Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 31
MINNINGAR
SVERRIR
SIGFÚSSON
+ Sverrir Sigfús-
son fæddist á
Hólum í Hjaltadal
1. maí 1918. Hann
lést á heimili sínu
31. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigfús Björnsson
og Bergþóra
Þórðardóttir sem
áttu heima nokkur
ár á Hólum í
Hjaltadal, eitt ár á
Stafshóli í Deild-
ardal og á Sauðár-
króki frá 1922.
Systkini hans voru Friðþjófur,
sem er látinn, og Áslaug, lengst
af búsett á Sauðárkróki en nú
í Reykjavík. 3. ág-
úst 1954 kvæntist
Sverrir eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Siguijónu Gottli-
ebsdóttur frá Ólafs-
firði, sem er fædd
1. maí 1918. Þau
eignuðust einn son,
Sævar, sem er
verslunarmaður.
Sævar er kvæntur
Bjarneyju Ric-
hardsdóttur sjúki--
aliða. Þau eiga tvö
börn sem heita Ric-
hard Haukur og
Thelma Sif. Útför Sverris fer
fram frá Fossvogskapellu á
morgun, mánudaginn 9. janúar.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls
að brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
(Matthías Jochumsson)
SKYNDILEGA er vegferðinni lok-
ið. Sverrir, vinur minn, hefur nú
kvatt þetta jarðsvið og er þar geng-
inn góður drengur og traustur
maður.
Það var fyrir hálfu áttunda ári
sem kynni okkar Sverris hófust
þegar hann og Sigurjóna, kona
hans, fluttu hér inn í fjölbýlishúsið,
Hraunbæ 14. Þau komu þá frá
Olafsfirði en höfðu átt heima hér
í Reykjavík í mörg ár áður. Sverrir
var fæddur og uppalinn í Skaga-
firði. Fyrstu spor hans lágu á hinu
gamla, norðlenska menningarsetri
Hólum, en æskuárin liðu á Sauðár-
króki. Þetta voru staðir sem honum
þótti vænt um og minntist hann
þeirra oft. Hann talaði oft við mig
um fegurð fjallanna fyrir norðan.
Einu sinni eða tvisvar á hveiju
sumri fóru þau hjónin í heimsókn
til Ólafsfjarðar og fann ég greini-
lega hvað Sverrir hlakkaði alltaf
til þeirra ferða. Síðastliðið sumar
þegar þau komu að norðan sagði
hann við mig: „Það var fallegt að
koma á Vatnsskarðið núna og sjá
yfir fjörðinn okkar, Blönduhlíðar-
fjöllin í allri sinni tign, eyjarnar
fögru úti á firði, Málmey og Drang-
ey og svo Þórðarhöfðinn." Svo
bætti hann við: „Þau eru fögur,
íslensku fjöllin."
Sverrir var sérstaklega hjálp-
samur maður og vildi hvers manns
vandræði leysa. Verkmaður þótti
hann ágætur og þekkti vel til
margra starfa. Hann tók vélstjóra-
próf á Siglufirði og gerði um tíma
út bátinn Garðar frá Sauðárkróki
ásamt Friðþjófi, bróður sínum. Á
stríðsárum sigldi hann á skipinu
Dagnýju frá Siglufirði milli íslands
og Bretlands og starfaði svo árum
saman hjá Olíufélaginu Skeljungi.
Við Sverrir áttum margar og
langar samræður um lífið, tilveruna
og löngu liðna tíma þegar hann var
lítill drengur norður á Sauðár-
króki. Hann sagði mér til dæmis
oft frá því þegar hann eignaðist í
fyrsta sinn lítið lamb sem hann
fékk hjá afa mínum, Hrólfi á
Stekkjarflötum. Þetta var ákaflega
góð kind sagði hann og bætti við:
„Hún var líka frá svo ágætum
manni, honum afa þínum.“ Eg naut
þess að ræða við Sverri, hann var
svo hreinskilinn, einlægur og vel-
viljaður maður. Það var gott að
koma til þeirra hjóna, traustu fólki
að mæta. Þar var hlýja og alúð
innan veggja. Allar ánægjulegu
stundirnar á heimili þeirra þakka
ég. Þar var notalegt því þar ríkti
hugljúfur blær, ljúfmannlegt við-
mót og nærgætni. En bilið milli
birtu og éls er svo örstutt „að
brugðist getur lánið frá morgni til
kvelds". Sverrir varð bráðkvaddur
um hádegisbil á gamlársdag,
göngunni var lokið.
Konu hans, einkasyninum,
tengdadótturinni og barnabörnun-
um tveimur bið ég blessunar. Vini
mínum bið ég fararheilla. Blessuð
sé minning hans.
Hjörtur Guðmundsson.
vár ■ v?
% IMM3
FOSSVOGI
ar andfát
<er að nönaum
Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi
Simi 551 1266
ANDLEG OG LIKAMLEG
UPPBYGGING
OG ÞJÁLFUN
r
Þjálfari:
Michael Jorgensen
4. DAN
SJON
ER SOGU
RÍKARI!
ÆFINGAR HEFJAST MÁNUDAGINN 9. JANÚAR
í NÝJA ÍR-HÚSINU VIÐ SKÓGARSEL
Byrjendanámskeið: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:50
BarnanámskeiS: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:50
Unglinganámskeið: mánudaga og miðvikudaga kl. 19:00
Veri fyrir 3 mán. |Jðð,> kr. eg ð>iððr* kr. i. böm
ALLAR NANARI UPPLYSINGAR I
SÍMA: 5 8 8 9 845 og 588 3638
Ert þú með hjartað
rétt stillt?
Hvers vegna
ekki að nota
púlsmæla?
P. OLAI SSOI\ H/F
TRÖNUHRAUNI 6, 220 HAFNARFIRÐI,
Sími 5651533,
Candita sveppaóþolsnámskeið
4 &völct &l. 6.900,-
Fyrsta námskeið hefst 16. janúar kl. 18.00.
Fyrsta námskeið hefst kl. 17. janúar kl. 18.00.
Sólveig Eiríksdóttir býður upp á námskeið í matreiðslu
aðalrétta úr grænmeti og baunum, ásamt hollum og
góðum eftirréttum. Allt hráefni er laust við sykur, hvítt
hveiti, ger og óæskileg aukaefni. Leiðbeiningar frá
ónæmissérfræðingi fylgja.
Námskeiðin verða haldin að
Hamragörðum, Hávaliagötu 24, Rvk.
Upplýsingar og bókanir í síma 671812 og 16936^
Prófadeildir
(Öldungadeild)
Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk í grunnskóla. Ætlað
þeim, sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi
eða vilja rifja upp frá grunni.
Fornám: Samsvarar 10. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim,
sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10.
bekk. Undirbúningur fyrir nám í framhalds-
deild.
Kennslugreinar í grunnnámi og fornámi eru: íslenska,
danska, enska og stærðfræði. Kennt er fjögur kvöld í viku
og hver grein er kennd tvisvar í viku. Nemendur velja eina
grein eða fleiri eftir þörfum.
Framhaldsdeild
Æskilegur undirbúningur er grunnskólapróf
eða fornám
Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: íslenska,
danska, enska og stærðfræði. Auk þess
félagsfræði, saga, eðlisfræði, tjáning,
þýska, hollenska, ítalska, stærðfræði 122
og stærðfræði 112.
Heilsugæslubraut: Sjúkraliðanám ítvo vetur, kjarnagrein-
ar auk sérgreina. Heilbrigðisfræði, sál-
fræði, líffæra- og lífeðlisfræði, efnafræði,
líffræði, næringarfræði, skyndihjálp, lík-
amsbeiting, sjúkdómafræði, sýklafræði og
siðfræði. Lokaáfanga til sjúkraliðaprófs
sækja nemendur í fjölbraut í Ármúla eða
Breiðholti.
Viðskiptabraut: Tveggja vetra nám sem lýkur með versl-
unarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina.
Bókfærsla, vélritun, verslunarreikningur
og fleira.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla.
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í
lágmarki.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana
9. og 10. janúar kl. 17.00-20.00. Kennsla hefst 18. janúar.
Ath. Innritun í almenna flokka (frístundanám) fer fram 18.
og 19. janúar. Auglýst síðar.