Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 27
26 SUNNUDAGUR8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Kostnaður við heilbrigðiskerfi okkar íslendinga hefur vax- ið mjög. Á þessu kjörtímabili hefur verið gripið til margvíslegra ráð- stafana til þess að hemja þessi útgjöld. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra hefur haft for- ystu í þeirri viðleitni. Á fyrra tíma- bili hans í heilbrigðisráðuneytinu gekk hann hart fram í því að draga úr kostnaði. Þótt Morgunblaðið styddi slíkan niðurskurð og hefði m.a. bent á þá leið sem Nýsjálend- ingar hafa. farið að tekjutengja nánast allt þetta kerfi, þótti blað- inu á hinu fyrra tímabili Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðisráðu- neytinu, að hann væri kominn út á yztu mörk gjaldtöku hjá almenn- ingi og jafnvel yfir þau mörk. Hins vegar fer ekki á milli mála, að umtalsverður árangur hefur náðst í því að draga úr útgjöldum eða öllu heldur að draga úr aukn- ingu útgjalda. Nú hefur ráðherrann hafizt handa á nýjan leik um að hemja útgjöld hins opinbera vegna heil- brigðismála og stefnir að því að taka upp á ný tilvísanakerfi í heil- brigðisþjónustunni. í grundvallar- atriðum hlýtur það að teljast eðli- legt, að einstaklingur, sem telur sig eiga erindi til læknis, fari í byijun til heimilislæknis og að sá læknir meti, hvort ástæða er til, að sjúklingur fari til sérfræðings. Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir í Morgunblaðinu í gær, að ekki sé um það deilt, að almennt eigi fólk að leita fyrst til heimilislæknis vegna heilbrigðisvanda. Þess Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. vegna er væntanlega samstaða meðal lækna almennt og annarra um þetta grundvallaratriði. Hins vegar snýst ágreiningur- inn um það, hvort setja eigi fólki skorður við að leita beint til sér- fræðinga. Nú er að vísu ljóst, að samkvæmt þeim tillögum, sem fyrir liggja um hið nýja tilvísana- kerfi, getur fólk snúið sér beint til sérfræðings en þá verður það að greiða þjónustuna fullu verði. Ríkið greiðir ekki hluta hennar eins og nú. Það er jákvætt að þessi valkostur sé fyrir hendi. Samkvæmt hinum nýju reglum um tilvísanir ákveður heimilislæknir, sem gefur út tilvísun gildistíma hennar. Hámarkstími getur verið eitt ár. í því felst, að sjúklingur, sem þarf af einhveijum orsökum að ganga reglulega til læknis þarf að endurnýja tilvísunina einu sinni á ári. Það geta varla talizt mikil óþægindi fyrir sjúklinginn. Samkvæmt hinu nýja tilvísana- kerfi á heimilislæknir að tilgreina grein sérfræðilækninga en ekki nafn sérfræðings. Sjúklingurinn ákveður sjálfur til hvaða læknis hann fer. Þetta firrir lækna þeirri gagnrýni að þeir vísi til ákveðins sérfræðings vegna kunningja- tengsla eða annarra tengsla. Formaður Læknafélags Reykja- víkur segir, að sérfræðingar séu ánægðir með kerfið eins og það er og telur, að sjúklingar séu það líka. Hann segir: „Megintilgangur tilvísanakerfa er að takmarka að- gang fólks að dýrri sérfræðiþjón- ustu. Hér á þetta ekki við vegna þess, hvað sérfræðiþjónusta er ódýr, raunar með því lægsta, sem þekkist á Vesturlöndum vegna samninga okkar við Trygginga- stofnun." Nú er það alltaf teygjan- legt hvað er dýrt og hvað er ódýrt. Fólki með litlar tekjur, sem þarf að leita til heilbrigðisþjónustunnar reglulega, finnst þessi þjónusta býsna dýr. Það var ekki að ástæðulausu, að Morgunblaðið varaði við því fyrir nokkrum miss- erum, að gjaldtakan í heilbrigðis- kerfinu væri komin að yztu mörk- um. Það er hins vegar engin spurning um, að heilbrigðisþjón- ustan í heild er orðin mjög dýr fyrir skattgreiðendur og hundrað milljónir hér og hundrað milljónir þar í sparnaði skipta máli. Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, telur, að tilvísanakerfið geti leitt til þess að sérfræðiþjónustan verði fyrir færri og þá verði hún jafnframt dýrari. Hvað felst í þessu? Að núverandi kerfi sérfræðinga sé svo viðamikið, að fækki sjúklingum umtalsvert kosti þeim mun meira á sjúkling að halda því uppi? Það væri þá væntanlega vísbending um, að sérfræðingar væru að bjóða upp á meiri þjónustu, en „markaðurinn" þyrfti á að halda. Og þá er ekki um annað að ræða en takmarka framboðið. Hitt er svo annað mál, að tilvís- anakerfið má ekki leiða til þess, að heimilislæknar haldi þeim sjúklingum hjá sér, sem eiga er- indi við sérfræðinga. Raunar er óhætt að fullyrða, að yfirgnæfandi meirihluti lækna, hvort sem um er að ræða heimilislækna eða sér- fræðinga misnota þetta kerfi ekki á nokkurn hátt, En eins og venju- lega er alltaf hægt að finna dæmi um slíkt og þau dæmi koma óorði á kerfið. Reynslan í heilbrigðiskerfinu eins og víða annars staðar er sú, að ekki er allt sem sýnist. Rök heilbrigðrsráðherrans fyrir því að taka upp tilvísanakerfi á ný eru íhugunarverð. Sérfræðingar þurfa að færa fram aðrar röksemdir gegn þessu kerfi en þeir hafa gert, ef þeir vilja ná eyrum fólks. Feng- in reynsla sýnir hins vegar að allt of oft skýtur kostnaður, sem tekst að spara á einum stað, upplcollin- um annars staðar. Hann færist til en hverfur ekki. Þetta hefur gerzt í heilbrigðiskerfinu og getur gerzt aftur. TILVÍS ANIR OG SÉRFRÆÐIN GAR 1 1 A ÞEGAR 1 Itc*ég tala um að lífíð sé ferðalag og hugsa um dauðann í svipuðum dúr, þá er ég síðuren svo einn á báti og sízt af öllu að slík hugsun sé ný af nálinni. Eða talar ekki Hamlet um dauðann sem ókannað land, nei hann segir ekki einsog ókannað land, heldur að dauðinn sé ókannað land sem eng- inn ferðalangur snýr aftur frá: The undiscover’d country from whose boum No traveller retums... Merkilegt(I) En þó er það kannski merkilegast við þessa tilgátu eða ályktun að unnt er að taka svona til orða, ókannað land, um þann heim sem fleiri hafa gist en nokk- urt landsvæði annað án þess okkur þyki það skrýtið; andkannalegt. Ætli það segi ekki meira um dauð- ann og leyndardóma hans en flest annáð? I Serenissima sem gerist einsog flestar góðar sögur innan þess leik- sviðs sem markast af höfuðkúpu aðalpersónunnar, eða eigum við heldur að segja höfundarins, er, Jessica, hversem hún er, að velta fyrir sér lífí mannsins og kemst áð þeirri niðurstöðu að það sé í raun og veru ekki fólgið í öðru en nær- ast og losna við úrgang. Ef ást, list og Ijóð væru tekin burt úr lífí og reynslu mannsins snerist það ekki um annað en þessa næringu og þennan úrgang. Maðurinn væri þá ekki annað en vélinda, magi og rist- ill sem vinna úr næringu. Upphaf alls og endir væru þannig tvö op. Engin ást, engin ljóð- list né þrá eftir því sem er guðdómlegt. Og niðurstaða Ericu Jong er sú að það sæti undrun að svo margir skuli vera svo ánægðir með svo lítið(!) Eða eru þeir í raun óánægðir og reyna að gleyma þessari óánægju með því að festa hugann við afþreyingu og kaupæði og slóvga óánægjuna með áfengi og fíkniefnum? Einnig þetta hefur Shakespeare fjallað um. Og hann hefur svar á reiðum höndum án þess það komi til tals þarsem þau hittast þarna í Feneyjum í þessari athyglisverðu, tímalausu fléttu og horfast í augu í vatnsmjúku myrkri þessarar gömlu borgar. Það glittir á gulllokk- inn í eyra hans og hann horfir inní starandi augnaráð Jessicu og segir: Hver elskar sem elskar ekki við fyrstu sýn? Og hún verður aldrei söm eftir. Ástin er upphaf og endir alls í ljóðlist þessa skolhærða snill- ings sem hefur afgreitt líf án ljóðs, listar, ástar og þrár eftir því sem er guðdómlegt með þessum orðum: Hvað er sá maður sem fær þau gæði æðst i tímans arði að sofa og éta? skepna, og ekkert annað. Sönn ást getur verið endurtekn- ing. En hún er þó aldrei endurtekn- ing, þótt hún sé endurtekin daginn út og daginn inn. Tilhlökkun er ávallt fersk og ný einsog Passíu- sálmarnir. Ást þarfnast ræktunar. Ræktun er endurtekning. Það getur verið fullnæging í slíkri endurtekn- ingu, ekki einungis stundarfróun. 1 1 r SUMIR GETA EKKI A X tl • að því gert að þeir eru skáld. Aðrir geta ekki að því gert að þá langar til að vera skáld. Vind- urinn er alltaf að reyna að syngja við laufið í skóginum. Hann öfund- ar fuglana. En stundum gælir hann við þá í andvaranum. Eg hef ort um minningu fuglanna. í Bræðrunum Karamazov segir einhvers staðar að minningin sé verðmætust, einkum æskuminning- in. Eg er sammála því. Þær bækur sem skipta mig máli sem skáldskap- ur eru verk sem eru reist á tilfinn- ingu sem er höfundinum eiginleg og reynslu og minningum sem geta staðið sem algild skírskotun. 1 1 BORGES HAFÐI OF- 1 lUtnæmi fýrir speglum. Hann óttaðist spegla. Það gerði Poe víst líka. Þeim fannst eitthvað ógn- vekjandi við speglasal veruleikans. En þeir speglar sem eru raunver- lega ógnvekjandi eru speglarnir sem búa innra með hveijum manni. Sérhver manneskja er spegill sem endurskapar aðra manneskju. Þeg- ar við deyjum, brotnar spegill. Þá fara í súginn þúsundir atburða, þúsundir minninga sem verða ekki endurteknar. Líf sundrast. Spegill- inn speglar, en hann geymir ekki. Hann endurkastar; en varðveitir ekki. Dagarnir eru spelgar eilífðarinn- ar, sagði Borges. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Bæjarstjórn akur- eyrar hefur ekki tekið ákvörðun um að selja meirahlutaeign sína í Útgerðarfélagi Akur- eyringa eða verulegan hluta hennar. Hins veg- ar er ljóst, að einhver vilji er fyrir hendi innan bæjarstjórnarinn- ar til þess að selja þessa eign. Það er bæði skiljanlegt út frá hagsmunasjónar- miði bæjarins og fagnaðarefni frá sjónar- hóli þeirra, sem telja, að ríki og sveitarfé- lög eigi ekki að vera aðilar að atvinnu- rekstri. Hagmunir Akureyrarbæjar eru bersýnilega þeir að losa fjármuni með eignasölu og greiða niður skuldir. Þá hefur það komið fram í umræðum um hugsanlega sölu á eignarhluta bæjar- ins, að einn þeirra aðila, sem hafa áhuga á að kaupa hlut Akureyrarbæjar, þ.e. Kaupfélag Eyfírðinga á Akureyri, hefði í kjölfar slíkra viðskipta áhuga á, að bjóða íslenzkum sjávarafurðum hf. að taka að sér útflutning og sölu á framleiðsluafurð- um ÚA gegn því að IS flytti starfsemi sína til Akureyrar. Með slíkri ráðstöfun væri lagður grundvöllur að því að byggja upp á Akureyri eins konar viðskiptamið- stöð til mótvægis við þá einu raunverulegu viðskiptamiðstöð, sem til er í landinu, þ.e. í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu. Augljóst er, að Akureyrarbær og raunar Eyjafjarðarsvæðið mundi til lengri tíma litið hafa hag af því. Stjórnendur KÉA hafa lýst því, að eitt helzta markmið þeirra með þessum kaup- um væri að tryggja, að kvóti ÚA yrði ekki fluttur frá Akureyri. Það út af fyrir sig getur tæpast vegið þungt í umfjöllun bæjarstjómarinnar í fyrsta lagi vegna þess, að eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki lands- ins, Samheiji hf. á Akureyri, hefur lýst áhuga á að kaupa allan eignarhlut bæjar- ins og varla ástæða til að ætla, að þeir Samheijamenn mundu flytja kvótann úr bænum. í öðra lagi er ljóst, að ÚA er svo sterk rekstrareining, að hugsanlegir kaup- endur annars staðar frá mundu ekki hafa nokkum hag af því að flytja kvótann á brott og draga úr starfseminni á Akur- eyri, heldur þvert á móti að auka hana. Nokkur reynsla er nú komin á sölu eigna opinberra aðila til einkaaðila. Sú reynsla er að vísu takmörkuð en þó nægilega mik- il til þess að mönnum er ljósara en áður mikilvægi þess að standa þannig að sölu slíkra eigna, að hafíð sé yfír gagnrýni. Athugasemdir hafa komið fram við sölu ríkisins á Síldarverksmiðjum ríkisins og hlut ríkisins í íslenzkri endurtryggingu hf. Þeir sem á næstu mánuðum og misserum kunna að standa að sölu á hlut opinberra aðila í atvinnufyrirtækjum geta áreiðan- lega eitthvað af þeim athugasemdum lært. Þau sjónarmið, sem fyrst og fremst hljóta að ráða afstöðu bæjarstjórnar Akur- eyrar, ef hún á annað borð kemst að þeirri niðurstöðu, að hún vilji selja, eru auðvitað þau að fá sem hæst verð fyrir hlutabréfín í ÚA. Þeir sem í bæjarstjórn sitja eiga ekki þeiman eignarhlut heldur bæjarbúar allir. Þeirra hagsmunir eru fyrst og fremst að fá sem mesta fjármuni fyrir þessa eign. Þess vegna er óhugsandi með öllu, að bæjaryfírvöld á Akureyri geti staðið að hugsanlegri sölu á þann veg að ganga til samninga við einn aðila eins og KEA um að selja kaupfélaginu eignarhlutann eða verulegan hluta hans. Nú þegar hafa þrír aðilar lýst áhuga á þessari eign. Það eru Kaupfélag Eyfirðinga, Samheiji hf. á Ak- ureyri og loks hafa forráðamenn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna lýst áhuga á að ná saman hópi fjárfesta til þess að bjóða í eignina verði hún til sölu. Ekki er ólík- legt að fleiri aðilar eigi eftir að koma við sögu, ef eignin verður á annað borð til sölu. Það er auðvitað fráleitt að ætla meiri- hluta bæjarstjórnar Akureyrar annað en að allir hugsanlegir áhugaaðilar sætu við sama borð og að eignarhlutinn yrði boðinn hæstbjóðanda. Ef staðið yrði að sölunni á annan hátt, t.d. með beinum samningum við KEA, er ljóst, að menn væru að bjóða REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. janúar heim stórfelldum pólitískum átökum á Akureyri, sem enginn sæi fyrir endann á. Og ekki væri það atvinnulífínu á Akureyri til framdráttar. Þess vegna verður að ganga út frá því sem vísu, að verði eignin boðin til sölu verði að þeirri sölu staðið á þann veg að allir þeir, sem áhuga hafa, geti boðið í hana og hún verði síðan seld hæstbjóðanda enda sé sá eða þeir borgun- armenn fyrir því. Ljóst er að þeir þrír aðilar, sem lýst hafa áhuga eru borgunar- menn fyrir þessum eignarhlut og svo er vafalaust um fleiri, sem geta átt eftir að koma fram í dagsljósið. ANNAÐ MEGIN- markmið bæjar- stjómarinnar við *i *o J 111 í sölu hlutabréfanna í ÚA hlýtur að vera að tryggja að rekstur þessa arðvænlega fyrirtækis gangi snurðulaust þrátt fyrir eigendaskipti. I því sambandi er ástæða til þess að íhuga áhuga KEA á því að flytja sölu og útflutning á framleiðslu ÚA frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til ís- lenzkra sjávarafurða hf. Það gildir einu, hvort um er að ræða kaup aðfanga eða sölu afurða, það skiptir höfuðmáli fyrir atvinnufyrirtæki að hafa öruggan grundvöll að standa á í þeim efn- um. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur verið aðili að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna áratugum saman, raunar einn stærsti útflutningsaðilinn á vegum Sölumiðstöðv- arinnar. SH hefur í hálfa öld verið öflug- asta útflutningsfyrirtæki landsmanna og byggt upp víðtæka og sterka sölu- og framleiðslustarfsemi á erlendri grund, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu og nú síðustu árin í Japan og annars staðar í Suðaustur-Asíu. I samskiptum Útgerðar- félags Akureyringa og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa engin þau vanda- mál komið upp, sem leiði til þess að for- ráðamenn ÚÁ hugleiði að skipta um sölu- aðila af viðskiptalegum ástæðum. Þvert á móti. Samband íslenzkra samvinnufélaga byggði einnig upp á sínum tíma öfluga útflutningsstarfsemi og sölu- og fram- leiðslustarfsemi í Bandaríkjunum. íslenzk- ar sjávarafurðir hf. er fyrirtæki sem orðið hefur til á þeim grundvelli, sem þar var lagður og var áður sjávarafurðadeild SÍS. Þetta fyrirtæki er nú rekið á allt öðrum forsendum og engin spurning um það, að það nýtur forystu ungra og frískra manna, sem kunna sitt fag. í umfjöllun eigenda ÚA um það, hvort skipta eigi um söluað- ila, hlýtur það sjónarmið hins vegar að vega þungt, að reynslan af viðskiptunum við SH er góð. Ef hægt væri að sýna fram á með rökum, að starfsemi Sölumiðstöðv- arinnar væri í hnignun eða á niðurleið með einhveijum hætti, væru það auðvitað rök fyrir því, að skipta um söluaðila. En , nú vill svo til að síðustu tvö árin hafa verið beztu rekstrarárin í samanlagðri sögu Sölumiðstöðvarinnar. Fyrir nokkrum dög- um kom fram í fréttum Morgunblaðsins, að gífurleg aukning hefði orðið á útflutn- ingsstarfsemi SH á síðasta ári. Hagnaður af starfseminni hefur verið mikill, ekki sízt í Bandaríkjunum. Bandaríkjamarkaður skiptir ekki jafn miklu máli og áður í útflutningsstarfsemi okkar. Áratugum saman var Coldwater, dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, burðarás í útflutningsstarfsemi okkar ís- lendinga. Á síðasta áratug var starfsemi Coldwater ekki jafn öflug og áður vegna þess m.a. að útflutningur á sjávarafurðum okkar færðist frá Bandaríkjunum til Evr- ópu að töluverðu leyti. Á allra síðustu árum hefur Coldwater hins vegar náð sér á strik á nýjan leik og er sennilega sterkara en nokkru sinni fyrr. Samband ísl. samvinnufélaga byggði á sínum tíma upp fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem rak og rekur svipaða starfsemi og Coldwater, þ.e. bæði sölu og framleiðslu. Þetta fyrirtæki, Iceland Seafood, hefur aldrei átt jafn mikilli velgengni að fagna og Coldwater. Stundum hefur fyrirtækið staðið sterkt að vígi, á öðrum tímum hefur Nýr söluað- Morgunblaðið/RAX ÍSAFJÖRÐUR í ljósaskiptunum það átt við umtalsverða erfiðleika að etja. Þegar Guðjón B. Ólafsson heitinn tók við forystu fyrirtækisins í Bandaríkjunum á sínum tíma var það í mikilli lægð. Hann byggði það upp á nýjan leik og þegar hann fór frá því til þess að taka við forstjórastarfi Sambandsins var það orðið sterkt fyrirtæki. Síðan hallaði undan fæti á ný. Líklega hefur fyrirtækið eflzt að ein- hveiju leyti allra síðustu árin. Það breytir hins vegar ekki því, að sveiflurnar í rekstri fyrirtækisins hafa verið meiri og dýpri en hjá Coldwater og raunar ekkert líkt með fyrirtækjunum að því leyti. Eru rök fyrir því að ÚA hverfí úr við- skiptum við söluaðila, sem hefur reynzt vel og til annars söluaðila, sem á sér sveiflukennda fortíð og er þá átt við Iee- land Seafood en ekki íslenzkar sjávaraf- urðir hf.? Þau rök eru augljóslega ekki viðskiptaleg en eru þá pólitísk rök fyrir því, sem vega þyngra en hin viðskipta- legu? Vissulega getur skipt miklu máli fyrir Akureyri að verða önnur viðskipta- miðstöð á íslandi og flutningur ÍS til Akur- eyrar skiptir auðvitað máli fyrir atvinnulíf- ið og bæjarlífíð. En það má ekki mikið út af bera í rekstri ÚA til þess að þeir plúsar breytist í mínusa. Á undanfömum mánuðum hefur orðið gífurleg verðhækkun á dagblaðapappír bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sum norsku blaðanna vildu ekki una þeirri verð- hækkun og leituðu eftir pappírskaupum hjá nýjum söluaðilum til þess að sýna norskum pappírsframleiðendum fram á, að þeir ættu ekkert undir þeim. Niðurstað- an varð hins vegar sú, að hinn nýi söluað- ili stóð ekki við gefin fyrirheit og gerða samninga og þeir norsku blaðaútgefendur stóðu frammi fyrir því að verða pappírs- lausir eða ná í pappír með enn meiri til- kostnaði en ef þeir hefðu haldið tryggð við áratuga gömul viðskiptasambönd. Þeg- ar um er að ræða grundvallaraðföng eða sölu á framleiðslu getur verið meira en varasamt að snúa baki við traustum og gömlum viðskiptasamböndum. Það á við hver sem í hlut á. ÞAÐ SEM NÚ ER að gerast á Akur- eyri er sambærilegt við það, sem gerist í viðskipta- og at- vinnulífi í öðrum löndum. Það stendur yfir tilraun til yfir- töku á Útgerðarfélagi Akureyringa. Og þá koma önnur sjónarmið einnig til álita en þau, sem hér hafa verið rædd. Þar má nefna m.a. hver staða minnihlutans er í Útgerðarfélagi Akureyringa. Segjum sem svo, að hlutur Akureyrarbæjar í ÚA verði seldur á yfírverði, eins og vel getur orðið, þegar svo margir sterkir aðilar keppa um kaup á eignarhlut bæjarins. Hver er þá staða þeirra hluthafa, sem eftir eru, ef þeir á annað borð hafa áhuga á að selja sín bréf t.d. vegna þess að þeim lítist ekki á framtíðarhorfur í rekstri fyrirtækisins eftir eigendaskipti og hugsanlega skipti á söluaðila? Auðvitað er staða minnihluta eigenda vonlaus. Ef þessi viðskipti væru að fara fram í sumum nálægum löndum mundi þessi minnihluti eiga kröfu á því, að sá aðili, sem væri að kaupa ráðandi hlut í ÚA á ákveðnu verði, gerði öðrum hluthöf- um tilboð í bréf þeirra á sama verði. Morg- unblaðið hefur ítrekað hvatt til þess, að slíkar reglur yrðu teknar upp hér á landi og m.a. bent á, að 34% eignarhluti Eim- skipafélags íslands hf. í Flugleiðum hf. skapaði félaginu ráðandi stöðu innan Flug- leiða. Á þessar ábendingar hafa menn í viðskiptalífínu ekki viljað hlusta. Nú er hugsanlega að koma upp svipuð staða í ÚA. Ef þær reglur væru nú í gildi, sem Morgunblaðið hefur hvatt til að yrðu settar, mundi þeim aðila, sem fengi tæki- færi til að kaupa ráðandi hlut í ÚA, skylt að gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra á sama verði. Sjálfsagt mundu sum- ir taka því tilboði en aðrir ekki. En þar með sætu allir hluthafar í ÚA við sama borð. Hver sem niðurstaðan verður með ÚA gefur málið sjálft fullt tilefni til að þessi þáttur verði tekinn til meðferðar. í umræðum um þær sviptingar, sem nú standa yfír á Akureyri og raunar einnig þegar stór hluti í Vinnslustöðinni var seld- ur, hafa komið fram þau sjónarmið, að ný viðskiptablokk sé að rísa upp á rústum þeirrar gömlu, sem áratugum saman var til í kringum Samband ísl. samvinnufé- laga. Augljóst er, að sum þeirra fyrir- tækja, sem hafa orðið til á grundvelli gömlu Sambandsfyrirtækjanna, eru að efl- ast á ný. Á milli þeirra eru gömul viðskipta- tengsl og einnig persónuleg tengsl, sem skipta ekki síður máli. Vel má vera, að- þessi fyrirtæki séu að efla samstarf sitt á nýjan leik. En þá má spytja: er við öðru að búast? Á einum áratug hafa tengsl á milli nokk- urra stórfyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu verði efld með gagnkvæmum hlutabréfa- kaupum þeirra í milli. Morgunblaðið hefur gert ýmsar athugasemdir við þau við- skipti. En þarf nokkrum að koma á óvart, að aðrir aðilar reyni að skapa mótvægi við slíka blokk? Yfirtaka og hagsmunir hluthafa „Ef staðið yrði að sölunni á annan hátt, t.d. með beinum samning- um við KE A, er ljóst, að menn væru að bjóða heim stórfelldum pólitískum átök- um á Akureyri, sem enginn sæi fyrir endann á. Og ekki væri það atvinnulífinu á Akureyri til fram- dráttar. Þess vegna verður að ganga út frá því sem vísu, að verði eignin boðin til sölu verði að þeirri sölu staðið á þann veg að all- ir þeir, sem áhuga hafa, geti boðið í hana og hún verði síðan seld hæst- bjóðanda enda sé sá eða þeir borg- unarmenn fyrir því.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.