Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 21 Morgunblaðið/Kristinn 100.000 kr. í byijun, en það tekur ekki ýkja mörg ár að vinna það upp. Ofnaskemmdir eru úr sögunni núna.“ - Umhverfismálin virðast líka vera við- kvæm, til dæmis segjast skokkarar ekki kom- ast hringinn á Nesinu nema að fá golfkúlu í höfuðið. Segja að golfvöllurinn sé alltaf að stækka, meðan kríunni fækkar. „Golfarar eru yfirleitt miklir náttúruunn- endur og fuglalíf hefur aukist í Suðumesi undanfarin ár. Ég held að það náist sátt milli skokkara og golfara og í framtíðinni er gert ráð fyrir að hægt verði að skokka í kringum golfvöllinn. Við höfum líka verið að vinna í fjörunni undanfarin ár og því verki verður haldið áfram.“ - En hvað um akveginn að Nesstofusafni, hafið þið náð sátt um hann? „Nei, ekki enn. Byggingarnefnd Nesstofu- safns vill endurnýja gömlu heimreiðina að Nesi sem var að sunnanverðu. í rauninni er ekkert frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sem mælir á móti því. Náttúrufræðingar voru smeykir um að þarna væri votlendi sem við yrðum að fara í gegnum ef vegurinn yrði lagð- ur þeim megin, en það yrði ekki vandamál því að hraunpúði yrði lagður undir veginn. Skipulagsnefnd er að byija að vinna úr verð- launatillögum og vitanlega finnst lausn á þessu máli. Fólk vill sjá svæðið ósnortið áfram en ég held að Nesstofusafnið sé okkur það mik- ils virði að við verðum að leggja eitthvað í sölurnar út af því.“ - Margir segja að það hafi verið mikil upp- bygging á Nesinu, en nú spyija þeir hvort ekki hafí verið nóg byggt, þeir séu orðnir nísk- ir á grænu svæðin? „Við ætlum ekki að ganga meira á grænu svæðin. Það sem við ætlum að gera er að þétta eitthvað byggðina í miðbænum. Hins vegar er lítið landrými vandamál okkar og við höfum orðið að kaupa hvern fermetra sem við höfum þurft að nota. Þar af leiðandi höfum við þurft að koma byggingum fyrir á minna svæði en við hefðum óskað eftir. Til dæmis höfum við þurft að koma fyrir í menningarmið- bænum okkar, eins og við köllum hann, heilsu- gæslustöð, bókasafni, 38 þjónustuíbúðum og íþróttahúsi, ásamt skólunum sem fyrir voru. Við erum með 4.500 íbúa núna og þeir verða varla fleiri en 4.700 til 5.000 í framtíðinni." „Kerlingin“ í bæjarstjórn Sigurgeir var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í tólf ár, þar af varaformaður í átta ár og formaður í þijú ár. Hann segir að störf sín þar og starf bæjarstjóra hafi farið ágætlega saman. „Ég ferðaðist mikið um land- ið á þeim tíma og reyndi að kynna mér ástand- ið á ýmsum stöðum. Ég held að það sé mjög gagnlegt fyrir okkur sem erum hér við Faxa- flóann að kynnast æðaslættinum eins og hann er annars staðar á landinu. Ég er fyrir löngu búinn að setja fram og mynda mér skoðanir um það hvað við ættum að gera í byggðamálum okkar. Ég held að það sé ekkert vit í öðru en að byija á því að byggja upp sterkan kjarna á Akureyri, kring- um Háskólann, og flytja þangað eins margar rannsóknarstofnanir fyrir frumvinnslugreinar okkar og hægt er. Þessi kjarnahugmynd, að koma upp kjarna í öllum landsfjórðungum samtímis, er ekki raunhæf. Þjóðinni fjölgar um 1% ár ári og sú fjölgun sogast öll hingað á höfuðborgarsvæðið. Akureyri er eini staður- inn sem hugsanlega gæti tekið við nýjum íbú- um, þar sem enn gæti vaxið menning og fjöl- breytt atvinnulíf. Þannig að fólk gæti fengið störf við hæfi menntunar sinnar og síðast en ekki síst þarf fólk að trúa því að þegar það er að mennta börn sín til langskólanáms, eigi það möguleika á að fá þau til baka aftur. Þótt staðir í öðrum landsíjórðungum hafi verið nefndir sem kjarnar verðum við að horf- ast í augu við það, að við höfum hreinlega ekki efni á að fjárfesta nema í einum stað í einu.“ - í ört vaxandi bæjarfélagi er mikið fjár- fest, hefur ekki oft gustað um þig í stólnum? „Jú ætli það ekki, enda varla eðlilegt að allir séu sammála. Það er sagt að ég sé frek- ur og hafi mitt fram með þumbaraskap eða öðru. En ég vil nú meina að menn nái yfir- leitt samkomulagi á endanum séu þeir sann- gjarnir. Ég hef eina reglu, ég nenni aldrei að vera vondur út í nokkum mann, því það sak- ar mig en ekki þann sem í hlut á.“ - Þær eru margar konurnar með þér í bæjarstjórn, fá þær nokkru að ráða fyrir þér? „Jú, jú, ég er allra manna liprastur í við- skiptum við þær. Ég hef átt gott samstarf við þær enda eru þetta duglegar konur og áhugasamar. Um tíma voru hér þijár konur úr Sjálfstæðisflokki og tvær af R-lista, og þá sögðu konurnar okkar að það væru fimm konur í bæjarstjórn og tvær kerlingar. Við karlarnir tveir vorum kerlingamar! En vitanlega þarf maður stundum að vera stífur og ákveðinn. Við semjum fjárhagsáætl- un og verkáætlun yfir árið og það er mitt verk að sjá um að eftir henni sé farið." - Nú ert þú kvæntur Sigríði Gyðu Sigurðar- dóttur myndlistarmanni. Hefur listin þá haft einhver áhrif á þig? „Já það er alveg rétt, konan mín hefur kennt mér að meta og njóta listar. Ég held að ég sé mér mjög meðvitaður um list núna. Við erum með góðan lista- og menningarsjóð hérna á Seltjamamesinu og við setjum töluvert Qár- magn í listsköpun á hveiju ári. Við reynum að gera vel við skólana okkar í sambandi við listsköpun og hér er starfræktur myndlistar- klúbbur. Síðast en ekki síst fýlgist ég mjög vel með því sem konan mín er að gera, sem em margir góðir og skemmtilegir hlutir. Þótt myndlistin sé ríkjandi á heimili okkar, sæki ég líka sinfóníutónleika þótt ég sé ef til vill ekki nógu duglegur við það. Bæjarfélagið gerðist á sínum tíma aðili að rekstri Sinfó- níunnar og við emm eina sveitarfélagið utan Reykjavíkur sem tekur beinan þátt í þeim, rekstri. Við leggjum um tvær milljónir króna á ári til hans. Auk þess er blómlegt listalíf hér í bænum, við erum bæði með kammersveit og kóra svo eitthvað sé nefnt.“ - Hvað um bókmenntirnar? „Ég er alæta á bókmenntir, ég verð að játa það. Litlu barnabörnin sungu um okkur hjón- in þegar við áttum afmæli um daginn og ég held að ein hendingin hafi verið þannig í vís- unni sem þau bjuggu til, að afi lægi uppi í sófa og læsi reyfara! Það var ágæt lýsing á því þegar ég slappa af. Ég er dálítið fyrir það að taka með mér tvo til þijá reyfara upp í sumarbústað og get alveg hespað þá af.“ Engir óvinir Fyrir skömmu héldu Sigurgeir og Sigríður Gyða kona hans upp á sextugsafmælið, og þótt talað sé í gríni um forngripi þegar menn hafa verið lengi í sama starfi, verður það víst ekki sagt um sextugsaldurinn sem þykir hvorki hár aldur né merkilegur nú orðið. Én hvernig ætlar Sigurgeir að spila seinni hálfleikinn? „Ég ætla nú ekki að skipuleggja neitt, hitt er þó merkilegt að ég er búinn að vera hálfa lífævina á sama stað. Og hef aldrei verið ráð- inn í starfið heldur þurft að beijast fyrir því á fjögurra ára fresti. Það hlýtur að sýna að annaðhvort er ég óhæfur annars staðar eða svona elskur að þessu starfi. Þegar starfinu sleppir, er ég orðinn sveita- maður, kominn með sumarbústaðadellu í ann- að sinn, og gróðurbakteríuna hef ég líka feng- ið. í mörg ár hef ég svo spilað badminton tvisvar til þrisvar í viku og ætla mér að halda því áfram. Ég hef ekki nokkrar minnstu áhyggjur af framtíðinni hvort sem ég verð áfram hér eða ekki. Gallinn er sá að starfið hefur komið nið- ur á fjölskyidunni, því að ég er einn af þessum vitleysingum sem halda að þeir séu ómiss- andi, og fer því aldrei nema nokkra daga í einu í sumarfrí. Ég trúi því statt og stöðugt að allt fari í volæði á meðan ég er frá.“ - Sérðu aldrei eftir tímanum sem þú hefur eytt í pólitík og þras? „Nei. Ég viðurkenni þó að ég hef haft sam- viskubit vegna fjölskyldunnar. Pólitík er mjög slæm hjákona, því ekkert annað kemst að og allt annað verður að víkja." - Þú mundir þá ekki mæla með þessu starfi? „Jú ég gæti ekki annað, starfíð er þannig að fólk með einhveija sköpunarþrá og fólk sem trúir að það getur látið gott af sér leiða, hlýt- ur að hafa áhuga á því starfí. Ég hef aldrei skilið fólk sem segist ekki hafa áhuga á póli- tík því að pólitíkin er lífíð í kringum okkur." - Hver eru svo baráttumál framtíðarinnar? „Af nógu er að taka. Við sögðum nú fyrir tuttugu árum að Nesið væri fullbyggt og við þyrftum ekkert að gera meira. En það er ekki lítið sem við erum búin að gera síðan. Fyrst og fremst verður reynt að sinna óskum borgaranna, reyna að láta þeim líða vel. Það gerir maður með því að hlusta á það sem þeir hafa segja og ég held að það hafí ég nú lært betur með aldrinum. Ég hef safnað að mér ómetanlegri reynslu á þessum árum og eftir þetta þijátíu ára starf veit ég ekki til þess að ég eigi nokkra óvini hér. Nú ef svo er þá má skila því til hans eða þeirra að það þýði ekkert að vera vondur út í mig, ég viti ekkert af því! Nú eru framundan þijú skemmtileg ár sem ég vona að nýtist okkur vel þar til kosið verð- ur næst. Og í pólitík segja menn aldrei aldrei." aran; mánudui luin aldri Leikfími tyrir bai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.