Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 29
Ég talaði síðast við Þórhildi á
jólunum og þá var hún hress og
vorum við lengi að spjalla saman
í gegnum síma. Nokkrum dögum
seinna var hringt til mín og mér
sagt að hún væri farin frá okkur.
Þá kom mér í hug orð Hallgríms
Péturssonar í Passíusálmunum.
Ó, Jesús, séu orðin þín,
andláts síðasta huggun min.
Sál minni verði þá sælan vís,
með sjálfum þér í Paradís.
Gröfín fær ei haldið sál hennar
í fjötrum sínum. Hún er ekki hér.
Hún lifir og dvelur í þeim heim-
kynnum, sem Jesús greindi frá
með slíkri fullvissu er hann sagði:
„I húsi föður míns eru mörg hí-
býli, ég fer burt að búa yður stað.“
Endurminning hennar gleður
ávallt hjörtu allra þeirra er þekktu
hana.
Far þú í friði, elskaða, fagra og
friðkeypta sál. Hafðu þökk fyrir
allt og allt. Hjá Guði veitist þér
nú ávöxtur trúar þinnar og lífsins
sem þú helgaðir Honum.
Georg Hansson,
Port Townsend,
Washington.
Ég hefi um mína ævidaga
kynnst fjölmörgu kristnu gæða-
fólki og er einkar þakklátur fyrir'
það. En upp úr flóru alls þessa
góða fólks stendur Þórhildur B.
Jóhannesdóttir, sem við nú kveðj-
um hinstu kveðju. Þessi afburða
trúkona var fyrir margra hluta
sakir einstæður persónuleiki. Hún
hafði að mínu mati til að bera alla
þá bestu mannkosti sem Skaparinn
getur gefíð þeim sem ungir gefast
Honum og veija öllu sínu lífshlaupi
í þjiínustu fyrir Frelsarann. Þór-
hildur var ákaflega vel greind kona
og var hún manni sínum, hinum
mikla Guðsmanni Ásmundi Eiríks-
syni, mikil og ómetanleg stoð. Það
var hún bæði sem húsmóðir á tíð-
um afar stóru og erfiðu heimili og
þá ekki síður við ljölþætt störf
Ásmundar sem forstöðumanns
Fíladelfíusafnaðarins hér í Reykja-
vík. Þegar rætt er um þau hjón
má síst af öllu gleymast að geta
um hvílíkur stólpi hún reyndist
Ásmundi við hin margvíslegu
fræði- og ritstörf sem vonandi mun
halda nöfnum þeirra hjóna í önd-
vegi um ókomna tíma. Það er ekki
ætlun mín að rita langt mál um
þessa heiðurskonu, til þess munu
forystumenn Hvítasunnumanna
vafalaust betur hæfir.
En það sem fær mig til að rita
þessi fátæklegu minningarorð er
einstök ástúð sem þau Ásmundur
og Þórhildur sýndu mér um margra
áratuga skeið. Ég varð þeirrar
blessunar aðnjótandi að vera
heimilismaður á höfðinglegu heim-
ili þeirra á Hverfisgötu 44. Þar
fann ég sannan „vin“ í mannlífs-
hafinu og mun aldrei gleyma dæm-
afáum kærleika þeirra hjóna. En
það var ekki aðeins ég sem naut
gestrisni og höfðingsskapar á
Hverfisgötunni, þar var útigangs-
mönnum veitt bæði húsaskjól og
matur og veit ég með vissu að sú
hjálp er enn í dag fastmótuð í vit-
und margra þeirra sem þessara
kærleiksverka nutu.
Ég vil að endingu þakka Þór-
hildi allan þann kærleika og ástúð
sem hún jafnan sýndi mér og mín-
um. Minningin um góða konu og
göfuga mun lengi í minnum höfð.
Elsku Þórhildur mín, hafðu
hjartans þökk fyrir öll þín fórnar-
og kærleiksstörf. Guð blessi minn-
ingu þína.
Þorvaldur Sigurðsson.
Hún Þórhildur er farin heim ...
Þegar ég ákvað að rita þessa
minningargrein um hana Þórhildi
mína eins og ég og margir aðrir
kölluðum hana, þá rifjaðist upp í
huga mínum rúmlega 40 ára vin-
skapur, frá þeim degi sem mér
lánaðist að kynnast Ásmundi Ei-
ríkssyni forstöðumanni í Fíladelfíu
og konu hans Þórhildi. Þá urðu
tímamót í lífi mínu sem höfðu
ómetanlega þýðingu til blessunar
og vinskapar sem aldrei brást.
Ég var ungur þegar ég tók þá
persónulegu ákvörðun að ganga
veg trúarinnar, þ.e. að fylgja Kristi
í mínu daglega lífi, en það kostaði
kunningja- og vinamissi, einnig
átti móðir mín erfitt með að skilja
þessa ákvörðun mína (á þeim
tíma). Andlegt heimili mitt varð
Hvítasunnusöfnuðurinn í Fíladelf-
íu, fyrst á Akureyri og_ síðar í
Reykjavík. Þá var það að Ásmund-
ur og Þórhildur tóku mig að sér
af miklum kærleika, og Anna syst-
ir Ásmundar sem bjó á heimili
þeirra hjóna varð mér sem móðir.
Á þessum tíma var mikil vakn-
ing í samfélaginu. Fjöldi fólks kom
með í starfið, yngri og eldri, ein-
staklingar og fjölskyldur sem öll
kynntust fljótlega gestrisni og
kærleika á heimili þeirra að Hverf-
isgötu 44 f Reykjavík. Sérstaka
ummönnun og vernd fengu þeir
„lágu“ sem oft komu úr mikilli
neyð, úr fangelsum, drykkjuskap
og margskonar óreglu, jafnvel at-
hvarfslausir.
Heimili þeirra hjóna var alltaf
opið þeim sem voru þurfandi. Það
var ekki ósjaldan að þau gengu
úr rúmi til að veita öðrum hvíld
og hlýju. Ég tel að fyrstu skref
Samhjálpar hvítasunnumanna hafi
byijað í þessu heimili. Það sem
sérstaklega einkenndi þennan
griðastað var hve miklum tíma var
varið í bænastundir og hugleiðing-
ar Guðs orðs — Biblíunnar.
Um tuttugu ár liðu í mínu lífí
þar sem ég missti, því miður, þetta
yndirlega samfélag og átti við mik-
inn vansigur að stríða. Áfengis-
neysla og önnur óregla setti mig
í hlekki sem ég í eigin krafti náði
ekki að sigrast á. En varanlegur
kærleikur hjónanna Ásmundar og
Þórhildar ásamt daglegri fyrirbæn
þeirra og Önnu leiddi mig aftur inn
á þennan frelsisveg sem ég átti
sem ungur maður. Ásmundur og
Þórhildur skrifuðu mér reglulega
þar sem ég var erlendis, svo tengsl
okkar urðu aldrei að fullu rofin.
Ég gleymi ekki þeim fögnuði þegar
ég kom „heim aftur“ og fékk að
reyna að nýju ást þeirra og fyrir-
gefningu. Móðir mín hafði á þess-
um tíma kynnst þessum hjónum
og Önnu Bjöms og mikill vinskap-
ur hafði myndast milli þeirra sem
varð m.a. til þess að hún á eldri
árum gekk þennan sama veg trúar-
innar. Það var líka stórt bænasvar.
Á síðustu árum hef ég fengið
tækifæri til að taka þátt í morgun-
bænastundum samfélagsins og í
mörg ár var Þórhildur þar hvem
morgun. Þegar ytri hrörleiki haml-
aði henni að vera með á þessum
stundum, gladdist hún svo innilega
þegar litli hópurinn kom í morgun-
kaffi til hennar. Einnig þá morgna
veitti hún okkur svo mikla gleði
og von fyrir hvem dag og gaf
okkur öryggi í þeirri trú sem hafði
mótað allt hennar líf. Ég veit að
þessi skrif mín segja aðeins brot
af persónuleika og gestrisni Þór-
hildar. Ég veit líka að fjöldi ein-
staklinga kemur til með að sakna
hennar, hún var sem móðir
margra.
Ég vil líka minnast á Garðar
Loftsson sem var henni svo trúr
°g tryggur alla daga síðustu árin
í lífi hennar. Ég bið góðan Guð
að gefa samfélagi okkar fleiri slík-
ar mæður og feður sem taka að
sér þá sem fáa eiga að. Þórhildur
var stólpi samfélagsins, hú var
öruggur fyrirbiðjandi. Daginn áður
en hún yfirgaf okkur, fór heim,
heimsótti ég hana. Hún sagði við
mig: Ólafur, ég er svo glöð, mér
líður svo vel, ég elska öll bæna-
bö.rn mín, og ég hefi fyrirgefið öll-
um. Svo klappaði hún lófum og
sagði: Ég gæti dansað, mér líður
svo vel.
Blessuð sé minning Þórhildar,
móður svo margra einmana, og
styrkur þeim máttlitlu. Drottinn,
gefðu fleiri slíka.
Ólafur Jóhannsson.
MINNINGAR
í hinum gullfagra sálmi M.
Joch., Hvað boðar nýárs blessuð
sól?, stendur þetta erindi:
„I hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs
er allt vort strið, hið minnsta happ, hið
mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár.“
Á síðustu nótt hins liðna árs var
burt kölluð úr heimi hér til fundar
við Drottinn sinn hin aldurhnigna
og kærleiksríka kona Þórhildur
Björg Jóhannesdóttir. Að kveldi
dags 30. desember 1994, er hún
gekk til náða, fól hún sig í hendur
frelsara sínum, Jesú Kristi, sem
hún var vön, og hafði þjónað svo
langa ævi og falið líf sitt. Örugg
gekk hún til sængur þessa síðustu
nótt ársins. En nú var runnið henn-
ar endadægur.
Á þeirri nóttu var engill Drottins
sendur til að flytja hana heim til
sælli heimkynna. Ævitíðin var úti.
Hún hafði fullnað æviskeiðið, varð-
veitt trúna og var nú geymdur
sveigur réttlætisins.
Þórhildur var vel gefín, gáfuð
og mikilhæf, hafði fallega rithönd
og var stílisti með afbrigðum enda
prófarkalesari fyrir mann sinn,
sem var rithöfundur margra bóka
er Fíladelfíuforlag gaf út. Einnig
ritstýrðu þau tímaritunum Aftur-
eldingu og Bamablaðinu, sem
komu út til fleiri ára og voru víðles-
in og áttu góðan orðstír hjá fjölda
áskrifenda vítt um land.
Þannig var Þórhildur utan hús-
móðurstarfa sinna virkur þáttur í
öllu starfi mannsins síns, sem var
fjölbreytt, vandasamt og áhri-
faríkt. Hjónaband þeirra og sam-
staða á öllum sviðum var aðdáun-
arríkt, fyllt kærleika, tillitssemi og
örlæti við gest og gangandi.
Öllum stóð þar opið hús, risna,
ástúð og hlýja í aðbúð og viðmóti.
Aldrei var svo þröngt fyrir stafni,
að ekki væri rúm, enda gestrisni
ávallt í fyrirrúmi, þar hver fann
sig velkominn í lengri eða skemmri
tíma. Þessum hjónum og heimili
þeirra kynntist ég sem þessar línur
skrifa, stuttu eftir að þau tóku við
forstöðu Fíladelfíusafnaðarins í
Reykjavík á ámnum 1946-48.
Seinna sem heimilisvinur og sam-
starfsmaður um margra ára skeið.
Minnist ég þess tíma með mik-
illi virðingu og þökk, sem er mér
ógleymanleg og lærdómsrík.
Þórhildur var mæt kona, með
stórt hjarta og ríka móðurhlýju,
þó aldrei auðnaðist henni að eign-
ast sitt eigið bam, þá voru þau
samt mörg bömin sem hún bar
umhyggju fyrir og unnið fyrir Jesú
Krist. Alla tíð var hún hlý í við-
móti, fjölhæf og listræn. Dáðist
oft af fegurð fíallanna og litadýrð,
þegar sólroðinn blikaði um haf og
himin. Hún var klædd hagnýtum
hæfileikum, sem nýttust vel við
hlið síns ágæta eigmanns. Hún var
búin að lifa sem ekkja í tæp 20 ár.
I minningunni lifði hún alla tíð
sem staðgengill í trú hans, lífsskoð-
un og háttprýði. Lífsspor þeirra
hjóna voru djúp og áhrifarík öllum
er þeim kynntust. Kærleikur
þeirra, alúð og trúarfullvissa vom
svo dýrmætir eiginleikar, er marg-
ir hlutu blessun af.
Þó ein stæði hún eftir er maður
hennar dó, bar hún allt til enda
sömu virðinguna, örlætið og mál-
snilldina, sem hún hafði alist upp
við í æsku. Öllum var tekið fagn-
andi er að garði bar og þeir boðn-
ir velkomnir. Glöð í tali voru hafn-
ar nýjar umræður og skoðana-
skipti, því sjálfur var gestgjafinn
víðlesinn og fræðandi. Það sem
áður var er breytt. Svæðið autt.
Nú er stóll hennar auður og
sæti hennar tómt, ævitíðin runnin.
Ég minnist mikilhæfrar konu, mik-
ils vinar með djúpri þökk og virð-
ingu. Hún hvíli í friði.
Arinbjörn Árnason.
+
Elskuleg dóttir okkar og systir,
ÁSDÍS BIRTA EINARSDÓTTIR
fædd 30. desember 1994,
sem lést á vökudeild Landspitalans á nýársdag, verður
jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn 9. janúar kl. 10.30.
Ása Kristfn Árnadóttir, Einar Bragi Bragason,
Elmar Bragi Einarsson.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVERRIR SIGFÚSSON,
Hraunbæ 14,
lést 31. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. janúar
kl. 13.30.
Sigurjóna Gottliebsdóttir,
Sævar Sverrisson, Bjarney Richardsdóttir,
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn,
HERMANN JÓNSSON,
Amtmannsstíg 4,
Reykjavík,
verður jarðsuriginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 9. janúar kl.
15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðný Th. Guðnadóttir.
+
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
ÁRNI HALLDÓRSSON,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala að morgni
nýársdags.
Útförin verður gerð frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Guðrún Valdimarsdóttir,
Sigurrós Ásta Siguröardóttir.
+
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LAUFEYJAR SIGURVINSDÓTTUR
Sæborg,
Skagaströnd.
Haraldur Árnason, Sólveig Róarsdóttir,
Kristín Hrönn Árnadóttir, Ólafur Ingibjörnsson,
Stefán Þór Árnason, Karitas Pálsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTLAUGAR (DÓTLU)
GUNNLAUGSDÓTTUR,
Bláhömrum 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins og allra þeirra
sem studdu hana f veikindum hennar.
Gunnlaugur Valtýsson, Elín Þóra Eiríksdóttir,
Jón S. Valtýsson, Ásta Björnsdóttir,
Guðmundur Valtýsson,
Valtýr E. Valtýsson, Björk Einisdóttir,
Róbert Valtýsson, Linda Karlsdóttir
og barnabörn.
Fleiri minningargreiimr um
Þórhildi Björgu Jóhannes-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl(®centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.