Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ h Sýningin Vín o g drykkir í Perlunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg STEFÁN Á. Magnússon við einn básanna, sem nú er verið að setja upp í Perlunni vegna sýningarinnar. VÍN og drykkir er heiti sýningar, sem verður opnuð í Perlunni í dag og stendur til sunnudags. Markmið sýningarinnar er sagt vera að auka þekkingu á vínhéruðum, víngerð og bruggun ýmissa drykkja. Innlendir jafnt sem erlendir fyrirlesarar munu halda fyrirlestra og vínsmökkun- arnámskeið, auk þess sem gestum býðst að smakka á hundruð teg- unda áfengis. Stefán Á. Magnússon hjá Perl- unni segir hugmyndina að sýning- unni hafa komið upp fyrir um ári og fyrstu gögn verið send til fyrir- tækja í maíbyrjun. Viðbrögð hafí verið mjög jákvæð og því hafí undir- búningur verið hafínn af fullum krafti. „Öll mál varðandi vin hafa verið að taka breytta stefnu á íslandi. Það hefur margt nýtt gerst og til dæmis eru tugir vínklúbba starfandi á Reykjavíkursvæðinu. Einnig er menn famir að tengja vín og matar- gerðarlist meira saman. Okkur þótti því tími til kominn að þreifa fyrir okkur í þessum efnum en sýningin er sniðin að einhverju leyti að sýn- ingum, sem haldnar eru í Svíþjóð." Hann sagði ætlunina vera að endurspegla hinar jákvæðu hliðar þessarar þróunar á vínmenningu Islendinga. „Við vonumst til að þessi sýning muni fara vel fram og ætlum að tryggja að allt verði með snyrtilegum hætti og ekkert óhóf,“ sagði Stefán. Sagði hann að sýningin yrði opin fagfólki í dag klukkan 18-22 en sendir hafa ver- ið út um tólf hundruð boðsmiðar til allra þeirra er starfa í tengslum við vín hér á landi. Á laugardag kl. 16-20 og sunnudag klukkan 14-18 gæfist fólki sem áhuga hefði á vínmenningu kostur á að heim- sækja hana. Aðgangseyrir er þús- und krónur. Fjöldi erlendra gesta Fjölmargir aðilar verða með kynningarbása á sýningunni. Þá koma á annan tug erlendra gesta til landsins í tilefni sýningarinnar til að kynna fyrirtæki sín eða lönd. Þá kemur hingað á vegum franska sendiráðsins norski vínsér- fræðingurinn Karl-Arne Berg, sem áður hefur haldið námskeið fyrir fagfólk hér á landi. Hann heldur fyrirlestur á sunnudag og að auki vínsmökkunarnámskeið á meist- aragráðustigi fyrir þá, sem lengra eru komnir. Á sunnudag gefst svo gestum kostur á að taka þátt í fjögurra rétta hátíðarkvöldverði sem ásamt víni kostar 4.500 krónur. Á mat- seðlinum eru sjávarréttatríó, inn- bakað villibráðarpaté, lambahrygg- ur með sinnepssósu og jarðeplaturni og loks eftirréttur að hætti vínkaup- mannsins. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. ílokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 Innlausnardagur 15. janúar 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.439.368 kr. 143.937 kr. 14.394 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.280.760 kr. 640.380 kr. 128.076 kr. 12.808 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.261.448 kr. 126.145 kr. 12.614 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.208.259 kr. 1.241.652 kr. 124.165 kr. 12.417 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.717.484 kr. 1.143.497 kr. 114.350 kr. 11.435 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.387.644 kr. 1.077.529 kr. 107.753 kr. 10.775 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C&3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKIAVÍK • SÍMI 69 69 00 Nýbýlavegi 12, sími 44433. Boðað til stofn- fundar Lífsvogar Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 Morgunblaðið/Sverrir í HEIMSÓKN kirkjumálaráðherra (efri röð f.v): sr. Hreinn Hjartarson, prestur í Fellasókn, sr. Jón Einarsson, prófastur I Saurbæ og Helgi Hjálmsson, fulltrúi leikmanna í kirkjuráði. í fremri röð f.v. herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráðherra og Gunnlaugur Finnson, fulltrúi leikmanna og varaforseti kirkjuráðs. Kirkjumálaráðherra í Kirkjuhúsi ÞORSTEINN Pálsson, kirkju- málaráðherra, kom í fyrsta skipti í nýtt Kirkjuhús á Laugavegi 31 á mánudag. Tilefni heimsóknar- innar var fyrsti fundur kirkju- ráðs á nýju ári. Einkum bar tvennt á góma, að sögn herra Ólafs Skúlasonar biskups ís- lands. Annars vegar var rætt um frumvarp um tengsl ríkis og kirkju og miðar frumvarpið að auknu sjálfstæði kirkjunnar í innri málum hennar. Hins vegar um færslu verkefna frá ráðu- neyti til biskupsstofu. Biskup- stofa hefur þegar tekið við mál- efnum af ráðuneytinu, t.d. um- sjón og ábyrgð á prestsetrum, akstursmál og embættiskostnað presta og þykir koma til greina að fleiri verkefni fylgi í lqölfar- ið. Biskupsstofa flutti í nýtt Kirkjuhús í haust. Önnur starf- semi í húsinu er Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, H(jálp- arstofnun kirkjunnar, bókaút- gáfa kirkjunnar og verslun á fyrstu hæð. Aðstöðu í húsinu hafa eftirlitsmaður með prest- setrum, umsjónarmaður með kirkjugörðum og fangaprestur. STOFNFUNDUR Lífsvogar, sam- taka gegn læknamistökum, verður haldinn í Hótel Lind við Rauðarár- stíg miðvikudaginn 25. janúar næstkomandi og hefst hann klukk- an 20.30. Til fundarins verða boðnir allir helztu ráðamenn innan heilbrigðiskerfisins. Markmiðið að ná til fólks Samtökin Lífsvog eru stofnuð með það markmið í huga að ná til þess fólks, sem hefur orðið fyr- ir meintum læknamistökum og er ætlunin að berjast fyrir réttlæti handa þessum hópi í trygginga- kerfinu og heilbrigðiskerfínu, en samkvæmt fréttatilkynningu sam- takanna er þar um mikinn frum- skóg að ræða. Upplýsingar um samtökin er hægt að fá hjá Annheiði Völu Magnúsdóttur í síma 25528, Ás- dísi Frímannsdóttur í síma 666898 og hjá Jórunni Önnu Sigurðardótt- ur í síma 874481. Andlát ANDRIJA PUHARICH ANDRIJA Puharich læknir lést í Norður- Karólínu í Bandaríkj- unum hinn 3. janúar síðastliðinn 76 ára að aldri. Andrija Puharich var af júgóslavneskum ættum en fæddist í Bandaríkjunum. Hann var læknir að mennt og hafði sérstakan áhuga á yfirskilvitlegri skynjun. Árið 1977 gekkst hann fyrir ráð- stefnu í Reykjavík þar sem 55 menntantenn, aðallega eðlisfræðingar, víðs vegar úr heiminum kynntu rannsóknir sínar. Fjórum árum síðar voru rit- gerðir þeirra gefnar út undir rit- stjórn Puharich með heitinu The Iceland Papers. Ritari Andrija Puh- arich um langt skeið var Solveig Clark, sem er af norsku bergi brot- in í báðar ættir. Puharich er þekktastur fyrir bækur sínar Beyond Telepathy og The Sacred Mushroom og hefur einnig ritað bók um eitt rannsóknarefna sinna, Uri Geller. Bók- in The Sacred Mush- room kom út árið 1959 en Puharieh hafði mik- inn áhuga á efnasam- böndum sem valda vit- undarbreytingum. Hann var einnig þekktur fyrir rannsókn- ir árið 1948 á tveimur sjúklingum sem kváð- ust heyra sígilda tónlist frá sömu útvarpsstöð- inni inni í höfði sér. Vakti það athygli lækn- isins að þeir væru úr sömu starfs- stétt og á daginn kom að kristallar úr smergli höfðu sest milli tanna þeirra og leiddu til þess að heilinn nam útvarpssendingarnar. Hjaut læknirinn frægð fyrir en hann smíðaði ennfremur tæki fyrir heymarlausa sem tengt var við heyrnarbein þeirra og gerði þeim kleift að nema hljóð. Andrija Puh- arich lætur eftir sig sex börn og þrjú barnabörn. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.