Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 19 ERLENT Sprenging á Gazaströndinni ISRAELSKIR hermenn bera tvö særð palestínsk börn undir læknishendur. Þau slösuðust er sprengja sprakk við Kusufim-byggðina suður af Gazaströndinni í gær. Palestínskur táningur beið bana er hann tók sprengjuna upp en hann hélt að um leikfang væri að ræða. Stj ór nar samstarfið í Japan í hættu Líkur á klofningi í Sósíalistaflokki Washington. Reuter. Vilja ekki bókstafs- trúarríki RABAH Kebir, útlægur leið- innar, FIS, í Alsír sagði í gær, að sáttatillögur stjórnarand- stöðunnar væru ef til vill síð- asta tækifærið til að koma á friði í landinu. Kvað hann FIS ekki stefna að bókstafstrúar- ríki, heldur lýðræði þar sem veraldlegir stjórnmálaflokkar og konur hefðu sama rétt og aðrir. Talið er, að 30.000 manns hafi látið lífið í innan- landsátökum síðan herinn af- lýsti kosningum, sem FIS þótti líklegt til að vinna. Friðsamara í kalda stríðinu BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir, að ástandið í heimsmálum sé að mörgu leyti erfiðara nú en var meðan kalda stríðið var í algleym- ingi. Það hafi komið í veg fyr- ir eða haldið niðri 30 smástyij- öldum, sem síðan hafi geisað. Kom þetta fram í viðtali hans við franska blaðið Liberation. Kvað hann SÞ vera í tilvistar- kreppu og hvatti Bandaríkja- þing til að láta ekki af stuðn- ingi við þær. Hann hefur hins vegar nokkrar áhyggjur af „einangrunarhyggju“ nýja þingmeirihlutans. Stærsta svartholið BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið vísbendingar um stærsta svarthol, sem vitað er um. Svarar massi þess til 40 milljóna sólna en svarthol myndast þegar stórar sólir hrynja saman við ævilok og soga til sín aðrar stjörnur. Þyngdaraflið er svo mikið, að jafnvel ljósið sleppur ekki frá þeim. Hjálpar- starfsmenn í verkfall STARFSFÓLK meira en tíu hjálparstofnana í Mogadishu í Sómalíu ætlaði að leggja niður störf í gær til að knýja á um, að mannræningjar létu lausan franskan starfsbróður þess. UTLIT er fyrir klofning innan Sósíalistaflokksins í Japan en hann gæti bundið enda á stjórnarsam- starf hans og Fijálslynda lýðræðis- flokksins. Það eru hægri- og miðjumenn innan flokksins, sem vilja stofna nýjan undir forystu Sadao Yamahana, fyrrum for- manns Sósíalistaflokksins. Tomiichi Murayama, forsætis- ráðherra og formaður Sósíalista- flokksins, og stuðningsmenn hans vilja gjarna losa sig við sína gömlu, sósíölsku ímynd og skipta um nafn á flokknum en hafa samt farið sér mjög hægt í því efni. Hefur ágrein- ingur milli þeirra Murayama og Yamahana verið að aukast lengi og stuðningsmenn þess síðar- nefnda hafa nú ákveðið að stofna sinn eigin þingflokk. Andvígir stjórnarsamstarfinu Yamahana og hans menn eru óánægðir með samstarfið við Fijálslynda lýðræðisflokkinn, sjalfa erkifjendurna, og vilja, að flokkurinn endurskilgreini stefnu sína strax til að bæta stöðu sína í næstu kosningum. Murayama vill aftur á móti bíða fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar í apríl. Hann vísar einnig á bug vangaveltum um, að ólgan innan flokksins muni verða til að veikja eða jafnvel binda enda á stjórnar- samstarfið. Murayama er leiðtogi vinstri- armsins innan Sósíalistaflokksins og því kom það á óvart þegar hann beitti sér fyrir samstarfi við Fijálslynda lýðræðisflokkinn, sem er hægriflokkur og hefur lengst af farið með stjórn í Japan. Síðan hefur Murayama snúið við fyrri stefnu sinni varðandi öryggissátt- mála Japana og Bandaríkjamanna og japanska herinn. Telja frétta- skýrendur, að þessi umsnúningur hafi gert flokkinn marklausan • í augum kjósenda og spá því jafn- vel, að hann muni þurrkast út. Samsæri í Panama Sátuum líf for- setans YFIRVÖLD í Panama segjast hafa komið upp um samsæri um að ráða forseta landsins, Ernesto Perez Balladares, af dögum. Að þeirra sögn voru meðal annars viðriðnir það lögreglumenn og fyrrverandi foringjar í hernum. Ráða átti Balladares og nánustu aðstoðarmenn hans einnig af dög- um í Chiriqui-héraði í vesturhluta landsins en þangað ætlaði forset- inn að fara í dag. Hafa 10 lög- reglumenn verið handteknir og búist er við, að fleiri verði teknir á næstu dögum. Auk þess áttu fyrrverandi foringjar í hernum og óbreyttir borgarar aðild að sam- særinu en ætlunin var að koma á herstjórn í Panama. Talsmenn yfirvalda segja, að samsærismenn hafi viljað Balladares feigan vegna andstöðu við þá stefnu hans, að lögreglan heyrði undir borgaraleg yfirvöld. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 53-þ. km. Toppeintak. V. 1.750 þús. Sk. ód. SSÞí MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45 þ. km V. 780 þús. BMW 318i '87, rauður, 5 g., ek. 97 þ. km. Gott eintak. V. 730 þús. Sk. ód. VW Golf CL 1,4 '94, rauður, 5 g., ek. 22 þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús. MMC Lancer GLX '89, brúnsans., sjálfsk., ek. 74 þ. km Gott eintak. V. 675 þús. Ford Explorer XL V-6 '91, 5 dyra, græn- sans., 5 g., ek. 65 þ. mílur. Vandaður jeppi. V. 2.290 þús. Mercedes Benz 190 E '85, hvítur, ABS, sjálfsk., ek. 211 þ. km. V. 880 þús. Sk. ód. V.W. Golf Camp '89, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 110 þ. km., álfelgur, sport í innrétt- ingu. V. 590 þús. MMC L-300 '89, 4x4 minibus, 5 g., ek. 126 þ. km. V. 1.190 þús. Fallegur bíll. MMC Pajero langur háþekja bensín '85, 5 g., ek. 140 þ. km. Mjög gott eintak V: 800 þús. Sk. ód. Suzuki Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ.km. V. 620 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa ’89), svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km. Fal- legur jeppi. V. 1.490 þ. ' Nissan Sunny SLX Sedan ’93, steingrár, sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.080 þús. Renault 19 RN '95, 4ra dyra, silfurgrár, 5 g., ek. 3 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Bílar á tilboðsverði Peugeot 309 ’87, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. km. á vól. V. 280 þús. stgr. Citroen BX 16 TRS ’85, 5 g., ek. 130 þ. km. V. 195 þús. Nissan Sunny ’85, 5 dyra, 5 g., ek. 107 þ. km. V. 170 þús. stgr. Honda Accord ’82, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 190 þ. km. V. 70 þús. Mazda 323 ’83, 4ra dyra, 5 g., ek. 155 þ. km. V. 130 þús. stgr. M. Benz 230 E '81, sjálfsk., sóllúga o.fl. Góður bfll. V. 390 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. Laugardagskynning 14. janúar í Tæknivali: á myndböndum - er ný áhrifarík námsleið fyrir þig og þína! • Vönduð kennslumyndbönd • Námið má stunda hvar sem er • Upprifjun þegar þér hentar • Námshraði að vild • Hentugt og áhrifaríkt námsefni • Allt námsefni á íslensku • Gott úrval myndbanda á frábæru verði! Tæknivalkhagavíks Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Kynning í verslun Tæknivals frá 10.00 til 14.00 á laugardag. Misstu ekki af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.