Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 23 LISTIR Norræn menningar- hátíð á Islandi NORRÆN menningarhátið sem hlotið hefur heitið Sólstafir verður haldin í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Hátíðin hefst 11. febr- úar nk. og stendur í um sex vikur. Endurmat norræns samstarfs í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu er frá því skýrt að á árunum 1991-92 hafi farið fram á vegum forsætisráðherra Norður- landa endurmat á norrænu sam- starfi í ljósi samvinnuþróunar í Evrópu. Ákveðið var að leggja aukna áherslu á-sámvinnu á sviði menningar, menntunar og vísinda. Árleg menningarhátið Eitt af þeim nýmælum sem ráð- herrarnir ákváðu að beita sér fyrir var árleg norræn menningarhátíð. Skyldi slík menningarkynning fara fram í því landi þar sem for- mennska ráðherranefndarinnar er hveiju sinni og tengjast jafnframt þingi Norðurlandaráðs. Sérstakt framlag er veitt til hátíðarinnar af norrænu fé. Röðin komin að íslandi Fyrsta menningarhátíðin af þessum toga var haldin í sam- bandi við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í byijun mars 1994, en því næst í tengslum við haust- þing ráðsins í Tromsö í nóvember sl. Nú er röðin komin að Islandi þar sem íslendingar gegna for- mennsku í Norrænu ráðherra- nefndinni og þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 27. febrúar—2. mars nk. Bergljót Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri íslenskrar tón- verkamiðstöðvar, var í fyrra ráðin til að starfa að þessu verkefni í menntamálaráðuneytinu. Jafn- framt var skipuð ráðgjafarnefnd. Fjölbreytt dagskrá Dagskráin er ekki alveg fullmót- uð, en ljóst er að hún verður fjöl- breytt. Flestar listgreinar eiga sína fulltrúa. Börn og unglingar verða ekki undanskilin. Meðal dagskráratriða eru yfir- litssýning Listasafns íslands á verkum Olle Bjærtling og sýning á verkum Svend Wiig í Norræna húsinu. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Sögusinfóníu Jóns Leifs. Norska óperan flytur óperu eftir Per Norgard í Borgarleikhúsinu. Þijár danssýningar verða í Þjóð- leikhúsinu. Samaleikhúsið kemur með Skuggavald í leikstjórn Hauks Gunnarssonar. Leikfélag Reykja- víkur sýnir Heim svörtu fiðrildanna eftir Leenu Lander. Knud Sorensen les upp úr verkum sínum í Nor- ræna húsinu og einnig færeyski rithöfundurinn Jens Pauli Heines- en. Dagný Kristjánsdóttir flytur fyrirlestur um nýjar íslenskar bók- menntir. Sýnd verður kvikmynd um listmálarann Asger Jorn og Cobrahópinn. Finnsk brúðuleik- hússýning verður fyrir böm, kvik- myndir handa þeim og barnadag- skrá í tengslum við öskudaginn. Hátíðin hér sker sig úr Bergljót Jónsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það að hátíðin næði yfir langan tíma væri til þess að gefa fólki tækifæri til að sjá sem flest og að hátíðin ræk- ist ekki á aðra listviðburði á sama tíma. Hún sagði að hátíðin skæri sig úr hátíðinni í Stokkhólmi að því leyti hve mikil áhersla væri lögð á efni fýrir börn og unglinga. Hér væri um breiðari menningar- kynningu að ræða. Hátíðin tengd- ist fundi Norðurlandaráðs, en væri fyrir fólk búsett á íslandi. íslensku dagskráratriðin sagði Bergljót að tengdust með einum eða öðrum hætti norrænu sam- starfi. Víða í norrænu menningar- samstarfi sagðist hún verða vör við að þjóðirnar þjöppuðu sér sam- an. Þrátt fyrir aukna Evrópuum- ræðu væri ljós aukin samvinna Norðurlandaþjóða á menningar- sviði. Ýmsir möguleikar væru enn ónýttir í þeim efnum, en hátíðin væri hugsuð í því skyni að efna til samskipta og að framhald yrði á þeim. „Þetta er eitt af því sem gert er til að auka norrænt samstarf og þekkingu á því sem er almennt að gerast á Norðurlöndum og við þyrftum að vita,“ sagði Bergljót Jónsdóttir. Morgunblaðið/ Kristinn BERGLJÓT Jónsdóttir ásamt Ólafi G. Einarssyni. <■■ Valkoslurí shoðun bifreiða ... fqrir pig T dag gefst bifreiðoeigendum í fqrstð sinn hostur á aö veljo hja tivaöa fqrirtæHi þeir lata sHoöa bílinn sinn. Sextíu og sex ara einohuní shoöun bifreiða er lohið. Rðalshoðun hf. opnar T dag hlutlausa og öháða shoðunarstöð. Við leggjum aherslu á lægra verð, stuttan öiðtíma, sveigjanlegan opnunartíma og göða þjönustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.