóknar- og þróunarverkefna. Sérstakur gestur fundarins veröur dr. J. Rosenbaum, starfsmaöur framkvæmdastjórnar ESB. Dagskrá fundar: • Setning fundar og inngangsorð; Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor og fulltrúi íslendinga í stjórnarnefnd mannauðsáætlunar ESB. • Mannauösáætlunin; Dr. J. Rosenbaum, starfsmaöur framkvæmdastjórnar ESB. ® Umræöur og fyrirspurnir. Fundi stjórnar dr. Þorsteinn Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.